Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 13
13 Hækkun póstburðargjalda: Siðlaus og ólögleg Þann 16. þ.m. hækkuöu póst- burðargjöld fyrir bréf, póstkort og prent innanlands og til Norður- landanna úr 18 kr. í 19 kr„ eða um 5,55%. Hækkun þessi var ákveðin í júlí sl„ þ.e. fyrir gildistöku bráða- birgðalagg nr. 83, 28. september 1988. í bráðabirgðalögum nr. 14, 20. maí 1988, segir í 7. grein: „Frá gildistöku laga þessara skulu hækkanir á gjaldskrám rík- isfyrirtækja háðar samþykki ríkis- stjórnarinnar." Þessu ákvæði er breytt með bráðabirgöalögunum nr. 83 því 16. grein þeirra hljóðar svo: „7. gr. bráðabirgðalaga nr. 14,20. maí 1988, orðist svo: Gjaldskrár rík- isfyrirtækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélga skulu ekki hækka til 28. febrúar 1989. Þó skal heimilt að taka tillit til hækkana á verði innfluttra aðfanga enda liggi fyrir mát Verðlagsstofnunar á þeirri þörf.“ Nú hafa bæði póst- og símamála- stjóri og varapóst- og símamála- stjóri komið fram í sjónvarpi og reynt að réttlæta umrædda hækk- un. Hvorugur þeirra hélt því fram aö hækkunin stafaði af verðhækk- un innfluttra aðfanga. hækkun póstburðargjalda þann 16. Af framanrituðu er ljóst að þ.m. er brot á 16. gr. bráðabirgða- laga nr. 83/1988 og er því ólögleg. Forráðamenn Pósts og síma hafa réttlætt hækkunina með þeim furðulegu rökum að hún hafi verið ákveðin og birt fyrir gildistöku verðstöðvunarlaganna. Það er al- veg ljóst aö lög eru rétthærri en gjaldskrá birt í B-deild Stjómartíð- inda. Verðstöðvunarlögin ógilda því hækkunarákvði þau sem voru í gjaldskrá Pósts og síma nr. 346,12. júlí 1988. Á það má benda að í birtum samningum opinberra starfs- manna, sem gerðir voru fyrir gild- - istöku fyrri bráðabirgðalaganna, voru ákvæði um hækkun sem komu ekki til framkvæmda. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að 'nú verði hinn almenni borgari að „Hér hafa fjölmiðlar tekið á þessu al- varlega máli með silkihönskum.“ „Því hefur ekki verið rætt t.d. við lagapró- fessora við Háskóla íslands?“ Kjallarinn Gísli Jónsson prófessor „Þann 16. þ.m. hækkuðu póstburðargjöld fyrir bréf, póstkort og prent innanlands og til Norðurlandanna." herða sultarólina. Enda þótt sam- gönguráherra heföi haft heimild til að hækka gjöld Pósts og síma væri það algjört siðleysi. En að hann skuh ekki virða gildandi landslög er hneyksli. Slíkt mundi hvergi geta gerst í lýðræðisríki nema á Islandi, að minnsta kosti ekki nema með harðri ádeilu fjölmiðla. Hér hafa fjölmiðlar tekið á þessu alvarlega máh með silkihönskum. Það hefur veriö rætt við embættis- mennina og reyndar formann Neytendasamtakanna sem einung- is ræddi siðferöilega hlið málsins. Því hefur ekki verið rætt við t.d. lagaprófessora viö Háskóla ís- lands? í lögum um umboðsmann Al- þingis, nr. 13. 20. mars 1987, segir í 2. grein: „Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lög- um þessum og tryggja rétt borgar- anna gagnvart stjórnvöldum lands- ins. Skal hann gæta þess að jafn- ræði sé í heiðri haft í stjórnsýsl- unni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og góða stjórr.sýsluhætti.11 (Leturbreyting undirritaðs.) í 5. grein sömu laga segir m.a.: „Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun eða sjálfs sín frumkvæði.-1 Fróðlegt verður að sjá hvort um- boðsmaður Alþingis tekur umrætt mál til meðferöar. Að lokum skal vakin á því at- hygli aö síðan Póstur og sími ákvað umrædda hækkun hefur komið til verðstöðvun og vaxtalækkun sem að sjálfsögðu hefur gert rekstrar- kostnað Pósts og síma lægri en ætla mátti þegar hækkunin var ákveöin. Af þessum ástæðum hefði sam- gönguráðherra ekki átt að heimila hækkunina þó svo hann virði ekki verðstöðvunarlögin. Gisli Jónsson Dæmið ekki saklausa „Spyrja má: Dettur einhverjum í al- vöru í hug að menn, sem rótfiska 1 allri útgerð, svo til eða alveg skuldlausri, fari að hætta lífi eða a.m.k. mannorði með því að sökkva bátum sínum?“ Föstudaginn 7. þ.m. birtist í DV grein (fréttaljós) sem ber eftirfar- andi nafn: „Margir smábátar hafa sokkið á þessu ári: Er ástæðan skuldabyrði og vankunnátta sjó- manna?“ Höfundurinn, Sigurjón M. Egilsson, vitnar í upphafi grein- ar í ársskýrslu Rannsóknamefnd- ar sjóslysa fyrir 1987 en þar stendur m.a....Eftir hin mörgu slys á smá- bátum á síðustu misserum, virðist vera brýn þörf á hertum reglum um útgerð þeirra og auknum kröf- um um menntun þeirra manna, sem fara með stjóm þeirra,“.“ Ekki veit undirritaður hvað háttvirt Rannsóknarnefnd sjóslysa á við meö þessum orðum enda ekki lesiö umrædda skýrslu. Hitt er ljóst að árið 1985 varð ekki banaslys vegna útgerðar smábáta. Hins veg- ar fórust 5 menn í þrem slysum árið 1986 og 3 menn í tveimur slys- um 1987. Á þessu ári hafa ekki orð- ið banaslys á smábátum. Það er sérstaklega athyghsvert að allir þeir menn, sem torust og hér er greint frá, voru þaulvanir sjómenn. Varöandi hertar reglur um út- gerð smábáta held ég að háttvirt Rannsóknarnefnd sjóslysa ætti að snúa sér til fjárveitinganefndar Alþingis með beiðni um meira fé til handa Siglingamálastofnun rík- isins svo hún geti haft betra eftirlit með öllum fleytum sem sjó sækja, bæði stórum og smáum. Þaö skal tekið fram að undirrit- aður gerir ekki ráð fyrir að Rann- sóknarnefnd sjóslysa hafi verið að fullnægja einhvers konar „pöntun" um ástand smábátaflotans en slíkt virðist nokkuð í tísku þegar komið er að umræðum um skiptingu sjáv- arafla. Fáránleg hugdetta Höfundur fréttaljóss DV nefnir sterkan orðróm um að menn hafi sökkt bátum sínum þegar þeir sáu fram á vonlausan rekstrargrund- völl. Þessar grunsemdir styður hann hins vegar hvergi. Enginn veit hvað það er að vera ranglega dæmdur fyrr en hann hefur reynt það. Það er fáránleg hugdetta að gefa í skyn að hópur manna hafi beinlínis sökkt bátum sínum. Þau eru enn í fullu gildi orðin sem sögð voru fyrir tæpum 2000 árum: „Dæmið eigi svo þér verðið eigi sjálfir dæmdir.“ Umsagnir svokallaðra heimildar- manna DV, eins og greinarhöfund- ur nefnir þá, eru þeim sjálfum til meiriháttar vansæmdar. Slíkar umsagnir eru svo ómerkilegar að ekki tekur því að íjalla frekar um þær. Einstök slys Varðandi einstök atvik, þegar hátar fórust í „góðu veðri“, eins og greinarhöfundur orðar þaö (þess skal getið hér að í góðu veðri eru mjög margir bátar á sjó), skal fyrst nefna bát sem strandaði í Akurey. Þess er reyndar getið aö ölvun hafi veriö um að kenna. Það er nú svo að opinber skilgreining á orðinu smábátur er miðað við báta undir 10 brúttólestum. Báturinn, sem strandaði við Akurey, var stærri en 10 brl. og telst því ekki smábát- ur, sbr. opinbera skilgreiningu, seni m.a. er notuö þegar fiskveiði- stefna er ákveðin. Svo vill til að undirritaður var staddur á Akranesi þegar Vilh AK sökk. Maðurinn, sem var um borð, bjargaðist og er vel þekktur heið- ursmaður þar í bæ. í Skagablaðinu á Akranesi segir Steindór OUvers- son sjómaður eftirfarandi: „ „Við sem þekkjum til útgerðar Villa AK vitum að eigandi hans, sem er þaul- vanur sjómaður og hefur alls staö- ar komiö sér vel vegna greiðvikni og Uölegheita úti á sjó sem annars staðar, er manna ólíklegastur til að sökkva bát sínum og allra síst nú þegar tekjudrýgsti tíminn á ár- inu er framundan.“ “ í sama blaði, þ.e. Skagablaðinu, fimmtudaginn 1. sept. sl„ segir Viggó Einarsson, ungur sjómaður á Akranesi, eftirfarandi (en Viggó bjargaöi manni af sökkvandi trillu í „Víkurálshaftinu" á Breiðafirði). „ „Við vorum stimplaðir glæpa- menn nánast um leið og við stigum á land. Öll umræða fólks snerist um það hvort ég hefði verið í vit- orði með manninum eða ekki. Líf hans virðist engu máli skipta í umræðunni". “ Og bróðir Viggós, Einar, segir þetta: „ „Það virðist vera glæpur að sleppa lifandi úr þessum skipum". “ Eigandi Þyts SF átti bát og annað úthald skuldlaust. Hitt er jafnfáránlegt að láta sér detta í hug að maður, sem fær brot á bát sinn í Homafjarðarósi, sé að leika sér með eigið líf. Spyrja má: Dettur einhverjum í alvöru í hug að menn, sem rótfiska i allri útgerð, svo til eða alveg skuldlausri, fari að hætta lífi eða a.m.k. mannorði með þvi að sökkva bátum sínum? Á sl. ári átti ég, sem þessar línur rita, nokkur samskipti við Sigl- ingamálastofnun ríkisins vegna eldvarnabúnaðar í bátum. Þá kom í ljós að aðeins var þekktur einn eldsvoði í vélarrúmi á opnum báti hérlendis (geri aðrir betur). Engan þarf að undra þótt einn eldsvoði eigi sér stað í smábáti á margra ára fresti og með ólíkindum hvernig mönnum dettur í hug að viðkom- andi hafi vísvitandi kveikt í báti sínum. Það sem betur má fara Það er rétt og skylt að taka undir þau orö þar sem minnst er á fá- fróða sighngamenn. Skólum lands- ins ber að búa æskufólk undir lífs- starf sitt. Þjóð, sem á sitt undir sjó- sókn, hlýtur að gera þá kröfu aö æskufólki, sem hyggur á sjóferðir af einhverju tagi, sé kennt það nauösynlegasta sem siglingamenn þurfa á að halda. Svoleiðis nokkuð gerist ekki bara einn, tveir, þrír. Sá hópur, sem ber velferð triUu- karla svo rpjög fyrir brjósti, verður að hafa nokkra þolinmæði. Það miðar í rétta átt. En það er trú mín að stór hluti þeirra manna, sem stunda sjósókn á smábátum, hafi fuU réttindi. Títtnefndir sjóskaðar minna hins KjaUariim Sigurður Gunnarsson i stjórn Landssambands smábátaeigenda vegar á að nauðsynlegt er að huga vel að hveiju fleyi. Undirritaöur hefur ávallt veriö talsmaður þess að svo megi verða enda haft með höndum hér fyrr á árum eftirUt meö bátum. Það þarf líka að líta eftir því hvort hönnunargallar geti hafa átt einhvern hlut að máli þeg- ar bátar farast. Ég býst við'að flestir sjómenn kannist viö þaö að bátar hafa sokk- ið í höfnum og öðrum hefur tekist að bjarga á síðustu stundu. Þeir sem mest Qasa um báta sem farast ættu líka að kynna sér þau atvik þar sem mönnum hefur með harð- ■fylgi tekist að finna lekastað þegar í óefni var komið og bjarga þannig báti og stundum eigin lífi. Röð óhappatilviljana Flestir hafa einhvem tíma heyrt talað um röð óhappatilviljana eða jafnvel lent í þeim sjálfir. Oftast er erfitt að skilgreina slík fyrirbrigði. Hér verður ekkert fuUyrt en það skyldi þó aldrei vera svo að hér hafi einmitt verið á ferðinni röö slíkra tilviljana þegar svo margir smábátar hafa orðið fyrir skaða eins og nú hefur átt sér stað? Ég hef áður sagt opinberlega og endurtek að uppistaða smábáta- sjómanna er úrvals sjómenn. I stór- um hópi finnast aUtaf einhverjir sem ekki standast þá skoöun að teljast hæfir til starfa. Það er fárán- legt að dæma heila stétt manna eft- ir slíkum undantekningum. Sigurður Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.