Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. Heimsbikarmótið í skák Heimsbikarmótinu lokið: Spasskyvann sína fyrstu skák - og Kasparov varð einn efstur Vegna taugaspénnunnar hlítir lokaumferð skákmóra jafnan öðr- um lögmálum en annars ráða. Sautjánda og síðasta umferð heimsbikarmótsins í Borgarleik- húsinu í gær var þar engin undan- tekning. Boris Spassky, sem vermdi neðsta sæti fyrir umferð- ina, gerði sér lítiö fyrir og vann efsta mann, Alexander Beljavsky. Er heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov, sem var jafn Beljavsky, sá hvaö verða vildi, var hann fljótur aö bjóða Júgóslavanum Nikolic jafntefli. Þar með hlaut Kasparov sigurlaunin óskipt. Áhorfendur, sem voru um 1300 talsins, urðu fyrir miklum von- brigðum er skákgarparnir yfirgáfu sviðið hver á fætur öðrum með jafntefli á samviskunni. Tal, sem mun eiga við vanheilsu að stríða, gerði 'örstutt jafntefli við Ehlvest. Landarnir Sokolov og Jusupov fóru að ráðum þeirra; einnig Port- isch og Speelman og Jóhann gaf drauminn um þriðja sætiö upp á bátinn er hann bauð Svíanum And- ersson jafntefli eftir 10 leiki. Það var mikið áfall fyrir áhorfendur en þeir áttu þó eftir að fá dágóða skemmtan fyrir snúð sinn. Sax vann Kortsnoj eftir tímahrak þess síðarnefnda. Ribli tókst að nudda skákina af Margeiri - fyrsti sigur Ungverjans á mótinu. Hins vegar slapp Timman með skrekk- inn gegn Nunn sem tókst ekki að vinna riddaraendatafl með peði meira. Þessar skákir hurfu þó aö mestu í skuggann vegna baráttu efstu manna. Jóhann í 4.-5. sæti Kasparov haföi hvítt gegn Nikolic og tefldi til vinnings. Er hann seild- ist eftir „eitraða peðinu“ þótti hann hafa mun betri færi en Nikolic gaf ekkert eftir. Tefldi vel og þar kom taflinu að Kasparov varð að velja milli þess að gefa mótherjanum þráskák, eða taka talsverða áhættu. Svo virtist sem heimsmeistarinn sýndi á þessu augnabliki skák Spasskys og Beljavskys meiri áhuga en sinni eigin. Er hann hafði fullvissað sig um að Spassky hefði Skák Jón L. Árnason leikið vinningsleik, fannst honum óhætt að bjóða Nikolic jafntefli. Beljavsky varð að lokum að sætta sig við ósigur og 2. sætið, með 10,5 vinninga. Kasparov varð einn efst- ur meö 11 vinninga,- í þriðja sæti varð Mikhail Tal, sem hlaut 10 v. og Jóhann Hjartarson og Ehlvest urðu í 4.-5. sæti með 9,5 v. Síðan Jusupov, Sax og Timman með 9, Speelman, Andersson og Nunn með 8,5 v„ Sokoiov og Nikolic með 8 v„ Ribli með 7,5 v., Portisch og Spassky meö 7 v„ Kortsnoj með 6,5 v. og Margeir rak lestina með 6 v. „Gamla fallbyssan“ Af svip Spasskys eftir skákina mátti ekki dæma hvort hann hefði unnið eða tapað. Hann lét sér fátt um finnast er honum var óskað til hamingju með glæsilega skák. „Þetta var gamlafallbyssan," sagði hann mæðulega. Beljavsky átti e.t.v. ekki skihð að missa af efsta-sætinu eftir hetjulega baráttu á mótinu. Á hinn bóginn þótti vel við hæfi að falleg fléttu- skák Spasskys ræki smiðshöggið á sérlega skemmtilegt og vel heppn- að mót, sem var skipuleggjendum þess ög framkvæmdastjórn til mik- ils sóma. Hvítt: Boris Spassky Svart: Alexander Bejavsky Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. Rc3 Eftirlætisafbrigði Spassky, sem hann tefldi gegn Nikolic fyrr í mót- inu. 5. - b5 6. Bb3 Be7 7. d3 d6 8. Rd5 Rxd5 Eftir 8. - 0-0 9. Rxe7 + Rxe7 10. Bg5 Rg6 11. h4!? kæmi sama staða fram og í skák Spasskys við Ni- kolic. 9. Bxd5 Bd7 10. c3 0-0 11. d4 De8 12. 04) Hd8 13. dxe5 dxe5 14. De2 Bd6 15. Rh4 Re7 16. Bb3 c5 17. Be3 c4 18. Bc2 Bc8? Upphafið að ógæfu svarts. Eðli- legra er 18. - Be6, eða 18. - Bc6 - nú lenda svörtu mennimir í klemmu. 19. Bb6! Hd7 20. Hfdl g6 21. b3 cxb3 22. Bxb3 Spassky hefur tekist að blása lífi í hvítreita biskupinn á nýjan leik. Hann á eftir að leika stórt hlut- verk. Nú hótar hvítur 23. a4 og opna línur sér í hag á drottningar- væng. 22. - Ba3 23. De3 Hxdl+ 24. Hxdl Rc6? 8 A 7 111 fXé Á Í 6 1 Á 5 Jk A 4 A & 2 A 1 A A A H '& 25. Rxg6!! Eins og þruma úr heiöskíru lofti. Eftir 25. Dh6 Kh8! nær svartur að verjast. 25. - hxg6 26. Dh6 Re7? Taugar Beljavskys bresta. Hótun hvíts var 27. Dxg6+ o.s.frv. Skásta vörnin er 26. - Be6 27. Hd3 (með erfiðum hótunum) og nú 27. - Bcl 28. Dxcl Bxb3 29. axb3 De6 og reyna að þrauka með peði minna. 27. Bc7! Nú er engin leið aö valda peðið á e5 sem er dýrmætt peð, því að kom- ist biskupinn á reitinn blasir óveij- andi mát á g7 eða h8 viö. 27. - Rf5 28. exf5 Einfaldara en 28. Dxg6+ Rg7 29. Hd8, sem ætti þó einnig aö leiða til vinnings. 28. - Bxf5 29. g4! Be4 Staðan er töpuð. Svarið við 29. - Bxg4 yrði 30. Dxg6+ Kh8 31. Dh6+ Kg8 32. Dg5+ og vinnur. 30. Hel Bcl Biskupinn á e4 var annars dauð- ans matur, því að 30. - Bd3 (eða 30. -Dc6)31.Bxe51eiðirbeinttiltaps.' 31. Dxcl Dc6 32. De3 Bhl 33. Dh3 Dxc7 34. Kxhl He8 35. Dh6 Dc6+ 36. Kgl DfB 37. Hdl Dc6 38. Hd3 De4 39. Hh3 Del+ 40. Kg2 De4+ 41. Kg3 Og Beljavsky varð að sættast á 2. sætið með því að gefast upp. -JLÁ Nafií 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 15 16 17 18 Alls Röð S-B 1 (iarrv Kasnarov M '/2 Vi 1 1 Vi 1 1 '/2 '/2 1 0 '/2 '/2 '/2 Vi 1 '/2 11 I 93.00 2 Alcxandcr Bcliavskv Vi a 1 Vi 1 0 '/2 «4 1 Vi '/2 Vi 1 '/2 1 0 Vi 1 10'/2 2 87,75 3 Mikhail Tal Vi 0 t '/2 '/2 Vi '/2 1 '/2 1 '/2 '/2 Vi 1 1 Vi '/2 Vi 10 3 82.25 4 .lóhann Hiarlarson 0 '/2 Vi c Vi '/2 '/2 1 '/2 Vi Vl 0 1 Vi 0 1 1 1 9'/2 4-5 77,00 5 Jaan Ehlvcsl 0 0 '/2 Vi h '/2 0 1 '/2 1 '/2 '/2 1 Vi Vi 1 Vi 1 9>/2 4-5 75,75 6 Ariur Júsúnov Vi 1 ‘/2 Vi '/2 M '/2 '/2 '/2 '/2 '/2 '/2 I) Vi '/2 1 '/2 Vi 9 6-8 76.75 7 (ivula Sax 0 Vi '/2 Vi 1 '/2 a Vi 1/, Vi Vl 1 '/2 Vi 0 '/2 1 ‘/2 9 6-8 75,00 8 Jan Timman 0 '/2 (1 0 0 '/2 Vi k '/2 ‘/2 1 1 1 Vi Vi Vi 1 I 9 6-8 70.50 9 John Nunn Vi 0 '/2 Vi '/2 '/2 Vi Vi e Vi Vi '/2 Vi. Vi l ‘/2 1 0 8'/2 9-11 70,75 10 Jonathan Sncelman Vi '/2 0 Vi 0 '/2 '/2 Vi Vi r Vi Vl '/2 1 '/2 Vi I Vi 8'/2 9-11 69.50 II Ull Andcrsson (1 ‘/2 '/2 ‘/2 '/2 Vl '/2 0 Vi '/2 1 '/2 '/i '/2 Vi Vi 1 HVi 9-11 69,25 12 Andrci Sokolov 1 '/2 '/2 1 Vi Vl 0 0 Vi '/2 0 f 0 '/2 '/2 Vi '/2 1 8 12-13 68.50 13 Prcdrau Nikolic '/2 0 Vl 0 0 1 '/2 0 '/2 '/2 '/2 1 r '/2 Vi Vi 1 '/2 8 12-13 65.00 14 Zóllan Ribli Vi Vi 0 Vi ‘/2 Vi Vi Vi ‘/2 0 Vi Vi Vi á Vi Vi 0 1 IVi 14 63.25 15 Laios Porlisch '/2 0 0 1 '/2 '/2 I Vi 0 % ‘/2 Vi '/2 '/2 Vi 0 0 7 15-16 61.50 16 Boris Snasskv Vi 1 '/2 0 0 0 Vi '/2 Vi '/2 '/2 Vi ‘/2 Vi Vi V '/2 0 7 15-16 61.25 17 Viklor Korlsnoj 0 '/2 Vi 0 Vi '/2 0 (1 0 0 '/2 Vi 0 I I '/2 K 1 (,Vi . 17 51,75 18 Marucir Pctursson Vi 0 Vi 0 0 '/2 '/2 0 1 '/2 0 0 '/2 0 1 1 0 s 6 18 50,25 Margeir Pétursson: Þetta var harður skóli Jóhann Hjartarson: „Eg ákvað það í upphafi að tefla frekar hvasst og draga þannig góðan lærdóm af þessu móti,“ sagði Mar- geir Pétursson en hann hafnaöi í neðsta sæti heimsbikarmótsins þrátt fyrir að mörgu leyti góða frammi- stöðu. Margeir sagði að mótið hefði verið nyög harður skóli en hann sagðist hafa lært geysilega mikið af þátttöku sinni og það hefði verið mikill fengur að fá að reyna þetta. Hann sagðist hafa orðið bjartsýnn í upphafi mótsins eftir að honum tókst að vinna Portisch og hann hefði kannski fariö fullgeyst eftir það. „Maöur er geysilega þreyttur núna en ég á nú von á því að skáklöngun- in verði komin aftur þegar kemur að ólympíumótinu." Þrátt fyrir aö Margeir hafi fengiö 6 vinninga í mót- inu lækkar hann um 5 ELO-stig og reiknast nú vera með 2525 stig. -SMJ „Fullnægjandi árangur“ Garry Kasparov: „Eger ekki með skákleiða" „Auðvitað er ég ánægður með sigurinn en hins vegar er ég ekki ánægður með taflmennskuna. Ég var ekki fmínu besta formi og tefldi varla eins og heimsmeistara sæm- ir,“ sagði Garry Kasparov, heims- meistari í skák, en þrátt fyrir sigur- inn f mótinu þá var hann ekki ánægöur með frammistöðu sína. Hann var ekki ánægður meö stöð- una í skák sinni og Nikolic en hým- aði mikið þegar hann sá að Bejjav- sky var að tapa og sætti sig við jafn- tefli. Heimsmeistarinn hlýtur því 20.000 dollara í verðlaun og af þvi að hann er efstur þá tapar hann engum ELO-stigum. Honum tókst hins vegar ekki ætlunarverk sitt - að ná stigametinu af Fischer. - En hvaöa skýringu skyldi hann hafa á taflmennsku sinni nú? „Ég var bara tómur og þreyttur og skorti allt hugmyndaflug. Mér tókst hins vegar að sigra enda er ég jú heirasmeistarinn í skák. Allir ætlast til að ég vinni.“ Kasparov sagði að hann ætlaði ekki aö tefla við Anatoly Karpov um sovéska meistaratitilinn í des- ember þrátt fyrir kröfu sovéskra yflrvalda þar ura. Sagöi Kasparov að menn yi-ðu að sætta sig við þá ákvöröun enda væri hann oröinn þreyttur. - Það þýðir þó vonandi ekki að hann sé leiður á skák. „Nei, alls ekki, ég er hins vegar orðinn leiöur á öUu umstanginu í kringum skákina. Ég vona þó að ég nái að tefla betur á næsta móti sem verður í Barcelóna.“ Það er þó ólíklegt að Kasparov fái svo langa hvild því án efa verður gerð sú krafa til hans aö hann tefli á ólympíumótinu við hlið Karpovs. -SMJ Jóhann Hjartarson stórmeistari. „Ég held að það miegi telja að þetta hafi verið fullnægjandi árangur á mótinu og mér finnst ánægjulegt að ég skyldi ná að tefla betur en á heims- bikarmótinu í Frakklandi um dag- inn,“ sagði Jóhann Hjartarson eftir lokaumferðina á heimsbikarmótinu í skák. Jóhann sagðist vera dálítið þreyttur eftir átökin en hann stóð sig með miklum ágætum á mótinu eftir að hafa verið einstaklega óheppinn í byrjun. Þá voru skákir' hans sérlega skemmtilegar og vöktu ávallt mikla athygli. Jóhann reyndist einn V-Evrópubúa geta ógnað veldi Sovétmanna á mót- inu og kemur líklega til með að hækka sig um 10 ELO-stig, upp í 2620 stig. Jóhann telst vera í 4. sæti ef SB-stig eru reiknuð en verölaun fyrir 4. sæti erú 10.000 doUarar. „Mér finnst að Beljavsky hefði frekar átt si. írinn skilið en hann teygði sig of i. ngt og tapaði," sagði Jóhann þegar i nn var spurður um úrsUtin. Næst á iöfinni hjá honum er að sjálfsögðu ó. mpíumótiö í skák sem fer fram í Gr, klandi nú í nóv- ember. Vissulega L ida menn tölu- veröar vonir við U6 ' sem stóð sig frábærlega á síðasta i. iti og hafnaði í 5. sæti. Sagði Jóhani, >ð raunhæft vaeri að stefna að sama æti. í desember teflir Jóha n síðan í heimsúrvali sem mætir Sc étmönn- um í Madrid. Jóhann sagðist ekki vita mikið um framkvæmd mótsins en þar yrðu tefldar stuttskákir með hálfrar klukkustundar umhugsun- artíma. -SMJ Boris Spassky: „Ég er eins og hnefaleikari í 50. lotu“ „Mér finnst að sigurinn heföi átt að falla Beljavsky í skaut. Hann er sterkari persónuleiki en Kasparov sem er hins vegar hæfileikaríkari,“ sagði Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, eftir lokaum- ferðina. Hann hafð örlagarík áhrif á heimsbikarmótið í skák því að með því að sigra Alexander Beljavsky í gærkvöldi færöi hann Kasparov sig- urinn á silfurfati. Spassky sagðist hafa boöið Beljavsky jafntefli því hann hefði gert jafntefli við Kasparov og hann hefði ekki viijaö eyðileggja möguleika Beljavsky á að vinna eftir góða frammistöðu. Beljavsky hefði hins vegar hafnaö þvi enda mikiU baráttumaður með nóg af hugrekki. Spassky er reyndar töluvert gagn- rýninn á Kasparov og sagði meðal annars að heimsmeistarinn ungi ætti ýmislegt eftir ólært en hann hefði þó vissulega sýnt sálarstyrk með því aö vinna mótið eftir slæma byrjun. Um frammistöðu sýna vildi Spas- sky ekki segja margt. „Þetta var erf- itt fyrir mig enda er ég eins og hnefa- leikari í 50. lotu.“ Nú í lok vikunar fer Spassky með íslenska ólympíuUðið í skák í æfinga- búðir. Sagðist hann hlakka til þess - og yrði það vonandi lærdómsríkt fyr- ir báða aðila. Sagðist hann fullviss um aö íslenska liðið gæti náð langt. - En klassísk spurning í lokin - hefur þú heyrt eitthvað frá Bobby Fischer nýlega? „Já, ég hitti hann fyrir stuttu en mér er óheinúlt að segja nokkuð frá þeim fundi því Bobby kann ekki við að vinir hans séu að ræða um einka- hagi hans. Það var ánægjulegt að hitta hann en við hittumst svona einu sinni á ári en meira vfl ég ekki segjaumþað." -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.