Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. Jarðarfarir Þorvaldur Ásgeirsson lést 14. október sl. Hann var fæddur í Reykjavík 15. mars 1917. Hann útskrifaðist úr Verslunarskóla íslands árið 1936. Þorvaidur gerðist félagi i Golíklúbbi Reykjavíkur árið 1936. Þar vann hann að margvíslegum félagsstörf- um. var formaður Golfklúbbs Reykjavikur í sex ár og var kjörinn heiðursfélagi Golfklúbbs Reykjavík- ur árið 1984. Hann varð íslandsmeist- ari í golfi árin 1945,1950 og 1951 og var forseti Golfsambands íslands áriö 1952-1955. Þorvaldur gerðist fyrsti atvinnumaðurinn í golfi og stundaði hann golfkennslu í tuttugu ár. Þor\'cddur missti konu sína, Kar- en, árið 1980. Þeim varð fjögurra bama auðið. Útfor Þorvaldar veröur gerð frá Fossvogskirkju i dag kl. 15. Jóhanna Elinborg Sigurðardóttir lést 16. október sl. Hún var fædd á Hara- stöðum í Vesturhópi 27. júní 1902, dóttir hjónanna Sigurðar Amasonar og Helgu Guömundsdóttur. Jóhanna giftist Kristjáni Björgvin Sigurðs- syni, en hann lést af slysförum árið 1936. Þau hjónin eignuðust sex börn. Um 1950 hóf Jóhanna störf við bók- band í Prentsmiöju Hafnarfjarðar. Þar starfaði hún síðan í rúmlega 20 ár. Útfór hennar verður gerð frá Hafnarfj arðarkirkj u í dag kl. 15. Guðrún Bernhöft Marr verður kvödd í Dómkirkjunni miövikudaginn 26. október kl. 13.30. Sigurður Elíasson garðyrkjumaður frá Saurbæ, Holtahreppi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 26. október kl. 15. Ólafur Hafsteinn Einarsson kennari, Reynimel 90, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 16. október sl„ verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu- daginn 27. október kl. 15. Guðrún Þorbjörg Steindórsdóttir, Vitastíg 16, er lést í sjúkrahúsi í Róm 15. október, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 26. október kl. 13.30. Eiríka P. Sigurhannesdóttir iðju- þjálfi, verður jarðsungin frá Hvann- eyrarkirkju laugardaginn 29. októb- er nk. kl. 14. Andlát Ágúst G. Bjömsson, Hvassaleiti 18, lést 24. október á Landspítalanum. Jón Friðrik Matthiasson loftskeyta- maður lést á heimili sínu 22. október. Helga Laufey Hannesdóttir, Brekku- koti, Reykholtsdal, lést á heimili sinu 22. október. Sigurveig Guðbjartsdóttir, Sólvangi, áður tii heimilis að Köldukinn 17, Hafnarfirði, andaðist laugardaginn 22. október. Unnur Halldórsdóttir frá Gröf, Miklaholtshreppi, lést laugardaginn 22. október. Stephan Stephensen er látinn. Sigurlaugur Guðmundsson andaðist i Borgarspítalanum föstudaginn 21. október. Vilborg Guðmundsdóttir, Einibergi 17, áður Reykholti, Hafnarfirði, and- aðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 22. október. Ásta Vigfússon, Fallbrook, Kalifor- níu, andaðist 22. október. Arnaldur Þór, Blómvangi, Mosfells- bæ, lést 21. október. Námskeið Ættfæðinámskeið f næstu viku hefjast ný ættfræðinám- skeið á vegum Ættfræðiþjónustunnar, þau síðustu á þessu ári. í Reykjavik verð- ur boðið upp á sjö vikna grunnnámskeið (eitt kvöld eða síðdegi í viku) og fimm vikna námskeið fyrir framhaldshóp. Einnig verður haldið 2ja vikna helgar- námskeið í Borgamesi og e.t.v. á fleiri stöðum á landsbyggðinni. Skráning er hafm hjá Ættfræðiþjónustunni í síma 27101. Markmið námskeiðanna er að gera menn færa um að rekja ættir sínar og annarra af öryggi og kunnáttusemi. Þátt- takendur fá fræðslu um ættfræðiheimild- ir, skilvirkustu leitaraðferðir og úr- vinnslu efnis í ættar- og niðjatölum. Að hluta fer kennslan fram í fyrirlestrum en megináherslan er á rannsókn frum- heimilda um ættir þátttakenda sjálfra. Fá þeir aðgang og afnot af fjölda heim- ilda. Fær hver og einn leiðsögn í þeirri ættarleit sem hann kýs sem viðfangsefni í námskeiðinu. Auk námskeiðahalds tek- ur Ættfæðiþjónustan að sér að rekja ætt- ir fyrir einstaklinga og íjölskyldur og annast útgáfu ættfræðiheimilda og hjálp- argagna fyrir áhugafólk um ættfræði. Basarar Kvenfélag Kópavogs - Líkn arsjóður Aslaugar Maack Basar og kafEsala verður í félagsheimih Kópavogs sunnudaginn 6. nóvember. Þar verða á boðstólum nýbakaðar kökur, ptjónavörur, fatnaður og ýmsir munir. Einnig veröur selt kaffi með rjómavöffl- um. Vinnufundir félagskvenna eru á mánudögum frá kl, 17. Alltaf heitt á könnunni. Ti3kynningar Hallgrímskirkja - starf aldraðra á morgun miðvikudag verður haldið opið hús í safnaðarsal kirkjunnar og hefst það kl. 14.30. Dagskrá og kaffiveitingar. Vin- samlegast gangið inn í kirkjuvæng Iðn- skólamegin. Hvem þriðjudag og fostudag er fótsnyrting og hárgreiðsla. Stjarnan gefur . . farandbikar Nú er grunnskólamót Knattspymuráðs Reykjavikur f fullum gangi. Stjaman vill sýna þessu framtaki Knattspymuráðs stuðning í verki og gerir það með því að nú í fyrsta skipti veröur keppt um Stjömubikarinn. Stjömubikarinn er veg- legur farandbikar sem Stjarnan gefur til mótsins og mun því verða keppt um þennan bikar í framtíðinni. Einnig mun Stjaman gefa lítinn eignarbikar og verð- launapeninga. Það er von Stjömunnar að stuðningur hennar við þetta mót eigi eftir að efla og styðja framtak Knatt- spymuráðs. Menning Frönsk og fín L'Alliance Francaise: . Franskur gestaleikur i íslensku óper- unni: MADAME DE LA CHARLIERE Höfundur sögu: Denis Diterot Leikgerð: Eiisabeth de Fontenay Leikarar: Catherine Sellers og Pierre Tabard, sem einnig sviösetur verkiö. Innan tíöar frumsýnir Þjóðleik- húsiö leikritið Les liaisons danger- euses á sviði íslensku óperunnar. Það er byggt á samnefndri skáld- sögu Frakkans Choderlos de Laclos sem fyrst var gefin út árið 1782. Sagan vakti hneykslun fyrir að fara á nærgöngulan hátt ofan í hræsni og makk aðalsins í ástamálum og segja frá samsæri tveggja aðalper- sónanna sem ákveða að spilla sak- leysi ungrar stúlku sem rétt er komin af barnsaldri. Þar er sem sagt um að ræða kald- hæðnislega lýsingu á athæfi spilltra og tilfinningakaldra per- sóna og ekki mikið gefið fyrir tryggð og staðfestu í ástamálum. í gærkvöldi gafst hins vegar færi á að sjá og-heyra á sama stað ann- að franskt verk eftir samtímahöf- und Laclos, en það var sviðsetning á sögunni um Madame de la Charh- ére eftir Denis Diderot. Hún birtist fyrst á prenti árið 1798 en var skrif- uð nokkru fyrr en saga Laclos. L’Alliance Francaise hefur oft staðið fyrir góðum gestasýningum og tímasetningin á þessari gat ekki verið betri. . í sögu Diderots kveður við annan tón en hjá Laclos. Tryggð og algjör trúnaður er forsenda hjónabands hinnar viljasterku Madame de la Charhére og Chevaher Desroches. Þar er heldur betur velt upp öðr- um fleti á samskiptum manns og konu og afstaða konunnar er fá- heyrð á þessum tíma, nánast upp- reisn gegn venjum þess samfélags sem hún lifir í. Madame de la Charhére heitir því á brúðkaupsdaginn í viöurvist gestanna aö skilja að skiptum við mann sinn, jafnvel líta hann aldrei augum framar ef hann verði henni nokkum tíma ótrúr.. Maður og kona eru á sviðinu ah- an tímann. í fyrstu ræöa þau sam- an og rifja upp þessa gömlu sögu en smám saman taka þau á sig mynd persónanna og segja söguna Pierre Tabard fer með annað aðalhlutverkið og er auk þess leikstjóri. og leika hana í senn. Þau eru þann- ig bæði áhorfendur og jafnframt sögupersónumar holdi klæddar. Catherine Sehers og Pierre Ta- bard túlka þessar persónur af ör- yggi og frönskum sjarma. Hlutverk Leiklist Auður Eydal Catherine Sehers er viðameira og persónan gneistar af togstreitu á milh ástríðu og þrákelkni, hin stolta kona sem fómar öhu fremur en láta troða á sér. Það vottar jafn- vel fyrir kunnuglegum hefndar- þorsta í garð eiginmannsins sem sveik hana. Já, hún minnir einmitt um margt á kvenhetjur okkar eigin bók- mennta. Hún sést hvergi fyrir og er þeim verst sem hún ann mest. Leikgerð sögunnar er verk Ehsa- beth de Fontenay og tvíeinn sögu- þráðurinn myndar skemmtílega framvindu. Frásögnin er oft gam- ansöm og mannlegur tónn ríkir. Með þessari gestasýningu frá fremstu leikhúsum Parísar, La Comédie Francaise í fararbroddi, hafa forsvarsmenn AUiance Fran- caise enn einu sinni gefið íslensk- um leikhúsgestum færi á að kynn- ast frönsku leikhúsi hér á heima- velh. Hafi þeir heha þökk fyrir. AE Samtök leiðbeinenda. Á ísafirði stendur til aö stofna samtök leiðbeinenda á Vestfjörðum. TUgangur samtakanna er að gæta hagsmuna leið- beinenda innan stéttarfélaganna HÍK og KÍ jafnt sem utan. Á fundi sem haldinn var nýlega í grunnskólanum á ísafirði var kosin þriggja manna nefnd til þess að undirbúa stofnun samtakanna. Þeir sem áhuga hafa á aö fá frekari upplýsing- ar um fyrirhugaða stofnun geta haft sam- band við nefndina en hana skipa: Valdis Stefánsdóttir, s. 4698, Herdís Hubner, s. 3885, og Ingólfur Amarson, s. 4578. Spilakvöld S.I.B.S. deildimar í Reykjavík og Hafnar- firði og Samtök gegn astma og ofnæmi halda spilakvöld í kvöld 25. október kl. 20.30 í Múlabæ, Armúla 34. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Námstefna um fiskeldi á Islandi Dagana 27. og 28. október nk. mun Endur- menntunarnefnd Háskóla íslands í sam- vinnu við Samband fiskeldis og hafbeit- arstöðva gangast fyrir námstefnu um fiskeldi á íslandi: Faglegar forsendur, aðstæður og reynslu okkar til þessa. Námstefnan er ætluð öllum fræðimönn- um og rekstraraðilum er fást við eða tengjast fiskeldi. Markmið ráðstefnunnar er að gefa alhliða yfirht yfir helstu líf- fræði- og tæknilegu þætti sem ráða í fisk- eldi. Níu mgnns munu flytja fýrirlestra en umsjónarmenn og stjómendur nám- stefnunnar em verkfræðingarnir Oddur B. Bjömsson, Verkfrst. Fjarhitun, og Valdimar K. Jónsson, prófessor við Há- skóla íslands. Allar nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu endurmenntunar- stjóra HÍ í s. 23712 og 687664. Ný Vera „Karlasýki hrjáir stjómkerfi borgarinn- ar,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, í opinskáu viðtali í nýrri Vem. Víða er komið við í viðtalinu og m.a. fjallað um hugmyndir um sameiginlegt framboð félagshyggju- aflanna við næstu borgarstjórnarkosn- ingar. Að venju er éfni blaðsins fjöl- breytt og er að þessu sinni fjallað sérstak- lega mn hjónavigslur undir fyrirsögninni „Rómantík eöa raunsæi?". Rætt er um Kvennaathvarfiö sem um þessar mundir á fimm ára afmæli. Sagt er frá aðdrag- anda þess að Klöm Ingvarsdóttur var ýtt til hliðar yið ráðningu sparisjóðsstjóra á Neskaupstaö. Nokkrar konur segja frá reynslu sinni af Nordisk Forum, fjallað er um bækur, kvikmyndir og margt fleira. Borgar- ög þingmál eiga sinn sess í Vem að venju. Tímaritið er gefið út af Samtökum um kvennalista og Kvenna- framboðinu í Reykjavík. Heimilisfang Yem er Laugavegur 17, Reykjavík. Áskriftarsíminn er 22188 eða 13725. Vera kostar 315 kr. í lausasölu og fæst á öllum betri blaösölustöðum. Fundir I.T.C. deildin Yrpa heldur fund í kvöld, 25. október, kl. 20.30 að Brautarholti 30,3. hæð. Stef fundarins er: Jafnvel hin lengsta ferð byijar með einu skrefi. Fundurinn er öllum opinn. Tónlistarhátíð ungra norrænna einleikara Tónleikar verða í íslensku óperunni í kvöld, 25. október, kl. 20.30. Jan-Erik Tapaðfundið Gyllt úr fannst á Brekkustíg að morgni laugardags. Eig- andi hafi samband í síma 19971. Tónleikar Tónleikar í Listasafni Sigurjóns Olafssonar Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20.30 leika Hlif Sigurjónsdóttir fiðluleikari, David Tutt píanóleikari frá Kanada og Christian Giger sellóleikari frá Sviss á þriðju tónleikunum sem haldnir eru í til- efni opnunar Listasafns Sigutjóns Ólafs- sonar á Laugamesi. Flytja þau píanótríó eftir Dvorak, hið svokallaða „Dumky", og píanótríó op. 8 í H-dúr eftir Brahms. Hlíf og David hafa oftsinnis haldið tón- leika hér heima. Christian Giger kemur frá Sviss og hafa þau þijú haldið fjölda tónleika í Sviss undanfarin ár. Þetta er í fyrsta skiptið sem tríóið spilar hér á landi. Gustafsson sellóleikari leikur við undir- leik Arto Satukangas píanóleikara, And- ers Kilström leikur á píanó. Leikin verða verk eftir Bach, Kaipainen, Sjostako- vitch, Englund, Beethoven og Chopin .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.