Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. 7 >V_________________________________________________Viðsldpti Slippstöðin á Akureyri: Sigurður Ringsted er lang- líklegastur sem forstjórí - ágreiningur innan stjómarinnar um að auglýsa stöðuna Siguröur pingsted, yfirverkfræð- ingur Slippstöövarinnar og næst- æðsti maöur fyrirtækisins, er lang- líklegastur til að fá forstjórastólinn þegar Gunnar Ragnars stendur upp úr honum um áramótin og sest í for- stjórastól Útgerðarfélags Akur- eyringa. Sigurður mun hafa stuðning meirihluta stjómar fyrirtækisins. Shppstöðin er fjórða stærsta fyrir- tækið á Akureyri; jafnan með um 250 tíl 300 manns í vinnu. Aðeins KEA, ÚA og Álafoss eru stærri. Ekki eru Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 5-9 Lb.Ob,- Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 9-10 Lb.Úb,- Sp 6mán. uppsögn 10-11 Vb.Ab,- Sp 12mán.uppsögn 11-13 Ab 18mán. uppsögn 17 Ib Tékkareikningar.alm. 2-4 Ab Sértékkareikningar 5-10 Ab Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir nema Lb og Úb 6 mán. uppsögn 4 Vb.Sb,- Ab Innlán með sérkjörum 11-20 Lb Innlánge'nglstryggð Bandarikjadalir 7,25-8 Vb.Ab Sterlingspund 9,75-10,50 Vb.Ab Vestur-þýskmörk 4-4.50 v .Vb.Sp,- Ab Danskarkrónur 7,50-8,50 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 19-20,5 Sb.Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 19.5-25 Vb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 22-25 Lb.Sb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 8-9,25 Vb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 23-34 Lb SDR 9-9,75 Lb.Úb,- Sp Bandarikjadalir 10,25-11 Úb.Sp Sterlingspund 12,75- 13,50 Úb.Sp Vestur-þýsk mörk 7-7,50 Allir nema Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 33,6 2.8 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. okt. 88 25,0 Verðtr. okt. 88 9.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala okt. 2264 stig Byggingavísitalaokt. 398stig Byggingavisitala okt. 124,5stig Húsaleiguvisitala Engin haekkun 1. okt. Verðstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,285 Einingabréf 2 1,880 Einingabréf 3 2,128 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,552 Kjarabréf 3,327 Lifeyrisbréf 1.651 Markbréf 1,752 Skyndibréf 1,022 Sjóðsbréf 1 1,604 Sjóðsbréf 2 1,385 Sjóðsbréf 3 1,143 Tekjubréf 1,552 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á yiðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, ■ Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri, stendur upp úr forstjórastólnum um áramótin. Nú er talið langliklegast að Sigurður Ringsted, yfirverkfræðingur og næstæðsti maður Slippstöðvarinnar, taki við. allir innan stjómar fyrirtækisins jafnánægðir með að staða forstjórans skyldi ekki auglýst og var tillaga um að auglýsa eftir forstjóra felld á stjómarfundi í byrjun október. Pétur Reimarsson og Sigfús Jónsson Stjóm Slippstöðvarinnar hefur rætt við nokkra menn um starfið. Stefán Reykjalín, stjórnarformaður SUppstöðvarinnar, viU ekki upplýsa hveijir þeir em. Ýmsir hafa verið nefndir sem kandídatar. Auk Sigurö- ar Ringsted ber nafn Péturs Reimars- sonar, forstjóra Sæplasts á Dalvík, oftast á góma. Raunar hefur nafn Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra á Akureyri, Uka komið upp á yfirborö- ið. Pétur Reimarsson var kandídat framsóknarmanna um forstjóra- stöðu ÚA á móti Gunnari Ragnars fyrr í haust. Sigurður Ringsted hefur verið verkfræðingur hjá SUppstöðinni frá árinu 1975 og yfirverkfræðingur frá árinu 1980. Setjist hann í forstjóra- stólinn um áramótin er þess vegna maður með aUt að 14 ára starfs- reynslu að taka við stjórn fyrirtækis- ins. Forstjóramálið í biðstöðu „Ráðning forstjórans er í biðstöðu; það em ekki allir stjórnarmenn á landinu," segir Stefán Reykjalín, formaður stjómar SUppstöðvarinn- ar. íslenska ríkið á meirihluta í Slipp- stöðinni á Akureyri. Akureyrarbær á þar líka hlutabréf, auk einstakl- inga. Stjórnin er þannig skipuð: Stef- án Reykjalín, formaður, Ingólfur Árnason, forstöðumaður Rafmagns- veitna ríkisins á Akureyri, Halldór Blöndal alþingismaður, Árni Gunn- arsson alþingismaður, Aðalgeir Finnsson byggingaverktaki, Guð- mundur Friðfinnsson, starfsmaður SUppstöðvarinnar, og Helgi Bergs, forstjóri Kaffibrennslu Akureyrar og fyrrum bæjarstjóri. Verkfræðingur í stað viðskiptafræðings Gunnar Ragnars, núverandi for- stjóri SUppstöðvarinnar, er viö- skiptafræðingur að mennt en Sigurö- ur Ringsted er verkfræðingur. Setjist Siguröur Ringsted í stólinn er tækni- menntaður maöur að taka við stjórn í stað viðskiptamenntaðs manns. Um þaö hvers vegna stjórn fyrir- tækisins hafi ekki ákveðið aö auglýsa stööuna segir Stefán Reykjalín að það tíðkist oft að forstjórar stórra fyrirtækja séu ráönir beint, án þess að staðan sé auglýst. „Okkur ber heldur engin skylda til að auglýsa þótt ríkið eigi í fyrirtækinu.'1 Sögulegur stjórnarfundur Ekki em állir stjórnarmenn jafnánægðir meö að staðan skyldi ekki auglýst. Á stjórnarfundi í byrj- un mánaðarins kom fram tillaga þess efnis að auglýsa stöðuna þegar for- stjóramálið var rætt. TUlagan var felld með fjómm atkvæðum gegn tveimur og einn sat hjá. Á þessum fundi mun nafn Sigurðar Ringsted hafa borið mjög á góma sem næsta forstjóra fyrirtækisins. Heimildir DV vita ekki hvort flutn- ingsmaöur tUlögunnar var Ingólfur Árnason eða Árni Gunnarsson en þeir munu hafa greitt atkvæði með því að staðan yrði auglýst. Sá sem sat hjá var Guðmundur Friðfinns- son, starfsmaður hjá Slippstöðinni. Eftir situr þá að á móti því að aug- lýsa voru þeir Stefán Reykjalín, Halldór Blöndal, Aðalgeir Finnsson og Helgi Bergs. Það vekur athygU aö Stefán og Helgi eru báðir framsókn- armenn og Halldór og Aðalgeir sjálf- stæðismenn. Þess má geta að í rimm- unni á dögunum um forstjórastöð- una hjá ÚA voru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn á öndverðum meiði og Gunnar Ragnars var ráðinn af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Al- þýöuflokks í forstjórastóUnn. Engin tímamörk Að sögn Stefáns ReykjaUn er enn ekki ákveðiö hvenær næsti stjórnar- fundur SUppstöðvarinnar verður. Forstjóramálið verður eflaust mál málanna á þeim fundi. „Við höfum ekki sett okkur nein tímamörk til að afgreiða málið,“ segir Stefán. Rætt hefur veriö við nokkra menn til að taka við forstjórastöðunni. „Það er varla hægt aö tala um við- ræður ef bara er verið að tala við einn mann,“ segir Stefán Reykjalín. Það sem stjórnin er eflaust að gera upp við sig núna er hvort hún eigi að ráða traustan og vanan mann inn- an fyrirtækisins til að taka við stjóminni, mann sem gjörþekkir fyr- irtækið, eða fá nýtt blóð og ráða mann sem getið hefur sér gott orð sem stjómandi annars staðar. Fyrri leiðin verður farin, segja heimfidir DV. Það þýðir aö Siguröur Ringsted sest í forstjórastóUnn þegar Gunnar Ragnars stendur upp. -JGH Eysteinn í ýmsum verkefnum Eysteinn Helgason. Einn kunnasti forstjórinn í ís- lensku viðskiptalífi, Eysteinn Helga- son, fyrrum forstjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum og Samvinnuferða, hefur unnið í lausaverkefnum fyrir ýmsa aðila frá því hann kom heim síðla sumars frá Bandaríkjunum. „Það er raunar ekkert að frétta af mínum málum. Ég hef hvergi fast- ráðið mig ennþá. Hins vegar hef ég unnið að skammtímaverkefnum fyr- ir ýmsa aðila síðan ég fiutti heim aftur,“ segir Eysteinn. -JGH Lerki kaupir af Álafossi Trésmiðjan Lerki í Skeifunni í Reykjavík hefur keypt nýjasta hluta verksmiðjuhúsa Álafoss í Mosfellsbæ. Þetta er um 1.800 fer- metra hús og stendur það í norð- vesturhorni húsaþyrpingarinnar hjá Álafossi í Mosfellsbæ. Á gafli þess stendur stórum stöfum Ála- ,foss. Tengibygging til norðurs er með í kaupunum. Lerki flytur í húsnæðið eftir ára- mótin. Reiknað er með að Lerki færi út kvíarnar í framleiðslu eftir að fyrirtækiðfiytur upp í Mosfells- bæ. Hjá fyrirtækinu vinna um 6 til 8 manns. Aðaleigandi þess er Guð- mundur Björnsson. -JGH Látiö lát á þenslimni: s Enn er steypt og steypt Sala á sementi hefur verið mun meiri á þessu ári en áætlanir sem- entsverksmiðjunnar gerðu ráð fyr- ir. Heildarsalan fyrstu niu mánuði ársins er rúmlega 100 þúsund tonn á móti um 96 þúsund tonnum í fyrra. Það ár var besta söluárið þjá sementsverksmiðjunni frá árinu 1980. Það er því enn steypt og steypt og litið lát á þenslunni á byggingar- markaðinum. „Nær alla mánuði ársins höfum við selt meira en við höfum gert ráö fyrir,“ segir Friðrik Jónsson, sölu- stjóri Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. Hann segir ennfremur aö október ætliaöstandastsöluáætlun. „Áætl- un okkar er upp á 11.500 tonn. Um miðjan mánuöinn vorum við búnir að seþa um 6.700 tonn.“ Sementsverksmiðjan seldi í fyrra alls um 130 þúsund tonn af sem- enti. í upphafi árs geröi verksmiðj- an ráð fyrir nokkrum samdrætti eða sölu upp á um 115 þúsund tonn. Allt útlit er núna fyrir aö sú söluáætlun verði slegin hressflega - nema því aðeins að steypusala detti bókstaflega öll niður síðustu tvo mánuðina. Úti á landsbyggðinni hefur sala á sementi aukist á Akureyri, ísalirði og Homafirði. „Þetta eru líflegustu staöirnir úti á landsbyggðinni en aðrir staöir virðast hafa staðið í stað í byggingarframkvæmdum,“ segir Friörik Jónsson. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.