Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBRR 1988. 5 Fréttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir lýöræöi lítiö í borgarstjóm: Karisýki í samfélaginu kk starfsmenn borgarinnar vinna sem pólitískir embættismenn í viðtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í tímaritinu Veru gagn- rýnir Ingibjörg harðlega þær starfs- aðferðir sem hún segir vera við- hafðar í stjórnkerfi borgarinnar af meirihlutanum. Segir Ingibjörg að lýðræði eigi erfirtt uppdráttar enda beiti meirihluti sjálfstæðismanna valdi sínu af blindni og kjarkleysi. Þá gagnrýnir hún harðlega embætt- ismannakerfi borgarinnar og segir hún að flestir embættismennimir vinni sem póhtískir embættismenn. Segir hún meðal annars um það: „.. .þeir eru tilbúnir að tefla þá ref- skák sem flokkurinn þarf á að halda. Ég er þá að tala um pöntuð bréf, alls konar pantaöar yfirlýsingar og sjón- armið sem meirihlutann vantar. Þannig öðlast þessi sjóncU'mið fagleg- an stimpil.“ Segir Ingibjörg aö á köfl- um hafi komið vísvitandi blekkingar frá embættismönnunum borgarinn- ar. Ingibjörg segir að í skipulagsmál- um sé borgarstjómarmeirihlutinn kominn lengst í því að útrýma lýð- ræðislegum vinnubrögðum og við það njóti þeir dyggilegrar aðstoðar ýmissa embættismanna. Þá nefnir hún hvaða afleiðingar það getur haft að tala á móti borgar- stjóranum. „Meirihlutinn, og þó sérstaklega Davíð, launi þeim ríku- lega sem makka rétt og refsi þeim sem rísa upp.“ Segir hún að fram- sóknarmenn hafi t.d. misst af lóð undir starfsemi sína vegna ummæla Steingríms Hermannssonar um ráð- húsið. Segir Ingibjörg að margir vilji ekki rísa gegn meirihlutanum af ótta við refsingar. Karlsjúkt samfélag Ingibjörg ræðir þá hugmyndafræði sem henni þykir vera í fyrirrúmi í borgarstjóm: „Við stöndum and- spænis einhvers konar karlsýki í samfélaginu, og þá sérstaklega í Reykjavík, sem lýsir sér í öllum þess- um hallarbyggingum. í þessari karl- mennskuhugmyndafræði sem nú sit- ur við stjómvölinn era glæsileg ytri tákn mælikvarðinn á framfarir en ekki gæði mannlífsins." Segir Ingi- björg að flestar þær framkvænidir sem meirihlutinn standi fyrir séu sjónarspil sem sáralítið bæti líf og kjör fólksins í borginni. -SMJ Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar: ■ áá „Orökstuddar dylgjur „Þetta era nú bara órökstuddar dylgjur," sagði Magnús L. Sveins- son, forseti borgarstjómar, þegar ummæh Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgar- fuhtrúa, um starfsaðferðir í borg- arstjóm vora borin undir hann. Magnús sagðist í fljótu bragöi ekki sjá hvað Ingibjörg væri að fara í þessu viðtali.' „Mér sýnist þetta bera dálítinn keim af því sem einu sinni kom fram í borgarstjóm í tíl- teknu máh að Ingibjörg tók ekki rökum og hún viðurkenndi það. Annars er Ingibjörg dálítið sérstök kona. Ég man t.d. eftir því að hún kvartaði einu sinni yfir því í borg- arstjóm hvað borgarstjóri talaði oft. Þá vildi svo th að hann hafði talað tvisvar í viðkomandi máh en hún þrisvar. Ég nefni þetta nú bara í sambandi við það þegar- hún er að ræða um lýðræöisleg vinnu- brögð.“ Um gagnrýni Ingibjargar á emb- ættismenn borgarinnar sagði Magnús: „Þetta er bara hugarburð- ur og dylgjur sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég verð að segja það að þaö hefur veriö gæfa borgarinnar hvað embættismenn- ina áhrærir að þeir era flestir mjög hæfir menn. En það segir sig sjálft hjá jafnstóru fyrirtæki og Reykja- víkurborg er að það er misjafht fólk þar eins og annars staðar í mannlífinu. En að fara að ráðast að þessu fólki eins og það sé eitt- hvert annars flokks fólk, það er ekki stórmannlegt. Varðandi lýöræðislegar ákvarð- anatökur þá get ég sagt að það er ekki ahtaf svo að minnihlutinn sé borinn ofurliði. Ef kemur fyrir að minnihlutinn kæmur með al- mennilegar tihögur, sem kemur of sjaldan fyrir, þá er það vandlega skoðað. En hitt er annað að það er alltof mikið um það að mimiihlut- inn sé með sýndarthlögur og verð- ur auðvitað að taka málefnalega á því.“ -SMJ NÝR JÓLAMYNDALISTI ^annj>rbabcrðlunín €rla Snorrabraut 44. Simi 14290 POSTSENDUM. LUKKUPOKAR Verðmæti kr. 5.000,- Söluverð kr. 3.000,- Meðal annars með jóla- vörum. Loðnuverðið: Allt að 3.500 krónur greiddar fýrir tonnið Sem kunnugt er hefur loðnuveiöin gengið hla það sem af er vertíðinni. Verð á loðnu hefur því varla verið fuhmótað en það er frjálst frá hendi verðlagsráðs. Nú er aö komast mynd á þetta og er verðið nú um 3.500 krón- ur fyrir tonnið. Raunar er um að ræða 3.300 krónur en síðan er greidd- ur bónus. Hann helgast meðal ann- ars af því hvort skipið var 1 viðskipt- um við viðkomandi verksmiðju í fyrra en fleira kemur líka th. Lítið sem ekkert mun vera um að loðnukvóti gangi kaupum og sölum eins og tíðkast með bolfisktegundirn- ar. Aftur á móti er eitthvað um, ef ljóst er að bátur nær ekki að veiða kvóta sinn upp á vertíðirini, að af- gangurinn sé lánaður öðrum skipum upp á sama næsta ár. Ef bátar ná ekki að veiða upp kvóta sinn geymist hann ekki th næsta árs heldur tapast ef enginn veiðir hann. Þess vegna er þetta gert. Eins og skýrt var frá í DV eru loðnuveiðamar nú heldur að glæðast. Virðist sem loðnan ætli að haga sér líkt í ár og hún gerði í fyrra. Þá hófust veiðamar ekki að neinu marki fyrr en í októberlok vegna þess hve dreifð loðnan var, alveg eins og núna. / -S.dór Gættu heilsunnar-komdu þér * Landsins mesta úrval æfingatækja Þrekhjól í miklu úrvali, verð frá kr. 3.500,- Z, V-þýsk gæðatæki -i _ mm. ' Æfingastöðvar margar gerðir, verð frá kr. 20.615 stgr. Æfingabekkir og lóð f Æfingabekkir, verð frá kr. 5.680,- • Lóðasett, 50 kg, veró Irá kr. 5.247,- FJÚLNOTATÆKI -16ÆFINGAR 9 Handlóð, 0,5 kg, 1,5 kg, 3 kg og 5 Róður, bekkpressa, armréttur, armbeygjur,- kg, einnig 8 kg og 10,4 kg raðsett hnébevaiur ° fl- Verð frá kr. 16.578 stgr. 9 Fót- + handlóð, 1,2 kg og 2,3 kg í Ármúla 40 Heimsþekkt Sími 35320 æfingatæki l/érslunin Fit for Life Sendum i póstkröfu - kreditkortaþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.