Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988.
Spumingin
Hver er fallegasta konan
sem þú hefur séð?
Eggert Theodórsson verkamaður:
Hólmfríður Karlsdóttir auðvitað.
Páll Thayer nemi: Hún heitir Ingi-
björg og svo segi ég ekki meira.
örn Jónsson, sjálfstæður atvinnu-
rekandi: Konan mín.
Sigurður Ólafsson nemi: Það er
Hólmfríður Karlsdóttir.
Ágúst Jóhannsson sendill og fleira:
Anna Margrét Jónsdóttir fegurðar-
drottning.
Árni Skúlason nemi: Mamma mín.
Lesendur
Formannskosningin hjá BSRB:
Hefði viljað fá konu
Anna hringdi:
Ég er ein þeirra sem hef unnið hjá
hinu opinbera nokkuð lengi. Ég vár
að hlusta í útvarpi á úrslit kosning-
anna í formannskjörinu og er ekki
alveg nógu ánægö með hvernig til
tókst með kvenfulltrúann sem í boði
var.
Þótt ekki sé ástæða til að gera at-
hugasemd við kjör hins nýja for-
manns, sem ég óska til hamingju með
kjörið og vænti þess að styrkur hans
nýtist til hagsældar fyrir félagið,
harma ég að konur skuli aldrei geta
staðið saman þegar þær hafa tæki-
færi til eins og vissulega var þarna
á þinginu.
Ég veit að nýi formaðurinn er skel-
eggur og einarður í hverri afstöðu
sem hann tekur og því hvet ég hann
til að ganga nú ötulega fram í því aö
krefjast og endurheimta samnings-
réttinn sem frá okkur hefur veriö
tekinn. - Ef honum tekst vel upp í
þeirri herferð er víst að hann þarf
ekki að kvíða því að félagsmenn fylki
sér ekki um hann sem sameiningar-
tákn hinna öflugu samtaka sem
BSRB eiga að geta verið.
„Skeleggur og einarður í hverri afstöðu sem hann tekur.“ - Nýkjörinn formaður BSRB, Ögmundur Jónasson.
Hvalveiðar enn á ný:
Blikur á lofti
„Vísindaveiða“-ruglið
að sýna klærnar.
fariö
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Hvalveiðar íslendinga í sky ni vís-
inda gefa tilefiii til fi-éttaflutnings
eina ferðina enn. Það nýjasta úr
þeim herbúöum er frekar glæfra-
legt fyrir vora þjóð. Þýskir sjávar-
fangskaupmenn sendu skeyti á
dögunum þar sera þeir afþakka
kurteislega öll viðskipti við ís-
lenska aöila nema til komi verulega
breytt afstaða í hvalamálinu. - Að
öðrum kosti neyðist þeir til að snúa
sér annaö.
Já, svo rnörg voru þau orð. „Vís-
indaveiöa“-rugliö er loksins að
sýna okkur klæmar og er byrjað
að rífa 1 þjóðarholdið. Islendingar
hafa vissulega reynt að brjótast í
gegnum vamarmúr grænfriöunga
en án árangurs. En okkur tókst
með glæsibrag aö ýta hvalnum
fram á ystu brún hengiflugsins.
Ég og nokkrir aðrir höfum lengi
óttast þá stöðu sem því miður er
aö skriöa upp á yfirborðiö núna.
Sífellt fleiri virðast greina blikur á
iofti. Hvalamálið hefur ekki ein-
vörðungu stefnt bandarískum
mörkuöum í hættu. Evrópumark-
aðirnir eru síður en svo á fríum
sjó. íslendingar hafa veriö og eru
enn að vinna sig inn á þann mark-
að af dugnaöi og eljusemi. - Er
ætlunin aö glutra þeirri vinnu niö-
ur vegna nokkurra hvala?
Ujóst má vera, aö rök er lúta aö
áframhaldandi „vísindaveiðura“
em gersamlega haldlaus. - Ámi
Gunnarsson alþingismaður hugö-
ist leggja fram þingsályktunartil-
lögu á Alþingi, ef marka má fréttir,
þess efnis að hvalveiðar verði
óheimilar á næstkomandi vertíð.
Ég vona að stjómvöld og alþingis-
menn beri gæfti til að samþykkja
hina viturlegu tillögu Áraa, þegar
hún verður lögð fram, til aö unnt
veröi sem allra fyrst aö greina okk-
ar helstu viðskiptavinum frá því
aö íslendingar hafi skutlaö sinn
síðasta hval, a.m.k. í bili, eða fram-
yfir þing Alþjóða hvalveiðiráðsins
árið 1990.
Allt þaö mikla moldviðri, sem
búið er aö þyrlá upp varöandi hval-
veiöar okkar, veröur að lægja
strax. - Hólmverjar mega engan
tíma missa. Strætó fer eftir tvær
minútur!
Nesval er líka opið
Sæberg Guðlaugsson hringdi:
Ég hringi til ykkar vegna nokkuð
tíðra skrifa um óánægju neytenda
með að ekki skuli vera opnar mat-
vömverslanir um helgar. Eitt slíkt
bréf birtist í DV í gær þar sem ver-
ið var að kvarta yfir því að Litlibær
á Eiðistorgi væri lokaður um helg-
ar.
Það sem kannski ekki allir vita,
en er þó staöreynd, vil ég leyfa mér
að benda á, að verslun mín, Nesval
við Melabraut, er opin alla daga frá
kl. 9 - 23 og hefur svo veriö í mörg
ár. Þannig ættu þeir sem lenda í
ógöngum með aðdrætti á matfóng-
um og fleiru um helgar ekki að
þurfa aö leita langt yfir skammt ef
þeir eru á þessum slóðum. Þessu
vildi ég koma á framfæri í lesenda-
dálkum ykkar af gefnu tilefni.
Eyðsluskattar:
Stuðla að sparnaði
Vel klæddir vottar:
Eru þeir yfirstétt?
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Um heim allan er trúflokkur sem
kallar sig Votta Jehóva, hina einu
sönnu guðs útvöldu. Þeir em iðnir
við að upphefja sig og dásama í tíma-
ritum sínum og bókum. Þeir álíta sig
þá einu sem guö muni gefa eilíft líf
þegar sá tími kemur.
En á meðan þeir tala um góð-
mennsku sína og trúrækni er tíma-
bært að varpa fram þeirri spurningu
hvort Vottar Jehóva séu yfirstétt.
Það er nefnilega svo að það er sama
hvaöa bókum og blöðum þeirra maö-
ur flettir, alls staðar em myndir af
prúðbúnu yfirstéttarfólki - hinni
guðs útvöldu þjóð - Vottum Jehóva.
Ég hef lesið það í Biblíunni aö guð
- fari ekki í manngreinarálit en mér
er næst að halda að Vottar Jehóva
geri það. Hvergi sjást illa klæddir
menn sækja samkomur þeirra. Úti-
gangsmanninum er sennilega úthýst
því V.J. eru of vandir að virðingu
sinni. - Kannski aö illt orð gæti fallið
á söfnuðinn ef þeir tækju við mönn-
um í neyð?
Málgögn vottanna og klæðnaður á
samkomum vitna best um þessa get-
gátu. Þar sjást V.J. klæddir sem hin-
ir ensku hefðarmenn eða hinir amer-
ísku prósentuteljarar. - Myndimar,
sem ég sendi hér meö, tala kánnski
sínu máli.
Þóroddur hringdi:
Það er svolítið undarlegt að hér á
landi skuli aldrei vera farin nema ein
og bein leið í skattheimtu, þ.e. að
leggja á og innheimta alls kyns skatta
sem kallast hinum ýmsu nöfnum og
menn hafa ekki tölu á lengur.
Allir fræðimenn, sem um skatta-
mál fialla, eru sammála um að svo-
kallaðir eyðslu- eða neysluskattar
hvetji beinlínis til aukins sparnaðar
sem núverandi tekjuskattm: gerir
ekki. Auk þess sem skattana greiða
þá þeir helst sem mestu hafa úr að
spila, eða svo gæti maöur haldið.
Fræðimenn í Bandaríkjunum, og
það meira aö segja hagfræöingar sem
teljast yst á hægri kanti stjórnmála
þar í landi, aðhyllast þessa kenningu
en vilja þó fyrst fá tryggingu fyrir
því aö núverandi tekjuskattar verði
lækkaðir.
Hér á landi er mikil eyðsla og alltof
mikil aö mínu mati. Það væri því
ákjósanlegt að fara þessa leiö hér
eins og nú er í pottinn búið. Úr því
verslanir eru látnar innheimta sölu-
skatt fyrir ríkissjóð, matarskatt og
hvað sem þessir skattar allir heita,
væri mun skynsamlegra að fækka
sköttum þannig að einn aöalskattur
yrði settur á alla vömflokka og þeir
sem koma meö fyllstu körfumar að
kössunum greiða þá mest. r Og það
undarlega er að það em ekki alltaf
nauðsynlegir hlutir í körfunum
þeim.
Þakklæti til fararstjóra
Guðrún Sæmúndsdóttir hringdi:
Okkur í fiölskyldunni langar til
að koma á framfæri þakklæti til
allra fararsfióra Samvinnuferða-
Landsýnar í Ítalíuferð (Riccione)
vikumar 29. ágúst til 19. sept. sl.
Einkum viljum við þakka Ósk og
Önnu sem við höfðum mest sam-
skipti við og krakkarnir nánast
dýrkuöu fyrir sérstaka umönnum
og athygli sem þær veittu þeim. -
Við vonum að þessir fararstjórar
Samvinnuferða-Landsýnar haldi
áfram hjá fyrirtækinu og óskum
þeim aUs hins besta.