Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. 15 Lesendur „Nýgerður samningur Bandaríkjamanna við Filippseyjar ryður brautina fyrir frekari alþjóðlega aðstoð “ segjr bréfinu. - Utanríkisráðherrar ríkjanna undirrita samninginn. Vamarliöiö og flárlagahaUinn: Ekki leiga heldur aðstöðugjald Þórarinn Björnsson skrifar: Þaö hefur oft veriö rætt um það hér á landi og stundum leitt til deilna að við íslendingar ættum (eða ættum ekki) að taka gjald af vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Ég var að lesa frétt í gær í DV (18. okt.) um hvernig þessum málum er skipað á Filipps- eyjum. Samkvæmt nýgerðum samningum þeirra við Bandaríkjamenn- fá Fihppseyingar um 40 miÚjarða króna í greiðslu beint fyrir afnot af her- stöðvum á eyjunum og tæpa þijátíu milljarða króna sem veittir verða í annars konar aðstoö. Eða alls um 70 milljarða. Þessi samningur er aðeins fyrir næstu tvö árin, eða til ársins 1991. Hinir opinberu aöilar, sem skrifuðu undir þennan samning, segja að hann muni ryðja brautina fyrir frek- ari alþjóðlega aöstoð við Filippseyjar sem skulda erlendis upphæðir sem nema hudruðum milljarða íslenskra króna. Hin erlendu lán okkar íslepdinga eru orðin stórhættuleg og núverandi íjármálaráðherra ætlar að bæta enn á þau. Þaö væri nú ekkert óeðlilegt aö ríkisstjómin beitti sér fyrir því að minnka hinar erlendu skuldir og vaxtagreiðslur með því að semja við Bandaríkjamenn um innheimtu að- stöðugjalds - ekki leigu eða styrks - vegna varnarliðsins hér-á landi. Það ætti skilyrðislaust aö láta kanna þetta mál nánar og það strax, t.d. með því að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu sem myndi skera úr um það hvort landsmenn væru sammála þessu fyrirkomulagi. Ég sé ekki betur en við séum að sökkva í shkt skuldafen að viö getum engar skuldir greitt í framtíðinni nema með sérstökum” ráðstöfunum sem m.a. gætu veriö fólgnar í því sem hér hef- ur verið nefnt. Ófiyst ísverð Hjörtur hringdi: Mig langar til að benda á eitt lítið dæmi um verðhækkun í verðstöðv- uninni sem gekk í gildi hinn 26. ágúst sl. og gildir víst enn - að nafninu til. Laugardaginn 27. ágúst sl. keypti ég 3 ískúlur í brauðformi í Íshúsinu við Gerðuberg og kostuðu þær 115 krónur. - Sunnudaginn 28. ágúst (daginn eftir) er ég ætlaði að kaupa sama skammt höfðu þær hækkað í verði og kostuðu hvorki meira né minna en 250 krónur - höfðu hækkað um 117% sem mér fannst allrosalegt. Þess má geta að allar aðrar ístegund- ir þama höfðu einnig hækkað í verði. Er ég spurðist fyrir um ástæðuna fyrir hækkuninni, þrátt fyrir verð- stöðvunina, fékk ég það svar að verö- skráin hefði átt að breytast til hækk- unar í byijun júlí, það hefði bara gleymst í framkvæmd. Samkvæmt útreikningi mínum kosta 3 kúlur og eitt brauöform u.þ.b. kr. 56,50 í heildsölu þannig að álagn- ingin í þessu tilfelli ér ca 245%, auk söluskatts. - Síðan þetta skeði hefi ég rætt tvisvar við Verðlagsstofnun en enn hefur ekkert breyst í íshúsinu að öðru leyti en því að búið er að skrifa ,júlí-verð“ á verðskrá ísteg- undanna. Lesendasíða DV hafði samband við fulltrúa hjá Verðlagsstofnun sem kannaðist strax við málið og erindi viðskiptavinar. Fulltrúinn sagði að máliö hefði fengið umsvifalausa at- hygh stofnunarinnar en hér, eins og oft í svipuðum tilfellum, heföi lítið verið hægt að styðjast við þar sem ekki væri um að ræða t.d. nótur frá heildsala eða önnur gögn sem vinna mætti eftir. - Fullyrðing gegn full- yrðingu væri því það sem eftir stæði í þessu máli - eins og stundum í svip- uðum tilvikum. & Blakíþróttin erein vinsælasta íþrótt- in í heiminum en þó er fjöldi þeirra sem spila blak hérá landi ekki mik- ill. Þrátt fyrir að margir hafi gaman af því að horfa á blak eru ekki allir með reglurnará hreinu. Mörgum fannst mikið til þess koma að sjá leiki í blaki á ólympíuleikunum og vilja vita meira um íþróttina. Leifur Harðarson, íþróttakennari og margfaldur meistari í blaki, fræðir lesendur um allt varðandi þennan vinsæla leik í Dægradvöl. U‘.V,11 "'VmÍ/-- \ \ Vl.it ’ TIL SÖLU EÐA LEIGU DUGGUVOGUR 13-15 jarðhæö við Dugguvog. 340 fm stórt malbikað port, 2 innkeyrsludyr, þar af 130 fm með 6 metra lofthæð. Jarðhæð við Dugguvog, 230 fm innkeyrsludyr, vöru- lyfta á milJi hæða, 2. hæð, 115 fm, hentar fyrir skrif- stofur eða íbúð. Upplýsingar í síma 688888. Laus staða Staða eftirlitsmanns á tækni- og veðurathugunar- deild Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Upplýsingar um starfið gefur deildarstjóri tækni- og veðurathugunardeildar Veðurstofunnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 11. nóvember 1988. Veðurstofa íslands. BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. auglýsir eftir eftirtöldum starfsmönnum sem þurfa að geta hafið störf sem fyrst: 1. Fjármálastjóra 2. Kerfisfræðingi 3. Verkstjóra með bifvélavirkjamenntun. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist til stjórnarformanns fyrirtækisins, Björns Friðfinnsson- ar, iðnaðarráðuneytinu, fyrir 31. okt. nk. Nánari upp- lýsingar um störfin gefur Karl Ragnarsfrkvstj. á kvöld- in í heimasíma 656433. 21.10.1988 ERT ÞU I VANDA VEGNA VÍMU ANNARRA? Afleiðingarnar geta komið fram með ýmsum hætti í líðan þinni: • Erfitt að tjá tilfinningar • Erfitt að taka sjálfstæðar ákvarðanir • Skortur á sjálfstrausti • Skömmustutilfinning og sektarkennd • Kvíði og ótti Nánari upplýsingar í fjölskyldudeild Krýsuvíkursam- takanna, Þverholti 20, sími 623550. Námskeið í gwigi. Viðtalstímar á fimmtudögum. ■ .IV JiiKRÝSUVÍ KURSAMTQKIN Á heimilissíðum á morgun verðursagt frá allmerkilegu borðstofusetti. Sett- ið varkeyptá upp- boði í Danmörku árið 1918. Uppúr 1930varsvoall- myndarlegt hús hér í bæ hannað með þaðíhugaað stað- setja hin voldugu húsgögn í borðstof- unni. Borðstofu- skápurinn ervel á þriðja metra á hæð og borðið er hægt að stækka fyrir alla 24stóla settsins sem upphaflega voru leðurklæddir. Viðsegjum einnig frá nokkrum atriðum um endurnýjun á tréverki innandyra í gömlum húsum- eftirhvaða reglum skal fara og hvar hægt er að útvega efni ígamlastílnum, s.s. gerefti,,gólflista o.s.frv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.