Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. Útlönd Ókeypis bóSusetning gegn infflúensu Anna Bjamason, DV, Denver Ákveðið hefur verið að bjóða mörgum milijónum eldri borgara í Banda- ríRjunum ókeypis bólusetningu gegn inflúensu. Veija á 50 milljónum doilara til að kanna hvort það borgi sig ekki fyrir Medicare, sem annast ríkisstyrkta læknisaðstoð viö eldri borgara, að bjóða ókeypis bólusetn- ingu til að draga úr sjúkrakostnaði vegna árlegs inflúensufaraldurs að vetrarlagi sem ætíö leggst harðast á eldra fólk. Ætlunin er að ná til um 20 prósent þeirra sem náð hafa 65 ára aldri og ganga þeir fyrir sem eru á dvalar- og eUihehnilum, svo og þeir sem teljast sjúkiingar. Þá á hjúkrunarfólk og starfsfólk sjúkrahúsa kost á ókeypis bólusetningu og reyndar allir sem mæta á auglýstum tímum. Áætlað er að 70 til 90 prósent þeirra sem láta bóluselja sig fái ekki inflú- ensu. Besti bólusetningartíminn er talinn vera frá síðari hiuta október- mánaöar til nóvemberloka. Bílasprengja í Suður-Afríku Leifarnar af bílasprengju í Witbank i Suður-Afríku, sem varð tveimur mönnum að bana í gær og særði að minnsta kosti fjörutíu. Simamynd Reuter Tveir biðu bana og ijörutíu og tveir særðust þegar bílasprengja sprakk við verslunarmiðstöð í Suður-Afríku, tveimur dögum áöur én kjörfundi í aðskildum sveitarstjómarkosningum lýkur. Sprengjan, sem er sú stærsta af mörgum sem hafa veriö notaöar tii að mótmæla kosningunum, varð tveimur blökkumönnum aö bana í gær- morgun í bænum Witbank sem er um eitt hundrað og fimmtíu kiiómetra austur af Jóhannesarborg. AIK jafnt í ísrael Yitzhak Shamir tekur hér á móti Tarif Abdatlah, sem er drúsi. Abdallah gaf Shamir bók á hebresku um samfélag drúsa i israel. Simamynd Reuter Nú er að heijast síðasta vika kosningabaráttunnar í ísrael án þess að neinn stjórnmáiaflokkur virðist eiga sigur visan. Eru menn famir að gera því skóna aö þeir tveir flokkar, sem eru í núverandi ríkisstjóm, muni áfram sitja í ríkisstjórn þótt ólíkir séu. Skoöanakannanir sýna að líklegt er að úrslit kosninganna eftir viku verði svipuð og úrslit kosninganna árið 1984, sem neyddu flokkana saman í stjóm. Taismenn flokkanna hafa viöurkennt aö flokkamir gætu þurft að fara aftur í stjórnarsamstarf eh hafa ekki viljaö lýsa því yfir opinberlega. Saufján farast í Mexíkó Saufján manns fórust og tuttugu slösuðust þegar fólksflutningabifreið vait á fjallvegi í vesturhluta landsins í gær, að sögn mexíkönsku ríkis- fréttastofunnar Notimex. Aö sögn fréttastofunnar flúði bflstjórinn eftir að rúta hans valt er hann reyndi að taka beygju á of miklum hraöa við slæmar aðstæður á íjall- vegi. Lögreglan leitar hans nú. Reuter Sjónvaipsstjórinn kaupír föt fýrir almannafé Pétur L. Póturœon, DV, Baroedona; Þaö hefur vakiö mikla hneykslan ailra stjórnmálaafla hér á Spáni að sjónvarpsstjóri ríkissjónvarpsins, kvikmyndaleikstjórinn Pilar Miró, skuh hafa fjármagnaö kaup á fótum fyrir sjálfan sig með sjóðum sjón- varpsins. Pilar Miró, sem sett var i embætti fyrir röskum tveimur árum, hefur aila tíð verið póhtískur ásteytingarsteinn hér á Spáni. Þaö hefur aidrei fariö leynt aö hún er meðlimur í Sósíaiistaflokknum, sem hér fer með öll völd, og er talið að hún sé aöeins leppur fyrir stjómvöid. Þetta hefur gert þaö að verkum aö mikið hefur veriö rifist um hana á þingi, sérstaklega eftir hreinsanir sem hún ffamkvæmdi innan veggja sjónvarpsins en hún rak ýmsa úr starfl. Hafa þessar brottvikningar ver- ið taldar af pólitískura toga spunnar og hefur hún verið kölluð fyrir þing- ið vegna þeirra. Nú hefur hún enn vakið umræður á þingi. Komiö hefur í ljós að hún hefur keypt á sig föt á kostnaö sjónvarpsins. Og það em engin smáræðis fatakaup. Sjónvarpið hefur greitt aiit aö 300 þúsund íslenskar krónur' í fatakaup á dömuna. DV Tímamót í sam- Samskipti ríkjanna kólnuöu mjög þegar Vestur-Þjóðveijar settu upp Pershing 2 kjarnorkuflaugar árið 1983, en nú er verið að taka þær nið- ur samkvæmt afvopnunarsamningi Reagans og Gorbatsjovs. Árið 1986 líkti Kohl Gorbatsjov við áróðurs- meistara Hitlers, Josef Göbbels, og urðu þau ummæli ekki til að bæta sambúð ríkjanna. Kohl, sem er í fjögurra daga heim- sókn í Sovétríkjunum, kom með fimmtíu vestur-þýskum kaupsýslu- mönnum til landsins og er gert ráð fyrir að að þeir skrifi undir að minnsta kosti þijátíu og fimm við- skiptasamninga. Einnig verða umfangsmiklar við- ræður milli háttsettra embættis- manna og ráðherra. Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovét- hans við Helmut Kohl, kanslara ríkjanna, sagði í gær að viðræður Vestur-Þýskalands, hefðu verið mjög gagnlegar og að þær hefðu brotið ís- inn í samskiptum ríkjanna. Hann sagði hins vegar að bætt samskipti Sovétríkjanna við Vestur-Þýskaland þýddu alls ekki að meiri líkur- væru á sameiningu þýsku ríkjanna. Gorbatsjov sagði í ræðu sinni að fólk ætti að hætta að trúa því að Sov- étríkin geti ekki stjómað eigin efna- hagsmálum. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi heilsast í Kreml í gær. Við hlið Kohl er Raisa Gorbatsjova. Símamynd Reuter í heimsókninni munu Kohl og kona hans Hannelore þiggja kvöldverðar- boð í einkabústað Gorbatsjovs, en mjög fátítt er að erlendum þjóðhöfð- ingjum sé sýndur slíkur sómi. Kohl mun í dag eiga fund með Andrei Sakharov, sem í síðustu viku var skipaður í sovéska vísindaráðið. Reuter skiptum ríkjanna Spá lélegri kosn- ingaþátttöku aernunn Böðvaisdóttir, DV, Washmgtoa: Talið er að kosnlngaþátttaka í þing- og forsetakosningunum í Bandaríkjunum þann 8. nóvember nsestkomandi verði sú lægsta í 40 ár. Skráningu kjósenda í flestum fylkjum landsins lauk í síðustu viku en heildartölur liggja ekki fyr- ir. Sérfræöingar, sem byggja niður- stöður sínar á þeim tölum sem þeg- ar hafa borist, telja að kosninga- þátttaka verði undir 50 prósent. Sumir ganga jafnvel svo langt að bera þetta ár saman við árið 1924 en þá var kosningaþátttaka aðeins 43 prósent. I þeim fylkjum þar sem tölur um skráningu kjósenda liggja fyrir er Sérfræöingar telja að ástæður lé- ljóst að þátttaka hefur minnkað.- í legrar skráningar í ár raegi meðal Texasfylki hefur skráning minnk- annars rekja til almenns áhuga- að um 1,4 prósent og um 1 prósent leysis kjósenda og þess að hvorug- í Kentucky. Auk talna um skrán- ur frambjóðenda viröist vera þess ingu kjósenda byggja sérfræðingar megnugur að vekja áhuga þeirra. spár sínar á almennu áhugaleysi Tilraunir til að fá fólk tfl aö skrá almennings samkværat niöurstöð- sig hafa ekki borið árangur og svo um skoðanakannana, fjölda kjós- virðist sem báðar kosningaherbúö- endasemfylgdustmeðkappræðum ir hafi lagt meiri áherslu á að ná frambjóðendanna og ferli síðustu til þeirra sem þegar eru skráðir en ára. hinna sem teljast vera óákveönir. Alltfráárinu 1960, þegar 62,8 pró- Kosningaþátttaka skráöra kjós- sent kosningabærra Bandaríkia- enda er há í Bandaríkjunum eða manna neyttu kosningaréttar síns, vel yfir 80 prósent. En vandamálið hefur þátttakan minnkað jafnt og liggur í því að fá fólk tfl að skrá sig þétt Arið 1984 kusu einungis 53 og allt að tveir fimmtu kosninga- prósent en það var minnsta þátt- bærra Bandaríkjamanna láta aldr- taka í forsetakosningum í 32 ár. ei verða af því. Barist um öldungadeildma Steinunn Böðvaisdóttir, DV, Washington; Þana 8. nóvember næstkomandi kjósa Bandaríkjamenn sér nýjan for- seta. Barátta þeirra Michael Dukakis og Georges Bush um það embætti hefur skyggt á aðra ekki síður mikil- væga kosningabaráttu um meiri- hluta í öldungadeild þingsins. Demókratar hafa haldið þingmeiri- hluta í fulltrúadeildinni í áratugi en misstu meirihluta í öldungadeildinni árið 1980 þegar Ronald Reagan, nú- verandi forseti, vann yfirgnæfandi sigur á Jimmy Carter. Vinsældir Reagans voru slíkar að öldungadeild- in féll í hendur repúblikönum sem héldu meirihluta til ársins 1986. Þá náðu demókratar meirihluta, 54 þingsætum gegn 46 sætum repúbhk- ana. Nú þegar um tvær vikur eru til kosninga telja flestir fréttaskýrendur líklegt að demókratar muni halda meirihluta í öldungadeildinni. Alls heyja 33 öldungadeildarþingmenn baráttu um endurkjör, 18 demó: kratar og 15 repúblikanar. Líkur eru á að repúblikanar missi 2 eöa 3 þing- sæti og því léggja þeir mikla áherslu á að nýta sér forskot það sem Geórge Bush, forsetaframbjóðandi repúblik- ana, hefur á andstæðing sinn sam- kvæmt flestum skoðanakönnunum. En forskot Bush viröist ekki hafa gagnað repúblikönum í baráttunni um öldungadeildina. í 17 af 50 fylkj- um Bandaríkjanna er ekki um end- urkjör að ræða og í hinum 33 fylkjun- um telja stjórnmálaskýrendur að demókratar séu öruggir með sigur í að minnsta kosti 12 fylkjum. Repú- blikanar eru taldir nokkuð öruggir með sigur í 6 fylkjum. Repúblikanar eru taldir eiga erfitt uppdráttar í 8 fylkjum en demó- kratar í 6 fylkjum. í 3 fylkjum, Nevada, Nebraska og Kaliforníu, telja fréttaskýrendur líklegt aö repú- blikanar missi sæti sín í hendur demókrötum. Vonir repúblikana eru því bundnar við sigur Bush yfir Michael Dukakis í forsetakosningunum. Nái þeir ekki meirihluta í öldungadeildinni vilja þeir að minnsta kosti halda völdum í Hvíta húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.