Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. 29 Lífsstfll Ostur hollur fyrir tennurnar Banjarískar og svissneskar rann- sóknir hafa leitt í ljós að ostur hindr- ar sýrumyndun í tönnum. Sumar ostategundir hrífa betur en aðrar í þessu sambandi. Cheddar ostur hef- ur við tilraunir gefið einna besta raun. Aðrar ostategundir, sem gefið hafa góða raun við tilraunir þessar, eru Gouda, Brie og Mozzarella. Cheddar ostur er ekki framleiddur á íslandi og ekki fluttur inn til neyslu. Hann er hins vegar fluttur inn til þess aö húða poppkom með osti sem nýlega kom á markaðinn. Höfuðorsök tannskemmda er sú að sýra tærir glerunginn með því að losa um steinefnin sem þar eru. Sá fæöuþáttur, sem mest áhrif hef- ur á tannskemmdir, er sykumeysla. Við neyslu matvæla, sem innihalda sykur, stendur sýrumyndun yfir í 15-60 mínútur. Tennumar geta því verið í sýrubaði margar klukku- stundir á dag ef sykurneysla er tíð. Neysla matvæla, sem hreinsa tenn- umar og hindra sýmmyndun, hefur jákvæð áhrif. Eyrún Sigurjónsdóttir, annar eig- enda Iðnmarks, en það er fyrirtækið sem framleiöir osthúðaða poppkom- ið, sagði í samtali við DV að leyfi fyrir innflutningi ostsins hefði veriö auðsótt. Það er Osta- og smjörsalan sem flytur inn Cheddar ostinn í duft- formi fyrir Iðnmark. „Okkur var kunnugt um að Chedd- ar ostur væri hollur fyrir tennum- ar,“ sagði Eyrún, „þessi ostur er mjög mikið notaður í Bandaríkjun- um vegna þessa og eins vegna þess að hann er mjög bragösterkur og hentar því vel til þess að húða popp- kornið." Geir Jónsson, yfirmaður rann- sóknarstofu Osta- og smjörsölunnar, sagði í samtali við DV að Cheddar ostur væri harður, fremur þurr ostur og bragösterkur. Af íslenskum ostum taldi hann Cheddar minna helst á Gouda ost. Geir sagði mjög eríitt að velja og hafna ostategundum til framleiðslu. Margar tegundir em mjög líkar inn- byrðis og því .tilviljun að Cheddar skyldi ekki vera framleiddur hér. -Pá Svanhildur Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. DV-mynd KAE Vaxandi áhugi á endurunnum pappír „Þetta er fyrst og fremst ljósritun- ar- og vélritunarpappír sem við höf- um flutt inn en við erum að íhuga innflutning á tölvupappír og fleiri vörutegundum úr endurunnum páppír,“ sagði Svanhildur Skafta- dóttir, framkvæmdastjóri Land- vemdar, í samtali við DV. Landvemd hefur frá því fyrr á þessu ári flutt inn endurunninn pappír frá þýska fyrir- tækinu Steinbeis. „Skólar, sveitarfélög og fleiri stórir pappírsnotendur sýna þessu vaxandi áhuga," sagði Svanhildur, „fólk er að vakna til vitundar um gildi um- hverflsverndar." Pappírinn er auk þess í sjálfu sér ágætt kennslugagn til þess að fræða nemendur um pappírsnotkun og pappírsframleiðslu. Hann fæst í stæröinni A-4 og er í sex litum frá Fjögurra manna fjölskylda fleygir sex trjám Pappírsnotkun á íslaridi er gíf- urlega mikil. Taliö er aö fjögurra manna fjölskylda fleygi árlega pappírsmagni sem þurft hefur sex skógartré til þess að fram- leiða. 45% af heimilissorpi og 34% af framleiðsluúrgangi em pappír. 60% af þessu er endurvinnslu- hæft. Eina fyrirtækið, sem stund- ar pappírsendurvinnslu á íslandi í dag, er Silfurtún hf. í Garðabæ sem framleiðir eggjabakka úr úrgangspappír frá prentsmiðjum. Framleiðslan hefur numið um 20% af þeim eggjabökkum sem era notaðir hérlendis. Silfurtún framleiðir einnig plöntulilífar úr endurannum pappír fyrir Land- vemd. Allur annar pappír fer beint á haugana. Til skamms tíma tók-<^ pappírssöfnunardeild Sindrast- áls við úrgangspappír en því hef- ur verið hætt. Að sögn starfs- manna Landverndar berast skrif- stofunpi oft fyrirspumir frá al- menningi og fyrirtækjum um leiöir til þess að koma urgangs- pappir i endurvinnslu. í dag er eini kosturinn sá aö aka honum á haugana. -Pá Eina leiðin fyrir neytendur til þess að nálgast Cheddar ost, sem á að vera tönnum afar hliðhollur, er að borða osthúðað popp. DV-mynd Hanna k- gráu yfir í ljósgult og bleikt. Enginn hvítur pappir er framleiddur hjá Steinbeis. Astæðan er sú að til þess að framleiða hvítan pappír þarf aö nota mikið af klórsamböndum og öðrum efnum sem eru hættuleg um- hverfinu. „Það eru allir hlynntir umhverfis- vernd meðan hún kostar ekki neitt,“ sagði Svanhildur, „og oft er lagt ein- göngu flárhagslegt mat á gildi um- hverfisvemdar en ekki horft á lang- tímamarkmið." Endurunninn pappír frá Steinbeis kostar 300 krónur hver 500 blöö af 80 g pappír. Algengt verð á 80 g ljós- ritunar- og vélritunarpappír í heild- sölu er á bilinu 230 til 350 krónur fyrir 500 blöð. Verð á 500 blaöa pakka í smásölu getur verið allt aö 500 krón- ur. -Pá HENTAR OLLUM ALSTAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEMHEIMA NYTT HEFTI MEÐAL Skop........................2 Heilbrigð skynsemi og geimvarnir .3 Hörmung og hrakningar.......9 Ofboðlítið kraftaverk......15 Drakúla mælir með hvítlauk á dag .21 Ástarlífeftirfæðingufyrstabams ..25 Hugsuniorðum...............36 Aðkomakrökkunumíháttinn....38 Vængjaþytur................46 Hlautdauðadómfyrirbameignir ..51 EFNIS: Hvaðsérðu?.................64 Gerviblóð veldur vonbrigðum.65 Gígólóar: Ást og athygli til kaups eða leigu......................68 Konur á rauðum bílum hættulegar .74 Svíinn sem bjargaði París...78 Stjömuspámaður Wjnstons Churchill ......................:....82 „Pílagrímsferð“ til Ameríku.91 URVAL A NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ í .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.