Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1988, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988. Fréttir Torfæraaksturskeppni Jeppaklúbbs Reykjavíkur: Hrikalega erfið keppni Sjaldan eöa aldrei hafa torfæru- aksturskeppendur lent í eins erf- iðri jeppakeppni og þeir lentu í sl. laugardag þegar nýstofnaður Jeppaklúbbur Reykjavíkur hélt sína fyrstu torfæruaksturskeppni. Fengu þeir Jeppaklúbbsmenn einn reyndasta og harðasta jeppa- karl landsins, Halldór Jóhannes- son, til aö vera keppnisstjóra og leggja brautirnar sem keppendurn- ir þurftu að aka. Var greinilegt að Halldór vissi upp á hár hvernig þrautir eru jeppakörlum erfiðastar og voru sumar brautir í keppninni svo erfiðar að engum keppendanna tókst að komast upp þær. Sumar brautirnar voru jafnvel svo erfiðar að engum heilvita manni hefði dottið í hug að nokkurt faratæki á hjólum kæmist upp þær. En kepp- endurnir tóku áskorunum og brekkum Halldórs með hugrekki og réðust ótrauðir til atlögu við þær. Var oft ótrúlegt hvað sumir þeirra komust langt í brautunum og þar vakti sérstaka athygli djarf- ur og hressilegur akstur Haraldar Ásgeirssonar, íslandsmeistarans í ár, sem botnaði 350 kúbika Jeepst- erinn sinn í ófærar brekkurnar og tókst að komast ótrúlega langt upp þær. En Halldór varð að láta sér lynda annað sætið í flokki sérút- búinna jeppa á eftir Guðbirni Grímssyni sem ók 351 kúbika Bronco. í þriðja sætinu varð svo Hér hafa nokkrir jeppakarlar stokkið á einn keppnisjeppann og hangá utan honum til að koma í veg fyrir að hann velti niður bratta sandbrekku eftir að ökumaðurinn hafði misst hann út á hlið í hennl. Bergþór Guðjónsson á Willys með B-20 Volvo vél. Gunnar Hafdal, íslandsmeistar- inn í flokki götujeppa, sigraði í þeim flokki með miklum yfirburð- um. Gunnar ók Willys með 401 kúbika AMC vél. Annar í götu- jeppaflokki varð Einar Benedikts- son á Willys en Hlynur Hjaltason varð þriðji, einnig á Willys. Jóhann A. Kristjánsson Gunnar Hafdal, íslandsmeistari í götujeppaflokki, sigraði í sínum flokki í keppninni meö miklum yfir- burðum. íslandsmeistaranum í flokki sérútbúinna jeppa, Haraldi Ásgeirssyni, tókst ekki að sigra i þessari keppni þrátt fyrir djarfan og hrikalegan akstur. Var Jeepsterinn hjá honum iðulega með annan hvorn endann á lofti þegar Haraldur braust upp ófærar brekkur. Haraldur varð að láta sér annað sætið lynda. Starfsménn keppninnar hlaupa hér að Wagoneer jeppa Sturlu Jónsson- ar til að hjálpa honum út úr flaki jeppans eftir að hann hafði oltið í þverhníptu malarbraði. Tveir jeppar ultu í keppninni og segir það sina sögu um það hversu erfið hún var. Guðbjörn Grimsson sigraði í flokki sérútbúinna jeppa en hann ók 351 cid. Bronco. Höfðu menn það á orði aö hann hefði einugnis tvær stilling- ar á bensíngjöfinni hjá sér, hægaganginn og í botni. í dag mælir Dagfari Ogmundur og BSRB Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á BSRB-þinginu þegar Ögmundur Jónasson bar sigurorð af mót- frambjóöendum sínum og náði kjöri sem formaður samtakanna. Myndir hafa birst, þar sem Ög- mundur stendur sigri hrósandi og veifar til manníjöldans eins og þeg- ar afreksfólkið á ólympíuleikunum hafði unnið til gullsins. Einnig hef- ur mátt sjá kvennaskara upp um hálsinn á Ögmundi og bendir þaö ekki til annars en að kvenfólkið í BSRB hafi upp til hópa verið himin- lifandi þegar því tókst að foröa frá því aö Guðrún Árnadóttir yrði kjörin formaður. Það segir sína sögu um kvenréttindabaráttuna í landinu og ættu Kvennalistakonur aö hengja þessar myndir upp í húsakynnum sínum, til merkis úm samstöðu íslenskra kvenna meö kynsystrum sínum þegar á reynir. Þar er hálsakotiö á Ögmundi meira skjól fyrir þær heldur en Guðrún öll og ætti þessi kosning að sanna þaö í eitt skipti fyrir öll aö konur eru konum verstar. En þrátt fyrir öll fagnaöarlætin í salnum, var þó einn maöur sem ekki kættist Það var fyrrverandi formaöur, Kristján Thorlacius. Kristján hafði ákveðiö aö hætta sem formaður, að minnsta kosti að nafninu til, en hann var búinn að dubba framkvæmdastjóra sam- bandsins upp sem formann- skandídat og lýsti yfir því að fram- kvæmdastjórinn hefði eindreginn stuðning sinn. Var það hald manna að Kristján ætlaði þannig að stjórna sambandinu áfram í gegn- um framkvæmdastjórann, sem er auðvitað ágæt aöferð þegar ekki er annarra kosta völ. Þannig er hægt að breyta breytinganna vegna, án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut. En frambjóðandi Kristjáns fékk aðeins fimmtíu atkvæöi á þinginu og ástæöan er sögð sú að þingfull- trúar höfðu ekki áhuga á að kjósa framlengingu á Kristjáni Thorlac- ius, jafnvel þótt hún væri í konu- líki. Það var þvi ekki Guðrún frani- kvæmdastjóri eða Örlygur vara- formaður sem töpuðu kosningunni heldur Kristján Thorlacius sem alls ekki var í framboði. Þetta skildi Guðrún Ámadóttir og sagöi aö stuöningur Kristjáns hefði verið bjarnargreiði viö sig og var fúlari út í Kristján heldur en Ögmund vegna ósigursins. Krisfján Thorlacius er því næsta vinafár þegar þessu þingi er lokið, þegar opinberir starfsmenn kjósa Ög- mund, sem var settur til höfuös Kristjáni, og þegar framlenging- amar á Kristjáni saka Kristján um að hafa tapað kosningunni fyrir sér. Það er von að Kristján sé fúll og lýsi yfir því að úrslitin séu ekki til styrktar fyrir sambandið. Ög- mundur ætlar að fara að tala viö fólkið í BSRB. Hann ætlar að koma á valddreifingu í BSRB, sem ekki verður skilið öðmvísi en að engin yalddreifing hafi verið þar fyrir. Ögmundur ætlar líka aö virkja ein- stök félög innan BSRB, sem heldur verður ekki skilið öðruvísi en að félögin hafi alls ekki verið notuð. Sigur Ögmundar táknar £ví aö hann ætlar að fara að tala við fé- lagsmenn í BSRB, en það hefur ekki tiðkast áður í samtökunum að formaðurinn hafi fyrir því að tala við óbreytta. Verður fróðlegt að fylgjast með þeirri þróun. Þetta verður ekki til styrktar fyrir BSRB, segir fráfarandi formaður og ygglir sig. Kosning Ögmundar er sögð marka tímamót vegna þess að eng- inn stjórnmálaflokkur stendur að baki honum. Ögmundur er flokks- leysingi. En það er vegna þess aö enginn flokkur er nægilega róttæk- ur fyrir Ögmund. Hann er til vinstri við þá alla. Þar að auki þekkist það ekki á íslandi að flokk- amir tali við kjósendur eins og Ögmundur ætlar að tala við félags- menn BSRB. Einn kostur er þó við kosningu Ögmundar. Við losnum við hann af skerminum. Ögmundur em bú- inn að plaga þjóðina, ýmist í út- varpi eða sjónvarpi, þungbúinn á svip. Nú hættir hann þeirri frétta- mennsku. Nú þarf hann ekki leng- ur að hafa áhyggjur af heimsmál- unum og heimsfréttunum. Hann ætlar að flytja áhyggjur sínar yfir í BSRB og hefur ekki tíma fyrir aðrar áhyggjur á meðan. Það verð- ur léttir fyrir umheiminn, en það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það hefur á opinbera starfsmenn, hvor hafl meiri áhyggjur af hinu, Ög- mundur af BSRB eða BSRB af hon- um. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.