Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Hluti af kápu bókarinnar Á vegum úti eftir Jack Kerouac.
Húsið með blindu glersvölunum eftir Herbjörg Wassmo sem fékk bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Úrvals þýðingar á
erlendum skáldverkum
- yflr 20 koma fyrir jólin
Fyrir þá sem gætu hugsaö sér aö
gefa vinum eða vandamönnum góöa
þýdda bók í jólagjöf veröur mestur
vandinn að velja. Yfir tuttugu athygl-
isverö skáldverk frá ýmsum löndum
eru í boði, mörg verðlaunuð í heima-
löndum sínum. Eru ljóöasöfn þá und-
anskilin, en þau Veröa fjögur eða
fimm. Þarna hefur á fáum árum orö-
ið bylting á íslenskum bókamarkaði,
og liggja til þess ýmsar ástæður. Má
þar fyrst nefna góð framlög úr nokk-
uð nýlega stofnuðum þýðingasjóði,
áhuga bókmenntamanna og rithöf-
unda sem hafa sest niður og þýtt
góðar bækur, og síöast en ekki síst
aukna eftirspum hjá almenningi.
Myndböndin hafa að miklu leyti
leyst þýddar spennu- og ástarsögur
af hólmi og þetta árið verða þær ekki
miklu fleiri en skáldverkin. Jafnvel
gæti verið að Alistair McLean hrap-
aði eitthvað niður metsölulistann,
þar sem hann hefur trónað í efstu
sætum jól eftir jól. Að vísu er þessi
höfuðkappi kominn undir græna
torfu fyrir tveimur árum, en bækur
hans koma út jafnt fyrir því.
Hvora höndina viltu? nefnist bók um
sára bernsku eftir Vitu Andersen.
Eftir konur
jafnt sem karla
Viltu lesa um vetrarstríðið í Finn-
landi 1938-39, sögu ambáttar í banda-
ríska þrælastríðinu á síðustu öld,
þeysa með lífsþyrstum bítnikkum
um Bandaríkin þver og endilöng,
skyggnast inn í ógnþrungið and-
rúmsloft undir einræðisstjóm í
Chile, lifa þig inn í dapurlega
bemsku lítillar stúlku í Norður-
Noregi, fylgjast með eldhúsverkum
steinaldarkvenna, hlusta á vanga-
veltur um ást og hjónabönd í kyrr-
látu bresku sveitahéraði fyrir tvö
hundruð árum eða ferðast nokkur
hundmð ár fram í tímann og skoöa
sæluríki framtíðarinnar, allir þessir
heimar og margir- fleiri eru milli
spjalda nýju jólaþýðinganna. Þrjár
eða fjórar em frá Norðurlöndum, og
annað eins er þýtt úr spönsku, en
flestar þó frá Bretlandi eða Banda-
ríkjunum. Jafnrétti ríkir milli kynja,
bækur eftir konur eru næstum jafn-
margar og bækur eftir karla.
Frá
Noregi til Chile
Við skulum renna lauslega yfir list-
ann. Þess má geta að sumar þýðing-
Antti Tuuri lýsir vetrarstriði Finna
við Sovétmenn.
anna hafa þegar verið ritdæmdar hér
í DV, um aðrar veröur fjallað á næst-
unni. Byrjum á nágrönnum okkar á
Norðurlöndum. Frá Finnlandi kem-
ur sagan Vetrarstríðið eftir Antti
Tuuri í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.
Þar er lýst vosbúð bóndans Martti í
styrjöldinni við Sovétmenn veturinn
1939^40. Þetta er framhald af sögunni
Dagur í Austurbotni, sem áður er út
komin á íslensku. Sagan Húsið með
bhndu glersvölunum eftir Herbjörgu
Wassmo í þýöingu Hannesar Sigfús-
sonar tengist einnig styrjaldarárun-
um því aðalsöguhetjan, Þóra litla, er
ástandsbarn, fyrirlitin af jafnöldmm
sínum og misnotuð af vesölum stjúp-
föður. Átakanleg óhamingja telpu er
líka aðalsöguefniö í Hvora höndina
viltu eftir Vitu Andersen í þýðingu
Ingu Birnu Jónsdóttur. Hér er það
móðirin sem bregst.
Frá Spáni koma Andrúmsloft
glæps eftir Juan Benet í þýðingu
Guðbergs Bergssonar, haglega flétt-
uð morðsaga frá spænsku háslétt-
unni og Paskval Dvarte og hyski
hans eftir Camilo José Cela, dæmi-
saga um afbrotamann og siðferði
þjóöfélagsins. Þýðandi er Kristinn
R. Ólafsson í Madrid, fréttaritari
RÚV. Þá er væntanleg ný bók eftir
Toni Morrison. Heimildarmynd um
hana verður bráðlega sýnd á Stöð 2.
ísabel Allende, sem feiknavinsæl
varð hér á landi í fyrra fyrir Hús
andanna (þýdd af Thor Vilhjálms-
syni). Ást og skuggar nefnist nýja
bókin, Berglind Gunnarsdóttir þýðir.
Góðar breskar
skáldsögur
Frá Bretlandi kemur saga 18. aldar
skáldkonunnar Jane Austen, Hroki
og hleypidómar, í rómaðri þýðingu
Silju Aðalsteinsdóttur. Tvær af
þekktustu skáldkonum Breta á okk-
ar tímum verða einnig kynntar. Sig-
urður Tómasson þýðir Nunnur og‘
hermenn eftir Iris Murdoch og Þu-
ríður Baxter þýðir Dagbók góðrar
grannkonu eftir Doris Lessing. Var
sú saga lesin í útvarpið í fyrra. Saga
Murdoch er ástarsaga, ef að líkum
lætur þrungin dularfullri spennu og
heimspekilegum vangaveltum, en
Lessing fjallar um framgjama nú-
tímakonu, sem verður vitni að bar-
áttu fátækrar nágrönnu sinnar við
elli og dauða. Loks birtist fræg fram-
tíðarsýn Aldous Huxley frá 1932,
Veröld ný og góð. Þar þekkjast
hvorki styrjaldir né sjúkdómar, held-
ur ekki fjölskyldulíf, þvi börn eru
framleidd í verksmiðjum. Allir eru
glaðir, enda á léttum vímugjöfum,
og vísindi, bækur og trúarbrögð eru
Iris Murdoch: Skáldsaga eftir hana
kemur nú á íslensku i fyrsta sinn.
ekki leyfð. Þýöandi er Kristján Odds-
son.
Bítnikkar
og blökkukonur
Á vegum úti eftir Jack Kerouac í
þýðingu Ólafs Gunnarssonar er
meiri háttar verk, sem fyrst kom út
1957 og hefur stundum verið kallað
biblía bítnikkanna. „Að lifa hratt
undir bombu,“ segir þýðandi í eftir-
mála um hlutskipti þeirra. Meiri
háttar er einnig skáldverk Toni
Morrison frá þrælastríðinu, þar sem
saman fléttast mikil ástarsaga og
sorg svartrar móður sem deyðir dótt-
ur sína fremur en hún falli í hendur
þrælahaldara. Þýöandi er Úlfur
Hjörvar.
Skáldsögur blökkukvenna ber nú
mjög hátt í bandarískum bókmennt-
um og má nefna Purpuralitinn eftir
Alice Walker sem farið hefur sigur-
fór um heiminn. En góðar eru vafa-
laust einnig splunkuný skáldsaga
Singers, Jöfur sléttunnar, þýdd af
Hirti Pálssyni, Uppgjörið, gömul saga
eftir róttæka kreppuáraskáldið How-
ard Fast, þýdd af Asgeiri Ingólfssyni,
Jámgresið, utangarðsmannasaga
þýdd af Guðbergi Bergssyni, og Sam-
an komin í mínu nafni, sjálfsævi-
söguleg lýsing á sama efni, eftir
Mayu Angelou, þýdd af Gissuri 0.
Erlingssyni. Enn er þá ógetið um
Mammútaþjóðina, sem er þriðja
bindi í bókaflokki Jean M. Auel um
líf kvenna á steinöld og Uns sekt er
sönnuð í þýðingu Gísla Ragnarsson-
ar eftir lögfræðinginn Scott Turrow.
Efnisþráðurinn er reyfarakenndur,
en kringum hann spunnar skarp-
skyggnar úttektir á bandarísku rétt-
arfari og réttarvitund.
Skyldi einhver ekki vera ánægður
með þennan lista og hugsa með sökn-
uöi aftur í tímann þegar allt var betra
og líka bækurnar skal honum sagt
til huggunar frá þrem eldri þýðing-
um sem nú birtast í endurútgáfum:
Zivago læknir, Bör Börsson og París-
arminningar Hemingways: Veisla í
farangrinum. ihh