Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 10
10 LAUGARDAGUR 26. NÖVEMBER 1988. Breiðsíðan Ford-sigurvegarinn 1988: Miklu erfiðara en ég bjóst við - segir Ágústa Ema sem dvalið hefur í Hamborg við fyrirsætustörf Fordstúlkan okkar, Ágústa Erna Hilmarsdóttir, kom heim frá Þýskalandi um síðustu helgi þar sem hún hefur starfað sem fyrirsæta í þrjá mánuði. Það var einn dómaranna í keppninni Face of the 80’s sem bauð henni að koma til Hamborgar þar sem hann rekur umboðsskrifstofu. Ágústa Erna, sem er aðeins sextán ára, ákvað að reyna fyrir sér á þeim vettvangi í þrjá mánuði. „Þetta var miklu eríiðara en ég bjóst við. Ég þurfti að byrja á því að safna mér myndum í möppu og það kostar peninga. Ford umboðsskrifstofan i New York lét mig hafa nokkrar myndir til að byrja en þegar ég kom til Hamborgar vildu þeir klippa hárið á mér þannig að eldri myndirnar urðu mark- lausar," sagöi Ágústa. Hún bjó hjá hjónunum sem ráku umboðsskrif- stofuna. Ágústa segist hafa kunnað vel við sig þar þó að einstaka sinnum hafi heimþráin komið upp. „Ég var aðallega í fyrirsætustörfum fyrirstórversl- anir, bæði í vörulistum og öðrum blöðum. Einnig vann ég talsvert fyrir andlitsfarðafyrirtæki." Ágústa segir að þótt starfið hafi verið erfitt hafi dvölin verið lærdómsrík og hún er ákveðin í að fara aftur næsta sumar. „Ég fékk tilboð frá Mílanó og einnig frá Japan og reikna með að ég fari til Ítalíu. Ég byrja í Menntaskólanum við Hamrahlíð um áramótin og ætla að sitja á skólabekk fram á næsta sumar," sagði hún ennfremur. „Það var orðið lítið um vinnu nú undir það síð- asta og samstarfsfólk mitt var flest á leið til Ítalíu þar sem meira er að gera.“ Flestir kunningjar Ágústu voru Bandaríkjamenn og sagöist hún hafa lært enskuna mjög vel en þýskuna lítið. „Fyrst eftir að ég kom út þótti niér mjög erfitt að kunna ekki málið en það vandist. Það er líka erfitt að vera svona ungur í þessu starfi. Flest sýningarfólk- ið var á aldrinum 18—19 ára,“ sagði Ágústa Erna. Sjálfsagt er það erfiðleikum bundið fyrir svo unga stúlku að standa .á eigin fótum en Ágústa segist búa núna yfir ákveðinni reynslu sem hún hefði ekki annars haft. Og fyrirsætustarflð heillar hana ennþá. Ágústa Erna Hilmarsdóttir var aðeins fimmtán ára þegar hún sendi inn mynd af sér í Fordkeppnina. Hún varð sú heppna þetta árið en Agústa Erna Hilmarsdóttir er aðeins sextán ára en hefur nú fengið að kynnast fyrirsætustarf- líða fer að því að óskað verði eftir nýjum keppend- inu á erlendri grund. Hún hefur í höndunum tilboð frá Mílanó og Japan. DV-mynd GVA um í Ford-keppnina. -ELA Þú ert 2000 krónum ríkari! Þessir duglegu börn tóku þátt í samkeppni Reykjavíkurborgar um slagorð í hreinsunarátaki. Mörg hnyttin slagorð bárust i keppnina og sigurorðið var: Dönsum á rósum en ekki á dósum. Krakkar geta verið sniðugir þegar þeir taka sig til og sjálfsagt er að verðlauna þau i staðinn. Það barn sem hér hefur fengið hring um höfuð sér er verðlaunað aukalega með tvö þúsund krónum. Peninganna má vitja á rit- stjórn helgarblaðs DV, Þverholti 11. -ELA DV-mynd GVA Allir vildu lindu átt hafa Húsavíkurbréf að þessu sinni hlýtur að fjalla um fegurð. Ekki um fegurð himinsins eöa Húsavíkurfjallsins, heldur kvenlega fegurð, fegurð Lindu Pétursdóttur frá Húsavík, sem er rót- gróinn Þingeyingur í báðar ættir og langt aftur í þær þótt hún hafi um stundarsakir verið búsett á Vopnafirði austur. Hún er annars merkileg þessi árátta íslendinga að vilja eigna sér þá sem eitthvað láta til sín taka en afneita þeim sem verða undir. Við munum eftir handboltastrákunum „okkar“ sem við sendum svo sigurviss á ólymp- íuleika en slepptum af þeim hendinni eins og heitum kartöflum þegar þessir geðugu piltar urðu ekki ólympíumeist- arar. Og ef hún Linda „okkar" hefði lent í 69. sæti á ólympíuleikum yndis- leikans hefðu menn líkast til ekki farið að deila um þaö hvort hún væri Hús- víkingur, Vopnflyðingur eða íslend- ingur. Og reyndar má geta þess aö hér á Húsavík er reynt að koma Lindu á enn afmarkaðri bás. Menn benda á að hún sé e.t.v. ekki síst Flateyingur og Tjör- nesingur. Og skólakrakkar voru að rífast um það hvort Linda hefði verið útbæingur eða suðurbæingur þegar hún bjó á Húsavík! Að vinna er allt sem þarf Allir elska sigurvegarann og mál- staður sigurvegarans er hinn rétti. í síðustu viku ræddum við Rangey, frænka mín, um fegurðarsamkeppni almennt. „Lítilsvirðing við konur, aug- lýsingamennska og karlrembukvígu- sýningar," sagði hún og var viðskota- ill. Ég spurði hvort hún væri ekki hlynnt frjálsum fóstureyðingum. „Að sjálfsögðu, konan á að ráða yfir eigin líkama en hvað kemur það þessu máli við?“ sagði hún með þjósti. Ég spuröi ósköp pent hvort konur mættu þá ekki líka ráða því hvort þær færu með eigin líkama í fegurðarsamkeppni sem væri heldur léttvægari ákvörðun en fóstu- reyðing. „Þú ert fífl,“ sagði Rangey og fór. Seint um kvöldið hringdi síminn, Rangey frænka, óð og uppvæg. Hún spurði með andköfum hvort ég hefði ekki verið að horfa á Stöð 2. Ég kvað nei við, ég heföi verið að lesa Veru. „Þú fylgist aldrei með neinu sem gerist," sagði Rangey. „Hún vann, hún vann, maður!“ nánast æpti hún í tólið. „Hver vann hvað?“ spurði ég undrandi því ég vissi að Rangey hafði engan áhuga á íþróttum. „Hún Linda okkar vann, hún er Miss World, hún malaði þessar stelpur," gólaöi Rangey í símann. „Já, en þú ert á móti svona fegurö- arsamkeppni,” sagði ég dálítið hlessa. „Já, en hún vann, maður, hún vann, skilurðu það ekki, maður og hún er Húsvíkingur." „Já, en ...,“ sagði ég. . „Þú ert sagöi Rangey og skellti á. Og þar hafði ég það. Húsvíkingurinn Linda var fegurst kvenna í veröld en Húsvíkingurinn ég var fífl. Jóhannes Siguijónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.