Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 13
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 13 Uppáhaldsmatur á sunnudegi DV-mynd GVA Rjómaskrúfur - að hætti Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur Þetta er ekki einhver naglakássa eins og nafn- iö gefur til kynna heldur pastaréttur, sérlega mjúkur undir tönn. Matreiðslutími er um 20 mínútur sem getur komið sér vel fyrir kon- ur á hlaupum. Upp- skriftin er miðuð við fjóra í mat. 500 g spaghettískrúfur, helst úrfersku eggjapasta 300-400 g ferskir sveppir 1 bréf af skinku 1 peli rjómi steinselja pipar salt sykur sérrí - meðalsætt, ef vill smjör ólífuolía parmesanostur Sveppirnir eru skornir í sneiðar og látnir krauma í smjöri á pönnu við meðalhita. Svolitlum sykri stráð út á og éf sérrí er til í eldhússkápnum er gott að bæta eins og hálfum desílítra út í réttinn áður en sveppirnir eru teknir af pönnunni. Pasta- skrúfurnar eru soðnar í söltu vatni, vatnið sigtað frá og skrúfurnar settar aftur í pottinn. Smjörklípu og svo sem tveim matskeiðum af ólífuolíu hrært saman við, einnig salti og pipar eftir smekk þótt dágóður skammtur af pipar skemmi ekki. Potturinn er síðan settur aftur á helluna, rjóman- um bætt út í og soðið við vægan hita þar til rjóm- inn þykknar. Gott er að hræra í annað slagið á meðan. Þegar rjóminn hefur þykknað er sveppun- um (ásamt vökvanum af pönnunni) og niðurskor- inni skinkunni bætt út í, svo og steinseljunni - sem auðvitað er best fersk en dugar vel þurrkuð - og öllu hrært saman. Þá er rétturinn tilbúinn og ekkert eftir nema skella honum í skál og bera á borð ásamt rifnum parmesan-osti sém útáláti. Brauð og smjör má gjarna fylgja sem meðlæti en er þó engan veginn nauðsynlegt. Til hátíðabrigða fer rauðvín einkar vel með þessum mat og ef menn vilja vera léttir á sér eftir máltíðina er gott að ljúka henni með fersk- um ávöxtum. Akureyri Blaðburðarfólk óskast í Innbæinn. Uppl. á afgreiðslu DV í síma 96-25013. n rri EINSTAKUNGSRÚM 90-100-120 (1 '4 BREIDD) Teg. 508. Litir hvítt - svart, br. 90-100-120. Verð frá 17.400 stgr. m/dýnu. Teg. 596. Litir hvítt - svart, br. 9D-120. Verð frá 17.100 stgr. m/dýnu. Teg. 674. Litir hvítt - svart - króm, br. 90-100-120. Verð frá 17.000 stgr. m/dýnu. Hagstæð greiðslukjör. Einnig mikið úrval af hjónarúmum. Opið laugardag til kl. 16. Opið sunnudag kl. 14-16. REYKJ AVÍKURVEGI66,220 H AFN ARFIRÐI, SÍMI54100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.