Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON,
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF, - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Píramíðaþjóðin
Ef byggð væri í Dritvík á Snæfellsnesi á okkar tím-
um, væri mikið lagt í sölurnar til að hindra brottflutn-
ing og búseturöskun. Ríkishöfn hefði verið gerð þar
fyrir ærið-fé og frystihúsið væri inni á gafli hjá atvinnu-
tryggingarsjóði hinnar nýju Stefaníu landsins.
En Dritvík lagðist í eyði fyrir okkar tíma eins og
Aðalvík og margar aðrar verstöðvar, sem þekktar eru
í þjóðarsögunni. Það er tiltölulega nýtt fyrirbæri, aðeins
fárra áratuga gamalt, að almannavilji reyni að frysta
búsetu og atvinnu og hamla gegn hvers konar röskun.
Efnahagslegar framfarir byggjast á röskun. Menn
kasta fyrir róða gamalli búsetu, gömlum fyrirtækjum
9g gamalli hefð. Forsenda hagþróunar þessarar aldar á
íslandi var, að þjóðin flúði úr sveit út á mölina og eink-
um til Reykjavíkur. Ríkidæmið dafnaði í þéttbýlinu.
Xerox heitir frægt fyrirtæki í útlöndum. Upp úr engu
reisti það 50.000 milljarða veltu á sjöunda áratug þessar-
ar aldar. Það hafði forystu í framleiðslu ljósritunarvéla
og náði 95% af heimsmarkaðinum. Erlendis varð nafn
fyrirtækisins víða samnefnari allra ljósritunarvéla.
Hluta af hagnaðinum notaði Xerox til að hanna borð-
tölvur, sem þá voru ekki til. Þegar aðeins var eftir að
leggja hálfan milljarð í dæmið til að ljúka því og hefja
borðtölvubyltingu, fengu ráðamenn fyrirtækisins hland
fyrir hjartað. Þeir óttuðust óvissu, forðuðust röskun.
Afleiðingin var, að fyrirtæki á borð við IBM og Apple
tóku upp merkið og eignuðust markað, sem var hundr-
að sinnum stærri en markaðurinn fyrir ljósritunarvélar
hafði verið. Þannig missti Xerox af lestinni á níunda
áratugnum eftir gífurlega velgengni á hinum sjöunda.
Þetta útlenda dæmi sýnir, að heimur velgengninnar
stendur ekki í stað. Lestirnar eru stöðugt að renna hjá
brautarstöðinni. Ef menn hoppa ekki upp í þær, þegar
andartakið er komið, missa menn af þeim og sitja eftir
með sárt ennið, hver í sinni Dritvík eða Aðalvík.
Xerox réði sjálft örlögum sínum, því að það er rekið
í opnu þjóðfélagi. Við erum ekki svo heppnir hér í hálf-
lokuðu íslandi. Árum saman þorðu menn til dæmis
ekki að hella sér út í fiskirækt af ótta við ofsóknir af
hálfu hins opinbera embættis veiðimálastjóra.
Saga Skúla í Laxalóni er mörgum kunn af blaðafrétt-
um fyrri áratuga, en er nú komin út í bókarformi. Hún
er öðrum þræði þungur áfellisdómur yfir þjóð, er reisir
yfir sig lokað miðstýringarkerfi, sem berst með oddi og
egg gegn sumum þeim, er leita á mið óvissunnar.
Nú er fiskirækt loksins orðin viðurkennd atvinnu-
grein. En þá erum við líka orðin að minnsta kosti ára-
tug á eftir Norðmönnum. Þeir hafa byggt upp sína fiski-
rækt á tímum hagstæðs verðlags og greitt niður stöðvar-
nar að hluta. Okkar ævintýri er hins vegar allt í skuld.
Við látum ríkisvaldið sóa fjármunum okkar í vaxandi
mæh í að vernda fortíðina gegn framtíðinni. Við viljum,
að fólkið búi, þar sem það er. Við viljum, að fyrirtækin
séu hin sömu og áður, þótt dauðvona séu, og höldum í
þeim lífi. Við viljum, að togarar séu ekki fluttir.
Þjóð, sem er orðin svona upptekin af frystingu núver-
andi ástands, getur ekki mætt breytingum framtíðarinn-
ar. Hún staðnar og verður sífeht fátækari, af því að
umheimurinn stendur ekki í stað. Hún leggur á sig sí-
feht þyngri byrðar við að tryggja eilífð fortíðarinnar.
Hér er píramíðaþjóð nútímans. Við stritumst við að
hlaða undir kýr og kindur og vernda jafnvægi í byggð
landsins. Við skattleggjum ófædd börn okkar í því skyni.
Jónas Kristjánsson
Ósigur fyrir dómi
knýr Thatcher til
að setja MI5 lög
Fyrir mánuöi beiö Margaret
Thatcher sárasta ósigurinn á
stjómmálaferli sínum. Lagalávarö-
irnir, æösti dómstóll Bretlands,
ónýttu viöleitni hennar til að
hindra birtingu uppljóstrana gam-
als njósnara úr bresku leyniþjón-
ustunni MI5. í þessu skyni hafði
járnfrúin látið reka mál i þrem
löndum með þriggja milljóna sterl-
ingspunda kostnaöi og fengið lög-
bönn lögö á þrjú virtustu blöð Bret-
lands, Guardian, Observer og
Sunday Times.
Allt kom fyrir ekki. Lagalávarð-
arnir úrskurðuöu að málfrelsi og
prentfrelsi fyrirmunuðu ríkis-
stjórninni aö reyna að sjá svo um
að Bretar einir jarðarbúa fengju
enga vitneskju um það sem Peter
Wright hefur til mála aö leggja í
endurminningabók sinni Spycatc-
her (Njósnaveiðari). En þar er flett
ofan af MI5 og atferli leyniþjón-
ustumanna svo um munar.
Ófarirnar fyrir dómstólunum eru
vafalaust tilefnið til þess eina atrið-
is sem kom á óvart í hásætisræð-
unni sem Thatcher lagði Ehsabetu
drottningu í munn við þingsetn-
ingu í London í þessari viku. Þar
skýrði frá því að ríkisstjómin
myndi bera fram frumvarp um aö
koma starfsemi MI5 á lagagrund-
völl.
Mörgum mun finnast að tími sé
til kominn. Leyniþjónustan sú arna
hefur þegar starfað í þrjá aldar-
fjórðunga en aðeins á grundvelli
leynilegra úrskurða og tilskipana.
við setningu breska þingsins á
þriðjudag.
Peter Wright.
Fyrst í stað átti sjálf tilvera hennar
að vera ríkisleyndarmál og til
skamms tíma hefur verið bannað
að skýra frá því í Bretlandi hver
er settur yfir MI5 á hveijum tíma.
Árin fyrir heimsstyijöldina fyrri
ríkti meðal valdhafa í Bretlandi
mikill ótti við erlendar njósnir í
landinu og jafnvel undirróður af
völdum íjandsamlegra velda. Það
varð til þess að MI5 var komið á
stofn til að gæta innra öryggis, hafa
hendur í hári erlendra njósnara og
innlendra undirróðursmanna sem
gerðust handbendi erlendra hags-
muna. Jafnframt var sett á laggir
önnur hhðstæð stofnun, M16, til að
reka njósnir og undirróður erlend-
is í þágu breskra hagsmuna.
Leyniþjónusturnar bresku urðu
frægar að endemum um og eftir
1950 þegar uppvíst varð að innan
þeirra höfðu lengi starfað og kom-
ist til metorða menn sem í raun og
veru gengu erinda leyniþjónustu
Sovétríkjanna. Frægastur þeirra er
Kim Philby sem andaðist í ár í
Moskvu og var jarðsettur þar með
Erlendtídindi
Magnús Torfi Ólafsson
hernaöarlegri viðhöfn. Hann var
um skeið settur yfir gagnnjósnir
Breta gegn njósnastarfsemi Sovét-
manna.
Bók Peters Wright er öðru frem-
ur vitnisburður um það hvernig
stjórnleysi og fálm gripu um sig
innan MI5 í kjölfar njósnahneyksl-
anna. Menn voru valdir til starfa
eftir pólitískum mæhkvarða frekar
en hæfileikum svo MI5 fyhtist brátt
af hægri öfgamönnum. Þeir sáu
njósnara og svikara í hverju skoti
og tortryggðu hver annan.
Peter Wright var upphaflega
tæknimaður, ráðinn til MI5 frá
flotastjórninni, en áður en lauk
haíði hann komið því til leiöar að
margendurtekin rannsókn fór
fram á því hvort hans eigin yfir-
maður, sir Roger Hollis, væri ekki
í raun og veru sovéskur útsendari.
Rannsóknir að sir Rogers lífs og
liönum úrskurðuöu grunsemdir
Wrights tilhæfulausar en sjálfur
trúir hann þeim enn statt og stöð-
ugt.
Wright viðrar sinn málstað í að-
förinni að þessum látna yfirmanni
MI5 í Njósnaveiðara en þar að auki
ritar hann bókina til að ná sér niðri
á stofnuninni sjálfri. Við lausn frá
störfum voru Wright úrskurðuð
lægstu eftirlaun sem til greina
komu, til að mynda var starfsaldur
hans hjá flotamálaráðuneytinu
einskis metinn.
Wright settist að á Tasmaníu,
eyju sunnan við Ástrahu, hóf
hrossabúskap og tók að semja bók
til að rétta hag sinn. Frú Thatcher
sá fyrir aö þaö hefur tekist betur
en nokkurn gat órað fyrir. Athyglin
sem málastapp breska forsætisráð-
herrans vakti hefur gert Njósna-
veiðara að metsölubók og Peter
Wright aö milljónamæringi.
Það efni bókarinnar sem mesta
athygli vakti í Bretlandi, og Thatc-
her barðist á þriöja ár við að hindra
bresk blöð í að birta, er frásögn
Wrights af því hvernig hópur
manna innan bresku leyniþjón-
ustunnar tók sig saman um að
grafa undan forsætisráðherranum
Harold Wilson og stjórn hans.
Áriö 1963 lést foringi Verka-
mannaflokksins, Hugh Gaitskell,
af sjaldgæfum hitabeltissjúkdómi.
Me'ð hjálp James Jesus Angleton,
sem þá var yfir gagnnjósnadeild
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA, sannfærði Wright sig um aö
sovéska leyniþjónustan hefði ráðið
GaitskeU bana til að koma til for-
ustu í Verkamannaflokknum og i
forsæti í bresku stjórninni erind-
reka sínum, Harold Wilson.
Herferö hóps Wrights innan MI5
gegn Wilson náði hámarki tímabil-
ið um miöjan áttunda tug aldarinn-
ar þegar hann var í forsæti fyrir
minnihlutastjórn. Uppljóstrunum,
einatt lagfærðum eða tilbúnum,
var lekið í samvinnufúsa blaða-
menn. Nánum samstarfsmönnum
forsætisráðherrans var veitt eftir-
för dag og nótt.
í annarri heimild, bókinni The
Second Oldest Profession (Næst-
elsta atvinnugreinin) eftir Phihp
Knightly, segir af því að Wilson
hafði veður af því sem á gekk og
sendi sameiginlegan vin beggja
með bréf til bandaríska öldunga-
■deUdarmannsins Hubert Hump-
hrey með beiðni um að hann
grennslaðist eftir hvort CLA væri
að njósna um sig. George Bush, þá
yflrmaður CIA, svaraði neitandi,
og var á leið til London tfl að ræða
málið augliti til auglitis þegar Wil-
son baðst lausnar fyrir stjórn sína.
Wright grobbar í sinni bók af því
hve hann og samstarfsmenn hans
í MI5 fóru létt með að troða lögin
undir fótum í starfi sínu. „í fimm
ár brutumst við inn og hleruðum
um London þvera og endilanga í
ríkisins nafni meðan yfirlætislegu
embættismennirnir í Whitehall
með harðkúluhattana þóttust líta
undan,“ segir hann.
Í hverri póstmiðstöð var leyni-
þjónustumaður aö opna og hnýsast
í allan póst til ákveðinna einstakl-
inga. Símar voru hleraðir og hler-
unartækjum komið fyrir, brotist
inn í íbúðir og skrifstofur og skjöl
hirt.
Af Bretum urðu einkum fyrir
njósnum frammámenn í stjórn-
málahópum til vinstri og trúnaðar-
menn verkalýðsfélaga. Sérstaklega
var njósnamættinum beint gegn
verkalýðsfélögunum þegar verkföll
voru á döfinni eða stóðu yfir.
Wright segir sína menn hafa
komið fyrir hlerunartækjum í
sendiráðum Frakklands, Egypta-
lands, Indónesíu og Tékkóslóvakíu
í London og sovésku ræðismanns-
skrifstofunni.
Sérstaklega umfangsmiklu hler-
unarkerfi var komið fyrir í Lan-
caster House þar sem fram fóru
allar helstu viðræöur um sjálf-
stæðistöku breskra nýlendna.
Bresku samningamennirnir fylgd-
ust þannig jafnóðum með hvað við-
semjendur þeirra ráðslöguðu í sinn
hóp.
Eftir þessar uppljóstranir er von
aö Thatcher og Douglas Hurd, inn-
anríkisráöherra hennar, telji þörf
á að veita MI5 loksins lagagrund-
völl og skapa farveg fyrir kvartanir
einstaklinga yfir afskiptum leyni-
þjónustunnar.
En jafnframt er haldið áfram að
reyna að bæla niður vitneskju. Á
miðvikudag var að ósk bresku rík-
isstjórnarinnar lagt lögbann við
dreifingu á nýjasta hefti banda-
ríska tímaritsins Harpers og birt-
ingu í breskum ritum á grein í því
eftir breskan leyniþjónustumann
um starfsemi hans í löndum Aust-
ur-Evrópu upp úr miðri öldinni.