Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 15
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 15 Pólitísk tímamót Á þessu hausti hafa margföld póhtísk tíöindi duniö yflr. Hæst ber auðvitað myndun nýrrar ríkis- stjómar en ýmislegt annað hefur líka verið í bígerð sem boðar breyt- ingar og jafnvel byltíngar í tímans rás. Formenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks fallast í faðma og skiptast á pólitískum ástarsög- um. Ólafur Ragnar leiðir Alþýðu- bandalagið út úr eyðimörkinni og inn í ríkisstjóm. Sjálfstæðisflokk- urinn einangrast af því að hann þykir ekki samstarfshæfur. Albert er boðið til Parísar og Borgara- flokkurinn tapar flotholtinu. Skoð- anakannanir benda til þess að Kvennahstinn hafi náð fótfestu með yfir tuttugu prósent fylgi og Sjálfstæðisflokksins bíði að sama skapi þau örlög að sitja fastur í þrjátíu prósentum. Síðast en ekki síst er atvinnuhfið og þjóðfélagið allt á hverfanda hveh og fólk og fyrirtæki eru á skipu- lagslausum flótta undan lánar- drottnum og gjaldþrotum. Jafnvel gamlir máttarstólpar eiga fótum sínum fjör að launa. í kjölfarið á þessum atburðum fylgja svo yfirlýsingar foringjanna til vinstri um nýja breiðfylkingu og varanlega valdatöku í íslensk- um stjórnmálum. Heimatilbúin kreppa Hér verður ekki að sinni rætt um efnahagsvandann að neinu ráði. Stjórnmálamenn keppast um að kalla yfir þjóðina kreppu og forsæt- isráðherra lýsir yfir þjóðargjald- þrotí. Hvort tveggja er orðum aukið en um hitt verður ekki deilt aö erf- iðleikamir eru miklir og hvemig á- annað að vera þegar undirstöðuat- vinnuvegir þjóðarinnar eru komn- ir á vonarvöl í tiltölulega góðu ár- ferði? Kreppan er heimatilbúið vandamál, póhtískur efnahags- vandi sem fráfarandi ríkisstjórn tókst að framkalla á svö stuttum tíma að það afrek flokkast undir íslandsmet ef ekki heimsmet. Og kaha íslendingar þó ekki allt ömmu sína. Menn em að fárast yfir frjáls- hyggju og vaxtaokri. Þar er verið að hengja bakara fyrir smið. Vaxta- frelsið var af hinu góða enda hefur spamaður margfaldast í skjóli þess. Án sparnaðar og jákvæðra vaxta væri ástandið hálfu verra. Fastgengisstefnan var sömuleiðis af hinu góða og í rauninni var frá- farandi ríkisstjóm á réttri leið ef hún heföi ekki gleymt forsendu fastgengisins, það er að segja verð- bólgunni. Hana þurfti að festa hka. Það vom verðbólgan og verðbæ- turnar sem settu fjármagnskostn- aðinn úr skorðum. Ekki vaxtafrel- sið. Sjávarútvegurinn er kominn á vonarvöl vegna verðbólgunnar en ekki fastgengisstefnunnar. Fast gengi dugar hins vegar skammt ef krónan rýrnar sem nemur verð- bólgustiginu. Þessi einföldu mis- tök, þessar augljósu efnahagslegu staðreyndir voru dánarorsök frá- farandi ríkisstjómar og banamein útflutningsgreinanna. Þaö þarf enga hagfræðinga tíl að skilja þetta orsakasámband og allt kjaftæðið um vonda frjálshyggju og góða fé- lagshyggju er út í hött í þessu sam- bandi. Efnahagsstjómin brást, stjórnmálaforystan í landinu brást og við erum að súpa seyðið af þeim yfirsjónum. Viðskilnaðurinn Það er svo eftir öðru að stjórn- málamenn ahra flokka telja sig geta kennt hver öðrum um. Jón Baldvin sat í fjármálaráðuneytinu og Jón Sigurðsson í viðskiptaráðu- neytinu og höfðu báðir vit og að- stöðu til að sjá hvert stefndi. Stein- grímur segist hafa setið í fílabeins- turni utanríkisráðuneytisins og þvær hendur sínar en er jafnábyrg- ur og hinir. Sjálfstæðisflokkurinn sat makindalegur í ríkisstjórn og vissi að jörðin brann undir fótum hans. Þeir eiga allir sína sök. Sjálfstæðisflokkurinn fer verst út úr þessu skipbrotí enda með for- mann sinn í forsæti áður en flokkn- um var sparkað út úr ríkisstjórn. Og það verður aldrei aftur tekið að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið það afrek að særa sjálfan sig til ólífis með eigin seinheppni. Þjóðar- búið er í voveiflegu ástandi og þjóð- in sér kreppu í hverju horni. At- vinnureksturinn í landinu er dauð- ans matur eftir fastgengisstefnu í fjörtíu prósent verðbólgu. Stein- grímur og Jón Baldvin hafa svarist í fóstbræðralag eftir að Jón Baldvin hafði haft það fyrir hugsjón að ýta Framsóknarflokknum til hliðar. Þetta er 'viðskhnaðurinn eftir valdaferilinn undir stjóm sjálf- stæðismanna. Til að kóróna lánleysið var Al- þýðubandalagið reist úr rústum til að taka sæti Sjálfstæðisflokksins og nú er það talin höfuðnauðsyn allra annarra flokka að einangra Akri. Sverrir er farinn, Matthías á förum og Pálma er horfinn móður- inn. Og nú síðast Albert Guö- mundsson. Já, menn skildu ekki gera lítið úr Albert, manninum sem skapaöi sér stöðu í Sjálfstæðis- flokknum sem fulltrúi „htla mannsins“. Fjöldafylgi Alberts kom Sjálfstæðisflokknum til góða og það sást best hvaða hlutverki hann hafði gegnt í flokknum þegar Albert bauð sig fram i nafni Borg- araflokksins. Albert var aldrei við- urkenndur í innsta hring Sjálf- stæðisflokksins en hann var spor- göngumaður margra annarra sem juku breidd flokksins með því að höfða til hinna óbreyttu. Hvað er til ráða? Margur sjálfstæðismaðurinn hefur haldið í þá von að Albert ætti inn- göngu auðið í Sjálfstæðisflokkinn aftur. Nú er sú von fyrir bí ef og þegar hann heldur í sína pólitísku útlegð, þökk sé vinstristjóminni sem sér Sjálfstæðisflokkinn í sögu- legu samhengi og veit hvað það þýðir þegar Albert er á brott. Þá er Sjálfstæðisflokkurinn væng- stýfður gagnvart þeim kjósendum sem hafa gert Sjálfstæðisflokkinn aö fjöldaflokki. Eftir situr flokkur sem hefur þá ásýnd að vera flokkur fámennra hagsmunaðila, flokkur ungra og vel greiddra pólitíkusa sem and- stæðingarnar uppnefna „frjáls- hyggjugaura". Flokkur forréttind- anna. Það er ekki út í hött sem vinstra- liðiö telur nú vera lag að láta kné fylgja kviði og mynda breiðfylk- ingu vinstra megin við miðju sem tekur að sér hlutverk stærsta flokks þjóðarinnar. Tekur að sér hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Hvað er til ráða? Er hægt að end- urreisa Sjálfstæðisflokkinn? Sumir segja að til þess þurfi nýja forystu. Látum það hggja mhh hluta en það sem mestu veldur um harðlífið í Sjálfstæðisflokknum er náttúru- lega sá doði og dmngi sem yfir honum hvílir. Það skortir lífsneis- tann, eldmóðinn og frumkvæðið. Flokkurinn virkar eins og stofnun, flokkur í fjötrum. Hengdur upp á þráð í öllum málum. Kraftlaust gamalmenni. Stjórnmálabarátta flokksins gengur út á að vemdú góssið, gæta hagsmuna sinna, vera einhvers konar stöðumælavörður í kerfmu sem sektar þá sem vhja raska mynstrinu. Ef baráttumáhn og hugsjónirnar eru til á annað borð hverfa þær á bak við settlegar ræður sem engin nennir að hlusta á. Pólitísk tímamót Ef borgaralega sinnaðir kjósendur, fjöldinn á miðju stjómmálanna, ætlar að finna svar við hugmynd- um vinstrimanna um breiðfylking- una til vinstri verða menn aö gera það upp viö sig hvort ástæða sé til að púkka upp á Sjálfstæðisflokkinn ehegar hefja það verk að mynda hér aðra breiðfylkingu undir öðr- um og nýjum fána sem sameinar öfgalaust og víðsýnt fólk. Kostir þess að gera nýja tilraun með Sjálfstæðisflokkinn em þeir að flokkurinn hefur rætur og hefð- bundið fylgi th að byggja á. Hann á sér sögu sem er íslandssagan sjálf. En gallarnir eru þeir að flokk- urinn er fastur í fari sinnar eigin fortíðar og fordóma, bundinn í báða skó þeirra dragbíta sem hafa siglt honum í strand. Og það er hvorki víst né ömggt að þeir hópar kjós- enda, sem eha myndu verða frá- hverfir sameinaðri breiðfylkingu vinstra megin við miðju, kæmu th liðs við Sjálfstæðisflokkinn án nýrra formerkja. Eitt er víst. Flokkaskipanin á ís- landi er úrelt og hún er að riðlast. Það sýndi sig í Borgaraflokknum það sýnir sig í Kvennahstani'.m, það sýnir sig í þeirri póhtísku ást- arsögu sem nú fer fram fyrir opn- um tjöldum í faðmíögunum til vinstri. Það hlýtur að markast mjög á næstu misserum hver útkoman verður. Efnahagsmálin hafa þar áhrif, gengi núverandi ríkisstjórn- ar og þá um leið það lífsmark sem kann enn að leynast í Sjálfstæðis- flokknum. Það er hins vegar mikhl misskhningur og aumt hlutskiptí ef stjómmálaflokkur ætlar sér að nærast á óföram annarra. Þá er tjaldað th einnar nætur. Það er framtíðin sem skiptir máli, stjórn- málaþróunin næsta áratuginn. Nú eiga sér stað vatnaskh í pólitíkinni og ef þjóðin vih ganga th móts við frelsi og framfarir verður það því aðeins gert aö hún hafi kjark og vit th að takast á við þau þjóðfélag- söfl sem nú ætla að færa sér þrek- leysi Sjáifstæðisflokksins í nyt. Ellert B. Schram Sjálfstæðisflokkinn frá völdum og áhrifum. Það hefur að visu áður verið reynt en nú virðist það geta tekist vegna þess að flokkurinn hefur glatað trausti atvinnurek- enda, glatað fjöldafylginu, glatað þeirri ímynd að hann sé kjölfestan í þjóðfélaginu. Glæpurinn týndur Þetta eru stór orð og erfitt að kyngja þeim fyrir þá sem muna Sjálfstæöisflokkinn meðan hann var og hét. En nú er öldin önnur og á því eru skýringar. Lánleysi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki rið- ið við einteyming. Seinheppnin að undanförnu hefur átt sér langan aðdraganda. Flokkurinn hefur týnt glæpnum. Hann var lengstum í fylkingarbijósti í sjálfstæðisbarát- tunni. Sjálfstæðisflokkurinn var brjóstvöm íslendinga gegn komm- únisma og stéttarbaráttu. Hann var fulltrúi fólks og frjálsræðis úr öll- um stéttum og byggðarlögum. Sjálfstæðisflokkurinn naut ást- sælla foringja og var flokkur raun- sæis og réttlætís. Á þessu öllu byggðist stærð hans. En hvernig skyldi hugur at- vinnurekenda vera til flokksins nú? Hvers vegna ætti launamaður- inn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Hvar er frjálslyndið og frumkvæð- ið? Og hvar eru foringjarnir? í flokknum tókust á ólík viðhorf, það er rétt. En þessi ólíku viðhorf voru flokknum tíl góðs og sköpuðu honum breidd og vídd. Þar að auki áttu þessir hópar sér forystumenn sem héldu uppi merkinu. Fyrir ut- an Ólaf Thors og Bjarna Benedikts- son var til legíó af sterkum per- sónuleikum, allt frá Magnúsi dós- ent, Pétri Ottesen og Gunnari Thoroddsen. Allir höfðuðu þeir til ólíkra átta. Meðal síðustu móhíkananna eru menn eins og Matthías Bjarnason, Sverrir Hermannsson og Pálmi á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.