Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 24
24
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Popp
Jólaútgáfa Steina hf.:
Fortíðarfíkn og framsýni
Sykurmolarnir.
Sykurmolar:
Heimsyfirráð eða...
Hljómplötuútgáfan Steinar er lík-
lega sú afkastamesta á landinu og
sem dæmi má nefna aö fyrir síðustu
jól gaf fyrirtækið út hvorki fleiri né
færri en 13 titla. Forráðamenn Steina
tóku hins vegar þá ákvörðun í upp-
hafi árs að fara hægar í sakimar fyr-
ir þessi jól, vera með færri plötur og
veita hverri þeirra meiri tíma og at-
hygli. Að jólaútgáfunni hefur verið
unnið mjög markvisst allt þetta ár
og náin samvinna verið með fyrir-
tækinu og tónlistarmönnunum að
sögn Jónatans Garðarssonar. Út-
gáfan nú samanstendur af 6 plötum
sem tínast ein af annarri á markað
þessa dagana, nostalgíuverk sem
nýrækt.
Bítlavinir
Út er komin 12 laga plata Bítlavina-
félagsins þar sem nokkur af þekkt-
ustu lögum 7. áratugarins eru gædd
nýju lífi. Hugmynd að plötunni
kviknaði í kollum bítlavina fyrir
fáum misserum og síöastliöið vor var
gripurinn fullkomnaður.
Til að halda plötunni að þeim tíöar-
anda sem hún á að endurspegla, voru
upphaflegar útsetningar látnar halda
sér og platan að mestu leyti tekin upp
„læf‘. Andagift augnabliksins höfð í
heiðri og öllu nostri sleppt.
Eyjólfur Kristjánsson
Eyjólfur fer úr bítla-búningnum á
plötunni Dagar sem inniheldur fjöl-
breytta popptónlist. Dagar hafa verið
í smíðum í ár undir öruggri verk-
stjóm Eyjólfs og Eyþórs Gunnars-
sonar sem var upptökustjóri.
Eyjólfur samdi öll lögin nema eitt
sem er erlent, en Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson sá um alla texta utan eins
sem Sverrir Stormsker samdi.
Helgairpopp
Snorri Már Skúlason
Valgeir
Valgeir hinn kímileiti Guðjónsson
kemur við sögu á tveimur plötum
fyrir þessi jól. Önnur er fyrsta sóló-
plata kappans, Góðir íslendingar,
þar sem Björgvin Gíslason, Ásgeir
Óskarsson og Mi^e Sheppard leggja
gjörva hönd á plóg auk Valgeirs. Hin
ber heitið Sannar sögur og hefur að
geyma lög Valgeirs sem samin voru
fyrir leikhúsverkið Síldin kemur
sem var á fjölum Leikfélags Reykja-
víkur sl. vetur. Sú plata var fullídár-
uð í maí en lögin voru öll útsett upp
á nýtt frá því sem þau hljómuðu í
leikritinu. Valgeir syngur sjálfur
fjögur lög en leikarar leikfélagsins
sjá um söng í öðrum lögum plötunn-
Frostlög
Ungir tónlistarmenn, misjafnlega
reyndir, fá tækifæri á safnplötunni
Frostlög, sem inniheldur 12 lög 8
ólíkra hljómsveita. Centaur, Sú Ellen
og Greifamir eru nöfn sem óþarft er
að kynna. Það sama má segja um
Sáhna hans Jóns míns nema hvað
hún kemur fram í nýrri mynd á þess-
ari plötu.
Af upphaflegri liðskipan eru aðeins
Stefán HUmarsson og Guðmundur
Jónsson eftir en í hópinn hafa bæst
Magnús Stefánsson, fyrrum trymbill
Bjartmar Guðlaugsson.
Utangarðsmanna, og Birgir Braga-
son á bassa.
Af nýUðunum skal fyrsta telja sig-
ursveit síðustu músíktilrauna,
hljómsveitina Jó Jó frá Skagaströnd,
og Herramenn sem urðu í öðm sæti
í sömu keppni. Ný Dönsk er hressUeg
og leggur sitt af mörkum og það sama
má segja um Todmobile, forvitnilega
hljómsveit skipaða þremur fyrrver-
andi meðhmum Pax Vobis auk
Andreu Gylfadóttur sem sló í gegn
með Grafík.
Á frívaktinni
Kallast plata sem gerð er í tilefni
50 ára afmælis Sjómannadagsráðs og
það er afmælisbarnið sjálft sem átti
hugmyndina og sá um nauðsynlegan
undirbúning verksins. Gunnar Þórð-
arson á veg og vanda af útsetningum
en þau 9 sígUdu sjómannalög sem á
plötunni eru, eru flutt af nokkmm
þekktustu poppurum landsins.
Steinar sér um útgáfu verksins.
Auk þessa sjá Steinar um dreifingu
á plötum Bjartmars Guölaugssonar,
Sverris Stormskers, Magnúsar Ól-
afssonar og um dreifíngu á tvöfóldu
tónleikaalbúmi Harðar Torfasonar.
Umsjón: Snorri Már Skúlason
Hinn 13. nóvember sl. hófst síðasta
hljómleikalota Sykurmolanna á
þessu ári og spannar hún 4 vikur, 7
Evrópulönd og 20 borgir. Þegar töm-
inni lýkur með tónleikum í London
14. desember, hafa Molarnir túrað í
alls 182 daga á árinu eða nákvæmlega
í hálft ár.
Sykurmolarnir leggja sitt af mörk-
um í að útbreiða fagnaðarerindi ís-
lenskra rokksveita því á tónleikum
þeirra í Þýskalandi sá djöflabandið
HAM um að koma áheyrendum í
uppnám fyrir átökin við Molana.
Langi Seli og Skuggarnir áttu að hafa
sama starfa í Frakklandi og á Spáni
en þeir forfolluðust af óviðráðanleg-
um orsökum. í Hollandi mætir efni-
legasta hljómsveit landsins, Risaeðl-
an, svo Sykurmolunum og fylgir
þeim til loka ferðarinnar.
Nýtt ár - ný plata
Molarnir ná rétt að pústa yfir há-
tíðamar, en strax eftir áramót hefj-
ast upptökur nýrrar LP plötu sem
líklega kemur á markað að vori eða
hausti komanda. Hljómsveitin verð-
ur þó að gera hlé á upptökum um
miðjan janúar, því samningar hafa
tekist um að Molarnir ljúki 20 daga
friðar-festivali i Austur-Berlín þar
sem mýgrútur austur-evrópskra
hljómsveita stígur á svið en aðeins
ein úr vestri, Sykurmolarnir.
Á faraldsfæti
í febrúar halda Sykurmolamir í
sína þriðju ferð vestur um haf og í
þetta skipti verður heijað á 13 stór-
borgir Bandaríkjanna. Marsmánuði
eyðir hljómsveitin að öllum líkind-
um í A-Evrópu, en svo gæti þó farið
að Molamir þyrftu að fara enn aust-
ar eða alla leið til Japans, Nýja Sjá-
lands og Ástralíu, en mikill áhugi er
að kvikna á hljómsveitinni í þessum
löndum. Life is too good var til .að
mynda gefín út í Ástralíu í síðasta
mánuði og hefur þegar selst í 15 þús-
und eintökum sem þykir feykigott.
Smekkleysa
Á skrifstofu Smekkleysu, útgáfu-
fyrirtækis Sykurmolanna, ríkir stó-
isk ró þó jólavertíðin sé á næstu grös-
um.
Óvíst er að nokkur hljómplata
komi út undir merki fyrirtækisins
fyrir jól, en útgáfan verður þeim mun
líflegri í upphafi nýs árs.
Aðeins ein plötuútgáfa er þó ákveð-
in, 6 laga plata með Langa Sela og
Skuggunum, þar sem sungið verður
á engilsaxnesku enda stólað á útlend-
an markað. Bókaútgáfa Smekkleysu
er merkileg en hún samanstendur
af þremur verkum. Kráarljóðin er
ljóðabók þar sem 9 kraftmikil skáld
leggja í púkk, árangurinn er ... Einar
Melax er höfundur bókar sem inni-
heldur ljóð og smásögur, hún verður
bundin inn í bhkk og myndskreyt-
ingar eru tréristur. Þriðja og stærsta
verkið er skáldsagan Byggingin eftir
Jóhamar. Þar er á ferð vísindaskáld-
saga, ástarsaga, þjáningarsaga, ham-
ingjusaga, minningabók, dagbók,
klámsaga og prósaljóð. Skáldsaga
með söguþræði, bæði eðlilegum og
skrykkjóttum, en yfírhöfuð rökrétt-
um. Þetta er pönk-nýsúrrealismi og
blákalt raunsæi, eins og þeir Smekk-
leysumenn lýsa verkinu.
ar.
Eyjólfur Krístjánsson.
Frá ryksugurokki
að sunnudagsrúnti
Peir eru léttir á laugardögum,
skemmtilegir á sunnudögum og þykir fátt
eftirsóknaruerðara en að skemmta öðrum.
Ykkar menn á Stjörnunni um helgar eru
Jón Axel og Gulli Helga.
Tónlist, skoþ og fréttir
hafa tekið völdin á Stjörnunni.