Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Page 25
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 25 pv______________2___________Nýjar plötur Bítlavinafélagið - 12 íslensk bítlalög: Félagið býr til fomminjar , Tvenns konar sjónarmið hef ég heyrt vegna útgáfu Bítlavinafélags- ins á tólf þekktum íslenskum „bítla- lögum“. Annars vegar vanþóknun: gömlu, góðu lögin á að láta í friði og leyfa fólki að minnast þeirra eins og þau voru. Hins vegar ánægju: nú eru aftur farin að hljóma löngu gleymd dægurlög og með nútímalegum hljómi að auki. Ég hallast að síöar- nefnda sjónarmiðinu. Ég er líka sammála Bítlavinafélag- inu í því að hafa leyft gömlu útsetn- ingunum að halda sér að miklu leyti. Það er svipaö með gömlu bítlalögin og „fornminjamar" sem hafa verið reistar víða um land á undanförnum áram. Það er óþarfi að tjasla upp á gamla burðarbita og þil ef byggingar- lagið er látið halda sér eins og upp- haflega. Um lagavalið þarf ekki að hafa mörg orð. Rúnar heitinn Gunnars- son má heita í forgrunni. Gott eitt er um það að segja. Eg sakna kannski eins lags frá Ingimar Eydal, til dæm- is Vors í Vaglaskógi. Mörg önnur Hljómalög hefðu komið til greina. Efniviðurinn er reyndar svo mikill að Bítlavinafélagið gæti leikið sér að því að taka saman eina til tvær plöt- ur til viðbótar með góðu móti. Og þá er það bara ókosturinn. Söngurinn. Það verður að játast að þótt Bítlavinirnir séu ágætis raddar- ar er forsöngur ekki þeirra sterka hlið, nema Eyjólfs Kristjánssonar að sjálfsögðu. Hins vegar syngja þeir nú allir að þessu sinni. Þrír þeirra hefðu betur látiö það ógert. Jón Ólafsson sleppur þokkalega frá sínu því að hann reynir elýd við annað en það sem hann veit að hæfir rödd hans. Söngur Eyjólfs er þó ekkert til að hrópa húrra fyrir að þessu sinni. Þó stendur hann sig ágætlega í Vetrar- nótt og Það er svo undarlegt með unga menn. Skýringin á því hvers vegna söng- urinn er ekki nema í slöku meðallagi og tæplega það á nýjustu Bítlavinafé- lagsplötunni ku vera sú að hún hafi átt að hljóma jafnhrá og dægurlaga- plötur sjöunda áratugarins. Undir- leikurinn er hins vegar prýðilegur og ekkert hrátt við hann. Og í gamla daga urðu lög tæpast vinsæl hér frek- ar en nú ef þau voru viðvaningslega sungin. Því held ég að Bítlavinirnir hafi tekið alvarlega skakkan pól í hæðina þegar þeir ákváðu að syngja allir aðalrödd á plötunni því að plat- an á eftir að verða til um ókomin ár og ekki er víst að menn muni það þegar fram líða stundir að þaö átti bara að vera grín að bassaleikarinn, trommarinn og gitarleikarinn sungu sitt lagiö hver. -ÁT- Proclaimers - Sunshine on Leith: Frábært skoskt sveitapopp Á síðari árum hefur það orðið æ algengara að ungir tónlistarmenn sæki aftur til fortíðar í tónlistarsköp- un sinni. Má þar nefna endurkomu soul-poppsins í Bretlandi í upphafi þessa áratugar og bandarísku ný- bylgjuna á undanfornum árum sem sækir áhrif sín mjög til bandarískrar sveitatónlistar. í gegnum tíðina hafa margir breskir tónlistarmenn líka sótt áhrif til sinnar fortíðar, breskrar þjóðlaga- tónlistar, en minna hefur borið á þessum mönnum síðustu ár en gerði hér á árum áður. Þessi stefna er þó fjarri því aö vera útdauð eins og glögglega má heyra á plötu þeirra skosku Reid tvíbura- bræðra sem mynda dúettinn Proc- laimers. Þeim tekst á einkar skemmtilegan og áheyrilegan hátt að blanda saman nútímapopptónlist, án hljóðgervla vel að merkja, og skoskri sveitatón- hst. í sumum lögum má líka heyra sterk áhrif frá hefðbundinni banda- rískri sveitatónlist og undirstrika þau hversu stutt er í raun og veru milli breskrar og bandarískrar sveitatónlistar. Skyldleikinn er auð- vitaö mikill þar sem stór hluti banda- rísku þjóðarinnar er uppranninn á Bretlandseyjum. Sem fyrr sagði hefur þeim bræðr- um tekist einstaklega vel upp í þess- ari blöndu sinni og hér má segja að hvert lagið sé öðru betra. Margir kannast eflaust við eitt af lögum plöt- unnar, lagið I’m Gonna Be (500 Miles) sem er vinsælasta lagið á íslandi í dag. Þetta lag er langt frá því að vera eitt sinnar tegundar á plötunni, mörg eru betri fyrir minn smekk. Það sem fyrst og fremst einkennir tónlist þeirra bræðra er frábær söng- ur þeirra og útsetningar. Textar era líka bráðskemmtilegir og þótt þeir fjalli nær eingöngu um jafnalgengt textafyrirbæri og ástina er það gert án allrar væmni og stutt í glottið á bak við allt saman. Og það má segja um plötuna í heild að það er augljóst að þessir drengir hafa virkilega gaman af því sem þeir eru að gera og engin spurning að þeim tekst að koma gleðskapnum til skila til þeirra sem hlýða á þessa plötu. -SþS- Herdís Hallvarðsdóttir - Gullfískar Rós Gullfiskar er fyrsta plata Herdísar Hallvarðsdóttur sem kemur út undir hennar nafni. Herdís er samt enginn nýgræðingur á tónlistarsviðinu. Hún var í Grýlunum á sínum tíma og þaðan lá leiðin í Hálft í hvoru og er Gullfiskar í raun beint framhald af veru hennar þar tónlistarlega séð. Hún hefur einnig verið í nánu sam- starfi við eiginmann sinn Gísla Helgason á undanfornum árum og er hann hennar helsti aðstoðarmað- ur ásamt Sigurði Rúnari Jónssyni á Gullfiskum. Lögin á Gullfiskum eru tólf talsins og öll eftir Herdísi. Hún er ágætur lagahöfundur. Lög hennar eru gríp- andi og auðlærð. Það vantar að vísu einhvem brodd í þau til að gera þau spennandi og líður platan dálítið fyr- ir það. Textarnir skipta Herdísi greinilega miklu máli og eru hennar textar per- sónulegir. Skýringar með tilurð laga er að finna á plötuumslagi og einnig á textum hennar. Iðunn Steinsdóttir á þrjú ljóð við lög Herdísar og Inga Rún Pálmadóttir eitt og eru þeir text- ar í anda ritsmíöa Herdísar. Góðir textar og falleg lög ásamt smekklegum útsetningum skapa því heild sem virkilega ljúft er að hlusta á og er Gullfiskar plata sem er vel heppnuð og kemst boðskapur hennar vel til skila í einfóldum lögunum. Herdís er prýðileg söngkona og rödd hennar hentar lögum hennar vel. Rödd hennar er samt misjafnlega í hnappagat góð. Tvö laganna, Ég heyrði í dag og Dagrenning, eru sungin af Eyjólfi Kristjánssyni og fer hann vel með þau eins og hans er von og vísa. Ekkert eitt lag sker sig úr, heldur myndar platan heild sem allir er unna ljúfri tónlist ættu að hafa gam- an af og er Gullfiskar rós í hnappa- gat Herdísar. -HK Herdís Hallvarðsdóttir. lAiviqAR þiq í bíl ? VÍlTUSEljA bíl? Nauðungaruppboð Eftir kröfu Tollstjórans I Reykjavík, skiptaréttar Reykjavíkur, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Eimskipafélags Islands hf., ýmissa lögmanna, banka og stofn- ana for fram opinbert uppboð í uppboðssal Tollstjóra í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin), laugardaginn 3. desember 1988 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða ýmsar ótollaðar og upptækar vörur og bifreiðar, fjárnumdir og lögteknir munir, ýmsir munir úr dánar- og þrotabúum. Eftir kröfu Tollstjóra: VW árg. 1972, Alfa Romeo 1987, M. Benz 1972, Ford Tempo 1984, Volvo 1967, M. Benz 1985, Opel Rekord 1985, varahlutir i traktora og bifreiðar, húsgögn, verkfæri, alls konar rafmagnsvörur, varahlutir, matvara, vefnaðarvara, fatnaður, lampar, postulín, skófatnaður, gólfdúkur, hreinlætis- tæki, element, plastpokar, varahlutir í flugvélar, leikföng, leirmunir, raf- magnsorgel, plötuspilarar, hátalarar, magnarar, hreinlætisvörur, myndavélar, sjónaukar, filmur, myndbönd og margt fleira, ennfremur upptækar vörur svo sem: myndbönd, geislaspilarar, hljómflutningstæki, útvarpstæki og margt fleira. Eftir kröfu skiptaréttar: Munir úr dánar- og þrotabúum svo sem alls konar skrifstofubúnaður, alls- konar heimilisbúnaður og áhöld, hjólbarðar á vinnuvélar, simstöð og tæki, Ijósritunarvél, spennar, sagarblöð, rennibekkir, hjólsagir, þykktarhefill, band- sagir, fræsari, alls konar hillur og rekkar, bókhaldsvél, alls konar ritföng, gjafakort, skólatöskur, jólavörur, saumavél, rafkn. blásari, alls konar mat- vara, ca 300 bindi bækur og tímarit, alls konar leirtau og eidhúsáhöid, ýmsir smámunir, sjónvörp, málverk, veggmyndir, isskápur, verkfæri, huta- bréf í Þórshöll hf. að nafnverði kr. 166,66 og bækur, Heill í Höfn, 930 stk., og Töfrastafurinn, 1350 stk., og margt fleira. Eftir kröfu Eimskips hf.: Fiskikassar, skófatnaður, prófilar, varahlutir, spónaplötur, styttur. Lögteknir og fjárnumdir munir og áhöld svo sem sjónvarpstæki, mynd- bönd, hljómflutningstæki, isskápar, frystikistur, saumavélar, alls konar hús- búnaður, fatnaður, þvottavélar, Ijósritunarvél, frímerki, alls konar húsgögn, sólarlampar og margt fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs- haldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gaetu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 o ER SMÁAUGLÝSINGABLADD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.