Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988. 65 A&næli Sæmundur Sæmundsson Sæmundur Sæmundsson verslun- armaður, Kleppsvegi 30, er áttræður í dag. Hann er fæddur að Lækjar- botnum í Landsveit og er yngstur af átta syskinum. Hálfsárs gamall missti hann fóður sinn og nokkru seinna brá móðir hans búi og flyst með hann til Reykjavíkur en hinum syskinunum var komið í fóstur austan íjalls. Á unglingsárunum fylgdi Sæmundur móður sinni við ýmis störf, m.a. á síld til Siglufjarðar og viö umönnun sj úkra í spænsku veikinni. Um tvítugt hóf hann versl- unarstörf í Liverpool og Aðalbúð- inni og síðar í Kiddabúð í Garða- stræti þar sem hann starfaði í hálfan annan áratug þangað til hann stofn- aði verslunina Lögberg. Síðustu tuttugu árin hefur Sæmundur starf- að í Járnsteypunni hf. í Ánanaust- um við skrifstofustörf og starfar þar enníhlutastarfl. Sæmundur kvæntist 9. nóvember 1930 Helgu Fjólu Pálsdóttur, f. 11. nóvember 1909, og voru foreldrar hennar þau Páll Friðriksson, verka- maður í Reykjavík (Bergsætt), og kona hans, Margrét Árnadóttir, hreppstjóra á Meiðastöðum í Garði, Þorvaldssonar. Börn Sæmundar og Helgu Fjólu eru Sigríður Theódóra, húsfreyja í Skarði á Landi, gift Guðna Kristinssyni, hreppstjóra í Skarði, og eiga þau tvö börn; Mar- grét hjúkrunarforstjóri gift Jóni Marvin Guðmundssyni, kennara í Reykjavík, frá Karlsá við Dalvík og eiga þau þrjá syni. Þeir eru: Sæ- mundur, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur frá Siglufiröi og eiga þau íjögur börn. Barnabörnin eru orðin sjö. Foreldrar Sæmundar voru Sæ- mundur Sæmundsson, bóndi á Lækjarbotnum á Landi, og kona hans, Sigríður Theódóra Pálsdóttir. Systir Sæmundar er Jóhanna Vig- dís, móðir Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara, móðir Ólafs Arnarsonar blaðamanns. Systir Sæmundar, b. á Lækjarbotnum, var Katrín, húsfreyja í Austvaðsholti, móðir Sæmundar, fulltrúa banka- stjórnar Búnaðarbankans, föður Signýjar ópersöngkonu. Önnur systir Sæmundar var Guðrún, hús- freyja í Króktúni á Landi, móöir Guðlaugs, gestgjafa í Tryggvaskála, íoður Guðnýjar hótelstýru, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Þriðja systir Sæmundar var Elín, húsfreyja á Fróðholtshól, móðir Katrínar Pálsdóttur, borgar- fulltrúa í Reykjavík, móður Kára, rafveitustjóra í Keflavík, Þórðar- sonar, fóður Elínar, ritstjóra Gest- gjafans í Hafnarfirði. Fjórða systir Sæmundar var Guðrún, húsfreyja í Reykjavík, móðir Sæmundar Guðna Runólfssonar, innheimtumanns í Reykjavík, fóður Runólfs, forstjóra í Blossa, fóður Halldórs Björns list- fræðings. Bróðir Sæmundar var Guðbrandur, b. í Ölversholti, faöir Elínar, húsfreyju í Næfurholti á Rangárvöllum, móöur Guðrúnar Laufeyjar Ófeigsdóttur, húsfreyju í Hólum á Rangárvöllum, móður Sverris Haraldssonar, b. og lista- manns í Selsundi á Rangárvöllum. Önnur dóttir Guðbrands í Ölvers- holti var Rósa, húsfreyja í Reykja- vík, móðir Hauks Morthens söngv- ara og móðir Kristins Morthens list- málara föður Bubba Morthens söngvara. Foreldrar Sæmundar, b. á Lækjarbotnum voru Sæmundur, hreppstjóri á Lækjarbotnum, Guð- brandsson og kona hans, Katrín Brynjólfsdóttir ljósmóðir - Lækjar- botnaætt. Bróðir Sæmundar hrepp- stjóra var Guöbrandur, langafi Guð- mundar Daníelssonar rithöfúndar. Sigríður Theódóra er dóttir Páls, hreppstjóra á Selalæk á Rangárvöll- um, Guðmundssonar, hreppstjóra á Keldum, Brynjólfssonar sem Keldnaættin er kennd við. Guð- mundur var sonur Brynjólfs, b. á Sæmundur Sæmundsson Vestari-Kirkjubæ, Stefánssonar, b. á Árbæ, Bjarnasonar, b. á Víkings- læk, Halldórssonar, ættfóður Vík- ingslækjarættarinnar. Kona Páls á Selalæk var Þuríður Þorgilsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum, Jónssonar, bróður Guörúnar, ömmu Eyjólfs Guðmundssonar, „landshöfðingja" í Hvammi á Landi, afa Eyjólfs Ágústssonar, b. í Hvammi. Sæ- mundur tekur á móti gestum að Síðumúla 35, félagsheimili tann- lækna, milli kl. 5 og 8 í dag. Emelía Sigfúsdóttir Emelía Sigfúsdóttir, Kirkjuvegi 41 Vestmannaeyjum, er níræð í dag. Emelía fæddist á Uppsölum, Fremri-Torfustaðahreppi, V-Húna- vatnssýslu, og ólst þar upp. Hún flutti að Gafli í Víðidal 1928-1943 og var ráðskona á Skinnastööum og Gauksmýri 1943-1952. Emelía bjó á Sauðárkróki 1952-1957 og flutti þá til Vestmannaeyja og hefur búið þar síðan. Hún giftist Sigurði Magnús- syni, f. 13. júní 1888, d. 1962, b. á Gafli. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson, b. á Kjartansstöðum í Skagafirði, og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir. Böm Emelíu og Sig- urðar eru Ingvar, f. 31. desember 1924, verslunarmaöur á Selfossi, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, börn þeirra eru fimm, Sverrir, f. 22. janúar 1926, múrari á Dalvík, kvæntur Ernu Hallgrímsdóttur, börn þeirra eru þrettán, Magnús, f. 25. mars 1928, bifreiðarstjóri í Þor- lákshöfn, kvæntur Önnu Jóhanns- dóttur, börn þeirra eru fjögur, Elísa- bet, f. 13. maí 1933, gift Ásmundi. Pálssyni, verkstjóri í Vestmanna- eyjum, Karl Bergdal, f. 12. mars 1935, verktaki í Rvík, kvæntur Elínu Þorbjörnsdóttur, og Lovísa, f. 2. nóv- ember 1942, gift Guðgeiri Matthias- syni. Systkini Emelíu voru Jenný, Jón, b. í Litla-Hvammi í Fremri- Torfustaðahreppi, Margrét, Lóa, Ásta og Karl sem lést tólf ára. Foreldrar Emelíu voru Sigfús Bergmann Guðmundsson, b. á Upp- sölum í Fremri-Torfustaðahreppi, og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir frá Hildisvík. Sigfús var sonur Guð- mundar, b. í Gafli í Víðidal, Jóns- sonar, og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, b. og smiðs á Síðu, Guðmundssonar. Móðir Guð- rúnar var Guðrún Sigfúsdóttir, Bergmann, Sigfússonar, b. á Þor- kelshóli í Víöidal, ættfóður Berg- mannættarinnar frá Þorkelshóli. Emelía er heima í dag. Ingibjörg Asthildur Michelsen Ingibjörg Ásthildur Michelsen, Túngötu 15, Tálknafiröi, verður fimmtug á morgun. Ásthildur er fædd í Rvík og ólst þar upp. Hún fluttist til Tálknafjarðar ásamt manni sínum, Lúðvík Thorberg Helgasyni. Þau hjón stofnsettu snemma á þessu ári verslun í Tálknafirði og gáfu henni nafnið Tían og sér Ásthildur að mestu leyti ein um rekstur hennar. Böm Ást- hildar og Lúðvíks eru Guðný Berg- dís, f. 9. september 1956, Birgir Freyr, f. 19. júlí 1957, Björn Fjalar, f. 6. mars 1965, og Frank Snær, f. 10. júní 1966. Foreldrar Ingibjargar eru Frank Michelsen, úrsmíðameistari í Rvík, og kona hans, Guðný Jóns- dóttir. Frank er sonur Jörgens Franks Michelsens, úrsmiðameist- ara og kaupmanns á Sauðárkróki, Jenssonar Michelsens, múrara- meistara í Horsens í Danmörku. Móðir Franks var Guðrún Pálsdótt- ur, b. á Draflastöðum í Eyjafirði, Ólafssonar og konu hans, Kristínar Gunnlaugsdóttur, b. á Þormóðsstöð- um í Eyjafirði, Sigurðssonar. Ingibjörg Ásthildur Michelsen. Til hamingju með morgundaginn 85 ára Steinunn Jónsdóttir, Dalabraut 4, Hafnarhreppi, Aust- ur-Skaftafellssýslu. 80 ára Pétur G. Jónasson, Drápuhlíð 23, Reykjavík. Magnús Jónsson, Reykjavíkurvegi 4B, Hafnarfirði. Ingólfur Björnsson, Vatnsdalsgerði, Vopnafjaröar- hreppi, Norður-Múlasýslu. 75 ára Kjartan Jóhannesson, Sandholti 19. 70 ára Magnús Jónsson, Tunguvegi 84, Reykjavík. Sigurður Guðjónsson, Melhaga 10, Reykjavík. Ásta Þórðardóttir, Brimhólabraut 15, Vestmannaeyj- um. 60 ára Christhild Friðriksdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík. Stefán Hallgrímsson, Háabergi 10, Reykjavík. Hann tek- ur á móti gestum á heimili sinu milli kl. 17 og 19. Sigurjón Jónsson, Vatnsendabletti 18, Kópavogi. 50 ára Gunnar Svavarsson, Heiðargerði 27, Keflavík. Edda Júlía Þrálnsdóttir, Flatahrauni 16 B, Hafnarfirði. Ásta Þórey Hannesdóttir, Aðalgötu 15, Árskógsstrandar- hreppi, Eyjafjarðarsýslu. Helga Enoksdóttir, Heiðarhrauni 20, Grindavik. Margrét Ólafía Óskarsdóttir, Lyngheiði 8, Selfossi. Jóhanna Steinþórsdóttir, Heiði, Gnúpverjahreppi. Baldvin Erlendsson, Leirubakka 30, Reykjavík. Ingi Hilmar Ingimundarson, Bakkaflöt 11, Garðabæ. 40 ára__________________________ Júlíus Jónsson, Jöklaseli 3, Reykjavík. Sævar Örn Kristjánsson, Helluhrauni 11, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu. Þóra Haraldsdóttir, Faxaskjóli 10, Reykjavík. Árni Magnússon, Jörvabyggð 9, Akureyri. Jóhanna G. Kjartansdóttir Álfaskeiði 100, Hafnarfirði. Nancy Barry, Flókagötu 16, Reykjavík. Alexander Vilmarsson, Heiðargarði 2, Keflavík. Kristjana Sigmundsdóttir, Ártúni 13, Selfossi. Guðlaugur Þórðarson, Reynigrund 20, Akranesi. Besta tónlistin er á Stjömunni Bjarni Haukur, Gyða, Gulli Helga, Þorgeir, Siggi Hlöðvers, Jón Axel og Helgi Rúnar leika skemmtilegustu, þœgilegustu, líflegustu, Ijúfustu, viðkunnanlegustu . . . já, bestu tónlistina sem heyrist í útvarpinu. Tónlist, skop og fréttir hafa tekið völdin á Stjörnunni. IO o FIVI 102,2 A104 . ennþá betri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.