Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1988, Side 50
66
LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 1988.
Andlát
Hafsteinn Baldvinsson, hæstaréttar-
lögmaður, Fjölnisvegi 16, Reykjavík,
lést að kvöldi miðvikudagsins 23.
nóvember.
Þórarinn Hjartarson, Hjallaseli 41,
andaðist í Landakotsspítala mið-
vikudaginn 23. nóvember.
Sörli Ágústsson frá Kjós andaðist á
Hrafnistu fimmtudaginn 23. nóvemb-
er.
Sigríður María Kristjánsdóttir frá
Mjóeyri, Eskifirði, andaðist í sjúkra-
húsi Neskaupstaðar 24. nóvember.
Sigurbjörg Jónsdóttir frá Hoffelli
andaðist þann 23. nóvember sl. að
Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjól-
vangi á Höfn.
Baldvin Nordal, Bólstaðarhlíð 44, er
látinn.
Tilkyimingar
Baháí’ar
verða með kynningu að Háteigsvegi 7.
gengið inn úr Einholti. öll mánudags-
kvöld kl. 20.30. Kaffiveitingar og mvnda-
sýningar.
Féiag eidri borgara
Opið hús í Tónabæ í dag frá kl. 13.30.
Félagar frá Selfossi koma kl. 17.30.
Skemmtiatriði og dans. Veitingar verða
til sölu á staðnum. Ath: danskennslán
fellur niður í dag. Opið hús á morgun í
Goöheimum, Sigtúni 3. Kl. 24 frjálst spil
og tafl. Kl. 20 dansað. Opið hús í Tónabæ
á mánudag frá kl. 13.30. Kl. 14 félagsvist.
Jass í Heita pottinum
Jasshljómsveitin „Hitáveitan" lætur
krauma í „Heita pottinum" (Duus-húsi)
sunnudagskvöldið 27. nóv. kl. 22-1.
Hljómsveitina skipa 7 hljóðfæraleikarar:
Ásvaldur Traustason, Bjarni Svein-
björnsson, Eiríkur Pálsson, Kristinn
Svavarsson. Pétur Grétarsspn, Sigurður
Long og Vilhjálmur Guöjónsson. A efnis-
skránni er eingöngu frumsamin tónlist
eftir „starfsmenn Hitaveitunnar".
Stúdentafélag Reykjavíkur
^heldur árlegan fullveldisfagnað sinn
laugardaginn 26. nóvember í Átthagasal
Hótel Sögu. Að þessu sinni verður haldið
upp á 70 ára afmæli fullveldisins og verð-
ur sérstaklega vandað til dagskrár. Panta
má miða og borð í síma 673355.
Bókauppboð í
Templarahöllinni
Bókavarðan efnir nk. sunnudag 27. nóv.
tU bókauppboðs í Templarahöllinni og
hefst þaö kl. 15 stundvíslega. Boðnar
verða upp margvíslegar bækur og safnrit
úr flestum flokkum fræða og fagurfræða.
Einna mesta athygli í uppboðsskránni
vekur mikiU fjöldi af hinum fágætu bækl-
ingum sem Jóhannes Kjarval gaf út og
sendi vinum sínum. Auk þess verða seld
mörg smárit um hin íjölbreyttustu efni:
ádeilurit aUs kyns, atvinnumálefni, rit
eftir íslenska presta, sagnfræði, stjórn-
mál o.m.fl. Alls verða seld um 200 númer
á bókauppboðinu og verða gripirnir til
sýnis nk. laugardag í verslun Bókavörð-
unnar að Vatnsstíg 4 frá kl. 14-18.
Grensássókn
tuttugu og fimm ára
Um þessar mundir eru liðin 25 ár frá
stofnun Grensássóknar. Þessara tíma-
móta vill sóknin minnast nk. sunnudag,
27. nóv„ fyrsta sunnudag í aöventu, með
ýmsum hætti. Afmælishátíðin hefst með
barnasamkomu ki. 11 f.h. Þar mun barna-
kór Hvassaleitisskóla syngja undir stjórn
Ástu Valdimarsdóttur. Brúðan Binni
kemur í heimsókn og að vanda verða
afmælisbörn vikunnar heiðruö og mikið
sungið. Kl. 14 hefst guðþjónusta með alt-
arisgöngu. Þar mun Guðmundur Gísla-
son syngja einsöng og kór kirkjunnar
flytja kór/erk undir stjórn organistans,
Árna Arinbjarnarsonar, en hann mun
einnig leika á hið nýja orgel kirkjunnar
í tuttugu mínútur áður en guösþjónusta
hefst. Mun svo einnig verða fyrir kom-
andi aðventumessur. Sóknarpresturinn,
sr. Halldór S. Gröndal, prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt safnaðarpresti, sr.
Gylfa Jónssyni. Að messu lokinni verður
kirkjugestum boðið að þiggja veitingar
og sjá þær endurbætur sem gerðar hafa
verið á starfsaðstöðu í kirkjunni í tilefni
þessara tímamóta. Þá mun barnakór
Hvassaleitisskóla gleðja kirkjugesti með
söng sínum. Á sunnudagskvöldiö verður
aðventusamkoma í kirkjunni kl. 20.30.
Leikbrúðuland
Næstsíðasta sýning á Mjallhvíti á sunnu-
dag kl. 15 að Fríkirkjuvegi 11.
Borgfirðingafélagið
Spiluð verður félagsvist sunnudaginn 27.
nóvember í Sóknarsalnum, SkiphQlti 50a.
Bytjað verður að spila kl. 14.
Basarar
Kökubasar Framkvenna
verður haldinn sunnudaginn 27. nóvemb-
er kl. 14.00 í Framheimilinu við Safamýri.
Stjórnin
Kökubasar
Samtök dagmæðra í Kópavogi lialda
kökubasar sunnudaginn 27. nóvember
kl. 15 í félagsheimili Kópavogs. 2. hæð.
til stvrktar leikfangasafni dagmæðra sem
opnað verður bráðlega.
Jólabasar í Gerðubergi
Sunnudaginn 27. nóvember verða eldri
borgarar í Gerðubergi með sölu á handa-
vinnu kl. 13.30-17, t.d. er þar mikið af
fallegum jóladúkum, prjónuðum dúkum,
lúffum. vettlingum, soitkum, jólasvunt-
um o.fl. Einnig verður sýnikennsla á að-
ventuskreytinpm og efni selt til skreyt-
inga. Kafflterían verður opin. Strætis-
vagnar nr. 12 og 13 stansa fvrir framan
húsið.
Samtök gegn
astma og ofnæmi
halda kökubasar í Blómavali við Sigtún
sunnudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Kök-
um verður veitt móttaka laugardaginn
26. nóvember í Suðurgötu 10 milli kl. 13
og 17. Upplýsingar eru veittar í síma
72495. Ágóða sl. ára af kökubasarnum
hefur verið varið tll tækjakaupa á Barna-
spítala Hringsins og lungnadeild Vífils-
staðaspítala. Verður ágóöanum af köku-
basarnum varið til kaupa á tækjum.
KR-ingar og velunnarar
Kökubasar verður i félagsheimilinu við
Frostaskjól sunnudaginn 27. nóvember
kl. 14.
Kvikmyndir
Anna Pavlova í MÍR
Nk. sunnudag, 27. nóvember kl. 16, verð-
ur sovéska kvíkmyndin „Anna Pavlova"
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er
fárra ára gömul mynd og fj.allar, eins og
nafnið bendir til, um ævi og starf hinnar
heimsfrægu rússnesku dansmeyjar.
Myndin er með skýringum á ensku. Aö-
gangur er ókeypis og öllum heimill.
fþróttir
Bikarmót Fimleika-
sambands íslands
verður haldið sunnudaginn 27. nóvember
nk. í Laugardalshöllinni og hefst kl. 12 á
hádegi. Keppt verður í öðru, þriðja og
fjórða stigi íslenska flmleikastigans sem
er B, C og D keppni og í A-stigi í ftjálsum
æflngum. Mótshaldari verður fimleika-
deild Stjörnunnar.
Fyrirlestrar
Nýjarrannsóknirá
erfðafræði mannsins
Næstkomandi mánudagskvöld heldur dr.
Jórunn Erla Eyfjörð erföafræöingur fyr-
irlestur um nýjar aðferðir og rannsóknir
í mannerfðafræði en Jórunn starfar á
nýrri rannsóknastofu Krabbameinsfé-
lags íslands í sameinda- og frumlíffræði.
Fyrirlesturinn verður 28. nóv. í stofu 101
í Odda og hefst kl. 20.30.
Fundir
Ættfræðifélagið
Fundur verður haldin í ættfræðifélaginu
nk. miðvikudag, 30. nóv., kl. 20.30 að
Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Á dagskrá
verður erindi dr. Alfreös Árnasonar um
ættir og sjúkdóma. Að loknu kafflhléi
verður opin dagskrá.
Fræðslufundur í
Breiðholtsskóla
Að hafa stjórn á börnum með aga hefur
orðið að feimnismáli nú á dögum, líklega
vegna þess að foreldrar og kennarar eiga
þar viö vandamál að stríða. Foreldrafélag
Breiðholtsskóla vill stuöla að fræðslu og
umræðu um þetta mikilvæga málefni
fjTir foreldra, kennara og aðra uppalend-
ur og boðar þess vegna til fræðslufundar
sem nefnist: Agi og ábyrgð: Hvernig
geta foreldrar agað börn sín? Fyrirles-
ari verður Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræð-
ingur sem starfar hjá Bama- og unglinga-
deild Landspítalans. Fræðslufundurinn
er öllum opin og verður í Breiðholts-
skóla, mánudagskvöldið 28. nóv. kl. 20.30.
Eftir 45-60 mínútna framsögu verður
kaffihlé og síðan fyrirspurnir og almenn-
ar umræður.
Fræðslufundur
Blóðgjafafélags íslands
Mánudaginn 28. nóvember kl. 21 verður
haldin fræðslufundur í húsakynnum
Rauða kross islands, Rauðarárstíg 18,
Reykjavík. Dagskrá: 1. Blóðbankinn 35
ára, þrjú stutt yfirlitserindi um erfða-
rannsóknir: dr. Ólafur Jensson: Blóð-
flokkar og erfðasjúkdómar, dr. Alfreö
Árnason: vefjaflokkar og sjúkdómar, dr.
Ástríður Pálsdóttir: Sameindaerfðafræði
og sjúkdómsgreining. 2. kafflveitingar.
3. Hólmfríður Gísladóttir segir frá ráð-
stefnu um blóögjafir sem haldin var í
Búdapest i sept. sl. 4. Önnur mál. Fundur-
inn er öllum opinn.
Hjallaprestakall
Aðventusamkoma í messuheimili Hjalla-
sóknar sunnudaginn 27. nóv. kl. 17. Hilm-
ar Björgvinsson, formaður sóknarnefnd-
ar, flytur ávarp. Sólveig Einarsdóttir
leikur á orgel, Félagar úr skólahljóm-
sveit Kópavogs leika. Sönghópur Digra-
nesskóla flytur ..Konungur lagður í jötu".
Einnig verður almennur söngur og Halla
Margrét Árnadóttir syngur einsöng.
Kaffisala Kvenfélags
Bústaðasóknar
verður nk. sunnudag aö lokinni messu.
Guðni Þ. Guðmundsson organisti kemur
með gesti öllum til ánægju. Tekiö á móti
kökum eftir kl. 10 á sunnudagsmorgun i
safnaðarheimilinu.
Aðventukvöld Kópavogskirkju
Digranessöfnuður efnir til aðventusam-
komu í Kópavogskirkju sunnudags-
kvöldið 27. nóvember kl. 20.30. Vandað
er til dagskrár. Fyrsta aöventuljósið
verður tendrað og Sören Jónsson, for-
maður sóknarnefndar, flytur ávarp.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Kjart-
ans Sigurjónssonar. Kristján Guðmunds-
son bæjarstjóri flytur ræðu, Guðný Guð-
mundsdóttir konsertmeistari og Gunnar
Kvaran sellóleikari leika saman á fiölu
og selló og Matthías Johannessen skáld
flytur eigin Ijóö. Kristinn Sigmundsson
óperusöngvari syngur einsöng við undir-
leik Jónasar Ingimundarsonar píanóleik-
ara. Endað verður á helgistund meö al-
mennum söng.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudag 27.
nóvember1988.
Árbæjarkirkja. Barnasamkoma í Folda-
skóla í Grafarvogshverfi laugardag kl.11
árdegis. Sunnudagur: Kirkjudagur Ár-
bæjarsafnaðar í Arbæjarkirkju. Barna-
samkoma kl. 10.30 árdegis. Foreldrar
boðnir velkomnir meö börnum sínum.
Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna kl.
14. Organleikari Jón Mýrdal. Biskupinn
yfir íslandi, hr. Pétur Sigurgeirsson, pré-
dikar. Viktor Guðlaugsson, skólastjóri
Árbæjarskóla, syngur einsöng við undir-
leik Áslaugar Bergsteinsdóttur. Vænst1
þátttöku væntanlegra fermingarbarna og
foreldra þeirra. Kaffisala kvenfélags
safnaðarins og skyndihappdrætti í safn-
aðarheimili kirkjunnar eftir messu.
Æskulýðsfélagsfundur kl. 20.30. Þriðju-
dagur: Fyrirbænastund í Árbæjarkirkju
kl. 18. Miövikudagur: Samvera eldra
fólks í safnaðarheimili kirkjunnar kl.
13.30. Aðalfundur bræðrafélags Árbæjar-
safnaðar í Árbæjarkirkju miövikudags-
kvöld kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Aðventukvöld kl.
20.30. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
flytur ræðu. Kristinn Sigmundsson syng-
ur einsöng. Blásarasveit Tónlistarskól-
ans í Reykjavík leikur. Almennur söng-
ur. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson.
Breiðhol t skirkj a. Barnaguösþj ónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig-
ríður Jónsdóttir. Þriðjudagur: Bæna-
guðsþjónusta kl. 18.15. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja. Kirkjudagur Bústaða-
kirkju. Barnasamkoma kl. 11. Guðrún
Ebba Ólafsdóttir. Hátíðarþjónusta kl. 14.
Tvísöngur: Ingveldur Ólafsdóttir og Ein-
ar Örn Einarsson. Organisti Guöni Þ.
Guðmundsson. Hátíðarkaffi kvenfélags-
ins eftir messu. Aðventusamkoma kl.
20.30. Ávarp flytur Árni Kristjánsson.
Ræðumaður: Sr. Eric H. Sigmar. Ein-
söngvarar og kór flytja flölbreytta tón-
list. Miðvikudagur: Félagsstarf aldraöra
kl. 13-17. Æskulýðsstarf miðvikudags-
kvöld. Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall. Bamasamkoma í
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Aðventusamkoma kl. 20.30. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
Dómkirkjan. Laugardagur: Barnasam-
koma í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn vel-
komin. Egill og Ólafía. Messa kl. 11. Dóm-
kórinn syngur. Organleikari Marteinn
H. Friðriksson. Sr. Lárus Halldórsson.
Aðventukvöld kl. 20.30. Fjölbreytt efnis-
skrá, allir velkomnir. KKD.
Landakotsspitali. Messa kl. 13. Organ-
leikari Birgir Ás Guömundsson. Sr. Hjalti
Guömundsson.
Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Árelíus Níelsson.
Fella- og Hólakirkja. Barnasamkoma kl.
11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir.
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guöný
Margrét Magnúsdóttir. Prestur Hreinn
Hjartarson. Aðventusamkoma kl. 20.30.
Hugvekja: Dr. Hjalti Hugason. Einsöng-
ur: Ragnheiður Guðmundsdóttir og
Kristín Jónsdóttir. Flautuleikarar: Guð-
rún Birgisdóttir og Martiel Nardeau.
Helgileikur. Umsjón: Ragnheiður Sverr-
isdóttir. Börn og unglingar úr Fella- og
Hólabrekkusóknum, kirkjukórar Breiö-
holtskirkju og Fella- og Hólakirkju. Org-
anistar: Sigríður Jónsdóttir og Guðný
M. Magnúsdóttir. Mánudagur: Fundur í
æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Þriðjudagur:
Samvera fyrir 12 ára börn kl. 17. Miðviku-
dagur: Guðsþjónusta og altarisganga kl.
20. Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Reykjavík. Barnaguösþjón-
usta kl. 11.00. Fyrsta aðventuljósiö
kveikt, söguhorn, kaffi fyrir fullorðna.
Almenn guösþjónusta kl. 2.00. Leikið
verður á orgel kirkjunnar frá kl. 13.45.
Orgelleikari Pavel Smid. Sr. Cecil Har-
aldsson.
Grensáskirkja. Laugardagur: Biblíulest-
ur kl. 10. Sr. Halldór S. Gröndal. Sunnu-
dagur: 25 ára afmælishátið Grensássókn-
ar. Barnasamkoma kl. 11. Barnakór
Hvassaleitisskóla syngur undir stjórn
Ástu Valdimarsdóttur. Brúöan Binni
kemur í heimsókn og afmælisbörn vik-
unnar verða heiðruö. Mikill söngur. Há-
tíöarguðsþjónusta kl. 14. Altarisganga.
Guðmundur Gíslason syngur einsöng og
kirkjukórinn flytur kórverk undir stjórn
organistans, Áma Arinbjarnarsonar.
Orgelleikur í 20 min. fyrir messu. Sr.
Halldór S. Gröndal prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Gylfa Jónssyni. Aö
messu lokinni er kirkjugestum boðið að
þiggja veitingar og sjá þær endurbætur
sem gerðar hafa verið á starfsaðstöðu í
kirkjunni. Aðventusamkoma kl. 20.30. Sr.
Jónas Gíslason, prófessor og fyrrum
sóknarprestur Grensássafnaðar, flytur
hátíðarræðu og æskulýðshópur kirkj-
unnar sýnir helgileik. Pálína Árnadóttir
leikur á fiðlu við undirleik fóður síns.
Kirkjukórinn syngur og leikin verða org-
elverk. Aö lokum verður helgistund.
Föstudagur: Æskulýðshópur Grensás-
kirkju kl. 17. Laugardagur: Biblíulestur
kl. 10. Prestarnir.
Hallgrímskirkja. Sunnudagur: Barna-
samkoma og messa kl. 11. Sr. Sigurður
Pálsson. Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur. Stjórnandi og organisti Hörður
Askelsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguös-
þjónusta kl. 10.30. Beöið fyrir sjúkum.
Miðvikudagur: Náttsöngur kl. 21.00.
Skólakór Garðabæjar syngur. Stjórnandi
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Laugardagur:
Samvera fermingarbarna kl. 10.
Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja. Morgunméssa kl. 10. Sr.
Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl.
11. Messa kl.-14. Sr. Arngrímur Jónsson.
Aðventutónleikar kl. 21. Orthulf Pmnner
leikur á orgel kirkjunnar tónlist eftir J.S.
Bach, Mozart o.fl. Kvöldbænir og fyrir-
bænir em í kirkjunni á miövikudögum
kl. 18. Sóknarprestar.
Hjallaprestakall í Kópavogi. Barnasam-
koma kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar,
Digranesskóla. Aðventusamkoma kl. 5
(17) í messuheimilinu. Ávarp flytur Hilm-
ar Björgvinsson. Ræðumaður: Sr. Eric
H. Sigmar. Sönghópur Digranesskóla
flytur nýtt tónverk eftir Friðrik Kristins-
son. Halla Margrét Árnadóttir syngur
einsöng. Félagar úr Skólahljómsveit
Kópavogs annast hljóðfæraleik. Organ-
isti Solveig Einarsdóttir. Almennur söng-
ur. Allir velkomnir. Sóknarprestur.
Kársnesprestakall. Bamasamkoma í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Um-
sjón María B. Daðadóttir og Vilborg Ól-
afsdóttir. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands
biskups. Óskastund barnanna kl. 11.
Söngur - sögur - myndir. Þórhallur
Heimisson, cand. theol. og Jón Stefáns-
son sjá um stundina. Hátíðarguösþjón-
usta kl. 14. Prestur Sig. Haukur Guðjóns-
son. Organisti Jón Stefánsson. Aðventu-
hátíð kl. 20.30. Ávarp formanns safnaðar-
ins, Ingimars Einarssonar. Ahnennur
söngur. Ræðumaöur: Halldór Ásgríms-
son kirkjumálaráöherra. Börn flytja Lús-
íuleik undir stjórn Þórhalls Heimissonar.
Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn
organistans, Jóns Stefánssonar. Helgi-
stund. Að henni lokinni hefst fláröflunar-
kaffi kvenfélagsins. Sóknarnefndin.
Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl. 11.
Barnastarfið verður samtímis. Ferming-
arböm aðstoða í guðsþjónustunni. Kveikt
verður á aðventukransinum. Mánudag-
ur: Æskulýðsstarf kl. 18 í safnaðarheim-
ili kirkjunnar. Fimmtudagur 1. des.: Há-
degisstund i kirkjunni kl. 12.10. Altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur málsveröur í
safnaðarheimilinu.
Neskirkja. Laugardagur: Samvemstund
aldraöra kl. 15. Lesið úr jólabókum. Börn
og unglingar úr Tónlistarskóla Seltjarn-
amess flytja tónlist. Sunnudagur: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Munið kirkjubílinn.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14 með þátt-
töku bama og unglinga. Orgel- og kór-
stjóm Reynir Jónasson. Sr. Guðm. Óskar
Ólafsson. Aðventusamkoma kl. 17. Sig-
mundur Magnússon læknir ílytur hug-
leiðingu. Kór Melaskólans syngur undir
stjóm Helgu Guðmundsdóttur. Heimir
Wium syngur einsöng og Lin Wei og
Gary Mc Bretney leika samleik á fiðlu
og selló. Mánudagur: Æskulýðsfundur
fyrir 12 ára börn kl. 18. Æskulýðsfundur
fyrir 10-11 ára kl. 17.30. Miövikudagur:
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guðm.
Óskar Ólafsson. Þriðjudagur og fimmtu-
dagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17.
Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir, nývígður að-
stoðarprestur í Seljasókn, prédikar. Org-
anisti Kjartan Sigurjónsson. Kaffisopi að
lokinni guðsþjónustu í safnaðarsalnum.
Mánudagur: Æskulýðsfundur kl. 20. Sr.
Valgeir Astráðsson.
Seltjarnarneskirkja. Kirkjudagur Sel-
tjarnarneskirkju. Barnasamkoma kl. 11. ■
Almenn messa kl. 14. Gunnar Sigutjóns-
son syngur stólvers. Organisti Sighvatur
Jónasson. Prestur sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson. Samkoma kl. 20.30. Ræðu-
menn: Jón Sigurðsson ráðhema og Adda
Steina Björnsdóttir stud. theol. Anna
Júlíana Sveinsdóttir syngur einsöng við
undirleik Jakobs Hallgrímssonar. Kaffi-
sala til fláröflunar fyrir kirkjubygging-
una frá kl. 15.30. Æskulýðsstarf fyrir
unglinga 13 ára og eldri mánudag kl.
20.30. Þriðjudagur: Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17-19. Sóknarnefndin.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Bama- og flöl-
skyldusamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Orgel- og kórstjórn Smári Ólafsson.
Einar Eyjólfsson.
Kirkja Oháða safnaðarins. Aöventu-
samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Jóhann
Heiðar Jóhannsson læknir. Svala Nielsen
söngkona syngur einsöng. Fiðluleikur:
Jónas Dagbjartsson fiðluleikari. Organ-
isti Jónas Þórir. Þórsteinn Ragnarsson
safnaðarprestur.
Eyrarbakkakirkja. Barnamessa kl.
10.30. Sóknarprestur.
Gaulverjabæjarkirkja. Messa kl. 14.
Sóknarprestur
Keflavíkurkirkja. Sunnudagaskóli kl.
11. Munið skólabílinn. Fjölskylduguð-
þjónusta kl. 14. Fermingarbörn aöstoða,
flytja leikþátt og smásögur. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Kór Keflavíkurkirkju syngur.
Organisti Örn Falkner. Sóknarprestur.
Þingvallakirkja. Guðsþjónusta á sunnu-
dag kl. 14. Þórhallur Heimisson guð-
fræðingur prédikar.. Organleikari Einar
Sigurðsson. Aðalsafnaðarfundur verður
að lokinni messu. Sóknarprestur.
Frikirkjufólk. Tvær guðsþjónustur
verða í Háskólakapellu á vegum Safnað-
arfélags Fríkirkjunnar i Reykjavík á
sunnudag. KI. 11.00: Barnaguðsþjónusta.
Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og
smábarnasöngvar. Afmælisbörn boðin
sérstaklega velkomin. Matthías Krist-
iansen leikur undir sönginn á gítar. Kl.
14.00: Almenn guðsþjónusta. Sr. Gunnar
Björnsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Organisti: Jakob Hallgrímsson. Kaffi-
sopi eftir messu. Safnaðarfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík.