Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Fréttir Krónan lækkuð með BandaríkjadoIIar: Enn frekari lækkun dollars á næstunni? - tekjur útflytjenda á Japansmarkað hækka um 8 prósent þegar doflarinn stendur 1 stað Með 4 prósent gengisfellingu er skráð gengi Bandaríkjadollars nú örlítið lægra en það var eftir 3 pró- sent lækkun krónunnar við stjómar- myndunina í september. Gengi ann- arra mynta er hins vegar mun hærra. Japanska yenið er nú skráð á rúmlega 8 prósent hærra verði, pundið á tæplega 8 prósent hærra verði og þýskt mark kostar nú um 6,5 prósent meira en eftir gengisfell- inguna í september. Eins og sjá má af þessu hafa tekjur útflytjenda til Evrópu og Asíulanda aukist umtalsvert á sama tíma og gengisfelhngin nær ekki að hifa tekj- ur þeirra sem flytja út á Bandaríkja- markaö upp í það sem þær voru í september. ; Mikil lækkun dollarans Ástæðan fyrir þessu er að Banda- ríkjadollar hefur lækkað mikiö að undanfómu gagnvart öðrum mynt- um. Gengisskráningin á íslandi er miðuð viö ákveðna myntkörfu þann- ig að ef dollarinn lækkar gagnvart öðmm helstu myntum lækkar hann gagnvart íslensku krónunni og aðrar myntir hækka til mótvægis. Eftir að hafa fallið um 50 prósent gagnvart japanska yeninu frá sept- ember 1985 til byrjunar síðasta árs náði dollarinn ekki að hækka sig um nema tæp 3 prósent á síðasta ári. Að undanfornu hefur hver fjár- málamaðurinn á fætur öðram komið fram og spáð þvi að dollarinn eigi eftir að falla enn frekar á fyrstu mánuðum þessa árs. Nú síðast bætt- ist Greenspan, fyrram seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, í hóp þeirra. Hann spáir því að dollarinn muni fara niður í um 110 yen sem þýðir um 11 prósent lækkun. Ef taka má mið af viðbrögðum rík- isstjómarinnar við falh dollarans frá því í september má því allt eins bú- ast við lækkun krónunnar samhhða lækkun doharans. Gengisskráning á íslandi hefur yfirleitt verið miðuð við núllpunktinn í útreikningum Þjóð- hagsstofnunar á afkomu frystingar- innar. Hún hefur stærstan hluta af sínum tekjum í dollurum og því þrýstir lækkun hans á gengiö. -gse Þróun á gengi nokkurra gjaldmiðla Jan. 1989 - 3. Jan. 1989 (Jan. = 100) 4 2 0 -2 -4 -6 Dollar Pund Mark Yen Eftir mikið fall dollarans frá september 1985 hélt hann verð- gildi sínu nokkuð vel á síðasta ári þótt sveiflur hafi verið. Eins og sjá má af þessu línuriti hafði hann hækkað meira frá ára- mótum en aðrar myntir í september þegar gengið var fellt um 3 prósent. Til áramóta seig hann hins vegar um rúm 4 prósent á meðan aðrar myntir hækkuðu um 1,5 til 2,5 prósent. Þetta var ástæða þess að ríkisstjórnin felldi gengið í gær. Ómar Kristjánsson, aðaleigandi Útsýnar: „Verður ekki bæði sleppt og haldið“ „Gerðu svo vel, Valur, hér er stóllinn þinn.“ Valur Árnþórsson tók formlega viö starfi bankastjóra Landsbankans af Helga Bergs í gær. Hann sat ekki lengi i stólnum og vermir nú annan norður i landi. DV-mynd GVA Valur Amþórsson situr fyrir norðan: Bankaeftirlitið óskar svara „Það er vonandi að Ingólfi Guð- brandssyni fari að skiljast að hann er búinn að selja fyrirtækið. Það verður ekki bæði sleppt og haldið þó að það þyki stundum þægilegt." Svo segir í bréfi sem Ómar Kristj- ánsson, aðaleigandi og forsijóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar hf„ hefur sent frá sér, þar sem hann skýrir frá sínum sjónarhóh aðdrag- anda og ástæður þess að þeir feðgar Andri Már og Ingólfur Guðbrands- son létu af störfum hjá Útsýn hf. Þar segir hann að 1. janúar 1986 hafi Þýsk-íslenska eignast ásamt þremur einstaklingum 50 prósent í Útsýn hf. Um þetta hafi verið samið í október 1985. Það hafi einnig fylgt með í þessum samningum að Þýsk- íslenska eignaðist fyrirtækið smátt og smátt uns síðustu 10 prósentin hafi verið keypt af Ingólfi rétt fyrir áramótin síðustu. Síðan rekur Ómar hvemig ósam- komulag myndaðist milli hans og Andra Más eftir að Andri var orðinn framkvæmdastjóri sölu- pg markaðs- mála í haust er leið. Ómar segist hafa viljað hafa hönd í bagga með daglegum rekstri fyrirtækisins. Það mislíkaöi Andra. Svo fór aö Andri afhenti Ómari uppsagnarbréf á fundi þeirra 30. desember og sagðist hætta störfum ef Ómar léti ekki af afskipt- um sínum af störfum Andra. Ómar segist hafa komist að því fyr- ir tilviljun morguninn eftir að Andri Már væri búinn að panta sér far til Spánar 2. janúar á vegum annarrar ferðaskrifstofu. Segir Ómar þetta vera óheilindi og því hafi ekki verið um annað að ræða en að þeir feðgar hættu störfum hjá fyrirtækinu. Segir Ómar að Andri Már sé undir sterk- um áhrifum frá foður sínum. Þá seg- ir Ómar að nokkrir af hótelsamning- um Útsýnar á Spáni hafi ekki fundist í skjölum Andra en þeir hafi fengist sendir frá Spáni í fyrradag. Ómar vísar því á bug að Ingólfur hafi verið með þriggja ára starfs- samning við Útsýn hf. Samningur hans hafi rannið út um áramót. Af- skipti Ingólfs af daglegum rekstri Útsýnar hf. á síðasta ári hafi verið sáralítil. Hann hafi þó verið stjómar- formaður og annast svokallaðar heimsreisur fyrirtækisins. Loks segist Ómar vera vongóður um að langflest starfsfólk Útsýnar hf. haldi áfram störfum fyrir fyrir- tækið og aö nú fáist vinnufriður til að þjóna viðskiptavinum fyrirtækis- ins. -S.dór Þórður Ólafsson, yfirmaður bankaeftirhtsins, hefur sent Val Amþórssyni og formanni bankaráðs bréf þar sem spurt er hvort Valur hafi sagt fyrri störfum lausum þegar hann tók formlega við stöðu banka- stjóra. Er vísað til ákvæða bankalaga þar sem skýrt er kveðið á um aö bankastjórar megi ekki hafa með höndum launuð störf eða setu í stjórnum fyrirtækja jafnframt því sem þeir gegna stöðu bankastjóra. „Ég get aðeins staðfest að ég hef sent Val og formanni bankaráðs þetta bréf. Þeir hafa ekki svarað því enn enda fór það frá okkur í gær. Annað vil ég ekki um þetta segja að svo stöddu," sagði Þórður Ólafsson viðDV. Lúðvík Jósepsson, sem sæti á í bankaráði, sagðist ekki hafa séð bréf- ið en sagði að formaður bankaráös hefði ítrekaö það við Val að hann mætti skilyrðislaust til starfa strax eftir áramót og hafi fyrrnenfd ákvæði bankalaganna verið ítrekuð. Hafi ekki verið boðað til bankaráðs- fundar vegna málsins. „Bankaráði hefur aldrei verið til- kynnt um annaö en að Valur Arn- þórsson tæki við á tilsettum tíma og þá hefði hann losað sig viö fyrri störf. Hvenær bankastjóri tekur sér frí er hans mál og bankastjóranna, en okk- ur hefur ekki verið tilkynnt um ann- að fyrirkomulag við ráðningu Vals en það sem gilda á samkvæmt banka- lögum,“ sagði Lúðvík við DV. Valur Amþórsson situr nú á skrif- stofu KEA á Akureyri en ekki náðist samband við hann í morgún. -hlh / Júlíus Sólnes um hugsanlega stjómarþátttöku: Viðræður í næstu viku Að sögn Júlíusar Sólnes, for- manns Borgaraflokksins, verða viðræður ríkisstjómarinnar við Borgaraflokkinn um hugsanlega ríkisstjómarþátttöku hans að hefl- ast í næstu viku. „Ég sé engan tilgang meö því að tala um einhvers konar óskil- greindar viöræður fram eftir árinu. Menn gætu þá eins veriö að gæla við það út kjörtímabiliö. Því verða þessar viðræður að hefjast í næstu viku eða ekki,“ sagði Július. Að sögn JúÚusar mun Borgara- flokkurinn setja niðurfellingu mat- arskatts, minnkun skattlagningar og uppstokkun í rikisfiármálum á oddinn í málefnaviöræðum. -SMJ Ferðaimðstööin: Andri Már verður Að sögn Sigurðm- Garðarsson- ar forstjóra og annars eigenda Ferðamiðstöðvarinnar hf. er Andri Már tngólfsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Útsýnar, nú á Costa del Sol aö reyna að ná samningum þar fyrir Ferðamið- stöðina hf. á næsta sumri. „Hann kemur heim í vikulokin og þá mun ég hætta sem forstjóri og Andri tekur við. Það er mein- ingin hjá okkur aö hefja ferðir til Costa del Sol næsta sumar ef samningar nást," sagöi Sigurður Garðarsson, forstjóri Ferðamið- stöðvarinnar. Hann og Sigurður Öm Sigurðsson eru aðaleigendur Ferðamiðstöövarinnar hf. Sigurður Garðarsson sagöi þaö rétt að þeim feðgum, Ingólfi og Andra, hefði verið boðin aðild að Ferðamiðstööinni hf. án fjár- skuldbindinga. Aðspurður hvort til greina kæmi að þeir keyptu hlut í feröaskrifstofunni sagði hann aö það væri of snemmt að segja til um það vegna þess hve málin hefðu gengið hratt fyrir sig að undanfomu. Ferðamiðstöðin hf. hefur verið og verður áfram með ferðir til Benidorm á Spáni. Fullyrða má að enginn ferðaskrifstofumaður íslenskur hefur jafnsterk og góð sambönd á Costa del Sol og Ing- ólfur Guðbrandsson en hann hef- ur verið með feröir þangað í meira en 30 ár. Fyrir hans tilstilli hefur Útsýn náð samningum við marga af eftirsóttustu gististöð- unum þar syðra. -S.dór Pylsusali færður á lögreglustöð „Það var eins og lögreglan hefði ekkert þarfara að gera á nýárs- nótt en að elta pylsusala um allan bæ og handtaka þá. Hún gat varla sinnt brýnustu útköllum á meðan pylsusalaatið stóð yfir,“ sagði Sverrir Friðþjófsson, sem rekur pylsuvagn í Austurstræti. Lög- reglan lokaði vagni hans á nýárs- nótt og færði hann niður á lög- reglustöð þar sem lesið var yfir honum úr helgidagalöggjöfinni. Samkvæmt henni er bannað að stunda sölu af þessu tagi á nýárs- dag. Einnig þurfti lögreglan að loka pylsuvagninum í Lækjar- götu. „Þeir komu að pylsuvagninum hjá mér kl. 3.30 á nýársnótt og kváðust myndu loka honum þar sem ekki væri leyfi til sölu,“ sagði Sverrir. „Mitt leyfi segir hins veg- ar að þaö megi vera opið til kl. 4 og þar er ekki getið neinna und- antekninga. Ég spurði þá hvort þeir hefðu ekkert þarfara að gera en að ganga á milii pylsuvagna. Þeir sögöu að mér kæmi þaö ekki við og höfðu síöan samband viö varðstjóra. Hann fyrirskipaði aö ég skyldi handtekinn og færður á stöðina. Það var gert og þar var ég bókaður. Síðan las varðstjóri yfir mér úr helgidagalöggjöfinni í síma.“ Sverrir sagði að undanfamar vikur hefði lögreglan verið á vakki í kringum pylsuvagnana um það leyti sem ætti að loka þeim á nóttunni. Sæi hún til þess að þeir væra ekki opnir mínútu lengur en reglugerðin segöi til um. Með þessu teldu lögreglu- þjónarnir sig vera að stuöla að því að fólk héngi ekki lengi í mið- bænum, heldur færi heim. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.