Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. 9 Utlönd Stúdentar við háskólann í Peking lesa veggspjöld þar sem afrískir stúdentar í Kína eru fordaemdir. Simamynd Reuter Afrískir stúdentar í setuverkfalli Um flmm hundruð afrískir stúd- entar við háskólann í Peking hófu í morgun setuverkfall í skólastofum. Með því eru þeir að leggja áherslu á kröfur sínar um að félagar þeirra í Nanking, sem handteknir voru á laugardaginn, verði látnir lausir. Hótuðu þeir að fara frá Kína ef fóng- unum yrði ekki sleppt. Kínversk yfirvöld segja einn af- rískan stúdent hafa verið handtek- inn eftir róstur en félagar hans segja að sjö afrískir stúdentar hafi verið handteknir. Áframhaldandi ýíingar milli afr- ískra stúdenta og kínverskra stúd- enta og embættismanna hafa valdið vandræðum í Peking. Þar hafa fimmtán hundruð afrískir stúdentar þegið skólastyrk þar sem Kínverjar leggja áherslu á mikilvægi sitt í þriðja heiminum. Kínverski sendi- herrann í Eþíópíu var í gær kallaður á fund Einingarsamtaka sem lýstu yfir áhyggjum sínum vegna málsins. Afrískir stúdentar halda því fram að lögregla í Nanking hafi beitt þá ofbeldi en kínverskir stúdentar saka þá afrísku um að abbast upp á kín- verskar konur. Reuter Formaður hægri dregur sig í hlé Pétux L. Pétuisson, DV, Barcelona: Formaður flokks spænskra hægri manna, Antonio Hemández Mancha, hefúr ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs á aðal- þingi flokksins þann 20. janúar næstkomandi. Þar með er fyrrum formaður flokksins, Manuel Fraga Iribame, eini frambjóðandinn til forystu í flokknum. Þetta er niðurstaða viðræðna Fraga og Mancha en þeir snæddu saman í gær. Þar með er bægt frá hættu á klofningi innan flokksins, i bili að minnsta kosti. Fraga hefur heitið því að ekki verði gripið til refsiaðgerða gegn stuðningsmönn- um Mancha. Átökin innan flokksins eru átök tveggja kynslóða. Núverandi for- maður flokksins er frjálshyggju- maður af yngri kynslóðinni og hef- ur honum mistekist hrapallega að hernja eldri kynslóðina i flokknum. Allt benti til þess að flokkurinn myndi leysast upp er fyrmm form- aður hans og stofnandi, Manuel Fraga, lýsti þvi yfir að hann myndi gefa kost á sér til formennsku. Fraga hafði dregið sig í hlé fyrir nokkrum árum. Fraga var í raun eina vonin til að hægt væri að koma í veg fyrir sundrungu innan flokksins. Þetta var öllum ljóst en Mancha var ekki á því að játa sig sigraðan. Nú hefur hann sumsé dregið framboð sitttil baka. Ákærður fyrir manndráp Um borð í ferjunni frá Guatemala, sem sökk er hún var í togi á nýárs- dag, voru hvorki björgunarbátar né björgunarvesti. Þetta upplýsti tals- maður yflrvalda í Guatemala í gær. Sjötíu og átta manns fórust með ofhlaðinni ferjunni en um borð í henni voru hundrað og tuttugu far- þegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Skipstjóri ferjunnar hefur verið ákærður fyrir manndráp. Skemmtibáturinn, sem sökk fyrir utan Rio de Janeiro í Brasilíu á gaml- árskvöld, var upphaflega hannaður fyrir fimmtán manns, að því er eig- andi skipasmíðastöðvarinnar, sem smíðaði bátinn, greindi frá í gær. Lögreglan heldur þvi fram að hundr- að fjörutíu og níu manns hafi verið um borð en eigendur bátsins segja að þeir hafi verið hundrað tuttugu og fjórir. Að minnsta kosti fimmtíu og þrír fórust er bátnum hvolfdi, fjörutíu var bjargað og þrjátíu er saknað. Eigendur bátsins segja að hundrað og fimmtiu farþega í hon- leyfilegt hafi verið að sigla með um. Reuter Syrgjendur kveðja skipstjóra skemmtibátsins sem sökk fyrir utan Rio de Janeiro á gamlárskvöld. Simamynd Reuter Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. DÁNSS DANSSKOLI HARALDS r im Rock’n'roll og tjútt - eldhressir tímar. Létt spor fyrir byrj- endur og þyngri fyrir franihald. Barna-, unglinga- og hjónahópar. Suður-amerískir dansar. Frábær spor við létta og skemmti- lega tónlist. Stand- ard og gömlu dans- arnir, dansar sem alltaf halda velli. Byrjendur og fram- hald. Kennsluönnin er 12 vikur og end- ar með lokadans- leik og danskeppni fyrir þá er þess óska. Leikir, dans og söngur fyrir börn frá 3-5 ára, einnig undirstaða í samkvæmisdönsum. Fyrir börn 6-8 ára, 9-11 ára og 12 ára og eldri. Sam- kvæmisdansar og diskó/jassdansar. 12 danstímar og grímudansleikur. Námskeiðið endar með danskeppni fyrir þá er þess óska. Ath. 2 nýir kennslustaðir: Heilsugarðurinn, Garðatorgi 1, Garðabæ, og Ártún við Vagnhöfða. Reykjavík: Skeifan 17 (Ford-húsið), Gerðuberg, Breiðholti, KR-heimilið v/Frostaskjól. Innritun í símum 656522 og 31360 frá kl. 13-19 alla virka daga. Keflavík: Hafnargata 31. Innritun í síma 92-13030 frá kl. 14-19 alla virka daga. Skírteini afhent sunnudaginn 8. janúar frá kl. 16-18. Afhending skírteina: Afhending fyrir alla staði er í Skeifunni 17 sunnudaginn 8. janúar frá kl. 14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.