Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. 15 Velferðarkerfi Vesturlanda: Kynjamisréttið í smáletrinu Bandaríski heimspekingurinn Nancy Fraser skrifaði nýlega at- hyglisverða grein þar sem hún leið- ir rök að því að velferðarkerfi kap- ítalískra landa hafi breytt fyrir- komulagi yfirráða karla yfir kon- um þannig að í stað þess að einstak- ir karlar ráði einstökum konum ráði nú hvitir kapítahstar og bíró- kratar yfir öllum konum. Það sem meira er: konur vinna gjarnan sem agentar í þessu kerfi, þ.e. félagsráðgjafar eða útdeilendur aðsioðar. Heildarmyndin er sú að karlamir marka stefnuna en sleppa við að þurfa að taka per- sónulegar ákvarðanir um einstaka skjólstæðinga kerfisins sem kunna að vera í nauðum staddir. Þessir karlar geta því talið sjálfum sér trú um að þeir séu réttlátir og saklaus- ir og látiö sér líða vel í faðmi eigin fiölskyldu í frítímum. Réttindi karla - beiðnir kvenna Að auki, eins og Nancy Fraser segir, „belgir“ velferðarkapítal- isminn „út“ hlutverk neytandans og takmarkar hlutverk borgara í nútímasamfélaginu með því að hlutverk borgara er einkum orðið að kjósa og kaupa (og hermennska þar sem við á). Til viðbótar með- höndlar velferðarríkið skjólstæð- inga sína, fólk sem faá- óviðunandi eða engci atvinnu, í auknum mæh eins og sjúklinga. Konur eru yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem fá slíka fyrirgreiðslu, réttara sagt meðhöndlun, í velferðarkerfum Vesturlanda. í bandaríska kerfinu hafa karl- menn gjama aUs konar réttindi en oftar en ekki þarf að meðhöndla beiðnir kvenna og meta hverju sinni hvort slíkar beiðnir séu gjald- KjaUaiinn ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur og nemi í Wisconsin-háskóla í Bandarikjunum gengar. Oft er um að ræða fiöl- skyldur sem hafa ekki „fyrir- vinnu“ í líki karls sem hefur at- vinnu eða atvinnuleysisbætur. Þessar konur hafa þar af leiðandi ekki þau borgararéttindi sem karl- ar hafa en þær ganga inn í hlutverk neytandans - í þessu tUviki neyt- anda velferðarbóta, bóta sem þarf að skríða, næstum því á fiórum fótum, á skrifstefu til að fá. Þetta kerfi er auðmýkjandi og lykilorðin í því eru réttindi karla og beiðnir kvenna. Fólk á elUlífeyri og atvinnuleysisbætur en félagsleg aðstoð til láglaunaðra einstæðra mæðra er ölmusa, Utlu betri en að lenda á sveitinni. Þær em núna komnar upp á alla kalla í stað fárra. Fátækt á Vesturlöndum er ekki lengur verkamanna heldur kvenna. „Annað skýrt íslenskt dæmi er að iðn- aðarmenn og verkfræðingar eru betur launaðir heldur en t.d. heilbrigðisstétt- ir og félagsráðgjafar.“ Er líka „smáletur" á íslandi? Ekki er unnt að fara í saumana á þessu á íslandi né hægt að full- yrða að ástandið sé jafnslæmt og í Bandaríkjunum. Reyndar er til- tölulega auðvelt að staðhæfa að það sé ekki jafhslæmt og þar og lofa guð fyrir. Lykilatriði smáletursins (kannski væri betra að tala um það sem lesa þarf á milU Una) eru þó þau sömu á íslandi, t.d. koma bamabætur því sem næst sjálf- krafa, svo og eUUífeyrir. Barns- meðlög og félagsleg aðstoð til lág- launaðra koma ekki sjálfkrafa. Það sem kaUað er kynþáttafyrirlitning erlendis kemur fram í algengri Ut- Usvirðingu gagnvart konum og fotiuðum, lítilsvirðingu sem er kerfisbundin miklu fremur en að hún komi fram í yfirlýstum skoð- unum fólks. Fatiað fólk á íslandi þarf t.d. eilíft að sanna að það eigi rétt, sem t.d. vel stætt aldrað fólk þarf ekki að gera. Einstæðar mæð- ur þurfa að sanna að þær séu ekki „á framfæri bamsfoður“ til að fá meðlag frá Tryggingastofnun á meðan vel stæðir giftir foreldrar fá sjálfkrafa skattafrádrátt. Niðurskurður fiármuna tU fé- lagslegra þarfa kemur verr niður á konum en körlum. Dæmi um það er t.d. sú breyting á reglum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna þegar upphæð námsláns var lækkuð um 20% en námsfólki leyft að vinna fyrir meiri tekjum. Misréttið felst í þvi að karlar geta fengið hærra launaöa atvinnu og að einhleypir karlar geta að jafnaöi unnið lengri vinnutíma heldur en einhleypar konur með böm í umsjá sinni. Smáletur vinnumarkaðarins Kynjamisrétti, sem íslenska vel- ferðarkerfið hefur lítil áhrif á í átt til lagfæringar, kemur einnig fram í því að meirihluti láglaunaðra ís- lendinga er konur og miklu fleiri einstæðar konur hafa börn á fram- færi sínu en einstæðir karlar. Ann- að skýrt íslenskt dæmi er að iðnað- armenn og verkfræðingar em bet- ur launaðir heldur en t.d. heU- brigðisstéttir og félagsráðgjafar. Verkakonum í frystihúsum er oftar sagt upp en verkakörlum á sama stað. Og þannig mætti lengi telja. Þar af leiðandi lenda konur fremur í þeirri neyðarstöðu að verða skjól- stæðingar velferðarkerfis. Segja má aö vinnuskipan, þ.e. hver sé ráðinn í vinnu hvar, sé ekki á „ábyrgð" slíkrar félagslegr- ar aðstoðar enda er ekki aðaltil- gangur þessarar greinar að sýna fram á ranglæti velferðarkerfisins heldur ranglæti heUdarkerfis, sem dregur fólk nauðugt í dilka, og hversu samtvinnað aUt þetta kerfi er. I nýársleikriti í íslenska sjón- varpinu 1987 var eitt aðalþemað átök skjólstæðings og félagsráö- gjafa. Þetta er gott dæmi um það sem ég nefndi í upphafi greinarinn- ar: andht þessa kynjaskipta kerfis er látið vera andUt kvenna. Slíkt fyrirkomulag hjálpar til við að fela að þeir sem ráða í þjóðfélaginu eru ríkir karlar. Ingólfur Á. Jóhannesson „Andlit þessa kynjaskipta kerfis er latið vera andlit kvenna“, segir greinarhöf. m.a. - islenskar konur mót- mæla árás á málfrelsi. Að skilja módelin i þetta skipti verður því ekki sinnt þótt svokaUaður almenning- ur skUji ekki það sem skrifað er. Meðal manna er það nokkur vandi að menn skUja aðeins með ein- hveijum hraða að þeir hafi burðar- getu í heUa til þess að bera skUning- inn. Það er svo að menn fiá tilfinn- ingar og geta miðlað þeim til ann- arra enda þótt tungumáUð, sem notað er, sé í raun merkingarlaust tæknUega. Öm var yfir, undir var sár, falUnn var nár. Þetta er merk- ingarlaust rugl. En ef annar undir- búningur er til þess að setja sig inn i einhverja tilfinningalega afstöðu verður þetta með merkingu. Merking snertingar Hugsum okkur mann sem fer til Spánar í frí, mann sem er vanur að vinna og hefur lengi gert. Hann er með lygina um leti Suður- landabúa í farteskinu. Þessi maður skoðar verklag manna við að byggja hús og sér eitt og annað, sér að rörin eru ekki feUd í vegginn, það er ekki pússað alveg slétt, súlur eru í grennra lagi og svo fram- vegis. Hvað er þessi maður að gera? Hann er að bera saman módeUð í heUanum á sjálfum sér og skynjun og vegna þess að hann þoUr ekki ströndina og barina kemur hann KjáUaiinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri saman við módelið í eigin heila, sem þeim finnst öUum að sé rétta módeUð. Þunga máUð og erfiða er að skilja að þetta módel er ekkert merkUegra en önnur módel. Og það er aðeins með langri snertingu við hið framandi sem þetta skUst. Tökum dæmi í kristni, íslam og gyðingdómi er eingyðistrú. Það er þessum trúar- brögðum sameiginlegt að halda því fram að trúarbrögð þar sem guð- imir eru margir séu frumstæð. Með hvaða rökum? Auðvitað rök- um trúarinnar. Öðru er ekki til að dreifa. Þrátt fyrir það eru ýmsar sérstakar persónur sem eru ekki beint guði mjög mikUvægar í þess- um trúarbrögðum. En módelið er svipað fijá þessu fólki og það fylgir sér. Um leið hafa hinir rangt fyrir sér og um leið eru þeir ómerkari. Og þetta er gagnkvæmt. Síðan eru önnur trúarbrögð, A-blóðflokks- trúarbrögð nasistanna og genatrú- arbrögð sumra nóbelsverðlauna- hafa þar sem greind er guð en ekki góðir siðir. Það sem fylgir svo öllum þessum aðilum að hluta eru einstaklingar og hópar sem heimta að aðeins þeirra módel sé gilt og módel allra annarra marklaus. Gegn þessu hafa menn svo komið fram félags- legri þróun þar sem fólki er tryggt trúfrelsi og jafnrétti fyrir lögum og trúarbrögð verði ekki látin gUda fólki til hnjóðs. Mannréttindaákvæði TU þess að beijast gegn fordóm- um, hveijir svo sem þeir eru, þá er haldið á lofti hugmyndum um mannréttindi sem afneita því grundvaUaratriði að nokkur geti haft svo rétt fyrir sér, af hvaða ástæðum sem er, að honum heimU- ist að kúga fólk með ofbeldi. Við verðum að gera okkur grein fyrir þvi að þessi mannréttindi eru þvert gegn módeli margra hópa, trúar- bragða um að þeir einir hafi rétt fyrir sér og aðrir rangt. Og ef við hyggjum betur að þá er það svo að andleg framþróun fer Ula eða ekki fram innan trúarbragðanna heldur fer fram í ástundun um verndun mannréttinda og vistkerfis. En maðurinn er sjálfum sér hkur, það eru einnig ofstækismenn í mann- réttindum og vistkerfismálum sem hafa trúarlega rétt fyrir sér, t.d. Greenpeace sem getur ekki tekið tölur um hvalatalningu gildar. Erfitt mál Það er erfitt fyrir hvem einstakl- ing, sem á erfitt með að taka rök- rænar samtímaákvarðanir, að sktija hváð er verið að tala um. Það er vegna.þess að módelið í hetia hans er svo fast að hann getur ekki breytt því nema með miktili orku í skynboði. Orsakir styrjalda eru þær að spenna myndast milli fólks sem byggir á mismunandi módelum í hetia. Stríðið er ekkert annað en útjöfnun þessarar spennu og það verður alltaf stríð ef spennunni er leyft að komast á nægtiega hátt stig. Það er erfitt að sktija að módehð í eigin hetia er alltaf vanþekkingar- mgl ef það er notað tti dóms, án skilnings á módeh þess sem dæmd- ur er. En heimurinn skánar ef menn sktija það. Þorsteinn Hákonarson „En módelið er svipað hjá þessu fólki og það fylgir hverjum einstaklingi þess- ara trúarbragða að hann hefur rétt fyr- ir sér.“ sér fyrir og aíhugar verklag. En hverjum einstaklingi þessara trú- þetta segir samt mikið. Allir bera arbragða og hann hefur rétt fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.