Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Spumingin Hvernig fannst þér ára- mótaskaup Sjónvarpsins? Guðný Matthíasdóttir nemi: Lélegt - það versta sem ég hef séð. Birgir Karlsson nemi: Alveg hræði- lega lélegt. Sigurjón Grétarsson skifstofumaður: Eitt það besta sem ég hef séð í langan tíma. Sigurður Oddsson ellilífeyrisþegi: Ég man nú bara ekki nógu vel eftir því - ég hef sennilega verið farinn að finna á mér. Rut Magnússdóttir nemi: Það var alls ekki nógu gott - þau hafa oft verið betri. Einar Jóelsson skýlisvörður: Það var alveg stórfínt - eitt það besta sem ég hef lengi séð. Lesendur Lýsi eftir „latin- american“ tónlist Margar og góðar hljómsveitir hafa tileinkað sér suður-ameriska tónlist. Hér er ein af mörgum, Jack Parnell „big“-bandið. Þorgeir hringdi: Ég hef tekið eftir því að í tímans rás hefur einstöku sinnum verið skrifað í lesendadálk DV og kannski líka hjá Velvakanda Mbl. um skort á almennilegri tónlist af léttara taginu hjá þessum útvarpsstöðvum sem nú láta mest að sér kveða hér. Reyndar var það einnig svo áður en þær komu til skjalanna, en maður hélt nú að þetta lagaðist eftir að stöövunum fjölgaði. - Svo hefur þó ekki verið. Ég á hér við alls konar létta en vin- sæla tónlist sem fólk getur notið án þess að verða heyrnarskert eða fyll- ast vanlíðan við hlustun. Stórhijóm- sveitir, sem léku góöan djass eða önnur dægurlög fyrr á árum, kunnu þessa list og enn eru lög þeirra í fullu gildi. Einnig hafa komið fram stór- hljómsveitir og aðrir aðilar sem leika þessa tegund tónlistar en hún er ekki mikið leikin í útvarpsstöövunum hér. Það var þó í Ljósvakanum hjá Bylgjunni að þessi viðleitni var höíð uppi en fljótlega var þeirri stöð lok- að. Ég hef verið að hugleiða hvort einhver útvarpsstöðin gæti ekki fengið keyptar upptökur, t.d. frá Ameríku, þar sem fjöldinn allur er af þessum svokölluðu „easy-listen- ing“ stöðvum, og leikið þessar upp- tökur í stöð sinni hér. Þetta allt kom mér í hug þegar ég sat fram eftir nóttu sl. nýársnótt við að lesa eitthvað af jólabókunum. Það var mikil kyrrð og ég var að reyna að finna einhverja útvarpsstöðina með þægilegri tónlist. Hana var hvergi að fá svo ég stillti á Keflavík- urútvarpið rétt einhvem tíma um 4-leytið um morguninn. - Svo er það kl. 5 að þáttur, sem þeir hafa verið með í áraraðir einu sinni í viku a.m.k. hófst, þáttur með „latin- american" tónlist. Ég var búinn að gleyma þessum þætti þeirra þar. En á hann hlustaði ég næsta klukutím- ann, (þátturinn er aðeins klukku- tíma langur og á mismunandi tím- um) - og þarna var þessi frábæra tónlist eins og við var að búast. Ég lýsi nú eindregið eftir þessari tegund tónlistar hjá einhverri af út- varpsstöðvum okkar og einnig ann- arri þeirri tónlist sem var og er enn mjög vinsæl hjá fólki sem vill vand- aða, létta og sígilda tónlist stór- hljómsveitanna og frá Suður-Amer- íku. „Á heiðskíru vetrarkvöldi er heillandi til lofts aö líta í skini stjarna, tungls og norðurljósa," segir með mynd frá bréfritara. Njótum náttúrunnar Ingvar Agnarsson skrifar: A daginn blasir við augum fjalla- hringurinn, víður og blár. Flestar gerðir fjallmyndunar ber fyrir augu; Eldfjall frá nútíð með jökul á tindi blasir við í norðvestri, síbjört líparít- fiöll, blágrýtisfiöll með láréttum berglögum, móbergsfiöll mynduð undir jökli, stapafiöll með kistu á tindi, bunguvaxnar dyngjur o.fl. Fjölbreytni landslagsins er nær óendanleg. Á heiðskírum vetrarkvöldum blas- ir viö himinn með öllum sínum íogru furðum; norðurljós braga um hvelf- inguna í síbreytilegri litadýrð, mán- inn líður áfram stillilega á göngu sinni um jörðu og breytir stöðugt um útht frá kvöldi til kvölds, er ýmist aö minnka eða stækka. Stjörnur blika hundruðum og þúsundum saman, hvert sem litið er, í ljómandi litadýrð, hvítar, gular, rauðar, bláar og í öllum blæbrigðum þar á milli. Við ættum sem oftast að fara á staði sem hátt ber til að njóta þeirra dá- semda sem þar mæta augum, hvort sem er að degi eða kvöldi, því að þær vekja sál okkar til hrifningar og til- finningar fyrir því sem æðra er og hærra stendur daglegu amstri. Að láta heillast af fegurð og mikil- leika náttúrunnar á himni og jörðu er mjög til sálubóta. Á slíkum stund- um erum við næmari en ella fyrir áhrifum frá hinum æðsta mætti sem stööugt leitast við að laða okkur í átt til sín og hefia okkur um stund upp úr hversdagsleikanum. Á hrifning- arstundu á góðviðrisdegi eða undir alstirndum himni erum viö í nánu sambandi við hinn mikla mátt og njótum heilluð þeirra andartaka sem sú nálægð veitir. Bjórinn í búðirnar Ágúst Guðmundsson skrifar: Þegar bjórinn áfengi kemur á markaðinn hinn 1. mars nk. er viö- búið að mikill handagangur verði hjá mörgum þegar þeir ætla að prófa hinn nýja mjöð sem nú verður frjáls til sölu hér eftir áratuga bann. Ég er hræddur um að þetta mál sé ekki nógu vel undirbúið af hálfu þeirra sem þarna fara fyrir. Eitt vil ég t.d. benda á og það er að bjórinn ætti strax að setja í allar venjulegar matvöruverslanir eða a.m.k. allar hinar stærri eins og matvörumarkaðina, því hann á eftir að koma þangað hvort eð er fyrr eða síöar. Það er miklu affarasælla að láta hann vera þar frá byrjun heldur en að fara að vekja upp eitt nýtt deilumál enn þegar þess verður kraf- ist. Það væri líka miklu minna áber- andi að hafa bjórinn í matvörumörk- uðunum strax í byrjun þegar hann er settur á markaðinn heldur en að hafa svo eftirsóttan drykk í útsölum ÁTVR eingöngu. Fólk venst þessum drykk eins og hverri annarri vöru- tegund ef svo er gert, en heldur áfram að líta hana homauga ef hún er gerð að einni áfengistegundinni í viðbót við allar hinar með því að hafa bjór- inn eingöngu í ríkinu. - Takið nú mark á orðum mínum og látið setja bjórinn í verslanir strax 1. mars, þótt ekki væri nema til prufu. Brennur, blys og sprengingar Eiríkur skrifar: Um sl. áramót var ekki minna um brennur og sprengingar en áður, kannski ívið meira ef eitthvað er. Ég er ekki að amast við þessum sið sem fest hefur rætur hér á landi. En það er annað sem þessu fylgir og verður að fara aö taka á svo að hægt sé að segja að við séum ekki alveg utan og ofan við siðuð þjóðfélög í þvi sem fellur undir eftirlit með galskapnum. Eins og allir vita er múgur og marg- menni viö brennúrnar á góðu kvöldi eins og hér var á síðasta gamlársdag. En þarna er eitt og annað áð gerast í mannmergðinni, það eru t.d. hættu- legar sprengingar sem sumir eru með og vilja endilega leysa upp í hvelli þarna inni í þrönginni. - Þetta ætti að vera hægt að koma í veg fyr- ir ef fólk, sem næst þessum sprengju- geggjurum stendur, er samtaka um að benda viðkomandi á að fram- Þar sem blys og flugeldar eru tendr- aðir við brennur eiga þeir greiðan aðgang að fólki í mannþrönginni. kvæma verknaðinn utan mannþvög- unnar. Þarna eru einnig litlir krakkar með blys og stjörnuljós og standandi í mannþrönginni, þar sem hver treðst um annan þveran, verða oftar en ekki slys, sem betur fer ekki stórslys þótt þau geti einnig gerst, en mikið um skemmdir á úlpum og öðrum fatnaði úr viðkvæmu og eldfimu efni. Þá er aö minnast á flugeldana sem þjóta framhjá fólki sem við brenn- urnar stendur og á engan veginn gott með að forða sér þótt það vildi því þarna er þétt staðið og það verður því að taka hverju sem að höndum ber í mannþrönginni. Ég legg eindregið til aö mun strang- ari reglur verði settar fyrir næsta gamlárskvöld. t.d. gegn notkun flug- elda, blysa og annarra sprengiefna þar sem brennur eru leyfðar svo að forða megi frá hættu sem af þessu getur stafað og til að auka ánægjuna af annars skemmtilegum og þjóðleg- um sið sem felst í þvi að koma saman við hverfisbrennuna þar sem árið brennur út. Áramótaskaupið G.H.R. hringdi: Ég vil lýsa ánægju minni yfir all- góðu, jafhvel góðu, áramótaskaupi í ríkissjónvarpinu um þessi ára- mót Við í fiölskyldunni vorum ánægð með að þar sást nú ekkert klám, aldrei þessu vant, ekkert per- sónulega meiðandi nema eitt og það var atriðið um fyrrverandi hæsta- réttardómara. Hefði því veriö sleppt eða dregiö úr því, þannig að ekki hefði veriö klifaö á því heföi skaupið fengið einkunnina 10 hjá okkur. Ennfremur var skaupið gott aö því leyti að þarna voru ekki lærðir leikarar á ferðinni. Þeir hafa ekk- ert aö gera þar sem grín er uppi- staðan og alls ekki í sjónvarpi. Leikarar eru ágæth' í útvarpi og á leiksviði, þar sem þeir eiga líka heima, en sjónvarp er ekki þeirra vettvangur, því miöur. Vonandi heldur Sjónvarpið áfram á sömu braut um næstu ára- mót og leyfir svokölluðum amatör- um aö spreyta sig. Undir góöri stjóm geta þeir verið Qári góðír. Flestir geta verið sammála um að sá er hermir eftir þeim Ólafi Ragn- ari Grímssyni, Steingrími Her- mannssyni og Halli fréttamanni er alveg sér á parti fyrir góð tilþrif - einkum þegar svo er komið að hann er jafnvel betri en Hallur sjálfur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.