Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Britt Ekland Péhir Behrens við málverk sitt af Sigmari Péturssyni, fyrrverandi oddvita. Til hægri er Guðjón við teikningar úr bókinni. OV-mynd Sigursteinn Málverkasýning á Breiðdalsvík Margir telja Britt Ekland eina af kraftaverkamanneskjum ársins 1988. Ástæðan er sú að hún fæddi bam þótt hún sé orðin 46 ára. Kunnugir segja að hjónaband hennar og og hins 27 ára gamla Slim Jim Jefferson sé óvenju hamingjusamt. Sonurinn var skírður Thomas og braggast mjög vel. Hann verður á fermingar- aldri þegar mamman verður sex- tug en pabbinn fjörutíu og eins. Robert Redford Skilnaður ársins, sem var að líða, var af mörgum talinn skilnaður Roberts Redford og eiginkonunn- ar Lolu eftír 29 ára hjónaband. Redford fór leynt með nýja vin- konu og menn voru ekki vissir um hver það væri sem hann elsk- aði. Frönsk kona, Nathalie Naud, sagðist þó vera ástin í lífi hans en sjálfur sagði Redford að Bras- ilíska Sonja Braga væri nýja kon- an í lífi hans. Vonandi skýrist þetta á nýja árinu. Bjöm Borg Tennisleikarinn Bjöm Borg dró nýlega trúlofunarhring á fingur nýju vinkonu sinnar, söngkon- unnar Loredönu. Hún er ítölsk og dökk á brún og brá. Ekki ríkja tungumálaerfiðleikar í samband- inu því Bjöm talar reiprennandi ítölsku og Loredana talar sænsku óaðfinnanlega. Þau era ástfangin upp fyrir haus. Mariana Borg, fýiTverandi eiginkona Borgs, er hins vegar komin aðeins lengra í ástarmálunum. Hún er nú gift kappakstursmanninum Jean Louis Schlesser. Sguxsteirm Melsted, DV, BreiðdaJsvik: Pétur Behrens hélt hina árlegu málverkasýningu í Staðarborg dag- ana fyrir jól. Á sýningunni voru málverk, blýantsteikningar og vatnshtamyndir. Þá vora á sýningunni frammyndir myndskreytinga úr bókinni Ham- ingjublóm eftir Guðjón Sveinsson, sem Pétur myndskreytti með afar lif- andi og-skemmtilegum myndum af persónum. Einnig úr náttúranni sem era - að hans sögn - ekki til í náttúra- fræðibókum. Myndimar og bækum- ar vora til sölu og áritaði höfundur- inn, Guðjón Sveinsson, bækumar á staðnum. Ólafsvík: Opnaði verslún mælisdegi ömmu áaf- sinnar - og selur nú bamaföt og áfengi Starfsfólk i versluninni Þóru, Sigriður Þóra lengst til vinstri, þá dóttir hennar, Elsa Bergmundsdóttir, Björg Jónsdóttir og Hrefna Bjarnadóttir. DV-mynd ÁEA Frá Ama E. AJbertssyni, DV, Ólafevilc í lok nóvember, eða þann 22, vora 25 ár hðin frá því Sigríður Þóra Eggertsdóttir hóf að reka verslun hér í Ólafsvík. Fjórum árum áður hafði hún flutst hingað frá Siglu- firði og byijaði að vinna hjá kaup- félaginu Dagsbrún en varð að hætta þar skömmu síðar vegna bameigna. Þegar kom að því að fara út á vinnumarkaðinn aftur var ekki um annað að ræða en vinna í fiski, á sama stað á ný eða þá að gera eitthvað upp á eigin spýtur. Það varð ofan á að stofnuð var verslun sem hlaut nafnið Þóra. Það nafh hefur lengi verið í ætt Sigríðar Þóra og verslunin var opnuð á af- mælisdegi ömmu hennar sem ein- mitt hét Þóra. Sigríður Þóra var fyrsta konan í Ólafsvík sem hóf verslunarrekstur á eigin spýtur, eða stofnaði fyrir- tæki yfirleitt, en áður höfðu stund- að hér verslunarrekstur 2 konur, Lára Bjamadóttir og Valgerður Pétursdóttir. Þær höfðu tekið við verslunum að eiginmönnum sínum látnum. Byrjað í einu herbergi Verslunin Þóra var opnuð í einu herbergi í húsi Sigríðar og manns hennar, Bergmundar Ögmunds- sonar, að Brautarholti 2. Verslunin hlóð utan á sig og eftir nokkur ár var svo komið að plássið var orðið ofhtið. Árið 1968 var byggt og versl- unin flutt i núverandi húsnæði að Mýrarholti 12. Fyrst var verslað með vörar í umboðssölu frá versl- un Ólafs Thorarensens á Siglufirði en þegar hann hætti rekstri keypti Sigríður Þóra lagerinn og skömmu síðar hóf hún sjálf að flytja vörur inn. Fluttur var inn fatnaður frá Danmörku, Englandi og Hohandi og fór Sigríður út minnst einu sinni á ári, ásamt starfssystram á Seyð^ isfirði og í Vestmannaeyjum, en saman fluttu þær inn allar sínar vörur. Að stunda innflutning í Ólafsvík á þessum áram var nokkrum erfið- leikum háð og um 1970 hætti Sigríð- ur að flytja inn sjálf en hóf að versla við innlenda heildsala og jafnframt að draga úr vöraúrvah en dýrt var að hafa stóran og við- tækan vörulager. Er svo komið í dag að verslunin Þóra er einskorð- uð við ungbamafot og er stærsta verslunin sem verslar eingöngu með ungbamafot á öllu Snæfehs- nesi og jafnvel þótt viðar væri leit- að. Áfengisútsala í nóvember 1987 urðu svo ákveð- in þáttaskh í versluninni Þóra en þá var opnuð fyrsta verslunin á Islandi sem var með deild frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Fram til þess hafði fólk á Snæfehs- nesi þurft að panta allt áfengi í gegnum pósthúsið en með tilkomu nýju deildarinnar í versluninni Þóra gat fólk loks keypt áfengi á staðnum. Að sögn afgreiðslufólks- ins telur það að þetta hafi frekar dregið úr áfengisnotkun og ekki hefur það fundið annað en að bæj- arbúar og viðskiptavinir 'yfirleitt láti sér vel líka þessa nýbreytni. En hvað skyldi vera Sigríði Þóra efst í huga eftir 25 ára verslun í Ólafsvík? „Jú, það hafa margir sagt að það taki langan tíma fyrir að- komufólk að kyimast Ólsurum. Það þekki ég ekki. Ég kynntist fljótt gegnum verslunina mörgu ágætu fólki bæði hér í Ólafsvík og eins í nágrannabyggðarlögunum. Það sýndi sig fljótt að þetta var heiðar- legt fólk og ekki þurfti að hafa nein- ar áhyggjur þó lánað væri, alltaf var staðið í skilum. Fólkið í sveit- unum hringdi ef það komst ekki frá á daginn og þá var bara opnað á kvöldin svo það gæti verslað. Þetta var sjálfsagður greiði sem fólkið kunni vel að meta“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.