Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 32
^2 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1989. Vatnsveöur eystra: Vatnslaust á —. Kauptúnið í Fáskrúðsflrði hefur verið vatnslaust frá miöjum degi í gær. Óvíst er hvenær viðgerð lýkur og vatn kemst á á ný. Vatnslögn fór í sundur skammt innan við kauptún- ið. Lögnin liggur yflr á þar sem gæt- ir flóðs og fjöru. í hinni miklu úr- komu, sem var í gær, grófst undan lögninni þannig að hún hrökk í sund- ur. Ekki var unnt að hefja viðgerð í gær þar sem háflæði var og aðstaða afar slæm. Starfsmenn hreppsins hófu tilraunir til viðgerða í morgun. Þeir stóðu i djúpum vatnselg og sýnt er að verkið verður torsótt, að sögn Þrastar Sigurðssonar sveitarstjóra. Vegna vatnsleysisins hefur fisk- vinnsla stöðvast á Fáskrúðsfirði. íbúar hafa eðlilega orðið fyrir mikl- um óþægindum vegna þessa. Vegurinn á Fljótsdal skemmdist í gær og er lokaður allri umferð. Ótt- ast er að þar hafi einnig orðið brúar- skemmdir. Vegagerðin kannar skemmdirnar betur í dag. Mikil mildi þótti að aðrir vegir skemmdust ekki. Mikið yfirborðsvatn er viða á Aust- flörðum - enda jörð freðin. Grjót féll á vegina í Kambanes- og Vattamesskriðum. Vegirnir voru hreinsaðir í gær og verða hreinsaðir “^aftur í dag. Gert er ráð fyrir áfram- haldandi úrkomu á Austfjörðum. Uppsagnir hjá KRON Margir starfsmanna KRON fengu uppsagnarbréf um áramótin og að sögn Þrastar Ólafssonar stjórnar- formanns verða fleiri látnir hætta fljótlega. Sagði Þröstur að þessar uppsagnir kæmu meðal annars til vegna þess að verið er að leggja niður nokkrar af verslunum félagsins. ► Þá munu nokkrir yfirmanna fyrir- tækisins hafa verið látnir hætta og er þar um að ræða menn í stöðu verslunar- og skrifstofustjóra. „Það var fyrirsjáanlegt að með samein- ingu KRON og Miklagarðs myndu yfirmenn hætta og yfirbygging drag- ast saman,“ sagði Þröstur. -SMJ NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 G0ÐIR BILAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR LOKI Það er engu (íkara en að ráð- herrarnir séu farnir að biðjast fyrir á blaðamannafundum! Aðgerðir í kjölfar gengisfellingar: Tíunda hvert fiski skip í úreldingu? í sjávarútvegsráðuneytinu er nú unnið að tillögum um stofhun nýs úreldingarrsjóðs fiskiskipa sem muni beita sér fyrir kaupum á fiskiskipum í stórum stíl. Sam- kvæmt mati Þjóðhagsstofnunar mun fækkun skipa um 10 prósent og fækkun frystihúsa í kjölfar þess stuðia að um 2,5 prósent bættri af- komu fiskvinnslunar. í þeim hugmyndum, sem ræddar hafa verið í ríkisstjórninni, er gert ráð fyrir að sjóðurinn kaupi skip með kvóta og greiði markaðsverð fyrir kvótann. Hann mun síðan endurselja kvótann öðrum bátum og stuðla þar með að þvi að færri skip veiði þann fisk sem er tii skip- tanna. Þó Þjóðhagsstofnun telji að með því að afskrifa um 10 prósent af fastafjármunum sjávarútvegsins batni afkoman um 2,5 prósent telja aðrir efnahagssérfræðingar ríkis- stjórnarinnar að batinn sé enn meiri - jafiivel 5 til 7 prósent. Þessi aðgerð á því að slaga hátt í að rétta við afkomu útgerðarinnar en hún er rekin með umtalsveröu tapi samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Með 4 prósent gengisfellingu tel- ur ríkisstjórnin að afkoma fisk- vinnslunnar sé komin að núli- punktinum. Fækkun frystihúsa með aukinni hagkvæmni ætti því að koma henni i hagnaðarrekstur. Það var mat Þjóðhagsstofnunar áður en gengið var fellt að það hefði þurft um 5 prósent gengisfellingu tii þess að fiskvinnslan yrði rekin hallalaus. Efhahagssérfræðingar ríkisstjórnarinnar telja stofnunina hins vegar ofreikna gengisfelling- arþörfina. Inn í útreikninga henn- ar vantar iækkun á raforku sem stefnt er að inann tíðar. Auk þess hefur stofnunin framreiknað kostnaðartölur frá árinu 1987 þegar fiksvinnslan naut góðæris annað árið í röð. Sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar telja að kostnaður á því ári hafi verið með meira móti vegna þessa og því sé eðlilegt að reikna með einhverjum sparnaði hjáfyrirtækjunum. -gse Hafsklpsmálið: Frágangi gagna enn ekki lokið Sakadómi Reykjavíkur hafa ekki borist gögn varðandi Hafskips- og Útvegsbankamálin frá saksóknaran- um í málunum, Jónatan Þórmunds- syni. Venja er að gögn mála fylgi ákærum. Af þessum sökum hafa dómararnir þrír, sem munu fara með málin, ekki geta hafið undirbúnings- vinnu. Málin eru mjög umfangsmikil - eða um fjögur þúsund blaðsíður. Dómaranna bíður því mikill lestur. Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í málunum, segir að hann hafi samið við Sakadóm Reykjavíkur um þessa vinnutilhögun. Það er að skila gögnum, sem fylgja málunum, síðar en ákærunum. Jónatan sagði að ef svo hefði ekki verið þá væri ekki enn búið að ákæra. Nú er um einn og hálfur mánuður frá því að ákærur voru gefnar út. „Þetta var mikil vinna. Ég á von á að við skilum af okkur í næstu viku. Þetta verða líklega tuttugu bindi upp á fjögur þúsund síður,“ sagði JónatanÞórmundsson. -sme Raforkuverö til fiskviiinslu niðurgreitt? Gæfi 95 milljónir Forsvarsmenn fiskvinnslunnar hafa tekið 4 prósent gengisfellingu ríkis- stjórnarinnar með litlum fögnuði og vilja meira. Stjórnin fundaði í rúma fjóra tima í gær um frekari aðgerðir. Á myndinni má sjá Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og Steingrím Hermannsson forsætisráðherra á blaða- mannafundi í gær. DV-mynd GVA Ríkisstjórnin stefnir að því að gefa frystihúsum 25 prósent afslátt af raf- orkuverði. Þessi afsláttur jafngildir um 95 milljónum króna. Nefnd ráðherra hefur verið sett í að ákveða hver standi straum af þessum kostnaði: ríkissjóður, Lands- virkjuneðarafveiturnar. -gse í morgun: Veðriö á morgun: Frost um mest- allt land Á morgun verður norðlæg átt, víðast gola eða kaldi. Þurrt og bjart veður á Suður- og Vestur- landi en skýjað og sums staðar él á Norður- og Austurlandi. Víð- ast verður hitinn undir frost- marki. Dúndurverð fyrir karfa Verð á karfa í Þýskalandi er ennþá mjög gott. Togarinn Kambaröstin seldi í morgun í Bremerhaven og fengust um 110 krónur fyrir kílóið af besta karfanum úr skipinu. Alls seldi Kambaröstin um 80 tonn af fiski í morgun. Togarinn Engey mun selja í Þýskalandi í fyrramálið og er búist við góðri sölu. Ástæðan fyrir háu fiskverði í Þýskalandi er skortur á fiski á mark- aðnum eftir jólahátíðina. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.