Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Page 24
-24 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Lífsstíll Þegar hitastig bakrennslisvatns er meira en 40 gráður er nýting heitavatns- rennslisins ekki eins og best skyldi. DV-mynd GVA ; | '■* ■*) Er hægt að lækka hitakostnaðinn? „Meöaltalsnotkun heits vatns er 1.7 rúmmetrar á hvern rúmmetra húsnæðis á ári,“ segir Hreinn Frí- mannsson, yfirverkfræöingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur. „Ef notkun er meiri en sem þessu nemur er ástæða til aö kanna hvort eitthvað sé aö hitakerfl hússins. Þannig er hægt aö taka mið af uppgjörsreikn- ingi sem kemur einu sinni á ári þar sem rúmmetranotkun er tiltekin og deila í með fjölda rúmmetra heimilis- ins.“ Hreinn segir að þegai > erið sé að reyna að spara orkukosí nað sé vitur- legra að skrúfa fyrir ofna heldur en að opna glugga þegar of heitt er inn- anhúss. Með einfóldum reglum eins og þessari er hægi að halda oiku- kostnaði niöri. „Bakrennsli í húsi er það vatn sem rennur aftur út eftir notkun. Ef hita- stigið er 40 gráður og meira er ástæða til að fá pípulagningamann til að kanna ástand hitakerflsins. Þannig getur heitt vatn fariö til spillis og orkureikningurinn verður þarafleið- andi óþarflega hár. Ofnar eru venju- lega 80 gráða heitir að ofan en 40 gráður að neöan. Séu þeir hins vegar mjög heitir að neðan bendir það til þess að rennsli í gegnum ofninn eða ofnana sé of hratt þannig aö ofninn nái ekki aö nýta varmann. Þetta ger- ist oft með ofna sem ekki hafa hita- stýrða loka eða önnur stillitæki. Fleiri ofnar heldui en færri kosta síst meira í notkun. Það er gjarnan hugsáð um ofnafjölda þegar breyt- ingar á húsr.æði standa yfir. Þá finnst sumum freistandi að fækka einhverjum ofnum vegna ýmissa ástæðna. Það getur þó leitt til þess að meðalhitastig vatnsins, sem renn- ur um kerfið, hækki vegna þess að hitamunur í rými verður meiri ef ofnurn fækkar. Þetta leiðir af sér meiri heitavatnsnotkun til þess að vinna upp bitamismuninn. Ofnarnir sem eftir eru verða því að vera heit- ari en ella. Ég vil auk þess benda á að tvöfalt gler lækkar hitakostnað umfram einfalt gler sem enn er í mörgum húsum á landinu. Þannig verður hit- inn jafnari og þægilegri. En þetta er vafasöm fjárfesting ef eingöngu er hugsað um að lækka hitakostnaðinn, a.m.k. þar sem ódýrrar hitaveitu nýtur við. Þetta sparar ekki það mik- iö þó svo að litið sé á íjárhagsdæmiö til lengri tíma.“ Vaktallan sólarhringinn Þegar leka verður vart á heimilum er hægt að leita til Hitaveitunnar sem hefur vakt allan sólarhringinn. Það- an koma menn og hjálpa eins og frek- ast er kostur og benda á hvað er aö hverju sinni. Húskerfi eru þó á ábyrgð pípulagningameistara og því mega aðeins viðkomandi koma nærri þegar viðgerðir fara fram. Það er því aðeins bráðaþjónusta sem vakthaf- andi hjá Hitaveitu geta innt af hendi. -ÓTT Plöntur í skammdeginu: Lítil birta og takmörkuð vökvun A þessum árstíma eru margir í vandræðum með innijurtir. Það sem aðallega stendur innigróðri fyrir þrifum núna er lítil birta. Blómin vaxa lítið í skammdeginu og þess vegna getur vökvun verið til óþurftar ef ekki er dregið úr henni. Ef blöð innijurta eru byrjuö að gulna, skrælna eða detta af er besta ráðið að reyna að auka þá birtu sem plant- an fær. Þannig er ráðlegast að færa þær nær glugga en passa jafnframt að hafa þær ekki þar sem trekkir. Þar sem jörð hefur verið auð hefur minni birta verið núna miðað við þegar snjór er á jörðu - þannig hefur endurkastsins gætt. Birtumagn hef- ur því verið í algjöru lágmarki. Úr þessu er aðeins hægt að bæta með því að nýta sem best þá litlu birtu sem nýtur á daginn. Ráðlegast er að reyna að færa inni- jurtir, sem sýna veikleikamerki, sem næst glugga, í gluggakistur, af gólfi upp á borð o.s.frv. Auk þess er hægt að nota svokallaða vaxtarlýsingu. Með því móti er annaðhvort hægt að kaupa þar til gerða lampa eða þá að nota heimilislampa sem henta fyrir 60 kerta lýsingu - kaupa í þá þar til gerðar blómaperur. Lýsingin er heppilegust í 50 cm fjarlægð frá plöntunum - þannig verður nýting lýsingarinnar best. Venjuleg rafmagnslýsing dugar ekki en flúrperur geta þó í vissum tilfell- um komið að gagni. Áburðargjöf ekki æskileg núna í nóvember, desember og janúar er ráðlegast aö sleppa áburðargjöf til þess að ýta ekki undir vöxt plantn- anna - þær eru fæstar viðbúnar því á þessum tíma og hafa gott af hvíld- inni. Næringarupptaka er takmörkuð - áburður á þessum tíma getur því leitt til þess að rætur plantnanna sviðni þegar hann safnast fyrir. Sumir van- ir blómaræktendur gefa þó væga áburðarblöndu, en það gildir þá oft- ast um þá sem hafa áralanga reynslu af sömu plöntum. Jólastjama er algeng á heimilum á þessum árstíma. Bestu skilyrði fyrir hana eru bjart herbergi. Mjög óæski- legt er að hafa jólastjörnu í þurru lofti og súgi. Moldin má gjarnan vera örlítið rök. Alparós er oft í fullum skrúða á þessum árstíma og blómstrar fallega. Hana má því ekki skorta vatn og svalt loft hæfir henni prýöilega. í þær 4-6 vikur, sem alparós eða blómstr- andi plöntur eru í sínu besta formi, verður helst að sinna þeim daglega. -ÓTT Bjart herbergi er æskilegt skilyrði fyrir jólastjörnu og moldin má gjarnan vera rök. Þurrt loft og dragsúg ber að forðast. Á þessum árstíma er mikil- vægt að reyna að láta inniplöntur fá eins mikla birtu og mögulegt er. Þótt plöntur innanhúss séu ekki upp á sitt besta um þessar mundir þarf enginn a& örvænta þó að eitt og eitt blað falli af stofu- jurtunum. Endurnýjun á sér stað í flestum tilfellum. En það er mik- ilvægt á þessum árstíma að reyna að halda vökvun í lágmarki. Nokkrar inniplöntur eru nokk- uð erfiðar viðureignar í skamm- deginu. Sem dæmi má nefna benjamínsfíkus og ask. Gæta þarf þess að rætumar fúni ekki á þess- um plöntum eins og öðrum. Þegar Ekki þarf að örvænta vökvað er í svartasta skammdeg- inu tekur það moldina langan tíma að þorna og því er hætta á að hún verði of köld og hætta verður á fúa. Rótin hefur af þess- um sökum ekki hagkvæm skil- yrði. Þetta er oft orsökin fyrir því að blöð gulna eða detta af. Umpottun og hitastig A þessum árstíma eru fæstar plöntur viðbúnar að vinna úr og aðlagast nýrri mold. Það er ekki fyrr en í febrúar sem ráðlegt er að umpotta plöntum. Fagmenn segja gjarnan að hita- stig á íslenskum heimilum sé 4-6 gráðum of heitt fyrir stofugróður. 18 stiga hiti er oftast hæfilegur fyrir innijurtir. Ef of heitt er or- sakar það of hraða uppgufun sem aftur kallar á meiri lífsstarfsemi plantna. Plöntur ættu því ekki að standa við ofna, a.m.k. ekki á þessum árstíma. Sumar plöntur, eins og júkkur og drekatré, þola þónokkuö mikinn hita. Plöntrn- hafa yflrleitt alltaf gott af því að „fara í bað“ öðru hverju - vatnið skolar ryki í burtu og hressir gróöurinn við. Dragsúgur er nokkuð sem blómaeigendur ættu í lengstu lög að forða plöntum sínum frá. Afleiöingar af völdum súgs geta verið að þunn eða fín- gerð blöð sortna og blöð nokkurra teg- unda innijurta verða lafandi eða fella blöð. Þegar glugga- tjöld eru dregin fyrir er vert að hafa í huga að reyna að hafa plönturnar ekki á bak við gluggatjöldin - útiíkuldanum. Of lágt rakastig veldur því að þunn blöð geta orðið brúnleit við jaðarinn. Til að bæta ú? of lágu rakastigi er heppilegast að láta potta standa á bakka með rakri möl í. Einnig er rétt að úða reglu- lega. -OTT Hitastig á is- lenskum heim- ilum er i flest- um tilfellum 4-6 gráðum hærra en það sem þykir passlegt fyrir innijurtir. Umpottun og áburðargjöf er oft- ast ekki timabær fyrr en í febrú- armánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.