Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Fréttir Útgerðarfélagið Eldey hf: íhugar að selja annan bát sinn - fáum ekki þann stuðning sem lofað var, segir Jón Norðfjörð „Þaö er rétt aö til tals hefur kom- ið að selja annan bátinn, jafnvel hefur verið orðað að leggja félagið niður. Bngar ákvarðanir hafa samt verið teknar enn þá. Þaö sem er aö hjá okkur er að við höfum ekki fengið þann stuðning sem okkur var lofað eftir að félagið var stofnað og við töldum vísan. Þeir sem stóðu að stofnun Eldeyjar ltf. hafa full- komlega staðið við sitt. Aðrir sem lofuðu stuðningi og hlutafé hafa aftur á móti brugðist okkur. Það er spuming hvort til einhvers sé að vera að gera þessa tvo báta út,“ sagði Jón Norðfjörð, stjórnarfor- maður útgerðarfélagsins Eldeyjar hf„ í samtali við DV. Jón sagði aö í næstu viku yrði haldinn fundur i félaginu þar sem ákvörðun yrði tekin um framtíð þess. Eldey hf. var stofnað af nokkrum fiskvinnslufyrirtækjum á Suðurnesjum og var tilgangur félagsins sá einn að sjá um útgerð báta til að aíla fiskvinnslustöðvun- um hráefnis. Jón sagði að í sjálfu sér væri rekstur þeirra tveggja báta, sem félagiö á, ekki erfiður heldur vantaði þann stuðning við félagið sem lofaö var. „Við sem stjómum Eldey hf. er- um tiibúnir að halda áfram og berj- ast ef þeir sem lofuðu okkur stuðn- ingi eru tilbúnir aö koma með okk- ur í þann slag,“ sagði Jón Norð- fjörö. -S.dór HHöargall: Sáralítill snjór og ekkert skíðafæri Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Það er sáralítill snjór í Hlíðar-fjalli um þessar mundir og þarf að snjóa mikið hér til þess að við getum opnað skíðabrekkurnar," segir ívar Sig- mundsson, forstöðumaður skíða- svæðisins í Hlíöarfjalli við Akureyri. „Við erum því í algjörum vandræð- um,“ sagði ívar. „Hins vegar er þetta ástand ekkert einsdæmi á þessum árstíma og við opnuðum t.d. ekki fyrr en 10. janúar á síðasta ári. Það sem viö gerum núna er að gera lyftur tilbúnar og koma flóðlýsingunni í gang þannig að allt verði til reiðu hér þegar snjórinn kemur," sagði ívar. Loðnuskipin máttu halda aftur til veiöa á miðnætti 2. janúar eftir jólastopp. Flest skipin munu vera á leið á miðin en að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd er varla tiðinda að vænta af veiðum fyrr en síðdegis í dag. Þessi mynd var tekin í Reykjavikurhöfn þar sem loðnuskip var að taka nótina um borð. DV-mynd S Hljóðbylgjan: „Erum ánægðir með undirtektir“ - segir Oddur Thorarensen Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum nokkuö ánægðir með þær móttökur sem við höfum fengið í Reykjavík," segir Oddur Thoraren- sen, einn af eigendum útvarpsstöðv- arinnar Hljóðbylgjunnar á Akúreyri, en stöðin hefur að undanfórnu einnig útvarpað í Reykjavík. Oddur sagði að nú væri beðið eftir því að stöðin fengi dagskrárlínu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Óvíst væri á þessari stundu hvenær sú lína fengist hjá Pósti og síma en þegar þar að kæmi myndi stöðin útvarpa efni á Reykjavíkursvæðinu beint frá Ak- ureyri. „Það er alltaf verið að skoða þessa hluti og meta ástandið," sagði Oddur þegar hann var spurður hvort ein- hverjar breytingar yrðu gerðar á dagskrá stöðvarinnar þegar útsend- ingin frá Akureyri næðist á höfuö- borgarsvæðinu, en Oddur bætti því við að ekki yrði um neinar stórvægi- legar breytingar að ræöa á starfsemi stöðvarinnar. Stjaman: „Sendum út á Akureyri enn um sinn“ Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: „Það kom til umræðu að hætta út- sendingum á Akureyri en við höfum horfið frá því og munum senda út áfram til Akureyrar enn um sinn a.m.k,“ segir Þorgeir Ástvaldsson hjá útvarpsstöðinni Stjörnunni. „Þetta var rætt sem liður í sparn- aöi og aðhaldi varðandi reksturinn hjá okkur en við vonumst til að kom- ast hjá því að hætta þessum sending- um norður. Að hætta þessum útsend- ingum væri vissulega áþreifanlegt veikleikamerki og hjá því viljum við komast,“ sagði Þorgeir. Eins og fram hefur komið hefur öllum starfsmönnum Stjörnunnar verið sagt upp störfum og eru þær aðgerðir til komnar vegna hagræð- ingar í rekstri fyrirtækisins. í dag mælir Dagfari Þau tíðindi gerðust á síðasta ári að Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri KEA á Ákureyri og stjórnar- formaður SÍS, var skipaður banka- stjóri í Landsbankanum. Ekki þar fyrir að Valur sé verri en aðrir til að gegna bankastjórastöðu enda eru engar kröfur gerðar til banka- stjóra um menntun eða starfs- reynslu aðrar en þær að mennirnir hafi veriö duglegir við að slá lán í bönkunum, sem þeir verða banka- stjórar í, eða þá hitt að þeir hafi réttan og löglegan flokkslit. Valur Arnþórsson uppfyllir bæði þessi skilyrði. Hann er stærsti skuldu- nautur bankans sem ábyrgðarmað- ur SÍS og löggiltur og eðalborinn framsóknarmaður en gæfa hans er nefnilega sú að framsóknarmenn eiga guðs útvaldan rétt á banka- stjórastöðunni eftir að Sverrir Her- mannsson hafði hreppt banka- stjórastöðu fyrr á árinu. Sverrir er sjálfstæðismaður eins og alþjóö veit og hefur mikla reynslu af að sóa peningum ríkisins frá því hann var kommissar í Framkvæmda- stofnun og hann gegndi auk þess ráöherrastöðu um tíma með þeim glæsibrag að önnur eins útgjalda- véisla hefur ekki verið haldin í menntamálaráðuneytinu fyrr né Frá síðar. Nú eru þeir félagarnir sem sagt orönir bankastjórar í stærsta ríkis- bankanum, annar fyrir að ausa út fé ríkisins, hinn fyrir að slá fé ríkis- ins. Og báðir með rétt flokksskír- teini upp á vasann. Verðleikar ís- lendinga mælast ekki öðruvísi þeg- ar kemur að valdapóstunum. Valur Arnþórsson tekur viö sinni bankastjórastöðu nú um áramótin. Hann labbaöi sig inn í bankann í fyrradag og var boðinn velkominn. Maðurinn er jú heimagangur í bankanum eftir allar píslargöng- urnar fyrir Sambandið sem skuld- ar Landsbankanum meira en aðrir fá að skulda í þessu landi. En Valur stóð ekki lengi við. Hann mátti ekki vera að því að setjast í bankastjóra- stólinn strax. Þannig er nefnilega mál með vexti að hann er alls ekki hættur sem stjórnarformaður hjá Sambandinu! Þetta þýðir að Valur Arnþórsson, stjórnarformaöur hjá SIS, slær bankann um lán hjá Val Arnþórs- syni, bankastjóra í Landsbankan- um. Valur Arnþórsson hjá Lands- bankanum mun síðan taka á móti Val Arnþórssyni frá Sambandinu og samþykkja góðfúslega að Valur hjá SÍS fái lán hjá Val í Lands- heilbrigða viðskiptahætti. Hvaða vit er i því að hafa ókunnuga menn í bankastjórastólum sem ekkert vita hversu mikið þarf að lána fyr- irtækjunum sem skulda? Ef Valur hefði ekki verið framsóknarmaður og stjómarformaður hjá SÍS hefði hann aldrei verið skipaður í banka- stjórastöðuna en einmitt af því að hann er aðalmaðurinn í SÍS hentar það hagsmunum SÍS að hafa hann í bankanum. Hann er í rauninni miklu þýðingarmeiri fyrir SÍS í Landsbankanum heldur en í SÍS. Nú er hann báðum megin við borð- iö og ræður því hvað bankinn lánar honum. Nú þarf ekki lengur að biðja ókunnuga menn um lán. í rauninni er það óþarfl fyrir Val að hætta hjá SÍS þótt hann fari í bankann. Spurningin er hvort ekki eigi einfaldlega að innbyrða Lands- bankann í Sambandið, svo að mað- urinn þurfi ekki að hafa það ónæði að skipta um skrifstofu. Hann verö- ur hvort sem er í sama hlutverkinu áfram! Hér eftir lánar Valur Val, eftir að Valur er búinn að segja Val að lána Val. Valur um Val frá Val til Vals. Eða þannig. Dagfari Val til Vals bankanum. Ekki hefur það áður gerst að einum og sama manninum hafi verið sýnd slík virðing né feng- in slík völd, enda ekki á hverjum degi sem stærsti skuldarinn gerist bankastjóri lánardrottnanna og tekur á móti sjálfum sér. En á þessu eru skýringar. Valur þarf væntanlega að skoða bók- haldiö hjá SÍS áður en hann yfirgef- ur skútuna, til að átta sig á því hversu mikið hann þarf að lána SÍS eftir að hann hefur tekið viö í bank- anum. Þetta er rökrétt framhald af stöðuveitingunni. Eða til hvers halda menn að Valur Arnþórsson hafi verið gerður aö bankastjóra í Landsbankanum þar sem Sam- bandið skuldar nema til að sjá um að Sambandið fái að skulda áfram og fá lánað áfram til að tryggja hag SIS? Þetta er mjög heiðarleg afstaða og áreiðanlega í fullu samræmi viö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.