Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Utlönd Reagan í skurðaðgerð Reagan, forseti BandaríKjanna, mun á laugardag gangast undir skurðaögerð vegna herpingar 1 vinstra baugfingri. Læknar segja aö ef ekkert verði gert geti farið svo að Reagan hafi lítil not af hendinni. Viö þessa aðgerð þarf aðeins stáð- deyfingu og að sögn einkalæknis forsetans verður hann að öllum lík- indum kominn aftur til starfa á sunnudag. Reagan verður lagður inn á Walt- er Reed hersjúkrahúsið á fóstudag til að undirbúa aðgerðina. Aðgeröin mun taka tvær til þrjár klukkustundir. Svona herping í fingrum er al- geng meðal eldri karla og allt að 20 prósent karla yfir sextugt þjást af herpingum í fingrum. Aðgerðin er ekki með öllu hættulaus því að höndin getur skaddast ef hnífur læknisins lendir á taug eða æð. Reagan Bandarikjaforseti fer i skurðaðgerð á laugardag. Eins og sjá má er baugfingur hans á vinstri hendi orðinn nokkuð herptur. Símamynd Reuler Spies kaupir Tjæreborg Stærsta ferðaskrifstofa Danmerk- ur, Spies ferðaskrifstofan, tilkynnti í gær að hún hefði tekið yfir aðal- keppinaut sinn, Tjæreborg ferða- skrifstofuna. Sérfræðingar segja að með þessu hafi Spies náð yfir 80 pró- sentum af dönsku ferðaþjónustunni. Eftir yfirtökuna mun hið nýja fyr- irtæki hafa veltu upp á nærri fjöru- tíu milljarða íslenskra króna á ári. Starfsmenn þess verða um þrjú þús- und og viðskiptavinir um þrettán hundruð þúsund á ári. Innifaldar í yfirtökunni eru skrif- stofur Tjæreborg í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og á Spáni. Spies ferðaskrífstofan, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Kaupmanna- höfn, vildi ekki gefa upp hve hátt kaupverðið var. Tjæreborg var helmingi minna fyrirtæki en Spies en þrátt fyrir það aðalkeppinautur Spies. Báðar ferðaskrifstofurnar hafa sérhæft sig í ódýrum pakka- ferðum til Miðjarðarhafslanda, eink- um Spánar. Tjæreborg ferðaskrifstofan var stofnuð í samnefndu þorpi á Vestur- Jótlandi á sjötta áratugnum. Það var sóknarpresturinn í bænum, Eilif Krogager, sem fór í hræódýrar ferðir meö sóknarbömin með járnbrautar- lest til Spánar. Síðar fór hann út í að leigja flugvélar undir ferðir sínar. Krogager, sem í gær varð sjötíu og átta ára, hefur þurft að horfa upp á hnignun fyrirtækis síns á undan- förnum árum vegna samkeppninnar við Spies. Á síðasta ári seldi hann leiguflugfélag sitt, Sterling, til dansk-sænsks fyrirtækis fyrir upp- hæð sem ekki hefur verið gefin upp. Spies ferðaskrifstofan var stofnuð af kaupsýslu- og útvarpsmanninum Símoni Spies til að keppa við Tjære- borg. Spies varð fljótlega stærri á markaðinum en fyrirtæki prestsins. í gær veltu sérfræðingar því fyrir sér hvort SAS muni síðan á næst- unni taka yfir hina nýju ferðaskrif- stofu. Vitað er að SÁS hefur sýnt áhuga á að eignast bæði fyrirtækin. Talið er að Janni Spies, ekkja Símon- ar Spies, sem nú á fyrirtækið, geti vel hugsað sér að selja. Sumir töldu jafnvel að hún hefði þegar ákveðið að selja SAS ferðaskrifstofuna og yfirtaka Spies á Tjæreborg væri hluti af því samkomulagi. NTB/Reuter Kontraskæruliðar drepa þrjá Kontraskæruliöar drápu .þrjá óbreytta borgara og særðu þrjá til við- bótar í norðurhluta Nicaragua í fyrstu árás þeirra á nýju ári að sögn vamarmálaráðuneytis iandsins í gær. Ráðuneytið sagði að á mánudag hefðu skæruliöarnir gert árás á þorpið La Maranosa og orðið þremur óbreyttum borgurum aö bana. Þriggja ára stúlka var meðai hinna látnu að sögn ráðuneytisins. Vopnahlé hefur verið i gildi frá því í mars á síðasta ári. Ásakanir hafa þó gengið á vixi um brot á vopnahléinu. Jorge Rosales, talsmaður kontraskæruliöanna í Miami á Flórída, sagði í gær að hánn hefði engar fregnir fengiö af árás sem þessari en bætti við að sandinistar sökuðu skæruliða oft um dráp. Slikt væri hður í ófræging- arherferð þeirra gegn skæruliðum. Hann sagði að skæruliðamir hefðu ströng fyrirmæli um að virða vopnahiéið. Daniei Ortega, forseti Nicaragua, sagði í ræðu á nýársdag að ekki kæmi til greina að ræða við forystu skæruliða að svo stöddu. Hann sagðist vera að vinna að friðartillögum sem verða lagðar fyrir stjóm Bush, vænt- aniegs forseta Bandarikjanna. Abrams viðurkennir mistök Elhott Abrams, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamönnum hefðu orðið á mistök varðandi stefiiu sína í málefn- um rómönsku Ameríku. Hann lagöi hins vegar mikla áherslu á að hjálpa þyrfti kontraskæruliðum í Nicaragua. Abrams hefur verið stefnt fyrir rétt sem vitni í réttarhöldunum yfir Oliver North. Abrams sagði að það hefðu veriö mistök að aðstoða skæruliðana með leynilegum aðgerðum frá árinum 1981. Hann sagði að þessi aðstoð hefði átt aö vera algerlega opinber. Abrams sagði að stjórnvöld hefðu átt að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir að þau ætluðu ekki að láta það viðgangast aö til yrði önnur Kúba í bakgarði Bandaríkjanna og að öilum ráðum yrði beitt fil aö stöðva kommúnismann í Nicaragua. Abrams sagðist telja að Sovétríkin væru að endurskoða hug sinn gagn- vart litlum einræðisríkjum í þriðja heiminum og Nicaragua væri eitt þeirra. Schliiier fær verðlaun Poul Schltiter, forsætisráðherra Danmerkur, hlaut í gær verðlaun, sem námu tæplega fjögur hundruð þúsxmd íslenskum krónum, frá dagblaðinu Berhnske Tidende, sem er eista dagblað Danmerkur. Verölaunin hlýtur hann fyrir að hafa verið góður forsætisráðherra. Berlinske Tidende, sem er íhaldssamt, afhendir verðlaim einu sinni á ári, á afmæli sínu. Það var stofnað fyrir tvö hundruð og fjörutíu árum og telur sig vera elsta blaö Evrópu. Schlúter, sem er fimmtíu og níu ára að aldri, er ieiötogi íhaldsflokksins og stjóm hans er minnihlutastjóm hægra megin við miðju. Hann hefur verið forsætisráðherra frá þvi í september 1982. Kerlmgin reis upp frá dauðum Það kom ættingjum hinnar eitt hundraö ára gömlu Kalenben Balabhai ekki mikið á óvart þegar hún gaf upp öndina á mánudag. Sú gamla var þó ekki dauð úr öllum æðum og átti eftir að koma ættingj- um sínum mjög á óvart Ættingjamir fóm með hana og lögðu hana á bálköst sem síðan átti að bera eld að. Þegar ættingjamir ætluðu að bera eld aö kestinum, eins og venja er samkvæmt siö hindúa, reis sú gamla upp og kraföist þess aö fá að fara heim. Ortega eini þjóðhöfðinginn á byHingarafmæli Daniel Ortega, forseti Nicaragua, kom til Havana á Kúbu í gær. Hann er eini þjóðhöfðinginn sem verður viðstaddur hátíöarhöld vegna þrjátiu ára byltingarafmæhsins á Kúbu. Hann lýsti því yfir við komuna aö land hans heföi staöist árásir Bandaríkjamia. Ortega sagði að þetta væri ekki einungis afmæli Kúbu heldur allra þriðja heims ríkja. Ortega hefur verið með annan fótixm á Kúbu frá þvi hann komst til valda árið 1979. Reuter Hér sjást þeir Jan Carlzon, forstjóri SAS, og Eilif Krogager, fyrrum forstjóri og eigandi Tjæreborg ferðaskrifstofunn- ar. Margir telja að nú sé stutt í að SAS eignist Tjæreborg ásamt Spies. Sprengief ni fannst við Stokkhólmsflugvöll Sænsk yfirvöld fundu vopnabirgð- ir í námunda við flugvöllinn í Stokk- hólmi í júlí síðastliðnum. Töluvert var um sams konar sprengiefni og tahð er að hafi verið notuð til að granda Pan Am þotunni yfir Skot- landi í síðasta mánuði, að sögn yfir- valda. Flugmálayfirvöld sögðu í gær að nokkur kíló af Semtex, plastsprengi- efni, hefðu fundist á þessum felustað. Einnig heíðu fundist sovéskir Kalas- hnikov rifflar. Þessar upplýsingar koma fram nú þegar SAS flugfélagið stendur fyrir mestu öryggisráðstöfunum í sögu fé- lagsins í kjölfar þriggja sprengjuhót- ana á dögunum. Fólk var flutt í burtu frá Kallax flugvelh utan við bæinn Lulea í gær eftir að borist hafði sprengjuhótun símleiðis. Flugvallaryfirvöld segja að engin merki hafi fundist um skemmdarverk. Bengt Davidsson, talsmaður sænsku öryggislögreglunnar, vildi í gær ekki staðfesta að fundist hefði Semtex sprengiefni í júlí síðastliðn- um. Hann vildi heldur ekki tjá sig um það hvort einhver tengsl gætu verið á milli sprengingarinnar í Pan Am þotunni og vopnafundarins. Breskir rannsóknaraðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Pan Am þotunni hafi verið grandað með plastsprengiefni en ekki hafa þeir viljað nefna eina ákveðna tegund sprengiefnis. Sérfræðingar telja þó að Semtex sé líklegasta efnið. Davidsson sagði að sænska lögregl- an teldi að vopnin hefðu verið í eigu Khadar Samir Mohammed, sem er Palestínumaður og grunaður um að vera meðlimur í samtökum Abu Nid- al. Samtök Nidal hafa haldið fram að Mohammed hafi dáið fyrir þremur árum. Reuter Gífurlegar öryggisráöstafanir eru nú gerðar á flugvöllum um allan heim vegna hótana hryðjuverkamanna um skemmdarverk. SAS flugfélagið hefur oröið einna verst úti og fengið þrjár alvarlegar hótanir. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.