Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. Andlát Guðmundur Karl Sveinsson lést að heimili sínu, írabakka 10, að kvöldi 1. janúar. Ágústa Jónsdóttir, Austurbrún 2,' lést í Vífilsstaðaspítala 2. janúar. Sigmundur Jóhann Albertsson versl- unarmaður lést í Borgarspítalanum 3. janúar. Þóra Steinunn Sigurðardóttir, Trað- arkotssundi 3, Reykjavík, lést í Borg- arspítalanum að kvöldi 2. janúar. Guðmundur L. Guðmundsson, fyrrv. skipstjóri, lést að Reykjalundi 3. jan- úar. Jaröarfarir Magnús Frímannsson, Sólheimum 20, Reykjavík, andaðist 28. desember sl. Útforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Brynjar Sörensen, Kringlumýri 9, Akureyri, lést í Borgarspítalanum að kvöldi nýársdags. Jarðarförin verð- ur gerð frá Glerárkirkju fóstudaginn 6. janúar kl. 14. Agnar Kristjánsson forstjóri lést á Landspítalanum þann 27. desember sl. Hann verður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Kjartan Ágúst Jónsson járnsmiður, Brekkustíg 9, andaðist 24. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Guðný Theódóra Sigurðardóttir, Holtsgötu 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Helga Sigurborg Bjarnadóttir, Stíflu- seh 6, sem lést af slysförum þann 29. desember, verður jarðsungin frá Sel- jakirkju fostudaginn 6. janúar kl. 15. Ragnheiður Pétursdóttir, fyrrum húsfreyja á Dröngum, Strandasýslu, andaðist á Hrafnistu á nýársmorgun. t Eiginmaður minn Agnar Kristjánsson forstjóri lést á Landspítalanum þann 27. desember sl. Hann veröur jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd aðstandenda. Anna Lilja Gunnarsdóttir t Faðir okkar og afi, Kjartan Ágúst Jónsson járnsmiður, Brekkustig 9, andaðist 24. desember. Jarðarförin hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorsteinn Kjartansson Guðmundur Kjartansson Oddný Sif Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Innilegar þakkir sendum við öllum ersýndu okkur samúð og vináttu viðandlátog útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Margrétar Guðjónsdóttur Hvitárdal, Hrunamannahreppi Ásdís Dagbjartsdóttir Jón Dagbjartsson Gréta María Dagbjartsdóttir Guðbjöm Dagbjartsson Sigriður Dagbjartsdóttir Tómas Antonsson Guörún Guðnadóttir Þórður Ólafsson Þorbjörg Grímsdóttir Eiríkur Sigurgeirsson Barnabörn og barnabarnabörn t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa oglangafa Ólafs Vigfússonar Austurvegi 17B, Seyðisfirði Þórhildur Kr. Jakobsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Óskar Friðriksson Ellen Ólafsdóttir Þorleifur Þorleifsson Vigdis Ólafsdóttir Einar Ólafsson Emilia Jónsdóttir Hallbjörg Ólafsdóttir Tom Hansen Barnabörn og barnabarnabarn Fréttir „Gengisfellingarkórinn“ ekki þagnaður: Þörf á 11 til 12 prósent gengisfellingu til viðbótar „Þessi gengisfelling breytir sára- litlu um þann vanda sem við er að glíma. Hún breytir engu um það að menn munu áfram ræða um næstu gengisfellingu,“ sagði Vil- þjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs. - 4 prósent gengisfelling þaggar þá ekki niður í svokölluöum gengis- fellingarkór? „Nei, það æsir hann ef eitthvað er. Ég tel að þörf hafi verið á um 15 prósent gengisfellingu að lág- marki. Þessi gengisfelling nú skilur því eftir þörf fyrir um 11 til 12 pró- sent gengisfellingu." - Er möguleiki fyrir ríkisstjórnina að grípa til einhverra aðgerða við hlið gengisfellingarixmar sem kæmu í veg fyrir að fella þyrfti gengiö frekar? „Nei. Þessi gengisfelling nær ein- ungis að hindra að þeir fjármunir, sem lagðir voru í Verðjöfnunarsjóð gávarútvegsins, verði ekki upp- umir í apríl. Þaö verður þvi áfram- haldandi þrýstingur á gengið. Vandamálið er i grundvallaratrið- um óbreytt." - Telur þú að stjómvöld geti fellt gengið um 11 til 12 prósent til við- bótar án þess að launþegar geri kröfu um að fá þá gengisfellingu bætta í komandi samningum? „Já, ég held að fólk leggi meiri áherslu á aö halda vinnunni. Ég hef ekki orðið var við annað en fólk hafi skilning á því að sjávarút- vegur þurfi að bera sig. í mörgum byggðarlögum úti á landi vinna all- ir íbúamir annaðhvort beint hjá fiskviimslufyrirtækjum eða í fyrir- tækjum sem þjónusta þau. Þetta fólk skilur hvaða áhrif það hefur þegar fiskvinnslan er rekin með tapi um langan tíma.“ - Er raunhæft að ætla að til dæmis opinberir starfsmenn sýni sama skilning? „Það verður að láta reyna á það. Þeir yrðu aö sætta sig við það. Annaö er bara ekki hægt,“ sagði Vfihjálmur. -gse Óánægðir krakkar eftir nýársnótt: „Troðið út um allt á Hótel íslandi“ „Það var troðiö út um allt á Hótel íslandi á nýársnótt, líka í hliðarsöl- unum. Það var bókstaflega hvergi hægt að vera. Það vora nokkur okk- ar allsgáð og sáu enga hatta eða neitt ætilegt á boðstólum þó þau litu í kring um sig. Við þekkjum staðinn vel og rötum um hann og vitum al- veg um hvað við erum að tala. Við gefum ekki mikið fyrir útskýringar hótelstjórans í DV í gær,“ sögðu krakkar sem komu að máli við DV í gær en vildu ekki láta nafns síns getið opinberlega fyrst um sinn. Þeir höfðu keypt miða um miðjan dag á gamlársdag og númerin vora þá komin upp í 2744. Þeir sögðust hafa komið að Hótel íslandi um tvö- leytið á nýársnótt. Þá var heilmikil röð fyrir utan og segja krakkarnir að hún hafi rannið nær viðstöðu- laust inn. „Eftir eina ferð niður stig- ann inni vorum við lurkum lamin og leituðum í gegn um eldhúsið til að komast út. Það var ekki nokkur von tun að komast út um aðaldym- ar, hvað þá að skila fotum í fataheng- ið eða fá þau aftur. í eldhúsinu vora nokkrir krakkar hálfskælandi vegna æsingsins. Það skemmtir sér enginn í sv.ona geðveiki." Þessir krakkar eru ekkert sérlega hrifnir af samskiptum sínum við lög- regluna. „Við reyndum árangurs- laust að kvarta yfir ástandinu við lögregluna og fá efdrlitsmenn til að telja út. Stefnan er hreinlega að kæra forráðamenn Hótel íslands vegna mannfjöldans en það stoðar litið þeg- ar engar sannanir era fyrir hendi. Lögreglan vísaði tilraunum okkar á nýársnótt á bug. Einu sinni var hreinlega skellt á okkur og í annað skipti fengum við að heyra að við ættum ekki að láta eins og móður- sjúkar hænur.“ „Við vitum að íjöldi seldra miða er eitt og fjöldi gesta inni á staðnum í einu axmað. Tfi aö fá á hreint hve margir hafa verið inni þarf að telja út úr húsinu og það var ekki gert. En þegar fjöldi seldra miða er hátt á þriðja þúsund um miðjan gamlárs- dag dregur maður vissar ályktanir," sögðu krakkamir. -hlh Kveðjuathöfn verður í Kópavogs- kirkju föstudaginn 6. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður í Ámesi 7. janúar. Theódóra Ó. Frederiksen, sem lést 23. desember sL, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu- daginn 6. janúar kl. 13.30. Gísli Jakobsson frá Þóreyjamúpi verður jarðsettur frá Hvammstanga- kirkju laugardaginn 7. janúar kl. 14. Upplýsingar í síma 681064 um ferð sem verður frá Umferðarmiðstöð kl. 8 sama dag. Hallfreður Guðmundsson, fyrrver- andi hafnsögumaður, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. desem- ber sl., verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14. Baldur Ólafsson bankaútibússtjóri lést 28. desember sl. Hann fæddist á Hofsósi 2. ágúst 1911. Foreldrar hans vora Lfija Haraldsdóttir og Ólafur H. Jensson. Baldur starfaði lengi sem gjaldkeri útibús Útvegsbanka ís- lands í Vestmannaeyjum. í ágúst 1953 réðst hann sem útibússtjóri bankans í Vestmannaeyjum og gegndi þvi starfi til 1968 að hann tók við útibú- stjórastörfum í Kópavögi. Eftirlif- andi eiginkona hans er Jóhanna Ágústsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú böm saman. Áður hafði Jó- hanna eignast dóttur sem Baldur gekk í foðurstað. Útför Baldurs verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Fimmtudaginn 5. janúar nk. verða 6. áskriflartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.30. Guðmundur Magnússon píanóleik- ari leikur þá í fyrsta skipti einleik með hljómsveitinni á tónleikunum í Reykja- vik. Hljómsveitarstjóri verður Páll P. Pálsson, fastráðinn hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Á efnis- skránni verða þijú verk: Forleikurinn að Töfraflautunni eftir Mozart, Píanó- konsert nr. 1 eftir Beethoven og Sinfónía í C eftir Stravinski. Guðmundur Magnús- son píanóleikari er rúmlega þritugur að aldri. Hann lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavjk 1979. Frá árinu 1980 stundaði hann nám við Tón- listarháskólann í Köln í Vestur-Þýska- landi og lauk þaðan burtfararprófi 1983 en var eftir það við framhaldsnám við sama skóla í tvö ár. Hann starfar nú sem kennari við tónlistarskólana í Garðabæ og Keflavik. Félag eldri borgara Árshátið félagsins verður haidin að hótel Sögu föstudaginn 6. janúar. Pantanir ósk- ast sóttar fyrir 5. janúar. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju Janúarfúndurinn 5. þ.m. fellur niður. Aðalfúndir félagsins verður 2. febrúar. Tapað fimdið Kvenveski og hanski tapaðist á gamlárskvöld, annaðhvort á Kleppsvegi eða Háaleitisbraut. Finnandi vinsamleg- ast hringi í síma 38423. Fundarlaun. ATH! Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.