Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. 13 Lesendur „Húsavík gæti hagnast á skyndilegri mannfjölgun og auknum vaxtarbroddi í atvinnulífið“, segir hér. - Frá Húsavík. Kreppa í kauptúnum Helgi Magnússon hringdi: Ég tek undir lesendabréf frá Þóru í DV hinn 30. des. sl. þar sem hún er að ræða um hina ískyggilegu þró- un í málefnum þéttbýlis á lands- bygginni sem sum hver nálgast gjald- þrotastigið. Það er auðvitað ekkert óeðlilegt miðað við þær aðstæður sem lengi hafa verið í sumum þeirra. Þóra tekur dæmi af og minnist á þrjú byggðarlög sem einna verst eru sett þessa stundina, Hofsós, Kópa- sker og Ólafsfjörð, og segir að þama hafi menn ráðist í að byggja sér ný- tísku hús sem dugi ekki til að bjarga þessum stöðum frá mannfæð og fjár- hagserfiðleikum. Allt er þetta rétt og satt, en hér verður að finna leið fyrir fólkið sem þarna býr. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann og láta svo þar við sitja. Ég held að þau tvö kauptún, sem Þóra minnist á í bréfi sínu í DV, Hofsós og Kópasker, séu einmitt dæmi um lítil kauptún þar sem hægt er að bjarga íbúunum frá meiri skaða en orðið er með því hreinlega að hjálpa fólkinu að hörfa skipulega frá þessum stöðum til þéttbýlli svæða, ekki endilega til höfuðborgarsvæðis- ins heldur til næsta þéttbýliskjama viö þessi kauptún. Kópasker er að vísu ekki í alfara- leið og engin sérstök þéttbýhssvæði þar í kring. En Húsavík er það þétt- býlissvæði sem er nærtækast að ætla að gæti hagnast á að fá skyndilega mannfjölgun og um leið aukinn vaxt- arbrodd í atvinnulífiö. Reikna verður með að sá mannfjöldi, sem þannig kemur inn í nýtt umhverfi, hafist eitthvað að en sitji ekki auðum hönd- um þótt aöstæður á fyrri staðnum hafi hamlað frekari umsvifum. Þaö em reyndar íbúar fleiri kaup- túna en þessara tveggja sem þyrfti að aðstoða við að búsetubreytingu, en byrja mætti á Kópaskeri og Hofs- ósi og standa þar svo vel að verki að þjóðin hefði sóma af. Kaupum minna bensín Pálmi Sigurðsson hringdi: Enn einu sinni er ráðist á okkur bifreiðaeigendur og ekki bara á okk- ur því það kemur í allra hlut að borga fyrir nýtilkynnta hækkun á bensíni. Og svo bítur ríkisstjómin höfuðið af skömminni með því að láta þau boð út ganga um leið og verðhækkunin er tilkynnt að nú séu 15 mánuðir síð- an bensíngjald var hækkað síðast! Hækkunin á útseldu bensínverði er um 12% og okkur neytendum er nákvæmlega sama um allar útskýr- ingar hins opinbera á því hvemig hinir ýmsu hðir í bensíngjaldsút- reikningunum skiptast. - Það er verðstöðvun í landinu og bensín á heimsmarkaði hefur ekkert hækkað og engar aðrar hækkanir þess vald- andi að nokkuð hafi rekið hið opin- bera til þess að hækka bensíngjaldiö. Hér hækkar aht í verði í miöri verðstöðvun sem sjálf ríkisstjómin setur, jafnt gjaldskrá hins opinbera eins og nú er um bensínið sem hjá einkaaðilum, eins og nýlega var til- kynnt um fyrir veiði í laxveiðiám. - Og hvemig á nú nokkur maður að geta treyst yfirlýsingum ráðherra sem fara svona að ráði sinu? Ég skora á aha bifreiðaeigendur að sýna nú samtakamátt sinn í því að kaupa sem allra minnst bensín út þennan mánuð eða lengur, og helst aldrei fyrir meira en 500 krónur í senn, til að sýna hinu opinbera aö neytendur verða ekki barðir til hlýðni hér eins og gerist í verstu ein- ræðisríkj um eða þar sem ríkir ógnar- stjórn eins og í sumum Mið-Amer- íkuríkjum eða Suður-Afríku sem stjórnvöld hér hafa nú sett viðskipta- bann á. STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK 30 RUMLESTA RETTINDANÁM INNRITUN á vornámskeið er hafin og stendur til 10. janúar alla virka daga frá kl. 8.30 til 14.00, sími 13194. Öllum er heimil þátttaka. Kennt er 3 kvöld í viku, mánu- daga, miðvikudaga og fimmtudaga, frá kl. 18.00 til 20.15 og laugardaga frá kl. 9.00 til 13.00. Kenndar eru eftirfarandi greinar: Siglingafræði, stöðugleiki, bókleg sjómennska, siglingareglur, siglingatæki, fjar- skipti og veðurfræði. Nemendur fá 10 klst. leiðbein- ingar í slysavörnum og meðferð björgunartækja, einnig verklegar æfingar í eldvörnum og slökkvistörf- um í Slysavarnaskóla sjómanna, samtals 114 kennslustundir samkv. reglugerð menntamálaráðu- neytisins. Þátttökugjald er kr. 10.000. Allar nánari uppl. í síma 13194. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Munið að senda inn jólamyndagátuna Lausnir skal merkja: Jólamyndagáta, c/o DV, póst- hólf 5380, 125 Reykjavík. Fyrstu verðlaun fyrir rétta lausn eru: TENSAI ferðaútvarp með tvöföldu segulbandi, að verðmæti kr. 12.340. Önnur og þriðju verðlaun eru: Walker 10 vasa- diskó með útvarpi og segulbandi, að verðmæti kr. 3.270. Skilafrestur er til 10. janúar Verðlaunin eru frá Sjónvarpsmiðstöðinni Síðumúla og Laugavegi SO Kosningar strax Þóroddur hringdi: Ég hringi til þess að leggja mitt lóð á vogarskálarnar um að krefjast þess aö núverandi ríkisstjóm taki pokann sinn, segi af sér og efni th kosninga eins fljótt og verða má. Þótt henni hafi tekist með margfoldum og fátíð- um brögðum að fá tvo huldumenn úr Borgaraflokki til þess að svíkja sinn flokk og stefnu hans til að koma nýrri skattaáþján á þjóðina, þá er framundan svo hrikaleg staða í þjóö- málum öllum, ekki síst efnahags- og atvinnumálum, að þessi ríkisstjórn er þess ekki umkomin að greiða þar úr. í einhverju dagblaðanna nú fyrir áramótin var viðtal við ýmsa for- ystumenn í atvinnulífi hér og fóru þeir ýmsar krókaleiðir til að koma sínum skoðunum á framfæri. Sá sem einna mest var að græða á og gat sagt skoðun sína hreint út án mála- lenginga var Víglundur Þorsteinsson sem sagði að sér virtist að hér væri að skeha yfir allsherjar eignaupp- taka hkt og gerist í austantjalds- löndunum. Það er á allra vitorði að þessi ríkis- stjórn ræður ekki neitt við neitt. Reynt er að beita einhverjum slag- orðum úr skoðanakönnunum um vinsældir stjórnmálamanna eins og títt er að gera þegar aht er á leið í vaskinn og ráðherrarnir alhr á sokkaleistunum við að gera vel við sinn fylgishóp, samanber mennta- málaráðherra við kennara, forsætis- og fjármálaráðherra við þá Suður- nesjamenn og samgöngumálaráð- herra við landsbyggðina o.s.frv. Ég get ekki séð nema einn, í mesta lagi tvo ráðherra sem eru starfi sínu vaxnir og hægt er að treysta til að skara ekki eld að sínum gæluverk- efnum fyrst og fremst, og það eru ráöherrarnir Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson. - Kosningar eru þaö sem koma skal og þær verða að eiga sér stað sem ahra fyrst. Svona geta máhn ekki gengið. í 30 ár Hressingarleikfimi kvenna og karla 30. starfsárið er runnið upp Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 9. jan. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugamesskóla og íþróttahús Seltjarnamess. Fjölbreyttar æfingar Músík - Dansspuni Þrekæfingar - Slökun Innritun og upplýsingar í síma 33290 Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.