Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. ""lííSi^ FRÁ FJÖLBRAUTASKÓLANUM í BREIÐHOLTI Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjölbrauta- skólans í Breiðholti fer fram miðvikudaginn 4. og fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.00-19.00 og laugar- daginn 7. janúar kl. 10.00-14.00. Sími skólans er 75600. Skóíameistari. ÚTSALAN ER HAFIN VERSLUNIN MANDA Kjörgarðí, 2. hæð Laugavegí 59. Simi 622335 Símahappdrætti 1988 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Vinningsnúmer: 1. Nissan Pathfinder 91-53520 2.-4. Nissan Sunny Coupé 91-12338 91-621445 94-80108 5.-9. Nissan Sunny Sedan 91- 38200 91-651153 92- 15857 98-21244 91-687409 10.-29. vöruúttektir 91-19725 91-673373 91 -22367 91-674100 91 -26676 93-13099 91 -38382 93-41226 91-72017 96-22079 91 -74509 96-22320 91-51045 96-71700 91 -52273 97-11094 91 -52837 98-11533 91-671848 98-22560 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra * Líkamsstaða, göngulag * Fótaburður, fata- og litaval * Andlits- og handsnyrting * Hárgreiðsla og mataræði * Borðsiðir, almenn framkoma o.fl. Módelnámskeid - 7 vikur * Sviðsframkoma, göngulag ’ Hreyfingar, likamsbeiting ’ Snyrting fyrir sviðs- og Ijósmyndir ’ Hárgreiðsla, fatnaður o.fl. Almenn námskeið - 6 vikur Hanna Frimannsdóttir Innritun alla daga frá kl. 16-20 í sima 38126 Utlönd Reagan og Bush stef nt fyrir dóm Oliver North i augum skopteiknarans Lurie. Oliver North, fyrrum öryggismála- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, hefur efnt loforð sitt um að stefna æðstu embættismönnum Bandaríkjanna fyrir dóm í réttarhöldunum í íran- kontra máiinu. í gær stefndu lögfræðingar hans meðal annars George Shultz utanrík- isráðherra, Caspar Weinberger, fyrr- um varnarmálaráðherra, og Donald Regan, fyrrum starfsmannastjóra í Hvíta húsinu. Reagan Bandaríkjafor- seta, sem kallað hefur North þjóð- hetju, og Bush varaforseta og verð- andi forseta var stefnt á fostudaginn. Réttarhöldin yfir North heíjast þann 31. janúar næstkomandi og er hann ákærður fyrir samsæri til að reyna að svindla á stjóminni. North er einnig ákærður fyrir þjófnað á eigum ríkisins í sambandi við íran- kontra málið. North var einn aðalpaurinn í hneykslismálinu sem varð vegna vopnasölu Bandaríkjanna til írans sem komið var í kring að reyna að fá bandaríska gísla látna lausa í Lí- banon. Hagnaðurinn af sölunni var síðan sendur til kontraskæruhða í Nicaragua. Jafiivel þó að Reagan og Bush neiti að bera vitni á grundvelli stjómar- skrárinnar, eins og aðstoðarmenn þeirra telja líklegt, munu margir valdamikhr stíga í vitnastúkuna. Reuter O Grænlendingar leyfa ekki EB rækjuveiðar Sjómenn i Evrópubandalag- slöndunum geta ekki reiknað með að fá að veiöa rækjur við Grænland næstu árin vegna of mikUlar veiði- getu Grænlendinga, að því er Jon- athan Motzfeldt, formaður heima- sfjómarinnar á Grænlandi, sagði í útvarpsviðtah í gær. Grænlendingar munu í ár taka upp samningaviðræður við Evr- ópubandalagið um fiskveiðar frá árunum 1990 til 1995. Strax í jan- úarlok mun Jonathan Motzfeldt fara ásamt aöstoðarmönnum til Brassel. í samningunum, sem giltu fyrir árin 1985 tU loka 1989, er kveðið á um að Evrópubandalagslöndin megi veiða fiögur þúsund tonn af rækju við Grænland á hverju ári. Samkvæmt fréttum grænlenska útvarpsins hefur veiðikvótanum verið skipt á milli sjómanna í Dan- mörku, Noregi, Frakklandi og Fær- eyjum. Norðmenn hafa veitt um helminginn af kvótanum. í stað rækjuveiðanna vilja Græn- lendingar bjóða Evrópubandalags- löndunum að veiða þorsk og karfa. NTB Rækjuveiðar EB við Grænland verða ekki leyfðar á næstu árum. Steypti frúna í kjallaragólfið Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Óhugnanleg morðgáta er nú leyst í Noregi, fjóram og hálfu ári eftir að ódæðisverkið var framið. Á gamlárs- dag fannst konan Siren Dagmar Knudsen steypt niður í gólfið í kjaU- ara eiginmanns síns í Bergen. Rannsóknir síðan hafa leitt í ljós að konan hefur verið barin tíl dauða með kúbeini en einnig fundust merki eftír hnífstungur víða um líkamann. Eiginmaöurinn, Thorleif Knudsen, hefur játað moröið en man aðeins óljóst hvemig þetta vUdi til. Lögreglan í Bergen hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir lélega frammistöðu í máhnu. Sérstök nefnd átti aö kanna hvort ástæða væri tíl að höfða mál á hendur lögreglunni vegna þessa. En svo mun ekki verða gert. Svo virðist sem lögreglan hafi áram saman trúað framburði eigin- mannsins gagnrýnislaust. En hann lýsti konu sinni sem óábyggUegri og gefinni fyrir aðra karlmenn en sig. Löngu eftír morðið hélt hann því fram að Siren væri enn á lífi en hefði stungið af með sænskum manni. Því tíl sönnunar skrifaði hann fólsk bréf sem áttu að vera frá Siren og það voru einmitt þessi bréf sem komu upp um hann um síöir eftir að ætt- ingjar og venslafólk konu hans höfðu beitt lögregluna þrýstingi til þess aö taka rithandarpróf af manninum. Thorleif Knudsen segist nú vera ánægður með að hafa játað ódæðið og tilbúinn til þess að sæta refsingu. En hingað til hefur hann ekki svifist neins. í viðbót við að skrifa fólsk bréf og skrifa niðrandi um konu sína lét hann einnig tengdaföður sinn keyra til sín sand þegar hann steypti líkið niður í kjaUaragólfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.