Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989. 25 Lífsstíll Á Noröurlöndum veröur krafan um kaffipoka úr óbleiktum pappir æ háværari. Framleiðsla og sala á slíkum pokum er þegar hafin í Þýskalandi og Svíþjóð. Við litum á fjórar tegundir mannbrodda sem fást hjá Gísla Ferdinandssyni i Lækjargötu 6. Þessa nagla má setja i flesta skó. Verðið er á bilinu frá 1.600 til 1.900 krónur fyrir parið. Verðið er misjafnt eftir naglafjölda. DV-myndir BG Þetta hæljárn er hægt að festa á skó með þykkum hæl. Því er fest á hælinn og smellt undir í hálku en lagt undir sólann í auðu. Verðið er rúmar 700 krónur. Mannbroddar: Haldgóð hálkuvöm í hálku er gott að kunna fótum sín- um forráð. Hjá skósmiðum er hægt að fá úrval mannbrodda og ýmiss konar hálkuvarna. Annars vegar fást broddar sem eru settir á skóna og teknir af þegar þeirra er ekki þörf. Hins vegar eru fastir naglar eða broddar sem eru festir á skóna og er ekki hægt að taka af. Með því móti er engin hætta á að fólk gleymi að setja broddana á áður en farið er út en slíkur búnaður get- ur skemmt gólf og er fremur óþægi- legur á alveg auðu. Árlega slasast fjöldi fólk viö byltur í hálku. Sjúkrahúsdvöl, vinnutap og margvísleg óþægindi geta hlotist af því að missa fótanna eitt andartak. Því er betra að tryggja sér búnað í tíma og firra sig vandræðum og áföll- um. -Pá Þessi teygjusokkur með fjorum broddum er mjög vinsæll. Hann hentar vel til þess að hafa í vasanum eða í veskinu og smella undir ef hálka er. Verð- ið er 585 krónur. Algengt er að skokkarar og hlauparar taki svona til að setja undir hlaupaskóna. Flestir ættu að geta verið mjög stöðugir á þessum grófu mannbroddum. Þetta eru sannkölluð skaflajárn og kosta 450 krónur. Kaffipokar: Þurfa ekki að vera hvítir íslendingar og Skandinavar drekka allra þjóða mest af kaffi. Við kaffilögun eru notaðir pappírs- pokar. Kaffipokarnir eru bleiktir með kemískum aðferðum til þess að fá þá drifhvíta. í Skandinavíu og Þýskalandi verður krafan um kaffipoka úr óbleiktum pappír æ háværari. Við bleikinguna myndast eitur- efnið díoxín sem er flokkað sem hættulegt krabbameinsvaldandi Neytendur efni. Örlítið magn er talið berast í kaffi til neytenda og þrátt fyrir yflr- lýsingar vísindamanna um að slíkt magn sé langt undir öllum hættu- mörkum telja norskir neytendur fulla ástæðu til þess að efast um það vegna mikillar kaffineyslu. Þetta kemur fram í grein í nýj- asta hefti Forbruker rapport. Þar er skýrt frá því að framleiðsla sé hafin í Þýskalandi á óbleiktum kaffipokum sem eru lausir við dí- oxín. Sala á slíkum pokum er einn- ig hafin í Svíþjóð. í blaðinu er þeirri áskorun beint til norskra innflytjenda að þegar verði hafinn innflutningur á óbleiktum kaffipokum til Noregs. Ekki er hægt að fá óbleikta kaffi- poka á íslandi en full ástæða er til þess að hvetja til þess að sá kostur verði fyrir hendi fyrir neytendur. Daglega notum við fjölda pappírs- vara sem er bleiktur með kemísk- um efnum og veldur mengun í náttúrunni. Er nauðsynlegt að kaffipokar, eldhúsrúllur, salernis- pappír og servíettur séu úr hvítum pappír? -Pá Verðlagsstofnun: Leið- rétting í fréttatilkynningu, sem Verð- lagstofnun gaf út 20. desember um verðkönnun á hljómplötum, féll niður orö í einni málsgrein. Rétt er málsgreinin svona: Plötubúðin, Laugavegi 20, selur ýmsar erlendar hljómplötur á 109 krónum lægra verði en því sem aðrir innflytjendur ákveða og ýmsar verslanir selja vinsæla geisladiska á lægra verði en verði innflytjenda. -Pá ■áT+jJ- J -A' .9 Styttn vinnu- tími Greitt tímakaup landverkafólks á samningssviði Alþýðusam- bandsins hækkaði um 32.1% frá 3. ársfjórðungi 1987 til 3. ársfjórö- ungs 1988 samkvæmt könnun Kjararannsóknanefndar. Á sama tímabili hækkaði framfærsluvísi- talan um 28,3% og jókst kaup- máttur þvi um 3,2% á þessu tíma- bili. Þetta kemur fram í nýút- komnu fréttabréfi Kjararann- sóknanefndar. Niðurstöður sýna einnig að sú tveggja stunda stytting vinnu- tíma, sem mældist á fyrra árs- helmingi 1988, hefur haldist. -Pá Noregur: Sjúkrasamlag greiði hjálpar- tæki kynlífs fyrir fatlaða Norska heilbrigðis- og félags- málaráðuneytið kannar nú að beiðni almannatrygginga hvort rétt sé að fatlaðir fái kynlífshjálp- artæki greidd úr opinberum sjóð- um. Vísað er í lagabókstaf um réttindi fatlaðra sem getur réttlætt þessar greiðslur. í norska neytendablað- inu Forbruker rapport er fjallað um málið. Þar kemur fram að sér- stök nefnd á vegum norska ríkisins hefur það að markmiði að fræða almenning um kynferðismál. Þessi nefnd rannsakar öll áhöld sem flokka má undir hjálpartæki kyn- lífsins og kannar hvort þau stand- ast lágmarkskröfur um gæði og vöruvöndun. Þau tæki, sem fatlaðir þyrftu á að halda, yrðu að fá viðurkenningu nefndarinnar og meðmæli sér- fróðra aðila. -Pá Mikill fjöldi hvers kyns hjálpartækja er í boði en mörg þeirra standast ekki lágmarkskröfur um gæði og vöruvöndun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.