Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989.
'27
Afmæli
Valdimar Kristinsson
Valdimar Kristinsson, b. og fv. skip-
stjóri aö Núpi í Dýrafirði, er áttatíu
ogfimm áraídag.
Valdimar fæddist aö Núpi. Hann
lauk prófi frá Héraösskólanum á
Núpi 1924 og var á íþróttanámskeiði
1928 og 29 en stundaði íþrótta-
kennslu viö Núpsskóla 1929-30.
Hann lauk fiskimannaprófi frá
Stýrimannaskólanum i Reykjavík
1935.
Valdimar hóf ungur sjómennsku
á opnum árabátum en var síðan á
seglskipum, mótorskipum og togur-
unuHann var fyrst skipstjóri á opn-
um vélbáti 1927 en seinna á stærri
vélskipum viö þorsk- og síldveiðar
1934-A6. Valdimar tók við búi á Núpi
ásamt Hauki bróður sínum 1938 og
býr þar enn. Hann var grenjaskytta
í Mýrahreppi í aldarfjórðung.
Valdimar stofnaði ásamt Eiríki
Þorsteinssyni útgerðarfélagið Sæ-
hrímni hf. á Þingeyri 1939 og var
formaður þess frá upphafi. Hann sat
í stjórn Búnaðarfélags Mýrahrepps
um nokkurra ára skeið, var í
hreppsnefnd Mýrahrepps 1946-70 og
oddviti 1958-70. Hann sat í stjórn
Kaupfélags Dýrfirðinga og var
formaður þar 1967-78, auk þess sem
hann var formaður útgerðarfélags-
ins Fáfnis á Þingeyri frá 1967. Þá var
hann formaður Slysavarnafélags
Mýrahrepps, safnaðarfulltrúi,
formaöur skóianefndar Mýraskóla-
hverfis, í sáttanefnd Mýrahrepps, í
kjörstjórn Mýrakjördeildar og vara-
formaður Sparisjóðs Mýrhreppinga
umskeið.
Kona Valdimars er Áslaug Sól-
björt Jensdóttir, Jónssonar, frá
Fjallaskaga í Dýrafirði, og konu
hans, Ástu Sóllilju Kristjánsdóttur
en þau bjuggu að Minni-Garði í
sömu sveit.
Börn Valdimars og Áslaugar eru
Ásta, kennari, gift Hannesi N.
Magnússyni tæknifræðingi, þau
eiga tvö börn; Gunnhildur, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri, gift Hall-
dóri Friðgeirssyni verkfræðingi,
þau eiga fimm börn; Rakel, hjúk-
runarframkvæmdastjóri, gift
Magnúsi Sigurðssyni hagfræðingi,
þau eiga tvö börn; Hóimfríður, aug-
lýsingateiknari, gift Halldóri Ár-
manni Sigurðssyni cand. mag., þau
eiga eina dóttur; Kristinn, fram-
kvæmdastjóri, kvæntur Guðrúnu
ínu ívarsdóttur hjúkrunarfræðingi,
þau eiga þrjár dætur; Jensína, íþrót-
takennari, gift Georg Janussyni
sjúkraþjálfara, þau eiga tvö börn;
Olöf Guðný, arkitekt, sambýlismað-
ur hennar er Ágúst Þórður Arnórs-
son verkfræðingur, þau eiga eina
dóttur; Sigríður Jónína, húsmóðir,
gift Ólafi Má Guðmundssyni mynd-
menntakennara, þau eiga þrjú börn;
og Viktoría, viðskiptafræðingur, gift
Diðrik Eiríkssyni framkvæmdá-
stjóra, þau eiga eina dóttur.
Systkini Valdimars voru átta og
eru fjögur þeirra á lífl. Þau eru Har-
aldur; Unnur; Óiöf og Guðný. Látin
eru Unnur; Sigtryggur; Hólmfríöur
og Haukur, sem hefði orðið áttatíu
og áttaáraídag.
Foreldrar Vaidimars voru Krist-
inn Guðlaugsson, b. á Núpi, ogkona
hans, Rakel Jónasdóttir, b. á Enni í
Skagafirði, Jónassonar, og konu
hans, Margrétar Halldórsdóttur.
Valdimar Kristinsson.
Kristinn var bróðir Sigtryggs, próf-
asts og skólastjóra á Núpi og ásamt
honum stofnandi Núpsskóla.
Kristinn var sonur Guölaugs, b.
að Þremi í Garðsárdal, Jóhannes-
sonar, b. þar, Bjarnasonar, og konu
hans, Guðnýjar Jónsdóttur á Vetur-
liðastöðum í Fnjóskadai, Bjarnason-
ar.
Alda Sigurrós Johanssen
Alda Sigurrós Johanssen húsmóðir,
til heimilis að Básahrauni 6, Þor-
lákshöfn, er fimmtug í dag.
Alda fæddist á Eskifirði en flutti
þriggja ára til Reykjavíkur þar sem
hún ólst upp til fjórtán ára aldurs.
Hún giftist að Túnsbergi í Hruna-
mannahreppi og bjó þar til ársins
1976 en flutti þá til Þorlákshafnar
og hefur búið þar síðan.
Seinni maður Öldu eru Baldur
Loftsson vörubílstjóri, f. 5.10.1932,
sonur Elínar Guðjónsdóttur og Lofts
Loftssonar frá Sandlæk í Gnúp-
verjahreppi.
Börn Öldu eru Erna Björk Bald-
ursdóttir, f. 20.8.1979; Sigurður
Hans, f. 1959, vélvirki að Flúðum í
Hrunamannahreppi; Jóhann Unn-
ar, f. 1956, sendibílstjóri í Reykjavík;
Sigríður, f. 1962, húsmóðir og síma-
dama á Laugarvatni, og Gunnar
Kristinn, f. 1964, b. að Túnsbergi í
Hrunamannahreppi.
Systkini Öldu eru Ása, búsett í
Reykjavík; Bjami Heiðar, búsettur
í Þorlákshöfn; Helena, búsett í
Reykjavík; Sigurður, búsettur í Sví-
þjóð; Guðni Svan, sjómaöur í Hrís-
ey, og Jónína Valgerður, snyrti-
dama í Reykjavík.
Foreldrar Öldu voru Hans Sigurd
Johanssen, sjómaður og smiður, f.
9.4.1909, d. 7.11.1987, ogUnnur
Bjamadóttir húsfrú (fædd Jensen),
f.2.10.1913, d. 18.5.1968.
Foreldrar Unnar voru Pétur Vil-
helm Jensen á Eskiflrði, sonur Jens
Péturs Jensen, beykis á Eskifirði,
og Rósa Konráðsdóttir Kemp frá
Reyðarfirði. Móðir Rósu var Ólafía
Samúelsdóttir. Fósturforeldrar
Emil Brynjar Karlsson
Emil Brynjar Karlsson trésmiður,
til heimihs að Stórateigi 28, Mos-
fellsbæ, er fertugur í dag.
Emil fæddist á Seyðisfirði en flutti
tveggja mánaða með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur þar sem hann
átti heima til fullorðinsára. Hann
lauk gagnfræðaskólanámi og hóf
síðan nám í húsgagnasmíði 1966.
Hann stundaði nám í Iðnskólanum
í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1970
en hann hefur starfað við húsasmíð-
ar síðan.
Emil Brynjar er góðkunnur
áhugamönnum í handknattleik en
hann var m.a. markvörður í meist-
araflokki hjá KR og lék með lands-
liðinu.
Kona Emils er Sigrún Sigtryggs-
dóttir, f. 3.5.1949. Foreldrar Sigrún-
ar: Sigtryggur Runólfsson, húsa-
smiður í Reykjavík og síðar starfs-
maður hjá Sambandi íslenskra sam-
vinnufélaga, en hann er nýlátinn,
og Guðbjörg Sigurpálsdóttir.
Sigrún ólst upp hjá móðurforeldr-
um sínum, þeim Rósu Jónsdóttur
og Sigurpáli Þorsteinssyni.
Emil Brynjar og Sigrún eiga þrj ú
böm. Þau eru: Karl Emilsson, f. 12.3.
1969, starfsmaður á fuglabúinu Teigi
í Mosfellssveit, unnusta hans er
Berghnd Helgadóttir; Rósa Emils-
dóttir, f. 25.10.1973, nemi; og Kári
Emilsson, f. 14.8.1980.
Emil Brynjar á tvö systkini. Þau
eru: Anna Sigríður Karlsdóttir, f.
14.6.1952, húsmóðir í Reykjavík, gift
Bjarna Þórðarsyni, yfirmanni hjá
einingahúsaframleiðslunni Loft-
orku í Borgarnesi, þau eiga þijú
böm; ogÖrn Karlsson, f. 7.9.1955,
en hann rekur eigin billiardstofu á
Seltjarnarnesi og á tvö börn.
Foreldrar Emils Brynjars eru Karl
Bóason, f. 9.7.1925, fyrrv. lögreglu-
þjónn í Reykjavik og síðar leigubíl-
stjóri, og kona hans, Halldóra Jóna
Þorbjörg Sigurðardóttir
Þorbjörg Sigurðardóttir húsmóðir,
til heimihs að Látraströnd 26, Selt-
jarnarnesi, er sjötug í dag.
Þorbjörg fæddist í Deild á Eyrar-
bakka.
Hún giftist 11.6.1938 Einari Ólafs-
syni, bifreiðarstjóra í Reykjavík, f.
11.6.1913. Foreldrar Einars voru
Ólafur Einarsson, bifreiðarstjóri í
Reykjavík, og kona hans, Magda-
lena Benediktsdóttir.
Þorbjörg og Einar eignuðust sjö
dætur og einn son. Þau eru: Sesselja
Ólafía, sjúkraMði í Reykjavík, f. 21.8.
1938, gift Jóni Grétari Guðmunds-
syni rafvirkja; Katrín Særún, skrif-
stofumaður í Reykjavík, f. 6.5.1941,
gift Helga Árnasyni, starfsmanni
hjá Eimskip; Ágústa, húsmóðir í
Keflavík, f. 14.11.1943, gift Rúnari
Guðjónssyni sjómanni; Sigrún,
starfsstúlka á barnaheimiM, f. 10.6.
1949, gift Jóni Kristfinnssyni bifreið-
arstjóra; Gróa, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 31.12.1950, gift Jóni Magnús-
syni húsasmið; Þórey, starfsstúlka
hjá Sjálfsbjörg í Reykjavík, f. 1.1.
1954, gift Valdimar Guðnasyni vél-
virkja; Lind, ritari, f. 11.7.1956, gift
Gunnari Jóhannssyni rafvirkja, og
Ólafur Brynjólfur nemi, f. 16.1.1967.
Barnabörn Þorbjargar og Einars
eru nú tuttugu og tvö að tölu.
Þorbjörg á tvær systur. Þær eru
Sesselja og Klara Sigurðardætur.
ForeldrarÞorbjargar: Sigurður
Alda Sigurrós Johanssen.
Rósu voru Bjarni Eiríksson, bú-
fræðingur á Eskifirði, og Ragnheið-
ur Björnsdóttir.
Hans Sigurd var sonur Johannes
Joensen frá Sando í Færeyjum og
Lisu Maríu Jakopsen frá Bergen í
Noregi.
Emil Brynjar Karlsson.
Stefánsdóttir, f. 28.7.1926. Föðurfor-
eldrar Emils Brynjars: Bóas Eydal
Sigurðsson, smiður og sprengjusér-
fræðingur frá Njarðvík í Borgarfirði
eystra, og Anna Ármannsdóttir.
Foreldrar Halldóru Jónu: Stefán
Árnason og Sigríður Haraldsdóttir.
Halldóra ólst upp hjá móðursystur
sinni, Brynhildi Haraldsdóttur, og
manni hennar, Emil Jónassyni,
símstöövarstjóra á Seyðisfirði og
umdæmisstjóra Pósts og síma á
Austurlandi.
Þorbjörg Sigurðardóttir.
Daníelsson gullsmiður, frá Gutt-
ormshaga í Holtum, og Ágústa
Ebenesardóttir frá Eyrarbakka.
Til hamingju með daginn
95 ára
Gunnlaug Þórðardóttir,
Klifagötu 10, Presthóiahreppi.
Jóhann Guðmundsson,
Bröttugötu 1, Hólmavík.
Donald Charies Brandt,
Hverfisgötu 49, Reykjavík.
50 ára
90 ára
Árni Kr. Jakobsson,
Rangá, Ljósavatnshreppí.
Sverrir Björnsson,
Laugarvegi 27, Siglufirði.
Erla Heigadóttir,
Uppsölum, Búöahreppi.
80 ára
Lára Lúðviksdóttir,
Grettisgötu 60, Reykjavik.
75 ára
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Hlaðbrekku 6, Kópavogi.
Guðbjörg A. Olafsdóttir,
MöðrufelM 1, Kópavogi.
Eiin Ástmarsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavik.
60 ára
Guðrún Steingrímsdóttir,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
40 ára
Helgi Gestsson,
Dunhaga 17, Reykjavik.
Lovísa Jónsdóttir,
Amartanga 33, Mosfellsbæ.
Heiður Þorsteinsdóttir,
Ásbúð 52, Garðabæ.
Óiafur Guðbjartsson,
Mánagötu 27, Grindavik.
Þorbjörn Jónsson,
Deildarási 7, Reykjavík.
Vilhjálmur Baidvinsson,
Heiðarlundi 8D, Akureyri.
Sigurður J. Jónsson,
Vestmannabraut 22B, Vestmanna-
eyjum.
Baldur Jónasson
Baidur Jónasson verkfræðingur, til
heimilis að Sæviðarsundi 2, Reykja-
vik, er fertugur í dag.
Baldur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR1969, fyrrihlutaprófi í véla-
verkfræði við HÍ1972 og prófi í
skipaverkfræöi frá DTH í Kaup-
mannahöfn 1975.
Baldur var verkfræðingur hjá
Siglingamálastofnun ríkisins
1975-77, hjá Skipavík hf. í Stykkis-
hólmi 1977-78 og hjá Verkfræðistofu
Guömundar og Kristjáns 1978-87.
Hann hefur verið verkfræðingur hjá
Skipatækni hf. síðan 1987.
Baldur kvæntist 16.8.1980 Mar-
gréti, f. 12.8.1953, dóttur Ernst Sig-
urðssonar, mjólkurfræðings áSel-
fossi, og konu hans, Ingeborg Bodil
Sigurðsson, f. Jensen.
Baldur og Margrét eiga tvö börn.
Þau eru: Pétur, f. 18.10.1981, og
Guðrún Inga, f. 23.11.1987.
Baldur á tvö aisystkini. Þau eru:
Árni Björn Jónasson byggingaverk-
fræðingur, f. 19.7.1946, kvæntur
Guðrúnu Ragnarsdóttur cand. mag.
þau eiga þrjú börn, og Ebba Sigur-
björg Jónasdóttir, bankastarfsmað-
ur í Reykjavík, f. 13.7.1952.
Þá á Baldur þrjú hálfsyskini. Þau
era: Erla Sigurðardóttir banka-
starfsmaður, f. 13.1.1939, gift Óskari
Steindórssyni leigubílstjóra, þau
eiga fjögur böm; Sigurður Rúnar
Jónasson, rafvirki í Hafnarfirði, f.
6.2.1939, kvæntur Ebbu Ásgeirs-
dóttur, þau eiga tvö börn; og Jón
G.K. Jónsson, skrifstofustjóri hjá
Baldur Jónasson.
byggingadeild borgarverkfræðings í
Reykjavík, kvæntur HaMdóru Guð-
mundsdóttur hjúkrunárfræðingi,
þaueigaþrjúbörn.
Foreldrar Baldurs: Jónas Sigurðs-
son, skólastjóri Stýrimannaskólans
í Reykjavík, f. 13.3.1911, ogPáhna
Árnadóttir, f. 27.5.1915.
Foreldrar Jónasar voru Sigurður,
b. í Ási í Garðahreppi, Jónasson, b.
að HóM undir Eyjafiöllum, Þorleifs-
sonar, og kona Sigurðar, Guðrún
Árnadóttir, b. á Móum á Kjalarnesi,
Bjömssonar.
Foreldrar Pálínu voru Árni, um-
boðsmaður í Vestmannaeyjum,
Oddsson og kona hans, Sigurbjörg
Sigurðardóttir.