Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1989, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989, Fréttir Breytingamar á eignarskattinum: Það getur borgað sig að flytja innstæður í kjölfar þeirra breytinga á eignar- skatti, sem samþykktar voru á Al- þingi, hafa menn velt því fyrir sér hvort ekki geti borgað sig að flytja innstæður á milli bankastofnana og breyta um ávöxtunarform. Hefur sérstaklega verið rætt um að fólk muni hugsanlega færa fjárfestingu sína frá skuldabréfum í fjárfestinga- sjóðum yfir í ríkisskuldabréf sem eru ekki eignarskattsskyld. Enginn þeirra sem DV hafði samband við kannaðist viö að slíkar tilfæringar en menn könnuðust þó við að undir ákveðnum kringumstæðum borgaði sig að flytja fé á milh og setja það inn á venjulega bankareikninga eða í rík- isskuldabréf. Það hefði þó þurft að vera búið að gera það fyrir árslok til að sleppa við eignarskatt 1989. Skattlagning á innstæðum ræðst af skuldum viðkomandi skattaaðila. Ef tekið er mið af einstaklingum þá eru skuldlausar eignir á bihnu 2.500.000 til 7.000.000 krónur skatt- lagðar upp á 1,2%. Eignir yfir 7.000.000 eru hins vegar skattlagðar upp á 2,7%. Af fyrstu 2.500.000 greið- ist hins vegar enginn skattur. Eignir hjóna eru taldar sameiginlega fram í skattframtah en þau eru þó skatt- lögð sem um einstaklinga væri að ræða. Því myndu hjón sem ættu skuldlausa eign upp á 14 milljónir sleppa við efsta skattþrepið því að þau eru, hvort um sig, skattlögö sem einstaklingur með 7 milljóna skuld- lausa eign. Undanþágur Inneignir í bönkum og sparisjóðum og slíkum stofnunum (almennar sparisj óðsbækur, ávísanareikningar og skiptikjarareikningar) eru ekki eignarskattsskyldar, þ.e.a.s. sá hluti af þeim sem er umfram skuldir hjá viðkomandi skattaaðila. Eins er með hlutabréf en þó er ákveðið hámark á því. Það hámark er 900.000 krónur hjá einstaklingi og helmingi hærri upphæð hjá hjónum. A sama hátt er arður, sem fer ekki upp fyrir 10% af þessum fjárhæðum, ekki skattskyldur til tekna eða 90.000 krónur hjá einstaklingi. Öll skuldabréf ríkissjóðs eru und- anþegin skatti. Skuldabréf eru hins vegar eignar- skattsskyld í öllum tilvikum. Skatt- skylda af þeim fer að sjálfsögðu eftir heildartekjum manna. Sama á við um skuldabréf verðbréfasjóða. -SMJ Nemandi í saumum lærir rétt handbragð hjá Unni Breiðfjörð handmennta- kennara til hægri. DV-mynd Róbert Kvöldnám í Stykkishólmi: Þakklátir nemendur sem stunda það nám Róberl Jörgensen, DV, Stykkishólmi: Námsflokkar Stykkishólms hafa verið starfandi hér undanfarin ár. Auk þess að vera með almenna námsflokka hafa Námsflokkar Stykkishólms einnig haft umsjón með öllu framhaldsnámi íbúanna í bænum, bæöi með beinni þátttöku og með stuöningi. í hinum almennu námsflokkum er kennt á tveimur önnum yfir veturinn en kennsla liggur niðri yfir sumar- tímann. Boðið er upp á þrjú tungu- mál auk íslensku, tölvunám, mynd- list, sauma, bókfærslu auk nám- skeiðs í stærðfræði fyrir foreldra 6-9 ára barna. Á nýja árinu verður einn- ig boðið upp á matreiðslunámskeið þar sem fólki verður kennt að mat- reiða austurlenska smárétti. Það er samdóma álit kennara Námsflokka Stykkishólms að það séu þakklátir nemendur sem stundi þetta nám. Fólkið veit hvað það vill og gerir kröfur, bæði til sín og kenn- aranna. Umsjónarmaður Náms- flokka Stykkishólms er Róbert Jörg- ensen. Símasamband rofhar 1 Vogum á Vatnsleysuströnd: Getur verið mjög bagalegt - segir Ása Ámadóttir stöövarstjóri „Þetta getur verið mjög bagalegt. Þetta kemur fyrir af og til. Þetta er ný stöð en hún hefur ekkert varaafl. Sem betur fer hefur aldrei neitt kom- ið fyrir þegar sambandið hefur rofn- að,“ sagði Ása Ámadóttir, stöðvar- stjóri Pósts og síma í Vogum. Símasamband við Voga og Vatns- leysuströnd hefur rofnað af og til undanfarið. Síðast var símasam- bandslaust í rúmlega hálfan sólar- hring - frá þriðjudagskvöldi 27. des- ember og til næsta morguns. Ekki var sambandslaust við öll hús í byggðarlaginu. Það hefur komið fyr- ir oftar en einu sinni að allt símasam- band hefur rofnað við Voga og Vatns- leysuströnd. „Það eru margir farsímar hér og eins er töluvert um talstöðvar. Við erum líka stutt frá Keflavík þannig að við eigum ekki langt að fara ef eitthvað kemur upp á. Það breytir því þó ekki að þetta er bagalegt," sagði Ása Árnadóttir. -sme Gjaldþrot í Garði: Utvegsbankinn tapaði 40 milljónum króna Útvegsbankinn tapaði um 40 milljónum króna er fiskvinnslufyr- irtækið Ásgeir h/f í Garði var tekiö til gjaldþrotaskipta. Útvegsbank- inn hafði áöur keypt mest af eign- um þrotabúsins á uppboði. Með því tókst bankanum að tryggja hluta af því sem bankinn átti hjá hinu gjaldþrota fyrirtæki. Að þeim kaupum loknum átti bankinn eftir ógreiddar kröfur að upphæð um 40 milljónir sem sama og ekkert fæst upp í. AJls voru lýstar kröfur í þrotabúið um 60 milljónir króna. Til skipta komu aðeins 150 þúsund krónur. Skiptameðferö á þrotabúi Ásgeirs h/f lauk 27. október síðasthðinn. Forgangskröfur námu tæpum tveimur milljónum króna. Af þeim greiddust aðeins 150 þúsund krón- ur. Aörar kröfur, sem geröar voru, námu tæpum 59 milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í þær kröf- ur. -sme FuUyrðingar BHMR um Þjóðhagsstofnun: Rakalausar fullyrðingar - segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar „Ég er ekki hörundssár maður en þegar það er fullyrt að við fórum vís- vitandi með rangt mál í okkar þjóð- hagsspám hlýtur maður aö mót- mæla. Ég fullyrði aö allt starfsfólk Þjóðhagsstofnunar vinnur vel og samviskusamlega og á heiðarlegan hátt. Enda tel ég að þær fullyrðing- ar, sem koma fram í Kjarabréfi Bandalags háskólamanna hjá ríkinu, séu með öllu rakalausar,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, í samtali við DV. Eins og fram hefur komið í DV er Þjóðhagsstofnun borin þeim sökum í síðasta Kjarabréfi BHMR að gera þjóðhagsspár sem henti sitjandi rík- isstjóm hverju sinni. Þar er því hald- ið fram að spár Þjóðhagsstofnunar séu fullar svartsýni fyrir gerð kjara- samninga en verði bjartari strax að þeim loknum. Þórður benti á að menn gætu haft mismunandi skoöanir á hvaöa for- sendur væru lagðar til grandvallar svona spám og hvernig menn reikn- uðu sig út frá þeim. Hitt væri aftur á móti af og frá að starfsfólk Þjóð- hagsstofnunar léti einhverja utan stofnunarinnar hafa áhrif á niður- stöður sínar. Varðandi þá fullyrðingp að spár Þjóðhagsstofnunar væru verri fyrir kjarasamninga en eftir sagðist Þórö- ur vilja benda á þjóðhagsspá í upp- hafi árs 1988. Þá var spáö að lands- framleiðsla ykist um 0,2 prósent. Niðurstaöan varö hins vegar sú aö landsframleiðslan dróst saman um 1,5 til 2,0 prósent á árinu. Einnig var spáð minni samdrætti í upphafi árs- ins en raun varð á. „Mér sýnist þetta sanna, ef menn skoða spárnar sem við gerðum á síð- asta ári, að kenning þeirra BHMR- manna fmni þar engan rökstuðn- ing,“ sagði Þórður Friðjónsson. Loks sagðist hann vilja benda á að BHMR gerði hagvaxtarspá í þessu Kjarabréfi. Þar væri ekki um spá að ræða heldur væri notað hermilíkan sem virkaði aftur fyrir sig. Þar væri því veriö að spá um fortíðina en ekki framtíðina og þyrfti ekki mikla meistara til aö gera slíkt. Það væri því út í hött að bera saman það sem þeir kalla spá og er byggð á þekktum stærðum og þjóðhagsspá sem ævin- lega er byggð á óþekktum stærðum. -S.dór Sandkom dv Athyglis- sjúklingur Atliyglissjúkl- ingurerný- yrði. Það full- yrtiBubbi Morthensí samnúi við DV. Bubbisagðist vera.ásamt : mörgumöðr* . um,haldinn : þessumsiúk- dómi. Bubbi sagðiaðhann vildi halda aftur af þessari veiki sinni og víldi ektó segja eitt einasta orð um brúðkaupið. Bubþi sagði það vera aifariö mál sin og sinnar konu og þ ví varðaði aöra ekkert um það. En Bubbi gifti sig í Selfosskirkju ájóla- dag. Kona Bubba heitir Brynja Gunn- arsdóttir og er frá Selfossi. Brúð- hjónin urðu að fresta veislunni þar til á annan í jólum. Veisluföngjn og hluti veislugesta komust ekki yfir Hellisheiði á jóladag sökum vonsku- veðurs. Þrisvar á Hrauninu RúnarÞórPét- urssön poppári ertekinntalií Bæjarins besta áísafirðLÞar segirKúnarað hannhafi þrisvarverið dæmdurtil fangelsisvistar. Kúnar iýsir einu afbrot- anna á þessa leið: „Mig minnti að partíið hefði átt að vera á þriðju hæð. Ég fór þar inn - þar sem íbúöin var ólæst. Þar var engjnn svo að égfór í eldhúsið og fann mér þar eggjabakka. Ég spældi öll eggin, tók brennivínsflösku sem égfann þarna og fór með þetta inn í hjónarúmið. Hellti mér í glas, átegg- inogfóraðsofa.“ Löggan líka og alltvitlaust Rúnarheidur áframaðlýsa afhrotinu. liann segir:: : „Þegarég vaknaði vora: hjóninkomin, lögganlíkabg alltvitIaust.Eg sagðisthafá: vorið boðinn i partíenvár: sagtaðégværi aðljúga. „Viö þekkj um hann, þenn- an, hann eralltaffullur,“ sagði lögg- an. Á leiðinni niður staðfesti fóik niðri að ég hefði sagt satt en partíið hafði verið á habinni fyrir neðan, Þá sögðust hjónin ekki vilja kæra mig. En lögreglan sagðist kæra þvi að þeir þekktu mig. Fyrir þetta og öl vun viö akstur fékk ég sex mánaða dóm en slapp út eftir þijá vegna góðr- ar hegöunar." Timburmenn ekki lengurtil ÍLögbírtinga- blaðinuertil- kynningþess efhisaðTimb- urmenn.séu hættirstörfum. læirsemvel þekkjatiltímb- urmannaættú saintekki að gleðjastúrhófi fram.Þanniger aðTimbur- menn var fyrirtæki sem hætt hefur störfum - en litlar vonir eru til að hinir eínu og sönnu timburmenn láti þessa ákvörðun sig nokkru skipta Annars vokur athygli að í Lögbirt- ingablaðinu er mikill fjöldi tilkynn- inga um ný fyrirtæki. Það virðist því vera til flöldi fólks sera ekki tekur mark á umræðunni um þjóðargjald- þrot og samdrátt en virðist þess í staö tilbúið að freista þess að græða á tá og fingri. Engin hætta er á að þessi nýju fyrirtæki fai ektó húsaskjól - því ekkert lát viröist vera á bygging- arframkvæmdum - alla vega í Reykjavík og nágrannasveitarfélög- um. Umsjón: Sigurjón Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.