Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
61
DV
Christina Onassis um líf sitt og draurna:
Sviðsljós
Bamið mitt á að fá allan þann
kærleik sem ég fór á mis yið
Fyrir nokkrum árum ræddu
franski blaðamaðurinn Jacque
Harvy og bandaríski kvikmynda-
framleiðandinn Peter Crane ítarlega
við Christinu Onassis. Þessir tveir
herramenn voru góðir vinir hennar.
Nú hafa þeir birt samtölin við hana
þar sem ýmislegt kemur fram sem
áður var ekki vitað um dóttur
auðkýfmgsins sem lést eins og kunn-
ugt er snögglega í nóvember sl. Þann-
ig sagði hún frá:
Bráðum verð ég móðir. Fyrir mér
er orðið framandi. Þó að ég hafi oft
sagt það hefur það litla meiningu
fyrir mig. Móöir er kona sem á barn,
eins og móðir mín til dæmis. Þetta
orð hefur ekki veitt mér frið og trygg-
lyndi eins og mörgum öðrum. Það
er aðeins eitt orð af þúsundum.
Nú verð ég sjálf móöir. Þess vegna
reyni ég aö venja mig við þetta orð.
Ekki veit ég hvort ég hef þessar móð-
urtilfmningar, en annað veit ég:
Þetta barn mun breyta lífi mínu.
Foreldrar mínir eru látnir og Bróðir
minn líka. Ég er sú síðasta af Onass-
is ættinni. Er ég skyldug til aö fjölga
henni? Svo hefði faðir minn skipað
fyrir. En hann var karlmaður og ég
er kona og ég held að barnið, sem ég
ber undir belti, sé meira virði en arf-
ur. Það hefði faðir minn ekki skilið.
Ef hann hefði skilið það hefði það
hjálpað mér mikið.
Ef hann gæti skilið að ég get ekki
látið barnið mitt alast upp á sama
hátt og ég ólst upp. Skiliö hversu ein-
mana ég var þrátt fyrir að vera elsk-
uð og mér þótti vænt um hann.
Ég veit að honum þótti vænt um
okkur börnin sín. En hann hafði um
svo margt annað að hugsa. Það var
ekki mikill tími afgangs fyrir okkur.
Þau
komu og fóru
Þegar ég hugsa um foreldra mína
man ég eftir að þau komu og fóru.
Stundum var stutt fjölskyldustund,
þá voru töluð falleg orð og gefnar
fallegar gjafir - dýrar og fínar gjafir.
Eðlilega vorum við bróðir minn glöð
yfir fínu- gjöfunum en ekkert kom í
staðinn fyrir samverustundir með
foreldrum okkar.
Ég fékk ástúð föður míns með einu
faðmlagi og einni stroku yfir hár
mitt. Hann var venjulega fljótur í
öllum verkum, vinnusamur og lífs-
glaður maður sem alltaf var í burtu.
Svo ótrúlega ólíkur móður minni.
Hún var taugaveikluð og áhuga-
laus. Hún var oft lasin. Það var ekki
fyrr en síðar að ég áttaði mig á því
að það stafaði af óhamingju.
í þá daga hugsaði ég ekki um þá
hlið. Hún var svo óútreiknanleg að
mér fannst ég óörugg og leið illa í
nærveru hennar. Ég áttaði mig fyrst
á henni eitt sinn, eftir að hún hafði
veriö í hádegisverði á Hotel de Paris
í Monte Carlo. Hún datt niður tröpp-
urnar og gestir létu sem hún væri
alvarlega veik. Hún var hins vegar
ofurölvi.
Síðar sýndi hún þess fleiri merki
að hún var alkóhólisti.Hún tók upp
á því að æpa, grenja og vorkenna sér
og öðrum. Þá hljóp ég inn í herberg-
ið mitt og hágrét. Mér leið hræðilega
í fylliríum hennar.
Kynntist
Elvis Presley
Þrátt fyrir þetta og þótt hún væri
stöðugt einnig á lyfjum áttum við
nokkrar góðar stundir saman. Ég
gleymi aldrei þegar hún tók mig með
sér til Hollywood og kynnti mig fyrir
Christina með dótturinni Aþenu
stuttu fyrir dauða sinn. Á innfelldu
myndinni er Christina á unga aldri.
W*
Elvis Presley. Hann var í kvik-
myndaupptökum og við eyddum
mörgum dögum meö honum. Þótt ég
væri aðeins níu eða tíu ára var .ég
yfir mig hrifm af honum.
Einu sinni tók hún mig meö sér til
Parísar. Ég var yfir mig hamingju-
söm. En fljótt bar skugga á því á
kvöldin stakk hún af og kom síðan
blindfull heim. Vonbrigðin urðu þó
mest er ég sá hana með ókunnum
manni. Þá uppgötvaði ég að eitthvað
stórkostlegt væri að í fjölskyldu
minni.
Stuttu síðar skildu foreldrar mínir.
Mamma fór burt. Óperusöngkonan
Maria Callas tók hennar pláss í hús-
inu. Hún tók yfirleitt ekki eftir mér
svo upptekin var hún af föður mín-
um.
Ég sá að hún gerði föður minn
hamingjusaman svo án þess að ég
vildi var ég farin að líta aðdáunar-
augum á hana. Ég reyndi að líta út
eins og hún og fór að halda mér til.
En ég gleymdi ekki móður minni.
Ég heimsótti hana oft til Parísar. En
hún var venjulega undir áhrifum
lyfja og lá nærri að hún léti lífið af
of mikilli lvfjanotkun.
Stundum reiður
Þegar faðir minn reiddist varð
hann eins og eldfjall. Hann varð al-
brjálaður og baðaði út öllum öngum.
Ég var dauðhrædd við hann en engu
að síður var eins og loftið hreinsaðist
í velsmurðu lífi mínu. Allir þeir sem
umgengust mig voru eins og vél-
menni. Þjónustufólk og lífverðir stóð
eins og leikbrúður og ég heyrði þau
aldrei kvarta né heldur hrósa nein-
um. Eina mannveran var „Mammy“
sem var í eldhúsinu. Hún var sú eina
sem þorði aö skamma mig eða leið-
beina mér.
Hún var líka sú eina sem talaði við
mig um lífið og tilveruna. Hún sagði
mér frá því hverju ég ætti von á í
framtíðinni og hvaö ég ætti aö var-
ast. „Passaðu þig á glaumgosum sem
vilja eingöngu eignast peningana
þína,“ sagði hún oft.
Ég hafði ekki áhuga á neinum ung-
um mönnum. Eini maðurinn sem ég
hafði áhuga á var faðir minn. Helst
vildi ég fá meiri tíma með honum en
hann var sjaldan heima. Ég reyndi
því að bæta mér það upp á annan
hátt...
Ástfangin 15 ára
Bróðir vinkonu minnar var fyrsta
ástin mín. Ég var aðeins fimmtán ára
og þurfti mjög á ást að halda. Hins
vegar var ég aldrei eins einmana og
eftir það og foröaðist bæði hann og
aðra.
Ég reyndi að tala við foður minn
um sektarkennd mína. Hann horfði
lengi á mig og sagði mér. síðan að
vera ekki með slíkar ráðgátur. „Allir
þurfa að ganga í gegnum kafla þar
sem efinn kemur upp,“ sagði hann.
Nokkrum mánuðum síðar reyndi
ég að fyrirfara mér. Ekki vegna þess
að ég væri óhamingjusöm heldur
vegna taugaveiklunar minnar, óró-
leika og sektarkenndar. Ég gleypti
allar pillur sem ég komst yfir en það
dugði ekki til.
Eftir þetta ákvað faðir minn að ég
færi til New York til að læra eitthvað
nytsamt fyrir framtíðina. Móöir mín,
sem var nú gift markgreifanum af
Blandford, vildi ólm að ég færi til
útlanda til að mennta mig. Sjálfri
fannst mér ég vera ein og, yfirgefm.
Fjölskyldan var hrifin', af eynni
Skorpion. Þegar móðir mín kom
þangað aftur bjóst ég við að sættir
myndu takast. Þess í stað tilkynnti
faðir minn væntanlegt brúðkaup sitt
og ekkju Kennedys forseta. Fyrir
mitt leyti fannst mér hér um hrein
viðskipti að ræða. Jackie lét kaupa
sig fyrir stóra fjárhæð. Hann fékk
góða auglýsingu í Bandaríkjunum
sem hann hafði ekki. Mig langaði
ekki til að sjá foður minn aftur. Ég
fór mína leið.
í vonbrigðum mínum giftist ég Jos-
eph Bolker, manni sem ég vissi að
faðir minn myndi aldrei vilja sem
tengdason. Hann var fráskilinn og
átti fjórar uppkomnar dætur. Hann
varð mér sem nokkurs konar föðurí-
mynd. Hann varð einnig sá maður
sem kenndi mér að hata menn, sam-
tímis sem ég missti áhuga á þeim.
Ég varð barnshafandi. Mig langaði
í eigin fjölskyldu en var ekki viss um
að mig langaði til að Joseph yrfii fað-
ir að barni nfínu. Ég var full efa-
semda. Hann hló þegar ég sagði hon-
um frá þessu. Það drap allar mínar
tilfmningar og ég fór frá honum. Ég
fór inn á næsta hótel og drakk þar
til ég sofnaði. Þriðja daginn sem ég
var þar fékk ég hræðilegan krampa.
Christina með móður sinni, Tinu Li-
vanos. Hún var alkóhólisti sem skipti
sér lítið af dóttur sinni.
Systkinin Christina og Alexander
fengu dýrar og fínar gjafir en af-
skipti foreldranna voru litil sem eng-
in.
Ég hringdi á lækni í ofboði sem lagði
mig inn á sjúkrahús. Þar missti ég
fyrsta barniö mitt.
Dauði
Alexanders
Þegar ég hafði náð mér fór ég aftur
til föður míns. Ég var hjá honum í
tvær vikur en Jackie var þá í Banda-
ríkjunum hjá börnum sínum. Viö
faöir minn höfðum aldrei.veriö svo
lengi ein saman. Það gaf mér ljfs-
gleðina aftur.
Þegar ég varð ein á ný stundaði ég
skemmtanalífið í París. Ég hitti erf-
ingja að Mercedes, Mick Flick,
heimsmann sem bæði faðir minn og
bróðir kunnu vel við - Alexander
vegna þess að hann fékk að aka
sportbílum hans.
Faðir minn var ekki hrifinn af ofsa-
akstri Alexanders og leik hans með
dauðann. Akstur hans varð stöðugt
villtari. Þegar að Alexander kom var
það hins vegar í þyrluslysi. Faöir
minn fékk aldrei að vita hvers vegna
þyrlan fórst. Dauði Alexanders fékk
mikið á hann. Það var eins og hann
eltist um mörg ár. Mér var einnig
brugðið en reyndi eins og ég gat að
styðja föður minn. En það var eins
og að hoppa í sjóinn án þess að vera
með björgunarbelti. Hann reiddist
mér og benti á alla mögulega og
ómöglega hluti sem að mér sneru.
Það var eins og ég væri ekki lengur
dóttir hans. Ég þurfti á lyfjum aö
halda til þess að geta sofnað um
kvöldið. Mér leið illa og tók of marg-
ar töflur þannig að það þurfti að fara
með mig á sjúkrahús til að dæla upp
úr rriér. Ég hafði ekki áformað sjálfs-
morð.
Áfall
með móður mína
Aðeins tveimur mánuðum síðar
framdi móðir mín sjálfsmorð í París.
Þrátt fyrir að hún væri mér sem
ókunnug þótti mér vænt um hana.
Ég gat aldrei skilið hvernig hún gat
gifst mági sínum, Stavros Niarchos,
eftir að systir hennar hafði látist á
dularfullan hátt þegar hún var gift
honum. Var það einungis vegna hat-
urs hennar á föður mínum því hann
var svarnasti óvinur Niarchos?
Faöir minn sagði ekki orð við mig
um dauða móður minnar. Hann virt-
ist ekki lengur hafa neinar tilfinning-
ar til mín. Eftir dauða Alexanders
hafði hann breyst í minn garð. Hann
bað mig þó að koma með sér til
Monaco því hann ætlaði að gefa mér
skip. - Seinna færðu allt, sagði hann.
Hann tók þá tillit til mín og það geröi
mig ánægðari.
Mér fannst eins og troðningur
Jackie inn í líf okkar hefði aðeins
fært tímann til. Enginn var lengur
hamingjusamur. Ef faðir minn hefði
haft kraft til að breyta lífi sínu hefði
hann gert það og skilið við Jackie.
Hann fór að gefa mér innsýn í rekst-
ur fyrirtækisins og lét mig vita
hvernig það stóð. Það var kapphlaup
við tímann. Hann dó í mars 1975 og
síöan þá hef ég fundið fyrir því
hvernig það er að vera alein í heimin-
um.
Síðasta óskin
Það var ósk pabba aö ég myndi gift-
ast Alexander Andreadis, úr þekktri,
auðugri grískri fjölskyldu. Hann er
Grikki og fjármálamaöur, sagði
pabbi. Ég giftist honum þó að ég
bæri engar tilfmningar til hans. Ég
trúði hvort eð er ekki að ég gæti elsk-
að nokkurn mann og þá var ágætt
að hafa félagsskap.
Alexander var þolinmóður við mig
en hjónabandið gekk ekki vel. Ég var
á stöðugum ferðalögum vegna fyrir-
tækisins og hann hafði ýmislegt að
sýsla í Hellas. Ég var í New York að_
skrifa undir samninga þegar ég frétti^
að fyrirtæki hans væri á barmi gjald-
þrots. Ég flaug strax til Aþenu því
ég vissi ekki hvað það myndi þýða
fyrir mig og Onassis fyrirtækið. Ég
var svo langt niðri að ég fór beint frá
flugvellinum á sjúkrahús. Ég missti
annað barnið mitt þar og skildi við
manninn minn í framhaldi af því eins
og í fyrra skiptið.
Frá þeim tíma tók ég allar ákvarð-
anir sjálf. Ég borgaði Jackie út sína
peninga til að geta verið ég sjálf. Það
var þá sem ég hitti Sergej Kauzov,
Sovétmanninn, sem sýndi mér aö til
voru fleiri hliðar á lífinu. Ég varð
hrifin af honum 'og fór með honum
tii Moskvu. Ég tók gleði mína á ný
er ég var aftur orðin barnshafandi.
En einrfíg í það skiptið missti ég
fóstrið. Ég skildi á ný...
Móðurlaustbarn
Síðan þetta var vita allir hvaö gerð-
ist með Christina Onassis. Fyrst í
hjónabandinu með Thierry Roussel
upplifði hún aö verða móðir. Fyrir
henni var Aþena litla allt. En þá
missti sú litla móður sína sem óskaði
henni alls hins besta sem til væri og
það meinti hún því móðurástin var
sterk.
Christina skildi við Roussel og lof-
aði honum sjötíu og fjórum milljón-
um á ári á meðan hann lifir. Roussel
býr með sænskri konu, Gaby Land-
hage og eiga þau tvo börn saman,
Eric og Sandrine. Eric er aðeins hálfu
ári yngri en Aþena. Menn spyrja sig
nú hvort það heföi verið vilji Christ-
inu að ef eitthvað kæmi fyrir hana
myndi Aþena litla alast upp hjá föður
sínum og jafngömlum systkinum.