Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. 81 19 Vísnaþáttur Þeir sem eiga á þingi sess „Mörgum stjórnmálamanninum finnst þaö liggja í augum uppi aö enginn geti átt rétt á frelsi nema hann hafi aöstööu til aö hagnýta sér það. Slík lífsregla gæti verið fundin upp af kjánanum sem ákvaö aö fara ekki út í vatn fyrr en hann heföi lært að synda." Höfundur þessara oröa er Th. B. Macaulay, enskur sagnfræöingur og stjórnmálamaður, sem var uppi á síðustu öld (1800-1859). Ég er ekki frá því að þau geti átt viö enn í dag og það jafnvel um okkar háttvirtu alþingismenn sem margir hverjir virðast líta svo á aö þeir einir búi yfir þeirri þekkingu og þeim vitsmun- um sem dugi til að leysa úr aðsteðjandi vanda- málum sem virðast æöimörg á þessum síðustu og verstu tímum. Fyrir 20 árum orti Guðmundur Sigurðsson á eftirfarandi hátt um horfurnar þá: Að lofa sér og öðrum yfirbót á öllu því sem farið hefur miður er siður vor um sérhver áramót og síst af öllu má hann leggjast niður. En syndin að oss sækir furðu hljótt og sumum gefst þá lítill fyrirvari þó göfug áform gleymist jafnan fljótt þau gefa mynd af réttu hugarfari. En það var allnokkru áður, eða á árinu 1957, að mikil mannaskipti urðu á Alþingi. Vegna forfalla tóku fjórir varamenn þar sæti: séra Gunnar Gíslason í stað Jóns á Reynistað, Ólaf- ur Jóhannesson prófessor í stað Steingríms Steinþórssonar, dr. Gunnlaugur Þórðarson í stað Guðmundar í. Guðmundssonar og Bragi Sigurjónsson í stað Péturs Péturssonar. Af til- efni þessara mannaskipta kvað eitt skáld þingsins, Karl Kristjánsson: Nýir þingmenn æða inn, (ekki nóg með það í haust). Aðrir fara út um sinn - Alþingi er hurðarlaust. En hve vorið bjart og blítt breytir mörgu í skauti jarðar. Sumt er orðið alveg nýtt eins og þingmenn Skagaijarðar. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Halldóra B. Björnsson var lengi starfsmaður Alþingis. Þar var hagmælskan til húsa og oft kveðist á. Þegar stjórnarkreppan var 1947 kvað Halldóra: Átt hef ég árum saman á því bjargfasta trú, að Ólafur gæfist illa en upp - ekki fyrr en nú. En svo bætti hún við: Góður er sérhver genginn geti hann legið kyrr. En Ólafur afturgenginn er Ólafur verri en fyrr. Andrés í Síðumúla, síðar alþingismaður, sem þá var skjalavörður Alþingis, svaraði: Góð er að vonum þín vísa en vanhugsað niðurlag. Ólafur upp mun rísa aftur - jafnvel í dag. Eiríki Einarssyni alþingismanni frá Hæli hefur fundist mikið til Ölafs Thors koma. For- mannsvísa er fyrirsögn þessarar stöku hans: Ólafur Thór er staupastór. Streymir um óragáttir hornasjór og brenndur bjór, brimar í fjórar áttir. Trúlega hefur kveðið mikið að Ólafi í þing- veislum en að líkindum hefur eitthvað sterkara verið á borðum en næsta vísa gefur til kynna. Hún mun hafa verið kveðin í einni slíkri veislu: Gleðin öll til ijandans fer, friðurinn trúi eg sjatni, ef gestir þurfa að gæða sér á Gvendarbrunnavatni. En varla hefur það verið eftir þá veislu sem Eiríkur Einarsson alþingismaður kvað: Veisla þessi og vinahót verða ei nema prettir eftir skammvinnt skálamót skyrpa þeir eins og kettir. Þegar Sverrir Hermannsson barðist hvað harðast á Alþingi gegn afnámi setunnar en beið því miður lægri hlut orti Gestur Guð- fmnsson, þá blaðamaður við Alþýðublaðið, eft- irfarandi ljóð: Loksins er gamalt lýti af málinu sniðið og langt er síðan ég heyrði jafn kærkomna frétt en grátið og þrútið situr setuliðið og syrgir þann staf sem enginn gat skrifað rétt. Þungur kross og kvöl var mér ætíð setan af kynnum við þvílíkan staf er sál mín þreytt ég kunni ekki fremur en Magnús Torfi að metann og mér er í nöp við stafrófið yfirleitt. En svo eru þeir sem talið hafa ástæðu til að kvarta undan þingmönnum. Hjörtur Krist- mundsson skólastjóri orti til Jóns Pálmasonar, alþingismanns á Ákri: Hættu Jón að hrella mann, hvað sem öðru liður. Gerðu það fyrir guð, og þann gamla ekki síður. Iðnaðarmaður, sem á árum áöur átti erindi í Alþingishúsið og kom í flokksherbergi Al- þýðuflokksins, fann þar bók sem nefndist Lærebog for Tjenere. Þá orti hann: Löngum kratar lesa í Lærebog for Tjenere. Greyin ætla að græða á því. Gud benaade dem senere. Þegar Gils Guðmundsson komst á þing'í fyrsta sinn orti Kankvís í Alþýðublaðið: Það gladdi mig gífurlega þegar Gils komst í þingsal inn. En hver á þig nú eiginlega elsku kúturinn minn. Guömundur Sigurðsson. skáld og gaman- vísnahöfundur, sem átti fyrsta ljóðið í þessum þætti, á einnig lokaorð hans: Það telst ekki frétt þó úfar með ýmsum rísi og annað slagið heimti menn reikningsskil því heimurinn virðist örlítið öðruvísi en óskir manna og hugsjónir stóðu til. Og ennþá er margur á alvöru lifsins gleyminn og áhugalaus um vandamál forn og ný. Þó við séum yfirleitt fædd til að frelsa heiminn við finnum oss annað til dundurs og gleymum því. Torfi Jónsson George Bush er sá fjórði á mörgum sviðum. Allt sem þú þarft ekki að vita um Bush George Bush, forseti Bandaríkj- anna, er fjórði elsti maðurinn sem hefur gegnt því embætti. Hann er líka sá fjórði hæsti og sá fjóröi af forsetunum sem er örvhentur. Hann er sá fjórði þeirra sem er fæddur í Massachusetts og sá fjórði sem er kjörinn forseti meðan hann gegnir embætti varaforseta. Vegna þessara tilviljana er vestra farið að halla hann George fjórða. Þessar upplýsingar koma fram í miklum doðrant sem gefinn var út í tilefni af embættistöku Bush. Þar koma fram allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar um forset- ann og þar á meðal mikið af útreikn- ingum sem engu máli skipta. Bush er nú 64 ára gamall og hafa aðeins þrír eldri menn orðið til að setjast í embætti Bandaríkjaforseta. Það eru þeir Ronald Reagan, sem var 69 ára, William Henry Harrisson, sem var 68 ára, og James Buehanan sem var 65 ára þegar hann settist að í Hvíta húsinú. Bush er 188 sentímetrar á hæð og því hærri er aðrir forsetar nema Abraham Lincoln, sem var 193, Lyn- don Johnson, sem var 190,5, og Thomas Jefferson sem var 189 sm á hæð. Bush er örvhentur eins og Gerald Ford, Harry Truman og James Gar- field. Þá er hann fæddur í Massa- chusetts eins og John Adams, John Quincy Adams og John F. Kennedy. Bush er fæddur 12. júní árið 1924. Aðrir forsetar hafa ekki fæðst i þeim mánuði. Hann er því í tvíburamerk- inu eins og John F. Kennedy sem var fæddur 29. maí árið 1917. í morgunverð vill Bush fá jógúrt og ávexti. Nafni hans, George Was- hington, fyrsti forseti Bandaríkj- anna, hafði annan smekk. Á morgn- ana vissi hann ekkert betra en pönnukökur syndandi í sírópi og smjöri. Þetta atriði þykir undirstrika að fátt er líkt með þessum tveim mönnum. Þeir eiga það þó sameiginlegt að vera lítið sólgnir í grænmeti. Bush reynir eftir bestu geta að forðast slík- an mat og Washington vissi ekkert verra en grænmeti. Bush er mjög sólginn í kartöfluflögur með beikon- bragði en Washington þekkti ekkert slíkt. Hann maulaði þess í stað hnet- ur á milli mála. Ertu í vandræðum með aukakílóin? Hefur þú fengið nóg af óspennandi megrunarkúrum, útreikningi á hitaeiningum og þess háttar amstri? REYNÐU ÞÁ BIO-MEGRUNARKÚRINN 14 ljúffengar bragðtegundir, drykkir og súpur sem innihalda öll þau vítamín og steinefni sem þarf til að grennast á heilbrigðan hátt. Kærkomin leið til að losna við hin illræmdu aukakíló án þess að tapa þreki eða vellíðan. 12 síðna leiðbeiningabæklingur fylgir. Fæst í apótekum og helstu heilsubúðum um land allt. HÖLL HF., heildverslun Kolgerði 21 600 Akureyri Sími 96-26611

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.