Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989.
Heimildarmynd um þróun tónlistar á íslandi:
Fornmenn syngja
í kvikmynd
..Við sýnum ef til vill ekki ná-
kvæmlega fram á hvernig fornmenn
sungu en reynum aö komast eins
nærri því og hægt er." segir Njáll
Sigurðsson tónfræðingur. sent und-
anfarið hefur aðstoðað Pál Stein-
grímsson við gerð heimildarmyndar
um tónlist á Islandi frá upphafi og
til okkar daga. Þegar er búiö að taka
upp um einn þriðja af mvndinní og
Páll gerir ráð fyrir að ljúka öll'u verk-
inu fyrir lok þessa árs.
..Þegar heimildir hrökkva til þá
reynum við að flétta þá tónlist inn í
myndina." segir Njáll. ..Það elsta sent
varðveitt er hér eru kaþólskir frá því
seint á miðöldum. Þegar komiö er
fram á prentöld er hægt að styðjast
við nótur úr prentuðum bókum. Viö
tjöllum einnig um rímnakveðskap.
gömlu danshefðina og þau lög sem
henni tengjast. Viö segjum einnig frá
fyrstu menntuðu tónlistarmönnun-
um og þróuninni fram á okkar daga."
Kristinn Sigmundsson óperusöngvari veröur sögumaöur í myndinni.
Fiöluleikur í Byggðasafninu á Skógum. Njáll Sigurðsson, Sigurður Jónsson, öðru nafni Diddi fiðla, og Þórður
Tómasson safnvörður. DV-myndir Ragnar S.
Upptökur í
mörgum löndum
Myndin er tekin upp víða á íslandi
og einnig í nálægum löndum. Þegar
er búið að taka upp hluta sem gerist
á Grænlandi og í Færeyjum og trú-
lega verður farið víðar á þessu ári.
Fvrir skömmu var tekinn upp leikur
á langspil og íslenska flðlu í byggða-
safninu á Skógum undir Eyjafjöllum
þar sem Þórður Tómasson safnvörð-
ur varðveitir langspil.
..Njáll Sigurðsson er sérfróður um
forna norræna og íslenska tónlist."
sagði Páll Steingrímsson í samtali við
DV. „Hann leggur okkur línurnar
enda manna fróðastur um forna tón-
list og hefur ákveðnar hugmyndir
um þróun hennar. í myndinni reyn-
um við að færa sönnur á þessa þró-
un."
Galdrasöngur
á Grænlandi
„Þetta er leikin heimildarmynd og
við setjum þekkta atburði úr sögunni
á svið. Það er Lárus Ýmir Óskarsson
sem leikstýrir þeim atriðum. Við
sækjum allt í þekktar heimildir og
notum þekktar sögupersónur. f
Grænlandi létum við Guðríði Þor-
bjarnardóttur, kvenhetjuna í Eiríks
Diddi fiðla og Þórður Tómasson rifja
spilið hefur Þórður smiðað.
sögu rauða. kveða varlokur við
Hvalseyjarkirkju. Þetta er galdra-
söngur sem sagt er frá í Eiríks sögu.
í myndinni er sögumaður sem fylg-
ir henni allt í gegn. Það er Kristinn
Sigmundsson óperusöngvari sem fer
með það hlutverk og auk þess syngur
hann ákveðin hlutverk."
Allsherjargoðinn
flyturVöluspá
„Við sviðsettum Völuspá við stytt-
una af Bárði Snæfellsás á Snæfells-
nesi. Þar kvað Sveinbjörn Beinteins-
son allsherjargoði fyrir okkur. Þjóð-
dansafélagið dansar einnig fyrir okk-
ur eldgamla dansa. Við reynum einn-
ig að rekja áhrifin frá Þýskalandi og
í gegnum Skandinavíu og jafnvel frá
írlandi hingað."
Myndin er gerð fyrir styrk úr kvik-
myndasjóði og höfundar myndarinn-
ar leggja á móti töluverðan hluta af
vinnu sinni. Myndin er unnin hjá
kvikmyndagerðinni Þumli.
Hugmyndin að myndinni er komin
frá Páli. „Ég var lengi búinn að ganga
með þetta í maganum og ræða við
tónskáld hér heima um hvort hægt
væri að gera þetta,“ segir Páll. „Njáll
kom fljótt til sögunnar sem helsti
sérfræðingur í efninu.
Ég ímynda mér að þetta veröi 45
til 50 mínútna löng mynd. Það hefur
einnig komið til greina að gera úr
efninu fjóra styttri þætti sem nota
mætti sem kennslugögn. Annars en
upp hvernig leikið er á langspil. Lang
myndin í lengri útgáfunni hugsuð
fyrir sjónvarp enda leggjum við mik-
ið upp úr að myndskreyta öll atriði
vel til að fólki leiðist ekki að horfa á
þótt það hafi ekki brennandi áhuga
á þróun tónlistar.“
Fiðlungurinn
Diddi fiðla
„Sigurður Jónsson, Diddi fiðla, er
sérfræðingur okkar í að spila á göm-
ul hljóðfæri. Hann getur spilað á allt
sem gefur tón. Þegar við vorum að
taka upp á Skógum þá kom raki á
rúðuna og hann tók upp á því af strák
sínum að spila lag á rúðuna meö
fingrunum. Hann einn hefur lagt sig
eftir að spila og gömlu íslensku fiðl-
una og spilar einnig á langspil.
En þetta er ekki bara gömul tónlist
sem við segjum frá. Við ætlum að
setja á svið á ný fyrstu tónleikana
sem haldnir voru hér. Það var á
Langalofti í Menntaskólanum í
Reykjavík seint á síðustu öld. Viö
endum myndina á íslenskri nútíma-
tónlist sem byggir á gamalli hefð og
ef við getum ætlum við að narra
gamla Þursaflokkinn til að leika.
Málið er að ná samfellu fram að deg-
inu í dag,“ sagði Páll Steingrímsson.
-GK
Dana Crawford húsmóðir:
Nei, ég veit ekkert um það land.
Fransisco Villa blómaskreytinga-
maður:
ísland! Hvaða fyrirbrigði er nú það?
Guido Somes verkamaður:
Landið er kalt og þar er þétt byggö
snjóhúsa.
Amy Weisman, selur tölvur:
ísland er norður af meginlandi Evr-
Ólafur Gunnars heitir ungur ís-
lendingur sem fór til Kaliforníu og
hélt þar jól svona til tilbreytingar.
Milli jóla og nýárs brá hann sér í
blaðamannaleik í kvikmyndaborg-
inni Hollywood og spurði staðar-
menn, eins og íslendinga er siður,
hvað þeir vissu um ísland.
Spurt í kvikmyndaborginni Holly-
wood í Kaliforníu þann 28. desember
1988. Getur þú sagt mér eina til tvær
staðreyndir um ísland? -
Dave Sanders tryggingasölumaður:
Ég veit bara að landið er einhvers
staðar norðvestur af Svíþjóð.
ópu. Liggur það ekki nálægt Græn-
landi? Mér skilst að þar sé mjög
kalt og heilmikið af snjó og ég hugsa
að þar sé prýðisfólk.
Kevin Baker háskólanemi:
Landið er norðvestur af írlandi úti á
reginhafi. Ég veit að höfuðborgin
heitir Reykjavík og ég mundi giska
á að íbúarnir væru um átta milljónir.
Texti og myndir: Ólafur Gunnars
Þétt byggð
snjóhúsa