Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. 47 dv LífsstOl Á fjallaskíðum: Gæti öskrað af fögnuði - segir Hilmar Már Aðalsteinsson t „Þaö er algengt aö viö bregöum okk- ur á fjallaskíði upp í Botnsúlur um helgar eöa eftir vinnu á kvöldin. Maöur keyrir þá á Þingvöll og Finnur sér tind sem mann langar að klífa og brunar svo niður fjalliö. Þaö er ólýsanleg tilfinning að renna sér niö- ur óspjallaða brekku, maður getur hreinlega öskrað af fögnuði,“ segir Hilmar Már Aöalsteinsson, björgun- arsveitarmaður og áhugamaður um fjallaskíði. Fjallaskíðaíþróttin á vaxandi vin- sældum að fagna hér á landi. Til marks um það hefur sala í fjalla- skíðaútbúnaði allt að tvöfaldast á milli ára. Léttog stutt skíði Sá útbúnaður sem fjallaskíðamenn kjósa helst er ákveðin gerð af skíöum sem eru léttari, styttri og breiðari en venjuleg skíði. Á bruni niður óspjallaða brekku. Bindingarnar, sem notaðar eru, hafa þann kost umfram bindingar á svigskíðum að hægt er að losa um hælinn sem er nauðsynlegt þegar menn eru að klífa fjöll á skíðunum. Þá er límt skinn undir skíðin sem gerir þau stöm svo að auðvelt á að vera að ganga á þeim upp brattar brekkur. Skórnir, sem eru vinsælast- ir, eru um það bil helmingi léttari og mun liprari en venjulegir skíða- skór og með sóla eins og gönguskór. Landssamband Hjálparsveita skáta hefur boðið upp á námskeið fyrir björgunarsveitarmenn sem vilja stunda þessa íþrótt og það sama hef- ur íslenski Alpaklúbburinn gert fyr- ir almenning. Gefur Ölpunum ekkert eftir „Það er hægt að fara á fjallaskíði nánast hvar sem er á landinu þó að aðstæður séu dálítiö mismunandi. Fyrir norðan er til dæmis gaman að fara á Tröllaskaga en snjórinn þar gefur snjónum í Ölpunum ekkert eft- ir. Þar er oft góður snjór, svokallaður púðursnjór en það er lausamjöll sem liggur ofan á þéttari og eldri snjó. Sunnlendingar bregða sér gjarnan upp í Tindfjöll en þar eru nokkrir skemmtilegir tindar sem hægt er að velja um. Þar er og skáli sem Alpa- klúbburinn á og annar sem er í eigu Flugbjörgunarsveitanna. Aðstæður eru því mjög góðar fyrir ferðafólk á þeim slóðum. Víða á Snæfellsnesinu er að finna góðar brekkur þó að Snæfellsjökull- inn sé í sérflokki. Það er mjög skemmtilegt að skreppa vestur á fóstudegi og ganga á jökulinn á laug- ardeginum en ofan af tindi hans er 1200 metra fallhæð niður. Það er eiginlega sama hvar fólk er statt á Vestfjörðunum, þar er hægt að fmna góðar brekkur allt frá Barðaströnd og norður á Horn- strandir. Svona er hægt að fara hringinn í kringum landið, það er alls staðar hægt að stunda þessa íþrótt. Eyjafjallajökull er enn ein perlan, þar er hægt að finna margar ólíkar leiðir til að renna sér niður. Eins er Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur landsins, kjörinn fyrir fjallaskíði. Það er mjög ólíkt að labba upp á hnjúkinn og renna sér niður eða að fara gangandi báöar leiðir. Snemma á fætur Mikið af þeim ferðum sem við för- um eru dagsferðir. Við vöknum þá mjög snemma, eða á milli 4-5 á morgnana, og höldum í hann. Það er best aö taka daginn snemma því þá er snjórinn ekki eins blautur og betra að renna sér og í skammdeginu er nauðsynlegt að nýta birtuna sem best. Það sama gerum við náttúru- lega ef við fórum í helgarferðir því þaö er alltaf best aö taka daginn snemma. Það getur oft myndast ansi skemmtileg stemmning á kvöldin í skálunum þegar saman er kominn góður hópur fólks. Þá hafa menn það helst sér til skemmtunar að segja hetjusögur af sjálfum sér. Það dettur stundum upp úr mönnum þegar þeir hafa verið að segja shkar sögur: „Og þessi er alveg sönn.“ Snjóflóð, jökul- sprungur og óveður Fólk ætti að varast að fara ein- samalt út í óbyggðir því að margar hættur geta orðið á vegi manns, svo sem snjóflóð, jökulsprungur og óveð- ur. Maður veit aldrei nákvæmlega í hverju maöur mun lenda en það gerir þessar ferðir jafnframt spenn- andi. Ef fólk er eitt á ferð ætti það ekki að leggja af stað án þess að láta vita hvert feröinni er heitið og fylgja síð- an þeirri ferðaáætlun sem gefin var. Þeir sem ferðast um óbyggðir þurfa aö kunna að lesa á kort, þekkja snjó- flóöahættur og kunna einhver skil á veðurfræði. Það er til dæmis nauð- synlegt að vita hvaða áhrif hitabreyt- ingar geta haft á snjó til að meta snjóflóðahættu og eins þarf maður að kunna skil á þeim snjóalögum sem ef til viO leynast undir nýsnævi. Svo þarf fólk að þekkja líkamlega getu sína. Fólk ætti líka að vera með snjó- flóðaýli á sér en það er sendi- og móttökutæki sem sendir frá sér út- varpsbylgjur og auðveldar því björg- unarmönnum mjög að finna þann sem lendir í snjóflóði. Snjóflóðaýl- amir eru mjög góður björgunarút- búnaður." DV-myndir HMA Frumkvöðlamir Það voru þeir Helgi Benediktsson og Arnór Guöbjartsson sem einna fyrstir manna stunduðu það að fara á fjallaskíði hér á landi. Þeir voru einnig frumkvöðlar að þyrluferðum upp á Eyjafjallajökul og Öræfajökul í lok síðasta áratugar. Þá sá þyrla um að flytja menn upp á tindinn og þeir renndu sér síðan niður. Slíkar ' ferðir hafa ekki verið farnar í nokk- urn tíma en áhugi er á að taka þær upp aftur. Það sem stendur helst í mönnum er kostnaðurinn. Dýrt eða ódýrt „Það er afstætt hvort þetta er dýr íþrótt. Lágmarksútbúnaður, sem til þarf, kostar um 15 þúsund krónur ef menn eiga svigskíði fyrir og svo er hægt að kaupa útbúnað fyrir á milli 45 og 50 þúsund krónur. Það fer allt eftir því hvaða kröfur fólk gerir. En nánast allir þeir sem stunda fjallaskíði hafa stundaö skíðaíþrótt- ina áður. Þeir eiga því einhvern hluta útbúnaðarins og síðan er hægt að ráðleggja fólki hvað þaö þarf aö kaupa til viðbótar og oft getur fólk sparað sér fleiri þúsund krónur ef það hlítir slíkum ráðum. Skattfrjálst Ferðalögin sjálf eru ekki dýr, það þarf að borga bensín á bílinn en á móti kemur að ekki þarf að borga neinn skemmtanaskatt. Gisting er oftast nær mjög ódýr því að yfirleitt er gist í skálum, tjöldiXh* eða snjóhúsum. Um páskana, á vorin Ferðir og sumrin er algengt að menn sofi undir berum himni í svefnpokunum sínum. Hvað matinn varðar þá þarf maður alltaf að næra sig, það er sama hvort maður er í fjallaferðum eða heima hjá sér. Það er hægt að stunda fjallaskíði allt árið um kring og það sem gerir þetta skemmtilegra en að fara á hina. hefðbundnu skíðastaði er að maður er einn eða í litlum hópi úti í náttúr- unni, andstætt því sem gerist á fjöl- förnum skíðastöðum. Ég held aö fólk fari út í íþrótt af þessu tagi ef það er með náttúruna í blóðinu og hreyfmg- arþörf. Góðar aðstæður hér á landi Það eru þrjú ár síðan ég byrjaði að fara upp í óbyggðir á fjallaskíðum og ég er ekki búinn að prófa nema 3-5% af þeim stöðum sem koma til greina. Ég hef því enga sérstaka þörf fyrir að bregða mér á skíði í Ölpun- um eins og málum er nú háttað. Aðstæður hér á landi eru góðar þó að veðrið eigi það til að setja mönn- um stólinn fyrir dymar þegar þeir ætla að bregöa sér á fjallaskíði," sagði Hilmar Már að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.