Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1989. Útboð Norðurland vestra Byggðarsamlag um sorphirðu á Norðurlandi vestra (BSNV) óskar eftir tilboðum í alla sorphirðu fyrir Sauðárkrók, Blönduós, Skagaströnd og Hvamms- tanga. Um er að ræða hirðingu húsasorps frá u.þ.b. 5100 íbúum, allt sorp frá fyrirtækjum og úr safngámum. Sorpið skal sett í þar til gerðan pressugám og flutt pressað til urðunarstaðar í nágrenni Sauðárkróks. Útþoðsgögn verða afhent á skrifstofum ofantalinna bæjar-/sveitarfélaga frá og með föstudeginum 20. jan. 1989 gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðs- frestur er til 8. febr. 1989. BSNV "'U’W-!1! Margt fullorðið fólk er líka að verða þreytt á einlitum tónlistarsmekk nýju stöðvanna. Toyota LandCruiser Hi-roof, dísil, árg. 1987, 5 gíra, 5 dyra, blásans., ekinn 21.000 km, upphækkaður, 35" dekk. Verð 2.200.000. Ath. skipti á ódýrari. Auðvitað í ILAKJOR Það er Framtíðin Sími 686611 Alvöru jeppi! NÝTT HEFTI Á BLAÐ- SÖLU- STÖÐUM UM LAND ALLT ÁSKRIFT: o 27022 Úrval LESEFMI VIÐ ALLRA HÆFI Fréttir - fræðsla - afþreying Eftir hverju sækist fólk í fjölmiðl- um? Er það aiþreying, fræðsla eða fréttir? Auðvitað eru svörin misjöfn eftir því hver í hlut á, en oftast er svarið vafalítiö að eftir öllu þessu þrennu sækist menn. Það fer svo bæði eftir aldri og áhugamálum og hvaða íjölmiðils er neytt þá stundina til hvers fólk ætlast helst. Vafalítið sækist ungt fólk mest eftir afþreyingu í ljósvakamiðlunum. í útvarpi er það dægurtónlistin, í sjón- varpsstöðvum bíómyndir og aUs kyns myndaflokkar. Já - og vel á minnst: Okkur hættir raunar til þess að eiga einkum við þetta efni þegar við tölum um afþreyingu. En afþrey- ing eins getur verið þreytandi í eyr- um og augum annars. Margt fullorð- ið fólk forðar sér frá glymjandi há- vaða dægurtónlistarinnar hvenær sem það getur. Afþreying þess á tón- listarsviðinu er aftur á móti hund- leiðinlegt gól í eyrum unga fólksins. Blóðug slagsmál og bang bang ame- rískra hasarmynda, sem unga fólkið starir opinmynnt á, er í augum margra fulloröinna nauðaómerkilegt og leiðinlegt efni, það kýs fremur vandaða myndaflokka byggða á frægum bókmenntaverkum og svo hreinar fræðslumyndir er segja frá fjarlægum þjóðum og löndum - eða þá bara okkar eigin landi. Einstefnur og ofstæki Það er ekki nýtt þótt umburðar- lyndi skorti hjá fólki þegar rætt er um ljósvakamiðla. Mest af því sem almennir neytendur hafa í gegnum tíðina látið frá sér fara um efni þeirra hefur einkennst af vissu ofetæki gagnvart þvi efni sem ekki fellur við- komandi einstaklingum í geð. Stór hópur fólks hefur notað orðið sinfón- ía sem skammaryröi yfir alla klass- íska tónlist áratugum saman og á móti er talað um síbylju og gaul í þeim stöðvum sem reyna að sinna óskum unga fólksins. Því miður hefur svipað ofríki einn- ig ráðið ferðinni hjá mörgum þeirra sem ráðið hafa ferðinni í þessum miðlum fyrr og síðar. Einn af merk- ustu tónlistarfrömuðum þessarar þjóðar æddi á sínum tíma inn í þular- stofu gömlu gufunnar til þess að brjýta hljómplötu með dixíland- útsetningum á þekktum lögum (bölv- uð platan var nær óbrjótanleg!!) og til eru þeir forsvarsmenn nýju út- varpsstöðvanna sem hafa reynt að ritskoða tónlistarþætti á stöðinni sinni, þótt fyrir það sé þrætt. Unga fólkið var oröið hundleitt á tónlistarflutningi gömlu gufunnar áður en rás 2 og nýju stöðvarnar komu. Þar skorti menn skilning á nauðsyn íjölbreytni. Margt fullorðið fólk er líka að verða þreytt á einlitum tónlistarsmekk nýju stöðvanna. Það getur að vísu valið, en ef svo fer að það kýs að hlusta alls ekki á þær Fjölmiðlar Magnús Bjamfreðsson missa þær Jiýðingarmikinn hlust- endahóp hvað auglýsingar varðar. í báðum tilvikum verða menn að skilja að afþreying er ekki afmarkað staðl- að fyrirbæri heldur byggist á þeim einstaklingum sem njóta eiga og borga brúsann. Fréttir Fréttir eru aðalfæða og tromp flestra fjölmiðla. Að vísu hlustum við með ööru eyranu á þær oft á tíðum og mig grunar að ansi stór hópur fólks, í það minnsta ungs fólks, fylg- ist í raun ákaflega lítið með fréttum. En þegar stóru stundirnar renna upp, hvort heldur er með gleði eða sorgarfréttum, fylgjast allir með. Og allir viljum við, neytendur fjölmiöl- anna, geta treyst því aö enginn stór- viðburður fari framhjá okkur. Auðvitaö sinna fjölmiðlar fréttum misjafnlega vel. Bæði er að kröfur neytenda þeirra eru misjafnar og svo hitt aö þeir vilja ekki lepja upp hver eftir öörum. En góðar fréttastofur eru gulls ígildi fyrir alla fjölmiðla, hvort heldur eru prentmiðlar eða ljósvakamiðlar. Ég hefi víst áöur látið þá skoðun í ljós að fréttastofa Útvarpsins, þ.e. RUV-hljóðvarps, beri af öörum ljós- vakafréttastofum hérlendis. Ég hef ekki skipt um skoöun í því efni, en þar með er ég alls ekki að kasta stein- um að öðrum fréttastofum á því sviði. í þessari viðmiðun er ég ekki að vitna til einstakra „skúbba" eða tilvika þar sem stofan er fyrst með fréttir, heldur ekki síður til áreiðan- leika og þeirrar miklu umfjöliunar og könnunar á málum sem stofan hefur sýnt aö hún hefur á valdi sínu. Heildarumfjöllun hennar um mál er oft á tíðum til hreinnar fyrirmyndar og hún verður hvorki vænd um hleypidóma né hlutdrægni, þótt auð- vitað þyki sumum hallast á dróginni í einstökum fréttatímum. Á sama hátt er ekki hægt að ganga framhjá því að fréttaritstjórn Morg- unblaðsins ber af meðai prentmiðl- anna. Hún hefur eins og fréttastofa útvarpsins geysiöflugt fréttaritara- kerfi sem ekki lætur margt framhjá sér fara. Hún ræðureinnig yfir mikl- um liðstyrk þrautþjálfaðra blaða- manna sem geta tekið til hendinni þegar merk mál eru til umfjöllunar. Vissulega kemur það fyrir Mogga, rétt eins og aðra sem keppa um frétt- ir, að aðrir ná frétt við nefið á honum en þegar hann kemst á skrið og hell- ir sér út í hlutlæga umijöllun um viðburði kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana. Fræðsla Það hefur löngum þótt aðall góðra fjölmiðla að upplýsa neytendur sína um hvaöeina. Auðvitað gerist það meðal annars í almennum frétta- flutningi, en þar er heldur ekki látið staðar numið. Góðir fjölmiðlar taka ýmis efni til umfjöllunar þótt þau séu ekki endilega fréttaefni þá stundina. í blöðum gerist þetta m.a. í greinum fræðimanna og umfjöllun biaða- manna, í útvarpi t.d. í fyrirfestrum og samsettum dagskrám og í sjón- varpi í hvers kyns heimildarmynd- um. Er þá ótalin bein kennsla sem í mörg ár hefur lítið verið sinnt í ís- lenskum ljósvakamiðlum. Strax í upphafi útvarps á íslandi var kennsla tíðkuð þar. Þar var fyrst og fremst um tungumálakennslu að ræða og víst er að margur sótti dýr- mæta fræðslu til útvarpsins á þeim árum. Síðan datt þetta niöur. Ekki skal ég fullyrða neitt um hvers vegna. Vafaiaust hefur þróaðra skólakerfi átt sinn þátt í því að menn töldu síður nauðsyn á slíkri kennslu, ef til vill hafa stjórnendur stofnunar- innar ekki haft mikinn áhuga fyrir málinu og ekki reynt að aðlaga kennsluna breyttum tímum. Nú er aftur farið að nota útvarp og sjónvarp til beinnar kennslu og skipulagðrar fræðslu á afmörkuðum sviðum. En undarlega lítið er undir þetta mulið í Rikisútvarpinu, heldur er efnið sent út í sjónvarpi á þeim tímum, þegar næsta víst er að fáir horfl vegna starfa sinna. Ekki skal ég dæma um hvað veldur. Ég veit að vísu að forráðamenn stofnunarinnar eru hræddir við að ríkisvaldið reyni að koma kostnaði við framleiðslu yfir á hana til að losa ríkiskassann við ómakið og vissulega væru sumir fulltrúar þess vísir til þess. En menn mega ekki gleyma því í einhverjum stofnanaleik að sjón- varp er stórkostlegasti miðill sem um getur til hvers kyns kennslu og fræðslu og getur sinnt verkefnum sem ekki verða leyst annars staðar. Menn mega ekki kæfa þá tilraun í fæðingu sem nú hefur verið gerö. Stjórnendur menntamála verða líka að gera sér grein fyrir því aö framleiðsla góðs kennsluefnis fyrir sjónvarp kostar mikið fé og því verð- ur aö skipuleggja framleiöslu þess og notkun ákaflega vel. Vonandi glutra þeir ekki niður þeim áhuga sem hefur tekist að vekja nú á notk- un ljósvakamiðla til kennslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.