Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 34
46 LAUGÁ'RDAGUR 21. JANÚAR 1989. Lífsstfll Þátttakendur fá afhent þátttökuspjald fyrir hverja ferð og þeir sem fara oftast fá sérstaka viðurkenningu félagsins í haust. Miðar á opna bandaríska meistaramótið '9* * Landnámsgangan hófst með fyrstu ferðinni síðastliðinn sunnudag, 15. januar, og var byrjað i Grófinni eins og i fyrra en nú var gengið í gagnstæða átt. I þessa fyrstu ferð mættu 60 manns. - ■■■■■■■■ ÆwSílj Ferðafélagiö Utivist tók upp þá nýjung í ferðastarfsemi sinni á síð- asta ári er nefnd var ferðasyrpur. Veigamest og langvinsælust var „strandganga í landnámi Ingólfs". Með henni var efnt til gönguferða meðfram ströndinni frá Reykjavík suður og austur um Reykjanesskaga að Ölfusárósum. Alls voru farnar 22 ferðir og tóku þátt í þeim á níunda hundrað manns. Margir komu oft í þessar ferðir og einn þátttakenda náði því takmarki að fara í þær allar. Sá hlaut að launum frítt í allar ferð- ir í „landnámsgöngu Útivistar 1989“ en það nafn verður notað á framhald „strandgöngunnar" því nú er ætlun- in að ganga ekki aðeins með strönd- inni heldur verður mörkum land- námsins einnig fylgt inni í landi. Landnámsgangan hófst með fyrstu ferðinni síðastliðinn sunnudag, 15. janúar, og var byrjað í Grófmni eins og í fyrra en nú var gengið í gagn- stæða átt. í þessa fyrstu ferð mættu 60 manns og var gengið fyrsta spöl- inn meö Páli Líndal er fræddi um sögu bygginga við Hafnarstræti og nágrenni Arnarhóls. Gengið var um Arnarhólstraöir en síðan haldið með Sætúni út í Laugarnes og þaðan með Sundahöfn út í Elliðavog að svoköll- uðum Árkjafti. Þaðan flutti rúta hóp- inn til baka niður í Grófina. Þátt- tökugjald var ekkert í þessari fyrstu ferð. í nýútkominni ferðaáætlun Útivist- ar er skrá yfir allar ferðirnar í land- námsgöngunni sem eru alls 21. Næsta ferð er nú á sunnudaginn, 22. janúar, kl. 13 og þá er brottfor frá BSÍ, bensínsölu, sem er hinn hefð- bundni brottfararstaður í Útivistar- ferðum. Ekið verður að Elliðaár- brúm og gengið um Ártúnshöfða yfir Gullinbrú og út í Gufunes. Þaðan er gengið um fallega leið um Eiðsvík út í Blikastaðakró. Blikastaðakróin er þekkt fyrir fjölbreytt lífríki. Eftir sunnudagsferðina verður haldið áfram í 9 ferðum upp í Brynjudalsvog í Hvalfirði og er næsta ferð tungl- skinsganga mánudagskvöldið 20. fe- brúar út að Víðinesi. Úr Brynjudals- vogi er gengið inn Brynjudal og yfir gömlu þjóðleiðina Leggjabrjót til Ferðir Þingvalla. Þá veröur farið meðfram Þingvallavatni og Sogi og að lokum er Ölfusá fylgt eins og kostur er að Ölfusárósum og landnámshringnum lokað. Frá Brynjudalsvogi að Ölfus- árósum verða farnar 9 gönguferðir, en „landnámsgöngunni“ lýkur þann 8. okt. í haust. Þátttakendur fá afhent þátttöku- spjald fyrir hverja ferð og þeir sem fara oftast fá sérstaka viðurkenningu félagsins í haust. Þessar gönguferðir sem aðrar á vegum Útivistar eru sniðnar við allra hæfi en betra er fyrir óvana að byrja á ferðum sem hefjast kl. 13, en nokkrar hefjast einnig kl. 10.30. Allir eru velkomnir í Útivistarferðir og börn fá frítt í dagsferðir í fylgd foreldra sinna. Fé- lagsmenn fá afslátt í allar ferðir sem eru lengri en einn dagur. Útivist vill hvetja sem flesta til að vera með og minnir á að gönguferð er mjög góð heilsubót og ekki er verra að lögð verður áhersla á fræðslu um nátt- úrufar og sögu í „landnáms- göngunni“. Vestur 1 Bandaríkjunum undirbúa menn nú af kappi opna bandaríska meistaramótið í golfi en það verður haldið 15.-18. júní í Oak Hill Country Club í Rochester. Fyrir þá sem hafa áhuga er enn hægt að fá miða. Miði á sjálft mótið kostar 150 doll- ara en vilji golfáhugamenn einnig fylgjast með æfmgadögunum þremur fyrir aðal- mótið borga þeir 200 dollara. Innifalið í því verði er aðgangur að klúbbi fyrir keppend- ur og áhorfendur svo og stæði fyrir bílinn. Einnig er hægt að kaupa dagsmiða sem gilda fyrir einn af æfmgadögunum þremur, slíkir miðar kosta á bilinu 20-25 dollara en ekki er hægt að kaupa dagsmiða á sjálft mótið. Fyrir þá, sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar, er hægt að hafa samband við Post Office Box 1989, Rocheser N.Y. 14610; 716-248-6736. Mótshaldarar taka einnig að sér að ganga frá hótelpöntunum fyrir gesti og til að ganga frá þeim málum er best að hafa sam- band við Rochester Convention and Visit- ors Bureau, 126 Andrew Street, Rochester, N.Y. 14604; 716-546-3070. -J.Mar Curtis Strange ætlar sér stóra hluti á opna bandariska meistaramótinu. Hoppaðámillilanda Flugfélögin Arnarílug og Flug- leiðir bjóða bæði svokallaða hopp- miða á milli landa fyrir fólk á aldr- inum 2-26 ára. Ekki er hægt að bóka hopp-miðana nema með sól- arhringsfýrirvara og einungis aðra leiðina í einu og getur því verið undir hæhnn lagt hvort viðkom- andi kemst út eða heim aftur á þeim degi sem hann hafði hugsað sér. Hopp-miöar geta hins vegar verið góð lausn fyrir fólk sem ætlar sér í lengri ferðalög erlendis eða ef þaö ætlar að dvelja í lengri tíma. Hoppfargjald tíl Kaupmanna- hafnar kostar 10.130 krónur en al- mennt sérfargjald aðra leiðina er á 20.245. Að hoppa til Frankfurt kost- ar 8.760 en almennt sérfargjald aðra leiðina 21.955. Að fara til Gautaborgar kosta þaö sama og farið Kaupmannahafnar. Það er heldur ódýrara að fara til Osló en þangað kostar hoppið 9.710 en almenna sérfargjaldið 19.825. Sams konar fargjöld til Lúxem- borgar kosta 12.070 á móti 20.935 krónum. Ef farið er til Stokkhólms kostar það 12.140 en almenna sérfargjaldið 24.970. Arnarflug býður upp á hopp- fargjöld til Amsterdam og eru skil- málarnir þeir sömu og hjá Flugleið- um. Miðinn þangað kostar 12.070. Þetta er einungis einn af þeim ferðamöguleikum sem bjóöast. Þó að þessi fargjöld hafi margt til síns ágætis og geti komið sér vel í mörg- um tilvikum er þó yflrleitt mun hagstæðara aö kaupa Apex-miða, enda ferðast á milli 70-80% allra farþega á slíkum fargjöldum. En þeir ókostir fylgja þeim að fólk verður að panta þá og borga með ákveðnum fyrirvara og þegar búið er að kaupa miðann er engu hægt að breyta. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.