Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1989, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1989. Handbolti unglinga Iiði Keflavíkur vísað úr keppni Aö sögn Þorsteins Jóhannessonar hjá mótanefnd HSÍ var ákveöið á fundi í síðustu viku að vísa liði Kefla- víkur úr keppni í í 3. ílokki kvenna. Liðið mætti ekki til keppni í tvo fyrstu leiki sína í síðustu umferð sem leikin var í Vestmannaejgum. Á síðasta Ársþingi HSI var sam- þykkt að mæti lið ekki til keppni í tvo leiki verði viökomandi liði vísað úr keppni. Hér er eingöngu verið að framfylgja þessu ákvæði og verður vonandi öðrum félögum víti til varn- aðar. Það er mjög bagalegt þegar svona hlutir eiga sér stað. Liðið hafði alla burði til þess að spila í úrslita- keppninni en nú er sá draumur að engu orðinn. Ekki náðist í forráðamenn Kefla- víkur til að heyra þeirra álit á þessu máli þar sem þeir voru á Akureyri vegna keppni. Aöeins var leikið í einum flokki í íslandsmótinu um síðustu helgi en það var 2. flokkur kvenna. Ein um- ferð hafði farið fram í þessum flokki fyrir áramót og var keppni þá mjög hörð og skemmtileg. Að Varmá í Mosfellsbæ fór fram keppni í 1. deild og var fyrirfram búist við að keppnin stæði milli Vík- ings, Gróttu og Stjörnunnar og varð sú raunin þar sem þessi lið virtust hafa talsverða yfirburði að lokinni umferðinni þó oft væri markamunur liðanna lítill. Víkingar taplausir að Varmá Strax í fyrstu umferðinni litu óvænt úrslit dagsins ljós þar sem heimamenn, UMFA, gerðu sér lítið fyrir og gerðu jafntefli gegn Víkingi eftir að hafa leitt leikinn frá upphafi. Gera má ráð fyrir að leikmenn Vík- ings hafi mætt of sigurvissir til leiks þar sem UMFA kom upp úr 2. deild eftir síðustu umferð. Víkingar létu sér leikinn gegn UMFA sér að kenningu verða því þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla aðra leiki sína í 1. deild og tryggðu sér þar með eitt stig í úrslitin þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Víkingurr vann Gróttu í hörkuleik, 20-19, og var það án efa besti leikur umferðarinnar. Einnig sigraði Vík- ingur lið Stjörnunnar, 15-9, ÍBV, 17-14, og Fram, 18-14. Eins og áður sagði vann Víkingur sterkt liö Gróttu, 20-19, og var sá^leik- ur úrslitaleikur deildarinnar þar sem Gróttustúlkurnar unnu alla aðra leiki sína nema gegn ÍBV, 16-16. Leikmenn Víkings og Gróttu gerðu sér grein fyrir hvað var í húfi og var jafnt á flestum tölum og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndunni sem Víkingar tryggöu sér sigur, 20-19, og þar meö sigur í 1. deild. Gróttustúlkurnar geta vel viö unað þrátt fyrir.að þær verði að gera sér annað sætið að góöu að þessu sinni. Víkingar þurftu reglulega að hafa fyrir sigri sínum í deildinni og er ljóst að fátt getur komið i veg fyrir úrslita- leik þessara tveggja lið í vor. Leikur Stjörnunnar olli nokkrum Þessir piltar voru valdir til æfinga með piltalandsliðinu sem nú er að hefja undirbúning sinn fyrir keppni sem fram fer erlendis um páskana. Um næstu helgi verður nánar gerð grein fyrir verkefnum þessa landsliðs hér á unglinga- síðunni og jafnvel tekin viðtöl við nokkra leikmenn. Landslið pilta 18 ára og yngri - til A-Þýskalands? Nú er HSÍ að ganga frá samkomu- lagi við A-Þýskaland um gagnkvæm samskipti þessara þjóöa fyrir ungl- ingalandsliðin. Að sögn Jóns Hjaltal- íns Magnússonar er mál þetta á loka- stigi. Reiknaði hann með að landslið pilta, skipaö leikmönnum 18 ára og yngri, færi til A-Þýskalands og færi lokaundibúningur liðsins þar fram fyrir Noröurlandamótið. Jón sagði að næst yrði reynt að koma á sam- vinnu við V-Þjóðverja og Spánverja. Hér er á ferðinni mjög gott framtak og er ljóst að HSÍ ætlar að halda vel utan um unglingalandsliðin eftir frekar dapurt starf í vetur enda eru hér á ferðinni landsliösmenn fram- tíðarinnar sem koma til með að veija heiður íslands þegar HM fer hér fram 1995. Sigrún Másdóttir, UMFA, skorar hér eitt marka sinna um helgina en hún lék mjög vel fyrir lið sitt og átti mikinn þátt í því að UMFA hélt sæti sínu í 1. deild. Drífa Þórarinsdóttir, ÍBV, lenti oft í svipuðum átökum á línunni eins og hér á móti Gróttu og veitti ekki af að þrír af varnarmönnum andstæðinganna kæmu til að stöðva hana er hún fékk boltann. leik þar sem Framarar tryggðu sér sigur, 17-15, eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðjan fyrri hálf- leik. Framarar töpuðu síðan fyrir Vestamannaeyjaliðinu, 17-13, og urðu að gera sér fall í 2. deild að góðu með aðeins tveggja stiga mun. UMFA og ÍBV börðust um að sleppa við að fylgja Frömurum niður um deild. Fyrir leik þessara liða haföi UMFA gert jafntefli við Víkmg og ÍBV gert jafntefli við Gróttu og sigr- aði Fram eins og áður sagði. Leikur UMFA og ÍBV var því úrslitaleikur um fall í 2. deild og sigruðu heima- menn í æsispennandi leik, 22-20. Vík- ingar, Grótta, Stjarnan og UMFA hafa því ásamt sigurliðum 2. deildar tryggt sér sæti í A-úrslitum í vor. Eittmark skildi að þrjú efstu liðin Keppni í 2. deild var æsispennandi og börðust þrjú lið um sætin tvö í 1. deild og þar með öruggt sæti í A- úrslitum í vor. Baráttan stóð á milli KR, UBK og ÍR um sigur í 2. deild og er hægt að fullyrða að aldrei hefur keppni verið jafnspennandi. Draga þurfti fram vasareikninn góða til að finna út hvaða tvö hð færðust upp um deild þar sem þessi þijú lið urðu efst og jöfn með átta stig og öll unnu þau einn leik í innbyrðisleikjum þessara þriggja liða. KR sigraði Breiðablik með sjö marka mun, 22-15, en Breiðablik gerði sér síðan lítið fyrir og sigraði IR einnig með sjö mörkum, 13AS. Markatala KR fyrir leikinn gegn ÍR var því hagstæð um sjö mörk. Breið- blik var með jafna markatölu en ÍR varð að vinna KR með átta mörkum til að komast upp fyrir Breiöabliks- stúlkurnar. ÍR tók strax leikinn gegn KR í sínar hendur og náði góðri forustu en þrátt fyrir mikinn darraðardans á síðustu mínútunum tókst ÍR-ingum ekki að vinna með átta marka mum og urðu lokatölur leiksins, 15-9. ÍR-stúlkum- ar verða því að gera sér að góðu að leika enn í 2. deild þó að aðeins eitt mark skildi að í lokin. Haukar voru um miðja 2. deild, sigruðu Val og FH með tveggja marka mun en töpuðu fyrir topplið- unum þremur. Valur varð í fimmta sæti, sigraði FH, 19—10, en tapaði öðr- um leikjum sínum. FH var heillum horfíð í 2. deild aö þessu sinni og náði ekki stigi í þess- ari umferð. vonbrigðum þar sem liðinu tókst ekki að blanda sér af alvöru í barátt- una um efsta sæti deildarinnar held- ur sigldi lygnan sjó um miðja deild. Stjarnan tapaði eins og áöur sagði fyrir Víkingi og Gróttu en sigraöi Fram, UMFA og ÍBV. Stjörnustúlk- urnar sýndu þó hvað í þeim býr er þær léku gegn Gróttu. Sá leikur var jafn og spennandi allan tímann og voru Stjörnustúlkurnar hársbreidd frá því að leggja Gróttu að velli en urðu að gera sér að góðu að tapa honum með eins marks mun, 18-19. Fram og ÍBV féllu í 2. deild Baráttan um fall í 2. deild stóð á milli Fram, UMFA og ÍBV. Framarar sigruðu UMFA í jöfnum 2. flokkur kvenna: Sterkt Vík- ingslið sigr- aðií l.deild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.