Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. Spumingin Ætlar þú að færa einhverjum kaffi í rúmið á konudaginn? Stefán Jónsson, múrari á eftirlaun- um: Nei, ég er aö hugsa um að sofa fram eftir sjálfur í rólegheitunum. Snorri Þorkelsson nemi: Það getur verið að ég stjani eitthvað við ömmu ef ég verð kominn nógu snemma á fætur. Þorvaldur Guðjónsson nemi: Nei, það verður hvorki af því né blóma- kaupum þetta árið. Jón Erlingsson nemi: Nei, ég hef eng- an til þess að stjana við á konudag- inn. Jóhannes Sigfússon framkvæmda- stjóri: Nei, ég held ekki en það getur verið að ég splæsi í blómvönd. Halldór Guðmundsson verkamaður: Nei, ég verð að vinna svo það verður ekkert af því, ég veit ekki með blóm- in. Lesendur Varaflugvöllur verði kosningamál G.R. skrifar: Eftir viðtal viö utanríkisráð- herra, Jón Baldvin Hannibalsson, í fréttum Stöðvar 2 sl. þriöjudags- kvöld verð ég að viðurkenna þótt ég sé ekki fylgjandi hans flokki stjómmálalega séð, að ráðherrann er einn allra hæfasti stjómmála- maður okkar. Hann er bráöskarp- ur og skemmtilegur talsmaður sinna skoðana og virðist auk þess hafa mikla hæfileika til aö kynna áhugamál sín og afla þeim fylgis með góðum rökstuðningi. Málflutningur hans í sambandi við byggingu varaflugvallar hér á landi er einkar sannfærandi og um leið heilbrigður en síðast en ekki síst er málstaður hans meira en nauðsynlegur okkur sem einangr- aðri eyþjóð sem enga burði hefur til að byggja flugvöll af þeirri stærðargráðu og raeð þeim tækni- búnaði sem kraflst er á alþjóðleg- um varaflugvelli. Ég er þeirrar skoðunar að vara- flugvöllurinn væntanlegi eigi hreinlega að vera kosningamál svo mikilvægt sem það mál er raeð at- vinnuieysi í sjónmáli og hvers kon- ar kreppueinkennum sem farin eru að segja tii sín alióþyrmilega. Þing- menn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki látið mikið á sér bera í því hagsmunamáli sem bygging vara- flugvallar er fyrir alla þjóðina. Þetta mál virðist brenna á utanríkis- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - Krefst hann þjódaratkvæöisgreiðslu um stórmálin tvö: varaflug- völl og fríverslunarsamningi? ráðherra einum a.m.k. fram til þessa. Ég er þess fifllviss að hann á eftir að vinna sigur í málinu sem margir munu verða tilbúnir að eigna sér með honum ef að líkum lætur. Annað mál sem utanríkisráð- herra lætur til sín taka þessa dag- ana er frumathugun á friverslun- arsamningi við Bandaríkin. Það mál er mikilvægara en marga grunar í dag, því í ljós á eftir að koma, að viö eigum enga mögu- leika á aðild að Evrópubandalaginu úr því sem komið er. - Mér finnst eðlilegt að utanríkisráðherra kreíj- ist að um þessi mál verði viöhöfð þjóöaratkvæðagreiðsla ef ekki verður gengið til kosninga því fyrr. Ríkisútvarpið sem öryggistæki? Sjónvarpið kom að engum notum Björn Jónsson skrifar: Það kom greinilega fram í þeirri miklu rafmagnsbilun, sem varð hér á landi sl. sunnudagskvöld, hver af ljósvakamiölunum er raunverulegt öryggistæki og hver ekki. - Ríkisút- varpiö hljóðvarp stóö sig með mikilli prýði og sendingar náðust hvarvetna og á báðum rásum, a.m.k. hér á höf- uðborgarsvæðinu. - Sjónvarpið hins vegar var einskis nýtt eins og eðlilegt má teljast og er því ekkert öryggis- tæki, gagnstætt því sem stundum er látið hggja að. Því er nefnilega flaggað í tíma og ótíma, þegar verið er að ræða hækk- un afnotagjalda RÚV, að Ríkisút- varpið eins og það er kallað (og án þess að skilgreina það nánar) gegni hlutverki öryggistækis við ýmsar aðstæður, væntanlega eins og þær sem sköpuðust sl. sunnudagskvöld. En málið er einfalt. Ríkisútvarpið hljóðvarp er öryggistæki, sjónvarpið ekki. Það gat ekki farið í gang vegna rafmagnsleysis, og þótt það hefði far- ið í gang þá gátu engir séð það sökum rafmagnsleysis. Sjónvarpstækin ganga nefnilega ekki fyrir batteríum eins og mörg hljóðvörpin eða bílavið- tækin. Það eru því engin not af sjón- varpi á neyðarstundu. Þetta skulu menn athuga einmitt núna þegar verið er að hækka af- notagjöjd Ríkisútvarps, hljóðvarps og sjónvarps, m.a. á þeirri forsendu að þessi apparöt séu öryggistæki. Það er því enn óumdeilanlega krafa fólks að afnotagjald fyrir hljóðvarp og sjónvarp verði aðskilið og fólki ekki gert að skyldu að greiða fyrir afnot af sjónvarpi RÚV nema þáð óski eft- ir. Hljóðvarpið munu flestir vilja hafa - en alls ekki sjónvarpið. „Sjónvarpið getur ekki gegnt hlutverki öryggistækis", segir hér m.a. - Af- notgagjöld hljóðvarps og sjónvarps verði aðskilin. Varaflugvöll, tafariaust Flugáhugamaður skrifar: Nýr utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, James Baker, sem kom viö hér á landi fyrir skömmu, lagði á það ríka áherslu að varaflugvöll- ur yrði byggður hér á íslandi. Sá völlur yröi okkur að kostnaðar- lausu eins og þeir flugvellir sem fyrir eru, Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur. Þegar hið gífurlega flugöryggi fyrir allt millilandaflug er haft í huga, ekki síst með tilliti til þess að nú er tilhneigingin sú aö flestar farþegaflugvélar verða tveggja hreyfla, þá jafngildir andstaða við fyrirhugaðan varaflugvöll and- stöðu við flugöryggi á þessum slóö- um. Ég vil kalla þá menn óábyrga sem mynda þannig andstöðu. Ég skora á forsætisráðherra að feta í fótspor Margrétar Thatcher sem losar sig umsvifalaust við ráð- herra sem ekki hlýða forsætisráð- herra sínum. Ég veit að utanríkis- ráðherra er hlynntur varaflugvelli og ég tel að forsætisráðherra sé það líka. - Þessvegna á hiklaust að víkja samgönguráðherra úr ríkis- stjórn standi hann á móti öryggi í ílugmálum enda óhæfur í embætti samgönguráðherra. Helgidagalækn- ar og hreinlæti Ragnheiður Guðmundsdóttir hringdi: Við þurftum að kalla til helgi- dagalækni fyrir stuttu til að skoða ungt barn í heimahúsi. Læknirinn birtist fljótt, ungur og geöþekkur maður. Hann kom rakleiðis inn í stofu í úlpu sinni og á kuldaskóm og gekk beint til verks í þeirra orða fyllstu merkingu. Ég hélt að læknar þyrftu t.d. að þvo sér um hendur áður en þeir tækju til við að skoða næsta sjúkl- ing. Maður veit ekkert hvaðan læknar eru að koma, sem er nú oftast frá öðrum sjúkhngi, svo að maður gæti búist við að það fyrsta sem læknir gerði væri að þvo sér um hendur áöur en tekið er til við skoðun. Eru ekki læknar einmitt sú stétt manna sem ávallt brýnir hreinlæti fyrir fólki? Það er þess vegna sem ég er dálítið undrandi á þeir skuh ekki viðhafa sömu aðgát í heima- húsum og t.d. á læknastofu þegar um heimsóknir th sjúklinga er að ræða. Mér finnst að þeir læknar, sem eru á vakt á helgidögum og á næturnar, ættu að athuga sinn gang í þessu máli og hreinlæti kost- ar sjaldan mikla fjármuni en getur skipt sköpum í umgengni við fólk almennt og ekki síður sjúkhnga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.