Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Side 15
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. 15 Tillaga í hremmingum Umiiöllun um fyrstu efnahags- ráöstafanir núverandi ríkisstjórn- ar hefur nú staöið yfir á Alþingi meö litlum hléum allar götur síöan þær voru fram lagðar í bráða- birgöalögum á fyrsta degi stjómar- ferilsins. Ekki er þó hægt aö kvarta undan algjöru tilbreytingarleysi, þar sem ýmsar breytingar hafa orðið á sköpunarverkinu í daganna rás - og eru enn að gerast. Ekki veit ég, hvort þess eru dæmi, að bráðabirgðalög hafl tekið ámóta breytingum í meðfórum þings og þessi hafa mátt sæta, en ólíklegt má telja það. Þessar breytingar bera þess órækan vott hversu lítt var til vandað í upphafi, svo og hins, að ríkisstjórnin hefur ekki þann stuðning, sem þarf til að koma málum í gegnum þingið af eigin rammleik og hefur því verið að reyna að teygja sig í átt til stjórn- arandstöðunnar. Hlutafjársjóðurinn Þessa dagana snýst umræðan að mestu um þann bónus, sem stjórn- arandstaðan ber óneitanlega nokkra ábyrgð á, þ.e. Hlutafjársjóð Byggðastofnunar. Hugmyndin um sérstakan hluta- fjársjóð kom upphaflega frá kvennalistakonum, en sjálfstæðis- menn fluttu tillöguna um hann með okkur. Ætlunin var aö þessi sjóöur keypti hlutabréf í tengslum við flárhagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækja. Með því skyldi opnuð leið fyrir þá sem vildu efla eigið fé fyrirtækja og flárfesta í undirstöðuatvinnugreinum okkar með hlutaflárkaupum án þess að Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalista taka mikla áhættu sjálfir. Það var og er okkar skoðun, að við lausn þess vanda, sem nú hrjá- ir atvinnulífið, sé mikilvægast að búa svo í haginn, að fyrirtækin geti aukið eigið fé og staðið á eigin fótum. Skuldbreytingar og lán á lán ofan eru bráðabirgðalausnir. Fyr- irtæki í erfiðleikum, sem þó hafa alla burði til rekstrar með bættum skilyrðum, geta vissulega rétt stöð- una með skuldbreytingum og jafn- vel auknum lánum, en bætt eigin- flárstaða er líklegri frambúöar- lausn. Bætt eiginflárstaða skilar sér margfalt betur en lán og eykur heildarstyrk fyrirtækisins. Þetta er meginmáhð og þetta er markmiðið og tiigangúrinn með tillögu okkar um sérstakan hlutaflársjóð við Byggðastofnun. Að treysta grunninn Þessari hugmynd okkar var mætt með nokkurri tortryggni fyrst í stað. Það mun hafa þótt mikil bjart- sýni að halda, að menn séu fúsir tíl að veita fé í formi hlutaflár til fyrirtækja. Þó er það einmitt það, sem er sífellt verið að gera, og því skyldu menn ekki vilja styrkja þann grunn, sem efnahagslíf okkar hvílir að miklu leyti á, þ.e.a.s. sjáv- arútveg? Það er eitthvað meira en lítið bogið við hugsunarhátt okkar al- mennt, ef við þorum ekki að treysta því, að hagur undirstöðuatvinnu- vega okkar batni, svo að óhætt sé að flárfesta í þeim. Kannski það sé fyrst og fremst hugsunarhátturinn og viöhorfin, sem við þurfum að lagfæra, þegar allt kemur til alls. Forsendan forsmáð Það er e.t.v. skortur á þessu trausti, sem veldur því, að þessi ágæta tiliaga okkar hefur nú orðið fyrir nokkrum hremmingum í meðförum meirihluta Alþingis. Það er því heldur óviðkunnaniegt, hvemig fulltrúar meirihlutans klifa á því, að ákvæðin um Hluta- flársjóð Byggðastofnunar, sem nú eru komin inn í frumvarpið, séu tilkomin að tillögu stjórnarand- stöðunnar. Það er miklum ofsögum sagt, þegar litið er til meðferðar meirihlutans á henni og með tilliti til þess, hlutverks sem sjóðnum virðist nú ætlað. Forsenda þess, að sjóðurinn næði tilgangi sínum, var aö hann yrði. rekinn á faglegum grunni, en ekki eftir póhtískum geðþótta. Við töld- um t.d., að sú sérfræðiþekking, sem fyrir hendi er í Byggðastofnun, ætti að geta nýst til þess að velja þau fyrirtæki, sem hiutaflársjóður- inn flárfesti í, þannig að tryggt yrði fullt verðgildi bréfanna. Meirihlut- inn vhl hins vegar sérstaka póh- tiska stjóm þriggja manna, sem forsætisráðherra skipar. Engin trygging er fyrir því, að þar verði um faglega sflórn að ræða. í þessu sambandi má minna á að núverandi stjórn Atvinnutrygging- arsjóðs er sögð afar faglega skipuð, og jafnvel hafa heyrst þær raddir að hún vinni of faglega, eins og það hefur verið orðað, og mun þá átt við, að ákveðin sjónarmiö eigi erf- itt uppdráttar, svo sem byggðasjón- armið. Spurningin er hvort þau rúmast nokkuð frekar innan ramma Hlutaflársjóðs. Hugmynd misþyrmt Með því er að sjáifsögðu ekki ver- ið að segja, að við viljum ekki gera byggðasjónarmiðum hátt undir höföi. Það höfum við kvennahsta- konur alltaf vhjað. Við gerum okk- ur mætavel grein fyrir þeim gífur- legu erfiðleikum, sem eru í at- vinnulífinu víða úti um landiö, þar sem brestur jafnvel í burðarásum hehla byggðarlaga. Á þeim vanda þarf að taka bæði með almennum aðgerðum og sértækum. En það er misþyrming á góðri hug- mynd að taka hlutaflársjóðinn og gera hann að eins konar ruslakistu, sem fleygja megi í þeim fyrirtækjum, sem Atvinnutryggingarsjóður vísar frá sér, vegna þess að reglugerð um hann er svo ströng og umflöhun svo fagleg, að nú er m.a.s. útht fyrir, að ekki takist að úthluta öhu þvi fé, sem sá sjóður fékk th umráða. Og þá er gripiö th þess að veita afgangskrón- unum í hlutaflársjóðinn og visa bág- stöddustu fyrirtækjunum þangaö. Og forráðamenn opinberra sjóða yppta öxlum yfir hugmyndum um, að skuldum þessara fyrirtækja við þá verði breytt í hlutabréf í sjóðnum og segja, aö sennhega sé það betra en að fá ahs ekki neitt upp í skuldimar. Þannig er allt útht fyrir að ríkið, bankar og opinberir sjóðir verði stærstu eigendur þessara fyrir- tækja í gegnum Hlutaflársjóðinn, eins og nú er í pottinn búið. Það er víðs flarri hinni upphaf- legu hugmynd. Kristín Halldórsdóttir „Þaö er misþyrming á góðri hugmynd að taka hlutafjársjóðinn og gera hann að eins konar ruslakistu, sem íleygja megi í þeim fyrirtækjum, sem Atvinnu- tryggingarsjóður vísar frá sér.. Málmiðnaðurinn á íslandi: Ætla stjórnvöld að leggja hann í rúst? Viðbúið er að fyrirtæki í málmiðn- aði hætti starfsemi áður en í algjört óefni er komið eða verði gjaidþrota með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir, atvinnuleysi o.fl. Þetta á jafnt við um fyrirtæki sem í mörg ár hafa verið vel rekin og haft góða eiginfiárstöðu og hin sem hafa átt í erfiðleikum undanfarin ár. En hvers vegna er ástandið svona? Stefna eða stefnuleysi stjórn- valda og skammsýni sumra þeirra sem þurfa á þjónustu þessara fyrir- tækja að halda, ásamt seinagangi í sjóðakerfinu, eru aðcdástæðurnar. Rétt er að fram komi að til eru þeir útgerðaraðilar sem kjósa að beina viðskiptum sínum frekar th út- lendra fyrirtækja. Fiskveiðasjóður virðist lokaður þegar leitað er eftir ábyrgðum (lánum) th endurnýjun- ar búnaðar og tækja sem vinna hér á landi. Engar reglur virðast í ghdi sem tryggi að íslenskum tilboðum sé tekið ef þau eru lægst eða þjóð- hagslega hagkvæmust. Erlendum fyrirtækjum líðst það að drepa fyr- irtæki hér á landi með undirboð- um. Tilboðsfrumskógurinn er í stuttu máli þannig: 1. í mörgum tilfehum, en ekki öll- um, er innlendum fyrirtækjum gefinn kostur á að gera tilboð. 2. Fyrirtækin leggja í kostnað og vinnu við tilboðsgerð, en er stund- Kjallaririn Guðni K. Sörensen starfsmaður Vélaverkstæðis Sigurðar Sveinbjörnssonar hf. um ekki einu sinni svarað til um hvort verkið verði unnið eða hver hafi fengið það. 3. Mörg dæmi eru um að íslenskt málmiðnaðarfyrirtæki séu með lægsta tilboð en samt er samið við erlend fyrirtæki. Um þetta má nefna mörg dæmi. Ekki einsdæmi Fyrir ca átta mánuðum leitaði útgerðarfyrirtæki tilboða í vindu- kerfi í skip. í ljós kom aö Véla- verkst. Sig. Sveinbjörnssonar hf. var með langlægsta tilboðið, rúm- lega 13 mhljónir. Erlent tilboð í sams konar búnað var 21 mhljón. Nú skyldi maður ætla að ljóst lægi fyrir hvaða thboði yrði tekið. En hvað gerðist? Erlenda thboðinu var tekið. Skýring: Umboðsmaðurinn lækkaði áður framkomið thboð um tæp 40% eða á sama verð og tilboð- ið frá Vélaverkst. Sig. Sveinbjörns- son hf. Þetta er ekki einsdæmi. Algengt er að erlendir aðilar (sérstaklega norsk fyrirtæki) lækki thboð um tugi prósenta eftir að í ljós hefur komið að íslenskir framleiðendur áttu lægsta thboðið. í þessu thviki virðist ekkert skorta á ábyrgðir frá bankakerfi og síðar Fiskveiðasjóði. í nóvember 1988 gerði Véla- verskt. Sig. Sveinbjörnsson hf. samning um smíði vindukerfis í tvö skip með venjulegum fyrirvara um ábyrgð Fiskveiðasjóðs. Samning- urinn var gerður í framhaldi af því að verkstæðið var með lægsta th- boðið. Engin svör fást Allan þennan tíma hafa engin svör fengist frá Fiskveiðasjóði um ábyrgðir og því ekki hægt að hefl- ast handa við framkvæmd verks- ins. Er þaö e.t.v. svo að útgerðin þurfi að gera samning við erlendan aðha til þess að ábyrgðir fáist? Ef ekki verður tekið í taumana og íslensk málmiðnaðarfyrirtæki fá að starfa á jafnréttisgrundvehi í samkeppni við erlenda aðha þá leggst þessi framleiðsla niður hér á landi. Verkefni verða þá eingöngu unnin erlendis og munu kosta 40-60% meira. Sama mun gerast varðandi aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar við fiskiskipaflot- ann. Guðni K. Sörensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.