Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Síða 26
42
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
T .ífestffl
jr erming arv eisiaii
.. ..
- dýrt eða ódýrt dæml
Meö hæRkandi vorsól fara ferm- > kostnaöurinn fer eftir efnum og munurinn er töluveröur og því Mörg þjónustufyrirtæki sjá um með einum til tveimur heitum rétt-
ingarbörníóg aðstandendur þeirra i ástæðumhjáfólki-alltfráfámenn- nauösynlegt aö athuga hvaö pyngj- veislur af öllum stæröum og gerð- um. DV geröi könnun á verðí og
aö huga aö ýmsum nauðsynlegum um kafííboðum i heimahúsum til an leyfir, því veislan er ekki nema um. Nokkur bakarí bjóða köku- innihaldi nokkurra tilboða sem
þáttumundirbúningsins.Eittafþví stórra matarveisla í leigðum sal. hluti heildarkostnaðarins. Fjöldi hlaöborð og er kransakakan innif- framleiöendur gera.
erhinhefðbundnafermingarveisla ; Fyrst er aö ákveða hvort veita á gesta skiptir líka máli þegar veriö alin. Matarhlaðborð eru af ýmsum -JJ
sem ætla má aö flestir haldi. Til- kafíieðamatítilefhidagsins. Verð- er að áætla heildarverðið. gerðum en algengast er kalt borð
Kalt og heitt hlaðborð
DV kannaði verö hjá ýmsum þjón-
ustufyrirtækjum sem selja út hlaö-
borð fyrir fermingarveislúr. Ekki er
verið að leggja neitt mat á gæði eða
frágang - eingöngu hvaða tegundir
eru í boði og hvert verðið er fyrir
manninn. Öll fyrirtækin skreyta og
ganga frá matnum og á þar til gerð-
um fótum og skálum.
Matstofa Miðfells
Boðið er upp á hlaðborð með einum
heitum rétti að vali. Verð kr. 1490 á
mann.
Roast beef, reykt grísalæri m/cum-
berlandsósu, sjávarrréttafat (marin-
eraður hörpuskelfiskur, úthafsrækj-
ur, hvítvínsleginn smokkfiskur, lúða
í sýrðri rjómasósu og humar í skel),
kjúklinga- og humarpaté með marin-
eruðum sveppum, reyktur lax m/dill-
rækjum æða graflax m/hunangssin-
nepssósu.
Einn heitur réttur: Innbakað lamba-
Tæri m/rauðvínssósu og tilheyrandi.
Innifalið í verði er heimkeyrsla og
borðbúnaður, sem skila má óhrein-
um. í stað heita lambakjötsins má
velja hamborgarhrygg eða nauta-
lundir en það kostar 100 kr. meira á
mann.
Veislueldhúsið Skútan
Skútan býöur staðlað fermingar-
borð á kr. 1350 á mann. Boðið er upp
á nokkra kalda rétti og einn heitan.
Kjúklingar, skinka, roast beef, nýr
lax, rækjur, laxa- og rækjupaté.
Heitur réttur: Innbakaður lamba-
hryggur.
Öllu þessu fylgja viðeigandi salöt
og sósur. Skútan leigir borðbúnað á
15 krónur á einingu (diskur og
hnífapör, 30 kr.)
Árberg
Boðið er upp á 5 kjötrétti sem vald-
ir eru úr 11. Verðið er kr. 1280 á
mann ef gestafjöldi er 20-50 en kr.
1150 á mann ef gestir eru 50 eöa fleiri.
Valið er milli eftirfarandi:
Roast beef, kjúklingar, hangikjöt,
lambasteik, nýtt svínakjöt, reykt
svínakjöt, skinka, innbakað lamba-
læri, london lamb, nautatunga.
Heiti rétturinn: Lambapottréttur
m/hrísgrjónum, salati og snittu-
brauði.
Auk þess er boðið upp á lúðu og
- rækjur í hvítvínshlaupi, grafinn eða
nýjan lax. Einnig er hægt að fá heita
rétti í stað kalda borðsins, t.d. ham-
borgarhrygg, innbakaöar nauta-
lundir, marinerað lambalæri og
fleíra.
Akstur og boröbúnaður er innifalinn
í verði.
Heitur nautapottréttur.
Með þessu fylgja viðeigandi salöt og
sósur.
Veitingahöllin
Veitingahöllin býður upp á kalt hlað-
borð fyrir ferminguna. Verð er kr.
1590 á mann.
Graflax, sjávarréttir í hvítvíns-
hlaupi, heitir sjávarréttir í smjör-
deigi, roast beef, fylltar skinkurúllur,
kjúklingur, saxað nautabuff m/cam-
embert og rifsberjasósu, heitur bei-
konkryddaður pottréttur.
Með þessu fylgja viðeignadi salöt og
sósur.
Matborðið
Matborðið býður fermingarhlaðborð
á kr. 1350 á mann.
Roast beef, kjúklingar, reykt grísa-
læri, graflax, nautapottréttur m/
hrísgrjónum og snittubrauði. Með
þessu eru viðeigandi salöt og sósur.
Matborðið getur lánað borðbúnað ef
vill.
Veislumiðstöðin
Veislumiðstöðin býður kalt hlað-
borð með einum heitum rétti á kr.
1410 á mann.
Roast beef, kjúklingar, reykt svína-
kjöt, graflax, blandaðir sjávarréttir
eða skinkurúllur og heitur pottrétt-
ur. Innifalinn í verði er borðbúnaður.
-JJ
Allir adilar bjóða hlaðborð með köldum og heitum réttum. Hér stendur Lárus Loftsson matreiðslumeistari við eitt dæmigert hlaðborð fyrir ferminguna.
Veisluþjónusta Lárusar Lofts-
sonar
Lárus Loftsson matreiðslumeistari
býður upp á veitingaþjónustu fyrir
fermingar. Verð fyrir manninn er kr.
1500.
Tillaga að fermingarborði hjá Lárusi
er eftirfarandi:
Roast beef, reykt svínakjöt, nýtt
svínakjöt, kjúklingar, þangikjöt,
blandaðir sjávarréttir, graflax,
reyktur lax, fiskhlaup. Tveir heitir
réttir:
Pottréttur og lambalæri.
Úr þessu eru valdir 3^ kjötréttir
og 2-3 fiskréttir.
Með þessu fylgja tilheyrandi salöt,
sósur og kartöflur. Matreiðslumeist-
ari fylgir réttunum og sér um borðið
í veislunni. Lárus sér einnig um að
leigja borðbúnað sé þess óskað. Auk
þess er hægt að fá smurt brauð og
brauðtertur í Veitingaþjónustu Lár-
usar Loftssonar, s. 641577.
Óðinsvé
Veitingahúsið Óðinsvé selur heitt og
kalt borð fyrir fermingarveislur.
Fyrir 35 og fleiri er verðið kr. 1950 á
mann en fyrir 45 og fleiri er verðið
kr. 1720 á mann.
Graflax, paté, blandaðir sjávarréttir
í hlaupi, kaldur hamborgarhryggur.
Heitir réttir:
Lambapottréttur m/villibráðarsósu
og eplasalati og innbökuð nautalund.
Matreiðslumeistari fylgir og sér
um borðið í veislunni. Borðbúnaður
er innifalinn í verði og er tekinn
óhreinn til baka. Fyrir utan staðlaða
fermingarborðið er boðið upp á ýmsa
aðra möguleika.
Veitingamaðurinn
Fermingarborð Veitingamannsins
kostar kr. 1450 á mann fyrir færri
en 50 manns en kr. 1400 á mann fyr-
ir fleiri en 50 manns.
Roast beef, reykt svínakjöt, kjúkling-
ar, graflax, sjávarréttir í hlaupi,
laxapaté.
Síðdegiskaffi á fermingardaginn
Nokkur brauðgerðarhús á
Reykjavíkursvæðinu bjóða staðlað
kaffihlaðborð fyrir ferminguna og
er kransakakan yfirleitt innifal-
in.
Myllan
Myllan býður staðlað kaffíhlað-
borð og kostar það kr. 890 á mann
fyrir 20-45 manns en 845 á mann
ef gestir eru fleiri en 50.
Snittur (2 á mann), brauðtertur,
rjóma- eða marsípantertur með
sérrífromage eða jarðarbeija-
rjóma, Rubinsteinterta, Feneyja-
terta, súkkulaðikaka, eplakransar
og Sacherterta og svo kransakaka.
Áletrun er eftir vali og heimsend-
ingargjald kr. 500. Kransakakan
ein sér kostar fyrir 40 manns kr.
6100.
Sveinn bakari
Ekki er boðið sérstaklega staðlað
fermingarborð hjá Sveini bakara
en hægt aö panta allar tertur. 40
manna kransakaka kostar 7700
krónur.
Veitingahöllin
Veitingahöllin býður staðlað
fermingarborð á kr. 790 á mann.
Innifalið í því er eftirfarandi:
Döðluterta m/bananarjóma, kókos-
terta m/jarðarberjarjóma, mar-
engsterta m/súkkulaðirjóma,
skúffukökubitar, heitt pæ
m/skinku og aspas, flatkökur
m/hangikjöti, blandaðar kaffisnitt-
ur, brauðtertur og döðlubrauð.
Nýja kökuhúsið
Nýja kökuhúsið selur staðlað
kaffihlaðborð fyrir fermingar.
Verð fyrir 40 manns eða færri kr.
800, fyrir 40-60 manns kr. 784 á
mann og fyrir fleiri en 60 manns
kr. 769 á mann.
Snittur (2 á mann), brauðtertur
m/skinku og rækjum, flatkökur,
rjómatertur, „Allt fyrir konuna“,
kóngatertur, Sachertertur, skúffu-
tertur og kransakaka.
-JJ