Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Síða 27
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989. 43 Afmæli Sigurður Skarphéðinsson Sigurður Skarphéðinsson vélvirki, Sigtúni, Mosfellssveit, er fimmtugur í dag. Sigurður fæddist að Minna- Mosfelli í Mosfellssveit. Hann starf- aði á unglingsárunum á búi foður síns á Minna-Mosfelli en rúmlega tvítugur hóf hann störf á Reykja- lundi og var þar verkstjóri í plast- röradeild. Árið 1965 hóf hann störf hjá Dráttarvélum hf. og starfaöi þar tú 1979 en stofnaði þá ásamt öðrum vélaverkstæðiö ístraktor sf. sem hann starfaöi við í nokkur ár. Sig- urður rekur nú vélaverkstæöi í Mosfellssveit. Sigurður hefur starfað mikiö að félagsmálum. Hann sat í stjórn Ung- mennafélagsins Aftureldingar frá 1961-64, þar af formaður frá 1962-64. Þá sat hann í stjórn Ungmennasam- bands Kjalamesþings frá 1962-73 og var formaður þar frá 1971-73. Sig- urður átti um skeið sæti í skipulags- nefnd Mosfellshrepps og er núna formaður foreldrafélags Gagn- fræðaskólans í Mosfellsbæ. Kona Sigurðar er Guðrún Vilborg, húsmóðiroglandpóstur, f. 5.5.1945, dóttir Karls Guniúaugssonar, b. á Birnustöðum í Ögurhreppi, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur hús- móður. Börn Sigurðar og Guðrúnar Vil- borgar eru Skarphéðinn, f. 6.9.1965, rafvirki; Karl, f. 12.10.1966, bifvéla- virki og er sambýliskona hans Kristín Magnúsdóttir, f. 29.4.1964, en þau búa í Noregi og eiga einn son, Róbert, f. 13.9.1987; Sigríður, f. 4.9.1972, kvennaskólanemi; Guð- mundur, f. 29.8.1973; Óskar, f. 29.8. 1973. Systkini Sigurðar: Guðmundur, b. á Minna-Mosfelli; Skúli, bifvéla- virki, kvæntur Þuríði Hjaltadóttur frá Æsustöðum í Mosfellssveit, þau eigaþrjúbörn. Foreldrar Sigurðar: Skarphéðinn Sigurðsson, b. á Minna-Mosfelli, og kona hans, Katrín Guðmundsdóttir. Meðal hálfbræöra Skarphéðins má nefna Gest, föður Svavars dag- skrárgerðarmanns, ogHörð, fóður Vilborgar, móður Marðar Árnason- ar, ritstjóra Þjóöviljans. Skarphéð- inn var sonur Siguröar, b. á Kára- stöðum á Mýmm, Sigurðssonar, og Margrétar, dóttur Sæmundar, b. í Laxholti á Mýrum, Sæmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur. Meðal móðursystkina Sigurðar voru Jónína, móðir Guðmundar Björnssonar, prófessors og augn- læknis, Jórunn, móðir Ragnars Júl- íussonar skólastjóra, og Guðmund- ur, faðir Alfreðs, forstöðumanns Kjarvalsstaða. Katrín var dóttir Guðmundar, b. í Urriðakoti í Garða- hreppi, Jónssonar, b. í Urriðakoti, bróður Sólveigar, langömmu Sig- urðar Ingimundarsonar alþingis- manns, föður Jóhönnu félagsmála- ráðherra. Jón var sonur Þorvarðar, b. á Völlum í Ölfusi, Jónssonar, silfur- smiðs á Bíldsfelli, Sigurðssonar, ættföður Bíldsfellsættarinnar, föður Önnu, langömmu Þórarins Þórar- inssonar, skólastjóra á Eiðum, föður Ragnheiðar Helgu'borgarminja- varðar. Móðir Guðmundar var Jór- unn, systir Magnúsar, langafa Ell- erts Schram. Jórunn var dóttir Magnúsar, b. á Hrauni í Ölfusi, bróður Guðrúnar, langömmu Stef- aníu, móður Svövu Fells. Magnús var sonur Magnúsar, b. í Þorláks- höfn, Beinteinssonar, lögréttu- manns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingi- mundarsonar, b. í Hólum, Bergsson- ar, b. íBrattsholti, Sturlaugssonar, ættföður Bergsættarinnar. Móöir Jóns í Urriðakoti var Guð- björg Eyjólfsdóttir, b. á Kröggólfs- stöðum í Ölfusi, Jónssonar, ætt- föður Kröggólfsstaðaættarinnar. Móðir Katrínar var Sigurbjörg, systir Sigríðar, langömmu Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eim- skips. Sigurbjörg vár dóttir Jóns, b. á Setbergi við Hafnarfjörð, Guð- mundssonar, b. í Miðdal í Mosfells- sveit, Eiríkssonar, bróður Einars, langafa Sigríðar, móður Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Sigurbjarg- ar var Sigríður Þórðardóttir, b. á Reykjum í Biskupstungum, Jóns- sonar, b. á Rafnkelsstöðum, Jóns- Sigurður Skarphéðinsson. sonar, lögréttumanns á Stóra-Núpi, Magnússonar, b. í Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir Jóns á Stóra- Núpi var Þórdís Jónsdóttir biskups, Vigfússonar (Snæfríður íslandssól). Móðir Jóns á Setbergi var Guðbjörg Jónsdóttir, b. í Hörgsholti, Magnús- sonar, ættföður Hörgsholtsættar- innar. Sigurður tekur á móti gestum á heimili sínu síðdegis laugardaginn 18. febrúar. Jónatan Ólafsson Jónatan Ólafsson, píanóleikari og tónskáld, Skólavörðustíg24, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Jónatan fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hóf orgelnám níu ára hjá Árna Eiríkssyni og sótti kvöldskóla KFUM. Seinna stundaöi hann hljómfræðinám hjá Karli Run- ólfssyni. Jónatan stundaði verkamanna- störf og síðan verslunarstörf í Reykjavík. Hann byrjaði ungur að leika á píanó við ýmis tækifæri og sá hann gjarnan um undirleik hjá bróður sínum, Erling Ólafssyni, en með honum fór hann í hljómleikaför til ísafjarðar og Siglufjarðar 1933. Jónatan ílengdist á Siglufirði í sjö ár en þar stjórnaði hann kór og stundaði kennslu og píanóleik. Hann flutti síðan aftur til Reykja- víkur 1941 og spilaði þá á hinum ýmsu skemmtistöðum bæjarins enda var hljóðfæraleikur hans aðal- starf í tæp þrjátíu ár. Jónatan hóf störf hjá Reykjavík- urborg 1952 og starfaði þar í þijátíu og þrjú ár. Hann var fyrst í áhalda- húsinu, sá síðan um vélabókhald, starfaði í gjaldheimtunni og var full- trúi í innheimtudeild þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jónatan er löngu landsþekktur fyrir sönglög sín og danslög enda vann hann tvisvar fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT og einu sinni í samkeppni Félags íslenskra dæg- urlagahöfunda. Meðal sígildra dæg- urlaga hans má nefna Landlegu- valsinn, í landhelginni og Óskir rætast. Á Kvöldvökunni í Ríkisútvarpinu í kvöld mun Siguveig Hjaltested syngja lög eftir Jónatan. Kona Jónatans var María Fanney, f. 15.8.1920, d. 3.1.1985, matreiðslU- meistari, dóttir Jens Jónssonar, b. og smiðs í Smiðjuvík á Hornströnd- um, og Jóhönnu Jónsdóttur. Dóttir Jónatans og Maríu er Gýgja, húsmóðir í Garðabæ, f. 28.3. 1957, gift Guðmundi Jónssyni, skrif- stofustjóra Sjóla hf. í Hafnarfirði, en þau eiga tvö börn. Dóttir Jónat- ans frá fyrra hjónabandi er Erla, húsmóðir í Hafnarfirði, f. 16.10.1934, gift Garðari Sigurössyni fram- kvæmdastjóra, þau eiga sjö börn. Albræður Jónatans: Erling söngv- ari, f. 1910, d. 1934, og Sigurður söngvari, f. 1916, kvæntur Valborgu Einarsdóttur, sjúkraliða frá Miðdal. Hálfsystkini Jónatans eru öll látin en þau voru Sigurmundur Halldórs- son, arkitekt og byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar; Guðmundur Halldórsson, forstjóri hjá Bygginga- félaginu Brú; Sigurborg Halldórs- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, og Jó- hanna Halldórsdóttir, húsfreyja í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi. Foreldrar Jónatans voru Olafur Jónatansson, verkamaður í Reykja- vík, f. 8.5.1880, d. 1963, og Þuríður Jónsdóttir húsmóðir, f. 6.1.1873, d. 1941. Bróðir Þuríöar var Halldór, faðir Þórðar frá Dagverðará. Annar bróð- ir Þuríðar var Vigfús, faðir Erlings söngvara. Systir Þuríðar var Stef- anía, móðir Jóhanns Sæmundsson- ar, tryggingayfirlæknis og ráðherra. Bróðir Jóhanns var Guðmundur, faðir Hjalta dómkirkjuprests. Systir Jóhanns er Oddfríður skáldkona, móöir Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara. Önnur systir Jóhanns var Aðalheiður, kona Símonar Jó- hanns Ágústssonar, heimspekings ogprófessors. Faðir Ólafs var Jónatan, b. á Kol- beinsstöðum, bróðir Páls, langafa Megasar. Annar bróðir Jónatans var Jón, langafi Jóns, föður Bjarna Braga, aðstoðarbankastjóra Seðla- bankans, Einvarðar, fóður Hall- varðar ríkissaksóknara og Jóhanns alþingsmanns, og Jónatans hæsta- réttardómara, fóður Halldórs, for- Jónatan Olafsson. stjóra Landsvirkjunar. Systir Jónat- ans var Oddný, langamma Ingvars, föður Júlíusar Vífils óperusöngv- ara. Jónatan var sonur Jóns „dýrö- arsöngs", b. í Haukatungu í Kol- beinsstaðahreppi, Pálssonar, og fyrri konu hans, Ingibjargar Böðv- arsdóttur. Jónatan tekur á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti á fóstudaginn milli klukkan 16 og 18.00. Gunnþór Guðjónsson Gunnþór Guðjónsson, Skólavegi 76 A, Fáskrúðsfirði, er sextíu og fimm ára í dag. Gunnþór er fæddur á Gvendamesi í Stöðvarfirði og ólst þar upp. Hann var sjómaður á Fá- skrúðsfirði frá því hann var fjórtán ára þar til 1970 er hann stofnaði sína eign útgerð og rak hana til 1976. Gunnþór hefur séð um viðgerð á netum fyrir báta og unniö hjá Pólar- síld hf. á Fáskrúðsfirði frá 1976. Gunnþór kvæntist 1. desember 1946, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, f. 28. nóvember 1923, fiskvinnslukonu. Foreldrar hennar vo. a Guðmund- ur, skipstjóri á Sætúni í Fáskrúðs- firði, Jónsson frá Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði og kona hans Kristín Indriðadóttir frá Vattarnesi. Börn Gunnþórs og Sigurbjargar eru Hilmar, f. 16. október 1943, sjómaður á Fáskrúðsfirði, kvæntur Þóranni Ólafsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau fjögur böm, Kristín Am- leif, f. 6. ágúst 1946, gift Sigurgeiri Sigurgeirssyni matsveini í Grinda- vík og eiga þau tvö börn, Guðmund- ur Þór, f. 22. september 1949, skip- stjóri á Fáskrúðsfirði, Guðjón, f. 21. maí 1951, vélstjóri á Landspítalan- um, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn, Eygló, f. 3. júní 1952, framkvæmdastjóri á Eg- ilsstöðum og á hún fjögur börn, Rakel, f. 19. október 1958, kennari í . Þorlákshöfn, gift Ævari Agnarssyni fiskvinnslumanni og eiga þau tvö börn, Rut, f. 19. október 1958, gift Eiði Sveinssyni, skipstjóra á Fá- skrúðsfirði, og eiga þau tvö böm, Þorgils Garðar, f. 17. október 1964, trésmiður á Fáskrúðsfirði og Re- bekka, f. 31. júlí 1966, fiskvinnslu- kona, og á hún eitt barn. Bræður Gunnþórs voru þrír: Guðlaugur, sjómaður á Sandbrekku í Fáskrúðs- firði, kvæntur Aðalheiði Valdimars- dóttur, Sigursteinn, verkamaður í Straumsvík, kvæntur Sigurbjörgu Marteinsdóttur, og Gestur, vakt- maður í Straumsvík, kvæntur Þór- unni Benjamínsdóttur. Foreldrar Gunnþórs vom Guðjón Ólafsson, útvegsbóndi á Gvendar- nesi, og kona hans Arnleif Stefáns- dóttir. Guðjón var sonur Ólafs, b. á Gvendarnesi, Erlendssonar, b. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði, Þórðar- sonar. Móðir Erlendar var Sigríður Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstööum, Bjarnasonar, ættföður Ásunnar- staðaættarinnar. Móðir Ólafs var Helga Þorsteinsdóttir, b. á Ásunnar- stöðum, Erlendssonar, bróður Sig- ríðar. Arnleif var dóttir Stefáns, b. á Grund í Stöðvarfirði, Björnssonar, b. i Bakkagerði, Jónssonar, b. á Þverhvamri í Breiðdal, Bjarnason- ar, b. á Þverhamri, Stefánssonar, b. á Þverhamri, Magnússonar, prests á Hallormsstað, Guðmunds- Gunnþór Guðjónsson. sonar. Móðir Stefáns Magnússonar var Kristín Pálsdóttir, prófasts á Valþjófsstað, Högnasonar og konu hans Þóru Stefánsdóttur, prófasts og skálds á Vallanesi, Ólafssonar, prófasts og skálds á Kirkjubæ í Tungu, Einarssonar, prófasts og skálds í Heydölum, Sigurðssonar. Móðir Stefáns Bjömssonar var Lukka Stefánsdóttir, b. á Snæ- hvammi, Þórðarsonar, b. á Ósi í Breiðdal, Gíslasonar prests í Hey- dölum, Sigurðssonar. Móðir Stefáns Þórðarsonar var Þóra Stefánsdóttir, systir Bjarna á Þverhvammi. Tll hamingju með daginn 90ára 40 ára Kristin Sigurðardóttir. Sviöholti, Bessastaðahreppi. Kristín tekur á móti gestum laugar- daginn 18. febrúar á heimili dóttur sinnar, Lyngbrekku 9 í Kópavogi. Halldór Guðlaugsson, Aðalstræti 28, Akureyri. Jónina Ásgeirsdóttir, Hafiiartúni 16, Siglufirði. Gísli Jónmundsson, Gullteigi 12, Reykjavík. 60 ára Sigriður Guðjónsdóttir, Miötúni 19, Isafirði. örn Amarson, Hlíöartúni 18, Höfn í Homafirði. 50 ára Ragnar Þorvaldsson, Hraunbæ 62, Reykjavik. Aðalheiður Karlsdóttir, Laufvangi 7, Hafnarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir, Lyngholti 1, ísafiröi. Tilmæli til afmælisbama Blaðið hvetur aímælisböm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afinæbð. Munið að senda okkur myndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.