Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1989, Síða 32
FR ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað i DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagbiaö
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1989.
Leit aö Dóra ÍS hætt:
Vonlítið að
finna menn-
ina á lífi
Formlegri leit að rækjubátnum
Dóra ÍS hefur veriö hætt. Hefðbund-
in eftirleit verður gerð. Um helgina
munu björgunarsveitarmenn ganga
fjörur. Ýfir tuttugu bátar leituðu á
ísafjarðardjúpi í gær án nokkurs ár-
angurs. Varðskipið Ægir er enn á
ísafjarðardjúpi. Ekkert hefur fundist
annað en nokkrar lestar- eða upp-
stilhngarfjalir. Fjalirnar voru ekki
merktar og hefur ekki fengist stað-
fest hvort þær eru úr Dóra - þó
grunar menn að svo sé.
Leitarmenn eru nær vonlausir um
að finna mennina tvo, sem saknað
er, á hfi. Síðast heyrðist til þeirra um
klukkan sex á þriðjudagskvöld. Leit
hófst síðar um kvöldið. Ekki er vitað
með vissu hvort Dóri var kominn
yfir Ísaíjarðardjúp, á leið til ísafjarð-
ar, eða ekki.
í gær var reynt að finna flak á botni
ísafjarðardjúps með dýptarmælum.
Það tókst ekki þrátt fyrir að kunnug-
ir menn væru að verki. Varðskipið
Ægir fann flak Kolbrúnar sem sökk
■»>kammt frá bryggju á ísafirði á
þriðjudagskvöld. Flakið er á 18 metra
dýpi, 0,32 sjómílur 240 gráður réttvís-
andi frá Norðurtanga.
-sme
Eyrún er enn
á strandstað
Björgunarskipinu Goöanum tókst
ekki að draga bátinn Eyrúnu ÁR 66
af strandstað í nótt. Bátinn rak upp
í fjöru eftir að hann var sjósettur síð-
degis í gær. Vél bátsins stöðvaðist
og rak hann stjórnlaust í fjöruna.
Háflæði var er óhappið varð. Bátur-
'rnn hggur á hhðinni ofarlega í fjör-
unni. Litlar skemmdir hafa orðið á
bátnum til þessa. Hann er á slæmum
stað þar sem htið var er fyrir hafinu.
Ef hvessir er hætta á aö illa geti
farið. Á flóði í dag verður gerð önnur
tilraun til aö ná Eyrúnu á flot. Eyrún
er 24 tonna nýuppbyggöur trébátur.
-sme
ÞRttSTUR
68-50-60
VANIR MENN
Gunnar Hilmarsson um verkeM hlutafiársjóðs:
Um 1.800 milljónir
inn í 15 fyrirtæki
- tvo eða þtjú fyrirtækjanna þurfa fyrst í gjaldþrot
„Það eru um tólf til fimmtán fyr-
irtæki sem við höfum synjaö um
skuldbreytingu sem eru burðarás-
ar í sínum byggöalögum. Til þess
að þessi fyrirtæki geti fengið fyrir-
greiðslu hjá okkur þarf að leggja
til þeirra nýtt fé. Ég hef það á til-
finningunni að í heilchna gæti það
verið um 1.700 til 1.800 milljónir
króna,“ sagði Gunnar Hilmarsson,
formaður stjórnar Atvinnutrygg-
ingarsjóðs.
Það verður meginmarkmið
hlutafjársjóðs Byggðastoöiunar að
bjarga þessum húsum samkvæmt
þeim drögum að reglugerð um sjóð-
inn sem nú eru til umfjöllunar í
þingflokkura stjórnarflokkanna.
Gunnar sagði að þessum fyrir-
tækjum hefði verið hafnað þar sem
ekkert þeirra gæti látið reksturinn
standa undir skuldunum ja&vel
þótt einhverju af þeim yrði breytt
í langtímaskuldir. Flest fyrirtækj-
anna hefðu hins vegar jákvæða eig-
infjárstöðu þegar gengið væri út frá
vátryggingarverði skipaima. Hins
vegar væru tvö eða þijú fyrirtæki
sem væru með neikvæðan höfuð-
stól, þaö er að eignirnar nægðu
ekki fyrir skuldunum.
Gunnar sagöist telja að þessura
síðastnefndu húsum yrði ekki
bjargaö í hlutafjársjóði Byggöa-
stofnunar. Fyrst yrði aö setja þau
í gjaldþrot og aðstoöa síðan nýja
eigendur við aö kaupa húsin og
skipin af þrotabúunum.
Samkvæmt heiraildum DV em
húsin fimmtán sera hér um ræðir
Hraðfrystihús Patreksfjarðar,
Kaupfélag Dýrfirðinga, Fiskiðjan
Fi-eyja á Suðureyri, Einar Guö-
finnsson á Bolungarvík, Hrað-
frystihúsið á Hofsósi, frystihúsin
tvö á Ólafsfirði, Kaldbakur á Greni-
vik, Hraðfrystistöð Þórshafnar,
Fiskvinnslan á Seyðisfirði, Hrað-
frystihús Stöövarfjarðar, Hrað-
frystihús Breiðdælinga, Hraö-
frystihús Stokkseyrar, Bakkafisk-
ur á Eyrarbakka, bæði frystihúsin
í Þorlákshöfh og Hraðfrystihús
Keflavíkur.
Sæblik á Kópaskeri hefur einnig
verið nefnt í tengslum viö hlutafj-
ársjóð en það fyrirtæki er þegar
komið tii gjaldþrotaskipta. Byggða-
stofnun hefur ekki lagt til að það
fyrirtæki verði endurvakiö heldur
að atvinnulífið í þorpinu verði
treyst með öðrum hætti en fisk-
vinnslu.
-gse
Þessi mynd var tekin í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Eins og sjá má er hafísjaki
skammt frá landi. Víðar á Vestfjörðum hefur fólk séð ís sem rekið hefur inn
á firðina. Mikil hreyfing er á isnum og óttast bátasjómenn á Vestfjörðum
vestanátt. - DV-mynd BB ísafirði
Bandaríska veðurstofan um veðurhorfur:
Meðalhiti og vætusamt
fram í miðjan mars
Hitastig verður svipað og í meðal-
ári frá miðjum febrúar og fram í
miðjan mars. Það þýðir um -0,1 til
+1,5 stig í Reykjavík. Samsvarandi
tölur fyrir Norðurland geta legið á
bilinu frá -4 gráður til +1 gráða. Litl-
ar hkur, eða 33 prósent, eru á að hiti
verði undir meðallagi. Úrkomusamt
verður áfram og nokkrar líkur á
meiri úrkomu en í meðalári.
Þetta eru höfuölínurnar í fimm
vikna veðurspá bandarísku veður-
stofunnar, NOAA, fyrir svæðið yfir
íslandi. Er meðal annars gengið út
frá veðurathugunum í háloftunum.
Bandaríska veðurstofan mun vera
sú fremsta í heiminum í dag og gerir
reglulega spár langt fram í tímann.
Veðurfræðingar benda á að það beri
þó að taka langtímaspám með fyrir-
vara. Ekki sé hægt að byggja á spám
sem eru lengri en til 10-14 daga.
Minnki forspárgildi spánna með
lengd þess tíma sem þær ná yfir.
Þannig þorðu veðurfræðingar á Veð-
urstofu íslands og á Keflavíkurflug-
velli ekki að spá lengra en 5-6 daga
fram í tímann með þokkalegu ör-
yggi. Samkvæmt heimildum DV mun
fimm vikna spá bandarískra veður-
fræðinga, frá miðjum janúar til miðs
febrúar.hafastaöistnokkuðvel. -hlh
Tveir bílar brunnu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Slökkvihðið á Akureyri var tvíveg-
is kallað út í gær.
í fyrra skiptið kom upp eldur í bif-
reiöaverkstæði við Draupnisgötu og
skemmdust tveir bílar þar inni nokk-
uð og einnig tölvustillingartæki og
önnur tæki.
Skömmu fyrir miðnætti kom upp
eldur í herbergi í húsi við Brekku-
götu. íbúi reyndi að slökkva eldinn
og sviðnaði hár hans nokkuð við þau
störf en slökkviliðið lauk verkinu
fyrir hann.
Sjö árekstrar urðu á Akureyri í
gær, allir á þremur klukkustundum.
I tveimur tilfellum var um harðan
árekstur að ræða og varð að draga
bílana í burtu.
LOKI
En praktískt að stranda
við slippinn!
Veðrið á morgun:
Hægviðri
í norð-
austanátt
Á morgun verður fremur hæg
norðaustanátt, víða él norðan- og
austanlands en að mestu úr-
komulaust í öðrum landshlutum.
Hitinn verður undir frostmarki
1-8 stig.
Snjó rutt í dag
Helstu leiðir á landinu ættu að
verða færar bílum í dag. Að sögn
vegaeftirhtsmanna er víða ruðnings-
dagur. Þannig er verið að rýðja suöur-
leiðina austur um til Hornafjarðar.
SnæfeUsnesiö verður rutt í dag og
vegurinn alla leið tU Reykhóla. Verið
er aö ryöja Strandir suður frá Hólma-
vík. Djúpið hefur verið rutt þannig
að fært ætti að verða tU ísafjarðar.
Holtavöröuheiði á að verða fær og
vegurinn aUa leið til Húsavíkur.
Frekar slæmt veður var austan
Akureyrar í morgun en færð hafði
ekki spiUst. Austur á Héraði var alls
staðar fært. Fært var stórum bílum
og jeppum yfir Fjarðarheiði en Breið-
dalsheiði og Bárðardalsheiöi voru
ófærar. -hlh