Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. Sælkeriim Sushi er sælgæti Sushi, hollt, gott og grennandi. Nú orðiö eru komnar beinar sam- göngur á milli íslands og Japans. Japanir kaupa orðið æ meira af fiski frá íslandi en Japanir eru mestu fisk- neytendur í heimi. Víða erlendis er japönsk matargerð í tísku, t.d. í Bandaríkjunum. Af japönskum mat er líklegast sushi hvað vinsælast en sushi er hrár fiskur skorinn í þunnar sneiðar sem lagðar eru á hrísgrjónabollur, fiskur- inn er kryddaður með wasabi sem er japönsk piparrót. Af japönskum mat er líklegast sukiyaki og tempura hvað vinsælast meðal Vestur- landabúa. Sukiyaki er eiginlega pott- réttur. í Japan er notað kobe kjöt sem er nautakjöt, nautin eru látin drekka bjór og svo eru þau nudduð, kjötið er því ákaflega meirt. Tempura er hins vegar kjöt og grænmeti sem er djúpsteikt í olíu. í japanskri matar- gerð er áríðandi að maturinn sé fall- egur. Þá nota Japanir aðeins besta fáanlega hráefni. Sælkerasíðan rakst á kassa með öllu sem þarf til að laga sushi í Heilsuhúsinu í Kringlunni. Nú geta sem sagt allir lagað sushi heima. Okkur íslendingum ætti ekki að bregða við að snæða hráan fisk. Við borðum graflax, síld og harðfisk. Aöaluppistaðan í sushi er hrísgrjón og fiskur, mikilvægt er að fiskurinn sé glænýr. í þessum sushikassa, sem Sælkerasíðan rakst á, er sem sagt allt sem til þarf til að gera sushi, en það er: Poki með kringlóttum hrís- grjónum en það er mjög auðvelt að forma þau í bollur o.fl. Þá eru í kass- anum hrísgrjóna- og sushi vínedik, Sælkerinn Sigmar B. Hauksson nori, en það er eiginlega japönsk söl sem vafin eru utan um hrísgrjóna- bollurnar, wasabi, það er japönsk piparrót sem er í duftformi, duftinu er blandað saman við vatn en best er þó að blanda því í pilsner eða bjór, þá er það sýrt engifer eða engiferpik- les og soja sósa. Einnig fylgir með sleif og motta til að forma hrísgijón- in í rúllur. í stuttu máli ér sushi þannig lagað að hrísgrjónin eru soðin og þau bragðbætt með salti og t.d. sushi vínediki. Hrísgijónin má svo forma á ýmsa vegu, t.d. í bollur. Þá er wasabi blandað með vatni eða bjór. Nýr og góður fiskur er skorinn í þunnar sneiðar, t.d. lúða eða lax. Ögn af wasabi er sett á fiskinn og fisksneiðarnar lagðar á hrísgijóna- bollurnar. Einnig eru nori eða jap- önsk söl sett á mottuna og hrísgijón- in þar á. Hrísgijónunum eru svo rúl- luð upp, rúllan er svo skorin niður og eru þá söhn eins og umbúðir utan um hrísgrjónin. Til eru fjölmörg afbrigði af sushi, t.d. eru hrogn mjög góð þá aðallega lax-, krabba- og ígulkeijahrogn. Einnig eru rækjur og humar góð í sushi. Með því er höfð sojasósa en mesta bragðiö gefur þó wasabi eða japanska piparrótin. Vínedikið gefur hrísgijónunum mjög gott bragð. í Japan eru einnig hafðar með sushi ýmsar tegundir af grænmeti, reyktur fiskur og egg. Svona matreiðsla býð- ur sem sagt upp á fjölmarga mögu- leika. Japanir eru nú orðið mjög áberandi sem ferðamenn hér í Evrópu og í Bandaríkjunum. Japönskum veit- ingahúsum hefur því fiölgað stórlega og þá aðallega svokölluðum sushi börum. Hér á íslandi er mikið og gott úrval af nýjum fiski og hér ætti því að vera auðvelt að laga sushi, svo má ekki gleyma að það er grennandi ódýrt og hollt. Ostalyst, íslensk bók um osta. Alex Fyrir skömmu var hér í blaðinu fiallað um rekstrarerfiðleika veit- ingahúsa hér í Reykjavík. Var meðal annars sagt frá því að búið væri að loka veitingahúsinu Alex við Hlemm en eigendur Alex eru ekki á því að gefast upp. Þann 15. mars næstkom- andi opnar Alex aftur á nýjum stað, á Laugavegi 45. Nýi Alex verður mun rúmbetri en sá gamh. lifir Veitingahúsið Alex þótti áhuga- verður staður þar sem boðið var upp á frumlega matargerð. Hinn nýi Alex mun vonandi áfram verða „óvenju- legur“ matsölustaður, ekki veitir af. Reykvískur veitingarekstur er í mikihi lægð núna og afskaplega htih frumleiki ríkjandi. Sem sagt, um miðjan mánuðinn opnar Alex aftur - við bíðum spennt. Alex opnar bráðlega aftur, á Laugavegi 45. Góð bók um osta Skömmu fyrir jól gaf Osta- og smjörsalan út bók sem nefnist „Osta- lyst, handbók fyrir sælkera". Eins og alþjóð veit er Osta- og smjörsalan hið mesta fyrirmyndarfyrirtæki og er þjónusta fyrirtækisins við neyt- endur til mikils sóma. Ostaneysla íslendinga hefur stóraukist á undan- fömum árum. Bókina tók saman Dómhildur Sig- fúsdóttir. í henni eru 147 uppskriftir og skiptast þær þannig; ábætisréttir, bakstur, kaffibrauð, ostakökur, smjördeigsbakstur, fiskréttir, for- réttir, kjötréttir, smáréttir og súpur. Já, það má matreiða ost á ótal vegu, enda er nú orðið mikið úrval af ost- um á markaðnum hér á landi. Bók þessi er fagurlega myndskreytt og er seld á mjög vægu verði. Nú orðið er htið gefið út af frumsömdum íslensk- um matreiðslubókum, þær eru flest- allar þýddar. Þessi bók ætti því að vera öhum ostaunnendum kærkom- in. Hér koma nokkrar uppskriftir að freistandi smáréttum. Döðlu-ostakonfekt 16-20 ferskar döðlur 200 g ijómaostur 100 g sýrður rjómi gráðaostur portvín eða sérrí Hrærið saman ijómaosti og sýrð- um ijóma, smakkið til með víni. Skerið langsum í döðlurnar, takið steinana úr. Sprautið hrærunni í döðlumar. Skerið gráðaostinn í bita og stingið bita í hverja döðlu. Kælið. Fylltar sveskjur 12 sveskjur 100 g rjómaostur 12 fleskjusneiðar (bacon) Látið sveskjumar liggja í heitu vatni í 3-4 tíma. Látið drjúpa af þeim, þerrið þær og takið steinana úr. Fyll- ið sveskjurnar með rjómaosti. Vefiið fleskjusneið utan um hveija sveskju og festið með tannstöngh. Glóðið í ofni þar til fleskjan verður brún og stökk. Skinku- og sperglarúllur 4 sneiðar skinka 100 g rjómaostur 4 sperglar Smyrjið rjómaosti á sneiðarnar. Vefiið sneiðunum utan um spergla- stilkana. Festið með tannstöngli. Lá- tið standa í kæli 1-2 tíma áður en rúllurnar em bornar fram. Skerið í bita. Þorramaturinn er tilvalinn „bjórmatur' Þorramatur og bjór Þá er blessaður bjórinn kominn og íslendingar geta kneyfað bjór eins og hver vih. En það er ekki gott að drekka of mikinn bjór án þess að fá einhveija fasta fæðu með. Víða erlendis er boðið upp á margs konar smárétti á bjórkránum, aðal- lega ýmiss konar pylsur. Nú væri thvaliö- að islenskir veitingamenn. hefðu á boðstólum þorramat fyrir gesti sína. Harðfiskur, sviðasulta, hákarl, hangikjöt og annað góðgæti er thvahð góðgæti með bjómum. Þorramaturinn er bæði hollur og góður og svo er hann þjóðlegur. Ekki skaðar það að erlendir ferðamenn hefðu mikinn áhuga á þessum þjóð- lega islenskaanaL.............. í Danmörku tíðkast sá góði siður að fá sér „natmad" eða kvöldsnarl, þorramaturinn er einmitt thvalinn sem svona kvöldsnarl þegar fer að líða á og ættu allir sannir íslendingar frekar að kjósa þorramat en ham- borgara og kartöfluflögur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.