Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. Kvikmyndir Jeremy Irons leikur tvíburana Elliot og Beverly Mantle i Dead Ringers og sýnir magnaðan leik í erfiðum Það verður tvíburunum i Dead Ringers að falli þegar þeir kynnast leik- hlutverkum. konunni Claire Niveau (Geneviéve Bujold). David Cronenberg hefur með nýjustu mynd sinni, Dead Ringers, snúið frá hrollvekjum sem hafa haldið nafni hans á lofti hingað til. Ein þeirra kvikmynda, sem mikla athygli hafa vakið á undan- fómum mánuðum í Bandaríkjun- um, er nýjasta kvikmynd Davids Cronenberg, Dead Ringers. Mynd þessi lýsir sjálfstortímingu ein- eggja tvíbura sem báðir eru læknar og hefur hún vakið mikil viðbrögð hjá gagnrýnendum sem og áhorf- endum enda er hér um einstaklega áhrifamikla mynd að ræða. David Cronenberg hefur verið hælt sem nýjum meistara hryll- ingsmynda og er hann talinn meðal gáfuðustu og nýjungagjömustu leikstjóra vestanhafs. Kanadískur uppruni Cronenberg fæddist 15. mars 1943 í Toronto. Faðir hans var blaðamaöur er skrifaði í blöð um frímerki en hafði að aukastarfi að skrifa leynilögreglusögur. Móðir hans var píanóleikari. A unga aldri tók hann til við ritstörf og hneigð- ist fljótlega til að skrifa vísinda- skáldsögur. Hann sendi stanslaust sögur sín- ar til hinna ýmsu tímarita en engin var tekin til birtingar. Cronenberg segist hafa verið oröinn leiður á bréfum frá ritstjórum sem aðeins sögöu honum aö gefast ekki upp, hann hefði hæfileikana til að skrifa. Cronenberg sótti nám í háskólan- um í Toronto þar sem hann útskrif- aðist í ensku og bókmenntum 1967. Það var í háskólanum sem hann fékk áhuga á kvikmyndum. Þar gerði hann einnig sínar fyrstu kvikmyndir, stuttmyndimar Transfer og From the Drain er kvikmyndaðar vom á 16 mm fúmu. Hans fyrstu kvikmyndir á 35 mm filmu vom einnig stuttmyndir, Stereo og Crimes of the Future er báðar vom gerðar í kringum 1970. 1971 fór Cronenberg til Evrópu á styrk frá kanadíska ríkinu. Hann kynnti sér kvikmyndir og 1975 er hann kominn aftur til Kanada og gerir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Shivers eöa They Came from Within eins og hún hefur veriö kölluö á myndbandamarkaðinum. Þó nokkiu- gróði varð af myndinni og nú stóöu honum flestar dyr opn- ar í heimalandi sínu. Næst gerir Cronenberg Rabid með Marilyn Chambers í aðalhlut- verki. Sú kvikmynd kostaði aðeins hálfa milljón dollara en gróðinn af henni, þegar upp var staöið, var sjö milljónir dollara. Hann gerði því næst mynd um kappakstur, Fast Company, og var þar með að svala miklum persónulegum áhuga á kappakstri. Það er svo 1979 sem hann leik- stýrir The Brood meö Oliver Reed og Samantha Eggar í aðalhlutverk- um. Ekki vakti mynd þessi mikla hrifningu enda óhugnaðinum gerð mikil skil. Dómar um hana voru þó margir lofsamlegir og þóttust nokkrir gagnrýnendur sjá aö þama væri á ferðinni hæfileikaríkur leik- stjóri. Scanners breytti öllu David Cronenberg sannaði þennan grun gagnrýnenda meö næstu mynd, Scanners. Þar fór hann nýjar leiðir í tæknibrellum sem vöktu mikla athygh. Hryll- ingsmyndir voru ekki hátt skrifað- ar þegar Scanners kom fyrir sjónir almennings. Má segja að með Scanners hafi opnast sá mikh heimur tæknibrehna sem nota má við gerð hrylhngsmynda. Scanners varð fljótlega sú hryhingsmynd sem mestur gróði hafði verið af th þess tíma. Fór hún í fyrsta sætið á hsta yfir mest sóttu kvikmyndimar í Ameríku strax fyrstu vikuna sem hún kom fyrir sjónir almennings. Cronenberg hélt áfram á sömu braut. Næsta kvikmynd hans var Videodrome sem er fremur ógeö- fehd kvikmynd um samkeppni sjónvarpsstöðva við að ná sem flestum áhorfendum. James Woods fer á kostum í hlut- verki sjónvarpsframleiðandans sem kemst á snoðir um sjónvarps- sendingar þar sem fólk er pyndað og drepið í raunveruleikanum. Myndin gerist oft á tíðum á mörk- um martraðar og raunveruleika og eru tæknibrelhur magnaðar og um Kvikmyndir Hilmar Karlsson leið óhugnanlegar. Þessar tækni- brehur og einstök atriði var nú far- ið að kenna viö Cronenberg. Næst leitaði Cronenberg á miö frægasta hrollvekjurithöfundar sem nú er uppi, Stephen King, og kvikmyndaði eina af hans betri sögum, The Dead Zone. Hann fékk Christopher Walken, Martin Sheen og Brooke Adams til að leika í þessari framtíöarfantasíu sem fjallar um mann sem vaknar upp úr dauðadái og er þá kominn með hæfileika til að sjá fram í tím- ann og meöal þess sem hann sér eru aögeröir sem forsetaframbjóð- andi einn mun standa fyrir þegar búið er að kjósa hann. Þaö verður tU þess að hann setur sér það mark- mið að drepa hann. Næstu þrjú árin vann Cronen- þerg við ýmislegt, meðal annars geröi hann sjónvarpsseríu og einn- ig voru gerðar áætlanir um kvik- mynd fyrir Dino De Laurentis en þær runnu út í sandinn. Þaö var þegar ekkert varð úr þessari kvik- mynd sem honum var boðiö að skrifa og leUcstýra kvikmynd eftir annarri mynd, The Fly. The Fly var mikUl sigur fyrir Cronenberg og eru margir á því að magnaðri hrylhngsmynd haíi ekki verið gerð í langan tíma enda hlóð myndin á sig verðlaunum á mörg- um kvikmyndahátíðum. The Fly er, eins og áður sagöi, gerð eftir eldri mynd sem hét sama nafni og var gerð 1958. Myndin fjahar um vísindamann er Jeff Goldblum leikur. Hann vinnur að tilraunum með flugur og verður sjálfur fórnarlamb eigin tílrauna. Allir sem séð hafa gleyma seint þeim mögnuðu umbreytingum sem verða á honum. Þar nær tæknin hámarki og gerir myndina að ein- hverri allra bestu hrollvekju sem gerð hefur verið. Dead Ringers David Cronenberg var varla búinn að ljúka viö The Fly þegar hann hellti sér út í nýtt verkefni og nú skyldi algjörlega breytt um stefnu. Hrylhngsmyndastefnunni var fórnað fyrir sálfræðidrama þar sem óhugnaðurinn kemur innan frá. Cronenberg hafði lesiö bók um tvíburalækna sem frömdu sjálfs- morð saman. Út frá þeirri bók, sem byggð var á raunverulegum at- burðum, vann hann handrit sitt að Dead Ringers. Hann fékk Jeremy Irons til að leika tvíburana og var notuð ný tækni til að gera myndina sem eðhlegasta. Og eftir að hafa séö myndina er erfltt að ímynda sér aö þarna séu ekki á feröinni tveir leik- arar, þvíhk snilld er samsetningin. Cronenberg heldur sig viö lækn- ana. Nú eru þeir kanadískir og mjög virtir á sviði kvensjúkdóma. Samband tvíburanna er náið og ganga þeir hvor í annars hlutverk án þess að nokkur taki eftir. Ekki eru þeir eins líkir að innan og aö utan. Elhot, sem kahar Be- verly htla bróður, er tilfinninga- laus í öllum samskiptum sínum við aðra og hikar ekki við að láta bróð- ur sinn vinna mikið og hirða heið- urinn sjálfur. Það er leikkona, er Geneviéve Bujold leikur, sem verður til þess að stía tvíburunum í sundur. Hún kynnist öðrum þeirra og gerir sér ekki grein fyrir að hún verður ást- mær beggja. Elhot, sem að venju „prófaöi" hana fyrst, eftirlét bróð- ur sínum leikkonuna og hann verð- ur ástfanginn af henni. Þetta hkar Ehiot hla og veitist að Beverly fyr- ir að hlýða sér ekki. Beverly getur ekki tekið á þessu vandmáli sem aldrei hafði komið upp hjá þeim bræðrum áður og fer að taka inn pillur sem brátt leiðir til eiturlyflanotkunar. Við það ruglast dómgreind hans og þegar það fer að hafa áhrif á vinnuna sér Elliot að bróðir hans er að veröa vitskertur og verður hræddur... Ekki er vert að fara nánar út í söguþráðinn en uppgjör tvíbur- anna er óhugnanlegt vímuatriði sem á sér fáa hka í kvikmyndasög- unni. Magnaöur leikur Jeremy Irons í hlutverki tvíburanna eykur hinn innri óhugnað og skhur áhorfand- ann eftir í sjokki að sýningu lok- inni. Regnboginn mun taka Dead Ringers th sýninga í næstu viku og er ekki að efa að íslendingar veröa fyrir jafnmiklum áhrifum og aðrir af að sjá þessa einstöku kvik- mynd. Dead Ringers markar nýtt tíma- bil fyrir David Cronenberg. Hann er kominn út fyrir hrylhngs- myndarammann þar sem hann hefur á undanfómum árum verið sá meistarinn sem mest áhrif hefur haft. Dead Ringers hefur yflrleitt fengið góðar viötökur. Hún er geysivel gerð, að mörgu leyti tæknhegt undur og byggist mun meira á mannlegum tilfinningum en áöur hefur sést hjá Cronenberg. Honum standa þvi allar dyr opnar. Víst er að það verður engin logn- moha yfir næstu mynd Cronen- bergs frekar en fyrri myndum hans. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.