Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Page 22
22 Vísindi LAUGARDAGUIt‘é MARS 1989. 13 V Ný aðferð til að styrkja vöðva íþróttamanna: Rafmagn í stað lyfja Lengi hefur veriö á kreiki orðróm- ur um aö sovéskir íþróttamenn noti lyf tíl að bæta árangur sinn. Nú eru þó komnar fram upplýsingar sem benda til að svo þurfi ekki að vera því önnur ráð eru tiltæk. Hægt er að nota rafmagn til að byggja upp vöðva með sama árangri og þegar lyf eru notuð. Þessi aðferð hefur um skeið verið notuð í Sovétríkjunum og nú eru bandarískir íþróttamenn farnir aö beita henni bka. Hér eru þó engir töfrar á ferðinni því allur galdurinn er að láta rafmagnið örva hreyfingar vöðvanna. Vöðvar hreyfast fyrir áhrif frá rafboðum í taugakerfinu og með því að fjölga rafboðunum hreyf- ast vöðvarnir meira. Sovéskir lyftingamenn hafa beitt þessari aðferð og fyrir síðustu ólympíuleika notaði bandaríski lyft- ingamaðurinn Derrick Crass hana til að bæta árangur sinn. Rafmagnið var notað til að styrkja vöðvana í fótum Crass á hveijum degi í sex vikur. Mjög veikur straumur er notaður og sagt er að meðferðin sé ekki tiltakan- lega óþægileg. Þessi aðferð við æfingar ber ríku- legan árangur og á þessu sex vikna tímabili bætti Crass árangur sinn í um rúmlega 40 kíló. Á ólympíuleik- unum þóttu þetta ótrúlegar framfarir og Cross var hvað eftir annað settur í lyfjapróf en engin merki fundust um lyf. Lyftingamennirnir verða að hggja út af meðan á meðferð stendur. Um 70 rafboð berast til líkamans á hverri sekúndu. Rafmagnið tekur alla stjóm manna af vöðvunum og þeir titra án afláts. „Þetta er mjög furðuleg tilfmning," er haft eftir Cross. „Meðferðin er sársaukalaus en hún er ekki mjög þægileg." Engar vísbendingar hafa komið fram um óæskileg eftirköst af meðferðinni. . Lyftingamaðurinn Derrick Cross bætti árangur sinn um 40 kiló með rafmagnsæfingum. Nýi þrifóturinn er borinn um hálsinn. Léttir fyrir ljós- myndara Enskur uppfmningamaður hef- úr fundiö upp nýja gerð af þri- fæti til að styðja við Ijósmynda- vélar. Til þessa hafa ljósmyndar- ar orðið að rogast með þunga þrífætur sem þeir koma fyrir á fastri undirstöðu. Nýja þrífótinn bera menn um hálsinn. Reyndar hefur hann aö- eins tvo fætur því bak manna kemur i staðinn fyrir þriðja fót- inn. Nýi þrífóturinn er þegar kominn á markað og er seldur í Englandi hjá fyrirtækinu Court Sports. ' Nýi dísklingurinn er í úliíti eins og þeir gömlu. Þannig lítur stjörnusjónaukinn við Green Bank út núna. Hrunið tækniundur Eyðileggja álar greiðslukort? Fyrir aldarfjórðungi byggðu Bandaríkjamenn stóran og mikinn stjömusjónauka við Green Bank í Washingtonfylki. Þetta var þá stærsti sjónauki heimsins með nærri hundraö metra breiðum spegli. Allt þar tíl í haust var hann helsta verk- færi Bandaríkjamanna til að rann- saka himingeiminn. Þá hrundi þetta verkfræðiundur til grunna og nú liggur mikil járnahrúga þar sem fall- egasti stjömusjónauki heims stóð áður. Óhappið varð að kvöldi 15. nóv- ember á síðasta ári. Þá var verið að nota sjóaukann til að kortleggja raf- segulbylgjur í himingeimnum. Veð- ur var kyrrt en allt í einu hrundi sjónaukinn til gmnna. Undirstöð- umar gáfu sig og nú lítur sjónaukinn út eins og nútímalistaverk. Engin skýring hefur fundist á af hverju undirstöðurnar gáfu sig. Margir verkfræðingar hafa verið kallaðir til að rannsaka málið en þeir standa á gati. „Þetta var glæsi- legur sjónauki,“ er haft eftir yfir- stjórnanda hans. „Það er átakanlegt að horfa á jámahrúguna núna.“ Þótt sjóaukinn við Green Bank væri ekki lengur sá stærsti í heimi var hann af mörgum talinn sá besti. Ýmsir stærri sjónaukar hafa ekki reynst eins nákvæmir. Talið er að það taki Bandaríkjamenn um tvö ár að byggja nýjan sjónauka. Þeir verða þó að gera það því bróðurparturinn af stjömuathugunum þeirra var gerðvu- með sjónaukanum sem hmndi. Sú saga hefur gengið ljósum logum víða um Vesturlönd að rafmagnaður áll frá Austurlöndum eigi sök á þvi að greiðslukort hafa eyðilagst í veskj- um manna. í flestum greiðslukortum eru geymd rafboð - í dökkri línu á bakinu - og koma m.a. að notum þegar kortin eru notuð í hraðbanka. Án rafboðanna minnka notin sem hægt er að hafa af kortunum. Stundum gufa þessi rafboð upp af óútskýrðum ástæðum. Sumir hafa þó viljað trúa að þar komi rafmagn- aði állinn frá Austurlöndum til sög- unnar. Það hefur nefnilega verið í tísku undanfarna mánuði að nota veski og handtöskur sem gerð eru úr roði álsins ógurlega. Þetta eru dýrir munir og eftirsóttir og trú margra að þeir séu rafmagnaöir. Nú hefur máliö verið rannsakað ítarlega og vísindamenn hafa sýknað áhnn af öllum ákærum um að eyði- leggja greiðslukort. Sýknan þýðir þó að fleiri álar láta lífið en áður því eftirspum eftir álaroði hefur aukist á ný. Við rannsóknir á roðinu kom í ljós að það er ekki rafmagnaðra en hvert annað leður. Talið var aö roðið væri rafmagnað þrátt fyrir dauða álsins en nú þykir sannað að svo er ekki. Líffræðingar töldu reyndar að málið væri þaulkannað áöur og niðurstöð- ur þeirra voru staðfestar í rannsókn- inni. Nú er verið að leita að öðrum or- sökum þess að rafboðin á greiðslu- kortunum glatast. Komið hefur í ljós að sumar kortavélar rafmagnast við notkun og stundum verður straum- urinn það mikill að hann mælist í margra metra fjarlægð. Þá geta raf- boðin eyðst ef kortin koma of nærri sjónvörpum eða stórum hátölurum. risinn Tölvudisklingar hafa þann galla að lítið efni kemst fyrir á hverjum þeirra. Tölvufyrirtæki hafa því lagt mikla áherslu á hönnun disklinga sem rúma meira án þess að þeir stækki óhæfilega. Nú hafa verið framleiddir diskl- ingar fyrir Macintoshtölvur sem rúma allt að 25 megabæt. Það er meira en kemst fyrir á hörðum diskum í mörgum einkatölvum. Galdurinn er að nota leysigeisla til aö lesa af disklingnum í stað rafboða. Heims- met í þungavikt Menn reyna aö setja met 1 öllu mögulegu og ómögulegu og nú hefur Bandaríkjamaður sett met í að safna fitu. Til þessa hefur það þótt meira kappsmál aö losna við aukakíló en met á því sviði eru hætt að vekja athygli. Bandaríski methafinn í fltu- söfnun náði að þyngjast um 91 kíló á 14 dögum. Þetta þykir snar- lega gert og ekki meö öllu hættu- laust því heimsmeistarinn var lagður inn á sjúkrahús þegar hann hafði náð toppnum. Hann er nú í strangri megrun, Állinn rafmagnaði sem lá undir grun um að eyðileggja greiðslukort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.