Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1989, Side 28
40 LAUGARDAGUR 4. MARS 1989. LffsstOl Þýskaland: Sumarhús sjómanna - ódýr kostur Sumarhúsin eru vel í sveit sett og þaðan er ekki nema steinsnar sama hvort ferðinni er heitið á friðsæla staði eða til einhverrar mið-evrópskrar stórborgar. Síðastliðið haust gerði Orlofsnefnd sjómanna samning um orlofsliús og íbúðir í Saarburg í Þýskalandi sem felur í sér leigu á 14 húsum og 3 íbúð- um á tímabilinu 20. mai til 23. sept- ember í síðustu viku gekk nefndin frá samningi við Ferðaskrifstofuna Úr- val um flug til Lúxemborgar samtals 400 sætum. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Sveinbjömssonar, framkvæmda- stjóra hjá Orlofsnefnd sjómanna, er hér um þriggja vikna ferðir að ræða og innifalið í verði er flug og sumar- hús eða flug og íbúð. Munu þessar ferðir vera um þriðjungi ódýrari en sambærilegar ferðir hjá ferðaskrif- stofunum. Auk samninganna um sumarhúsin hefur verið gengiö frá samningum við bílaleiguna Lux Viking í Lúxem- borg og samkvæmt þeim samningum kostar til dæmis Ford Sierra í viku um 12 þúsund krónur. félaga Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands eiga kost á því að komast í þessar ferðir og verða um- sóknir afgreiddar eftir þeirri röð sem þær berast en nú þegar mun um helmingur sætanna seldur. Sumarhúsin eru í bænum Wars- berg nálægt Saarburg, um það bil 30 kílómetrá sunnan við borgina Trier. Þangað er um klukkustundarakstur frá flugvellinum í Lúxemborg. íbúðirnar eru í sumarhúsahverf- inu Sonnenberg, mitt á milli Trier og Bernkastel, við ána Mosel. Þangað er rúmlega klukkustundarakstur frá flugvellinum í Lúxemborg. Húsin eru 63 m- að flatarmáli. í þeim eru 3 svefnherbergi, öll með vöskum, svefnpláss er fyrir 6 full- orðna, stofa eldhús og sturta. íbúðirnar eru 53 m- að flatarmáli. í þeim er svefnpláss fyrir fjóra. Bæði húsin og íbúðirnar eru vel búin húsgögnum og áhöldum. Sumarhús í Warsberg en þar býður Orlofsnefnd sjómanna ódýr sumarhús i sumar. Farmanna- og fískimanna- samband íslands Alhr þeir sem eru innan aðiidar- Hvaó kostar feröin Sem dæmi um verð má taka að ef bókað er fyrir 15. mars kostar 51.012 krónur fyrir manninn í sumar- húsi ef tveir eru saman um það. Ef fjórir eru saman um húsiö kost- ar ferðin 34.281 krónu á mann og ef að sex eru saman um húsið kostar ferðin 28.704 fyrir manninn. Barnaafsláttur fyrir 2ja-12 ára er krónur 8.775. Ferðakostnaður fyrir fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn á aldrinum 2ja til 12 ára er því 119.574 krónur en sambærileg ferð með ferðaskrifstofu myndi kosta um 153 þúsund krónur. Verð fyrir einn í íbúð er 69.298 krónur en ef fjórir eru um íbúðina kostar ferðin 30.487 fyrir manninn. Innifalið í verði er flug báðar leið- ir, flugvallarskattur, gisting í sumar- húsum eða íbúðum í þrjár vikur, hreingerning eftir dvöl og tveir um- gangar af sængurfótum. Ef gengið er frá pöntunum eftir 15. mars hækkar verð ferðanna lítillega. -J.Mar Páskaferðir: Hlýjast íThai- landi Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að páskamir eru óvenju snemma í ár. Þeir sem hyggja á ferðir á erlendar sólarstrendur um páskaleitið velta því eðlilega fyrir sér hvernig veðráttan muni verða í fyrirheitna landinu. Úrvahð af páskaferðunum er mik- ið, má þar meðal annars nefna ferðir til Thailands, Mahorca, Benidorm, Kýpur, Costa del Sol og svo er boðið upp á mikið úrval af alls kyns skíða- ferðum th Austurríkis og Sviss. í marslok, á þeim tíma sem pásk- arnir eru, er meðalhitastigið á fjöl- sóttustu ferðamannastöðunum í Thailandi um 29° og að meöaltali rignir í 3 daga allan mánuðinn og í 4 daga í apríl. Á Costa del Sol er meöallofthitinn í mars 18° og meðalhiti sjávar er 14 gráður á Celcius. Rigningardagar í mars á Costa del Sol eru að meöal- tali 5. Á Benidorm er meðalhitinn á þess- um árstíma um 20° og sjórinn litlu kaldari. Á Kýpur er meðalhitinn um 18° og meðalhiti sjávar um 17°. Á Mallorca er meðalhitinn um 16^18° og sjávarhitinn 15-16°. í lokin skal svo ítrekað að hér er um meðaltalstölur að ræða þar sem tekið er mið af hitastigi alls sólar- hringsins. Sem þýðir að yfir daginn stíga þessar tölur allverulega, eink- anlega ef sólin skín. -J.Mar 'h, V ■ - , aww/*-' ✓,, - r ■ ■ ■ : ?■ , wmmam, wm&sw. Eftir umhleypingasaman vetur eru þeir sjálfsagt margir sem farnir eru að þrá sól og sumaryl. m ':2É| v-. Æ 1 ÍÉI Bílaleigur: Nokkrar bhaleigur í löndum Budget, í Danmörku eru aldurs- Evrópu setja hámarksaldur varð* mörkin hjá Budget einnig 75 ár og andi útleigu á bifreiðum. Reglurn- í Finnlandi 70 ár. ar geta verið mismunandi frá landi í Gíbraltar leigir Budget ekki dl lands og frá leigu til leigu. Öku- ökumönnum sem orðnir eru 65 ára maður getur þannig fengið leigðan og Hertz setur mörkin við 70 ár. bh hjá einni bílaleigu þó hann geti Á írlandi eru aldursmörkin hjá þaö ekki hjá annari. Budget 75, hjá Ðollar 69 og hjá Ástæðurnar fyrir þessura reglum National 75 ár. eruaðísumum tilvikumerdýrara Á ítahu eru þessi mörk dregin að tryggja bifreiðir ef þessi mörk við 70 ár, bæöi hjá Budget og Doll- eru ekki fyrir hendi og svo aukin ar. Á Madeira eru aldursmörkin áhætta fyrir bílaieiguna. Eldri öku- hjá Hertz 75 ár og á Möltu eru þau menn ættu því aö kynna sér þessi 70 hjá Hertz og National. Loks má atriði áður en þeir leigja sér bíl. minna á aö í Hollandi leigir Budget í Evrópu setia til dæmis bhaleig- ekki bíla th ökumanna sem orðnir urnar Budget, Hertz, Dóllar og eru65ára. National eftirfarandi reglur: í Bret- -J.Mar landi eru aldursmörkin 75 ár hjá I Þýskaland: Fjölþætt þjónusta fyiir íslenska ferðamenn Jóhanna S. Sigþórsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson bjóða upp á fjölþætta þjónustu fyrir íslenska ferðamenn í Þýskalandi. Má þar meðal annars nefna að vanti þýskumælandi túlk til að að- stoða við gerð viðskiptasamninga þá hjálpa þau við slíkt. Þau taka á móti ferðalöngum á flugvöllunum í Frankfurt, Lúxem- borg eða Hamborg og geta ekið þeim á áfangastað sé þess óskað. Auk þess taka þau Jóhanna og Hjalti á móti feröahópum sem ætla að ferðast um Þýskaland, Austur- ríki, ítölsku Alpana eða Ungverja- land og bjóða þeim leiðsögn. Þau eru staðsett miðsvæðis í Þýskalandi í borginni Siegen og sím- inn hjá þeim er (0) 271-382191. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.